Alþýðublaðið - 02.11.1988, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 02.11.1988, Qupperneq 7
Miðvikudagur 2. nóvember 1988 7 UTLÖND Umsjón: Ingibjörg 1 Árnadóttir 1 Tugþúsundir kúrda streyma yfir landamærin til Tyrklands. Þeir segja óhugnanlegur sögur af fjöldamorðum og eiturefnahern- aði gegn saklausum ibúum sveita- þorpa. VINALAUS ÞJÓD Fjölmiðlamenn, sem hafa heimsótt flóttamannabúðirn- ar í austurhluta Tyrklands, segjast hafa hitt fólk, sem bar greinilega merki eitur- gass. Frásagnir flóttamann- anna sjálfra ber saman um þetta. Þeir segja frá eitur- sprengjum sem sleppt er úr flugvélum og handsprengjum með eitri, sem sleppt er úr þyrlum. Gasið er gult og lífs- hættulegt, margir hafa látist af völdum þess. MÓTMÆLI Mótmæli gegn eiturgas- hernaði írak, hafa borist frá öllum heimshornum. Ríkis- stjórnir hinna ýmsu ríkja, hafa miklar áhyggjur af kúrd- ískum íbúum í norðurhluta írak, írökum hefur veriö bent á að eiturefnahernaður sé brot á öllum alþjóðlegum samningum. Utanríkisráðherra Banda- ríkjanna George Shultz, segir Bandaríkjastjórn hafa óyggj- andi sönnun fyrir því, að Irak- ar hafi beitt eiturvopnum gegn kúrdum. Shultz ásakar Irak um „óafsakanlega og viðbjóðslega hegðun“. Öld- ungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt strangar efnahagslegar aðgerðir gegn írak. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Javier Perez de Cueller tilkynnti írak að kom- ið hefðu tilmæli frá tíu lönd- um um að rannsóknarnefnd verði send til að athuga sannleikann í þessu máli. Tilmælin komu frá: Banda- ríkjunum, Bretlandi, Japan, Vestur-Þýskalandi, Italíu, Danmörku, Noregi, íslandi, Svíþjóð og Finnlandi og Frakkland hefur gefið í skyn að það styðji þessi tilmæli. STUÐNINGUR ARABARÍKJA Arabaríkin sýna írak fullan stuðning og segja allt tal um eiturgas „áróðursherferð". írak viðurkennir aö hafa notað eiturgas í stríðinu við íran, en neitar að hafa beitt því gegn kúrdum. í hinu harða stríði milli uppreisnarmanna af kúrdísk- um ættum og heimanna rík- isstjórnarinnar í írak, kemur það verst niður á hinum al- menna borgara eins og oftast er í slíkum átökum. Mikill hluti kúrdískra þorpa, líklegast flest þeirra, hafa verið lögð í rúst. Kúrdar hafa stundum verið kallaðir „vinalausa þjóöin“. í mörg þúsund ár hafa þeir barist fyrir rétti sínum til eigin : lands, án árangurs. Ein af ástæðum þessa, kann að vera sú, að þeir hafa þá óheppilegu tilhneigingu, að fara að berjast hverjir við aðra, þegar hlé hefur orðið á bardögum við erkifjendur. Kúrdum hefur aldrei tekist að sýna samstöðu i frelsis- Yfir 120.000 kúrdar hafa komið til Tyrklands á síðustu vikum, sem flótta- menn. Þeir eru að flýja fjöldamorð og eiturhernað frá Irak. Irakar eru að hegna kúrdum vegna þess að þeir hafa stutt íran í íran-írak styrjöldinni. baráttu sinni. Kúrdar hafa eigin tungu og gamla hefðbundna menningu og hafa því alla burði til að mynda þjóðarheild, en þeim hefur alltaf verið stjórnað af öðrum. Eins og sakir standa, er Kurdistan skipt milli fjög- urra ríkja: írak, íran, Sýrlands og Tyrklands. Einnig eru þeir i minna mæli á sovésku yfir- ráðasvæði. Það gerir kúrdum enn erfiðara fyrir, að stór hluti þess svæðis, sem þeir kalla Kurdistan og sem þeir gera tilkall til, er landssvæði sem armenar gera einnig til- kall til — en þeir eru líka landlaus þjóð, — sem krefst sinnar eigin Armeníu. í írak, Iran og Tyrklandi stríða kúrdar við miðstýringu ríkisstjórnanna. Sérstaklega hefur þetta verið eftirtakan- legt í Irak. Frá því á árinu 1963, hefur ríkisstjórnin I Baghdad, reynt að minnka áhrif kúrda í hinum olíuríku héruðum I norðurhluta lands- ins. Kúrdar hafa í stórum hópum verið þvingaðir upp í flutningabíla og þeim gert að taka búsetu I suðurhluta landsins. Arabar hafa svo flust norður eftir og yfirtekið land kúrdanna. TÓKU ÁHÆTTU Þegar stríðið milli Iran og Irak braust út, sáu leiötogar kúrda i írak sér leik á borði með aó fá möguleika á sterk- um bandamanni móti ríkis- stjórninni í Bagdad og þeir fóru í stríðiö við hlið Teheran. Þetta gerðu þeir, þrátt fyrir að einnig mullah-ríkisstjórnin í Teheran hafði verið I blóð- ugum bardögum gegn hinu kúrdiska þjóðarbroti í íran. Kúrdanir i írak hafa þurft að gjalda það dýru verði, að hafa stutt íran. Ein af hefnd- araðgerðum írana voru fjölda- morðin í gasárásinni í mars s.l., á kúrdaþorpið Halabja, en þá voru 5000 þorpsbúar drepnir. Nú streyma þúsundir kúrdiskra flóttamanna yfir landamærin til Tyrklands. Yfir 80 prósent þeirra eru konur og börn. Forsætisráðherra Tyrklands, Turgut Özal hefur veitt þeim timabundið dvalar- leyfi. Vegna hinnar alþjóð- legu athygli, sem flótta- mannastraumurinn hefur vakið, munu kúrdar sennilega geta verið öruggir í Tyrklandi, þar til aðstæður breytast í heimalandi þeirra. Utanrikisráðuneytið í Tyrk- landi hélt því fram á dögun- um, að þar í landi hefðu ekki fundist neinar sannanir fyrir því, að eiturefnavopnum hefði verið beitt gegn þeim kúrdísku flóttamönnum sem til Tyrklands hafa komiö. Þetta kemur ekki heim og saman viö það sem óháðir fréttamenn, sem heimsótt hafa þessi landsvæði segja. Þeir fullyrða að þeir hafi séð og hitt fólk, sem bar þess greinilega merki að hafa orðið fyrir eiturgasárásum. „Tyrkneskir sérfræðingar I læknastétt, hafa ekki séð þess nein merki að eiturefna- vopnum hafi verið beitt" sagði Inal Batu, blaðafulltrúi tyrkneska utanríkisráðuneyt- isins. (Arbeiderbladet.)

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.