Tíminn - 20.12.1967, Blaðsíða 1
JOLABLAÐ II
bhhbÉi
im
Stófla í Fljótum í Skagafirði er
sérstæður sveitarlhluti — dalur,
sem að framan er girtur hinum
fögru Stíflu-hólum, til hliðanna há-
um fjölluim, en úr dallbotninum
liggur vegur til Ólafsfjarðar yfir
Lágheiði. Stílfla er rómuð fyrir
sumarfegurð. Fyrrum ifðaðist áin
um grænar grundir, grösug slaagjU
lönd bændanna, en niú liggur það
land undir miklu vatni, sem í senn
er forðabúr Skeiðsfossvirkjunar og
sveitarprýði á sina vísu. Frá Stíflu
hólunum er útsýn undrafögur í
góðu sumarveðri fram yfir byggð
ina. Þetta er heimur út af fyrir
sig, sem náttúran hefur afmark
að, grösug sveit með kjarngróðri,
afskekkt en björguleg.
En Stífla er jafnframt ein mesta
snjókista landsins. >ar er ekbert
óvenjulegt þótt síma- eða raflinu
staurar fari á kaf í snjó og
lágreist hús fyrri tima fenntu bók
staflega í, kaf. Fljótin fóstruðu
kynslóðirnar í þúsund ár, og
kenndu þeim að lifa og starfa.
Sagnir herma, að þar hafi margur
vaskur maðurinn alizt upp og
þótt hlutgengur, og saga okkar
tima vitnar um, að svo muni enn
vera. Þar á Stifla sinn hlut.
Fyrir 80 árum bjuggu hjónin
Árni Magnússon og Baldvina Ás-
grímsdóttir á Lundi í Stíflu, barn
mörg og dugandi. Það ár, eða
nanar til tekið 3. júní áriðj' 1887
faeddist þeim dóttir sem var vatni
ausin og Mfcut nafnið Guðrún. Guð
rún lítla óx upp í skjóli fjallanna,
Guðrún frá Lundi. Myndin er tekin á heimili hennar fyrir skömmu.
(Tímamynd ED)
pretti í samskiptum við gróður
jarðar og dýr merkurinnar. Og er
hún lok® kastaði álagahamnum á
því skeiði ævinnar, sem flestar
konur hafa lokið hinu erilsama
ævistarfi að mestu, og hóf að rita
bækur, var það fullþroskuð, lífs
reynd, hreinskilin og hispurslaus
kona, sem hélt á pennanum —
og hún reyndi ekki að vera önnur
en hún var, var sönn í skáldskap
sínum og bjó sér aldrei til afkára
skap, stílkæki eða rithöfundabrell
ur. — Bækur hennar eru sannar
og þess vegna verða þær lengi
lesnar.
Guðrún leiddi mig og félaga
minn til stofu.
— Það er hlýrra hérna. Ég var
að koma heim rétt áðan og ekki
búin að hita upp, sagði hún.
Þetta er gamalt hús, sum hús-
gögnin líka komin til ára sinna,
en það er notalegt þarna, allt ein-
falt og fábrotið. Skáldkonan er
vel ern, skýr í hugsun, kurteis,
en hefur ekki uppi neina skraut
mælgi eða spakmæli.
Hve lengi varstu i Fljótum,
fæðingarstað þínum?
— Til ellefu ára aldurs, þaðan
fluttum við að Enni á Höfðaströnd
og vorum þar í fimm ár, þaðan
að Syðra-Mallandi á Skaga. Sem
ung stúlka var ég í kaupavinnu hér
og þar, eins og tíðkaðist, bæði í
Skagafirði og svo í Húnavatns-
sýslu. Þar kynntist ég manninum
mínum Jóni Þorfinnssyni og við
hófum búskap á einum fjórða jarð
arinnar Þverárdal árið 1910, sem
er fremsti bærinn í Laxárdal. Svo
fluttum við eftir nokkur ár að
Vatnsskarði, þaðan að Valabjörg
um en svo bjuggum við 17 ár á
Ytra-Mallandi á Skaga. Hingað tii
Sauðárkróks fluttum við svo árið
1939. Hér bý ég ein siðan maður
inn minn dó því að börnin okkar
þrjú eru löngu flogin, segir Guð-
rún og sýnir mér myndir af þeim
og barnabörnum sínum.
— Hvenær byrjaðir þú svo að
skrifa?
— Strax innan við fermingu fór
ég að reyna að skrifa eitt og ann
að. Auðvitað brenndi ég það. Ég
öfundaði Torfhildi Hólm og dáði
Stutt heimsókn til
Guðrúnar f rá Lundi
og naut ytri friðsældar. Sími, út-1
varp og bílar trufluðu ekki, ekki
heldur rafmagn eða neitt það tæki
úti eða inni, sem óskiljanlegt er
litlum börnum. Hinsvegar bjuggu
álfar í hólum, hátíð varð af gest
komum og allir dagar áttu sín
ævintýr í samlífi fjölskyldunnar
við gróður, málleysingja, sólina,
regnið og snjóinn. Heimilið, leik-
ir og störf, síðan vinna hjá vanda
lausum var sbóli þess tíma.
Stúlkubarnið í Lundi var ekkert
frábru.gðið öðrum bömum í upp-
vextinum, fremur hlédræg
snemma, en átti þó næga skaps
muni til að spyrna við fótum,
’oegar hún vildi ekki og tala máli
sínu um það, sem hún vildi. En
hún varð frúbrugðin fjöldanum að
því leyti, að hún var í eins konar
prinsessa í álögum í 60 ár. Þá
féllu af henni fjötrarnir og hún
varð á svipstundu mest lesni höf
undur landsins og hefur svo löng
um verið síðan, eða í tuttugu ár.
Nú stendur Guðrún á áttræðu og
hyggst leggja frá sér pennann.
Allir kannast við höfundinn,
Guðrúnu frá Lundi, en það er
sama stúlkan, er hér var minnzt
á. Fyrsta bókin hennar, Dalalíf,
kom út fyrir tveim áratugum og
varð metsölubók. Flestir héldu, að
hinn nýi höfundur hefði tekið sér
þetta skáldanafn og hlyti að vera
háskólagengin bona og vel mennt
uð. Þjóðin tók verki hennar opn-
um örmum.
Svo hefur einnig verið um allar
bækur hennar, er síðar komu út
yfir tuttugu að tölu. En mörgum
gekk þó erfiðlega að fyrirgefa
henni það, að hún „var bara
sveitakona", þess utan um
sextugt þegar hún kvaddi sér
hljóðs á skáldaþingi, og Guðrún
frá Lundi var ekki einu sinni
skáldanafn! En það, sem máli skipt
ir er það, að þessi sveitakona, sem
hóf svona seint á ævi sinni rit-
höfundarferil, bom sá og sigraði,
svo ekki verður um villzt.
Ég heimsótti skáldkonuna nýlega
á heimili hennar Freyjugötu 5
á Sauðárkróki. Við fyrstu sýn varð
mér það Ijóst, að kona sú bom til
dyra eins og hún er klædd. Og
um leið fannst mér ég ráða gátu
þá, sem lengi hafði verið aðeins
hálfráðin í huga mér eða tæplega
það — gátuna um það hvers vegna
hún á stærri lesendahóp en flest
ir íslenzkir höfundar aðrir og sum
árin stærsta hópin, samkvæmt
skýrslu bóksala og safnvarða.
Skáldkonan hafði alizt upp með
heilsteyptu, duglegu og heiðarlegu
alþýðufólki og síðan deilt með
því kjöi-um í ýmsum sveitum, þar
sem enginn hagnast á að gefa út
falska ávísun og reyna að nota
hana fyrir það. að geta sfcrifað
svona bækur. Ég las allt, sem ég
náði í og hafði mikið yndi af
sumum bókum. Ég fór svo örlítið
að skrifa á ný, þegar ég var
bóndakona.
— Já, og skrifaðir fyrstu bók-
ina þína, Dalalíf?
— Já löngu síðar. Mér datt í
hug að reyna að fá þessa sögu
gefna út, en hafði engin samibönd
við útgefendur og ekki heldur
við neina þá fróðu menn um
bækur, sem hefðu eflaust getað
leiðbeint mér og auðveldað mér
ritstörfin með góðum ráðum og
hæfilegum aðfinnslum. Bróðurson
ur minn tók svo hjá mér handrit
ið og fór með það suður. Hann
sagðist ætla að selja það fyrir mig-
Hann gekk með það miili útgef-
endanna en áhuga þeirra vantaði
alveg. Þannig liðu tvö eða þrjú ár.
Ég var eiginlega hætt að vona.
En þá bauð Gunnar í fsafold mér
2600,00 krónur fyrir handritið og
ég varð fegin þó að upphæðin
væri ekki mikil. Bókin myndi þá
koma út og það var mér mikils
virði, hvað sem öðru leið. Dalalíf
kom út árið 1946.
— Og henni var vel tekið?
— Já hún varð reyndar met-
sölubók, og það varð mér mikil
EYiamhaild á bte. 2.