Tíminn - 20.12.1967, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.12.1967, Blaðsíða 3
T TÍMINN 3 Jólahald ýmissa þjóða Þegar tl máia kom, að sánka samam spjalli um jóláhald, var úr vöndu að ráða, ekki sízt með tiliti til þess, hversu farið er að diimrna, eða daginn að stytta, því jafnframt slíkum rtáttúrunnar hamförum gerist eitthvaið hlið- stætt hið innra með fólki. Me.nn verða hljóðir, jafnvel hræddir við að tala, og herpa þá gjarnan saman varir í von um að halda því betur í sér orðunum óhreyfð- um einhvers staðar dauðadjúpt í sálarlífinu. Og mönnum er varla sjálfrótt á einn og annan hiátt, þegar þessi ösköp dynja yfir. Ég er viss um, að sá sem laus er við þessa kvilla, hlýtur oft að brosa að þessum sjúklingum, hvort sem þeir þegja eða tala, því oft fer ekki betur þótt þeir opni munn, allt kemur að hinu sama: þeim er mörgum ekki sjálfrátt, sem haldnir eru skammdegispestinni. Hvar getur vesæll blaðamaður vænzt hjálpar í siíkum vanda, því lífið hér virðist hálf kollhúfulegt þessa dagana, líklega hið eina og sama, sem á tunglinu? Hví ekki að leita til útlend- inga? Því koma þeir ekki með sólina úr suðrinu? — Jú. vissulega. Þetta er frá- bær hugmynd! Vjð ættum að ganga lengra hér á landi. Við ættum að bjóða Suð- urlöndum heim; úr því ekki er hægt að róa fslandi til Suður- landa. Eða hví ekki að senda ís- lendinga til Suðurlanda, alla þjóð en flytja inn í landið Suðurlanda- menn, tvö hundruð þúsund Suð urlandamenn, og láta þá um að lifa hér? Sem sagt, að bín til íslendinga, og aðra en þá, sem í landinu hafa búið til þess, eða úr erlendu fólki! Mjög einfalt, og lífið mundi léttast um allan helming og meira til. Kanmski mundi þá tíminn verða að mokkurs konar blekk- imgu, einhverju til að hlæja að. Menn murndu þá Iíklega ekki fá nokkurn tíma til að hugsa um hann fyrir því ríkari hamingju? Giott og vel, það er víst bara della að vera að lifa, eða kann- ski er lifað á alrangan hátt? Það er líklega einhver slysni að við skyldum hafa fundið upp tímann og alla þá kranka, sem honum fylgja? Kannski líður heldur ekki á löngu þar til háskólinn fyllist vísindum, sem aðeims leitast við að finna leiðina til þess að vinna á þessum vanda, sem við köllum tfmia? En nú er að dragast til útlend- inga — og til háskólams, þvi þar býr þetta ágæta fólk. Það kostar mikla hörku og mik- il leiðindi, að hafa sig f slíka skólagöngu í byrjun desemiber- mánaðar við snjófjúk og frost, en ekk; verður samt á móti því mælt. að sumt er broslegt við þessa för og það heldur manni nokkurn veginn ofan við frost- mark. Fyrir ofan inngöngudyr hátíða- salar stendur til dæmis þessi hjá- kátlega setning: Vísindin efla alla dáð. Hátíð, vísindi! Hvernig á að koma þessu heim og saman? Þetta er íslenzkt fyrirbrigði. Enginn skilur þetta, ekki einu sinni íslendingar, og þá er mik- ið sagt. Kannski hafði orðið vísindi allt aðra merkingu á nítjándu öld en það hefur í dag, en með leyfi að spyrja: er manni ekki leyfi- legt að brosa i kampinn, er nokk- uð ljótt við það — eða þá and- styggjast eitthvað á svona veður- degi? Og verið er að naula rimur, það sér segulbandið um: Líkt þvi að heyra inn í hrútakofa um há- vetur, þegar bvefið er hvaö skæð- ast í skepnunum. Útlendir menn sitjandi við borð á ganginum, brostu góðlátlega. En nú er að snúa sér að efn- inu og bregða þeim erlendu í spjallið. F'yrstan fæ ég að máli Roger nakkura Búhrer, svisslending. Hann er maður á milli tvítugs og þrítugs, stúdent frá Zurich-há- skóla og hefur fengizt við tungu- málanám. Hann talar grisku og latínu, en hér stundar hann ís- lenzkunám. Hanm hyggst ætla að dveljast hér í tvö ár og leggja fyrir sig nám í fslenzkum bók- menntum. Roger segir frá jólum í Sviss: Við hefjum jól í Sviss með því að hlýða á söguna um fæðingu frelsarans. Fjölskyldan og frænd- fólk hennar safmast saman í kring- um jólatré að syngja nokkra jóla- söngva. Síðan er tekið til við að opna jólagjafapakka, og að því búnu reynum við að gamna okk- ur við þær gjafir sem okkur hafa hlotnast, en að því loknu setjumst við að matborðinu, þar sem okk- ar bíða betri réttir em fram eru bornir að jafnaði. Jólin hafa því meira tekið á sig svip verzlunar eða peningalegr- ar auðgunar sem lengur hefur liðið, og þetta ágerist. í upphafi hverrar jólahátíðar leitast fólk við að hugsa í alvöru um hina djúpu þýðingu jólanna, en að loknum inngangi þeirra verða þau með glaðhlakkalegri svip. Að öllum jafnaði leitast fólk Roger Buhrer við að vera í sem beztu skani, reynir að fagna, og notar þá gjarnan sem fegurst orð. Henrik Arkalorau hefur verið hér á landi i tvo mánuði. en hann er grænlenzkur. Hér er hann að læra íslenzkt mál. sögu og bók- Henrik Arkalorav menntir, en á vori komanda hyggst hann halda heim. Hvað geturðu sagt mér um grænlenzk jól? spyr blaðamaður inn forvitinn. Ég vil gjarnan byrja með að segja, að langt er síðan ég hef haldið jólin heima. En þar sem þróunin er ör í landi mínu er hugsanlegt að fleiri eða færri venjur hafi farið forgörðum. En minningar mínar eru frá liðnum árum, það eru bernsku minningar um jól í Julianeháb. í þvílíku landi sem Grænlandi, þar sem vetur eru langir og stund um harðir, eru jólin kærkomin, og þeim er innilega fagnað. Meðal flestra Grænlendinga byrja jólin snemma á aðfangadag. Þá eru allir vaktir, en þeir sem vekja fólkið eru börn sem fara syngjandi frá húsi til húss. Þegar maður lítur út um glugg ann sér maður að húsin eru skreytt alls konar litum. Börnin eru sparibúin, en helzt skyldi hver vera í nýjum klæðum. Mörg barn- anna hafa þá þegar móttekið jóla- gjafir sínar. En það eru ekki aðeins börnin sem hátíð halda þann morgun, eða á aðfangadags- morgun. Jólin eru tími kaffisins: Hinir fullorðnu byrja daginn með því að bjóða hver öðrnm til.kaffi- drykkju. Um miðjan dag er barnaguðs- þjónusta, en þá koma raunar svo .nargir fullorðnir til kirkju, að flest börn verða að sitja flötuon beinum frammi fyrir altarinu. En svipmest verður hátíðin um eftirmiðdags- eða kvöldguðsþjón ustuna. Þar mætir jafnan svo margt fólk að fjöldi manna neyð- ist til að standa utan kirkjudyra og hlýða á guðsiþjónustuna úr há- tölurum. Þessar guðsþjónustur eru m.iög hátíðlegar. Allir finna til sterkrar stemningar þegar fullorðna fólkið tekur að syngja. Við syngjnm sálma með hægum slag, en mjög sterkum rómi og hrærðum, hljóm- miklum og margrödduðum. Eftir hina áhrifamiklu guðs- iþjónustu fer sérhver heim til sín. En í Julianeháb er sú hefð, að flestir halda út á stærsta torg bæjarins, þar sem jólatré er kom- ið fyrir. Þar stendur mannfjöld- inn og syngur þekkta jólasálma. Maður deilir jólagleðinni með bæjarbúum. Tilfi.nningin fyrir manniegum félagsskap fær fylli- lega að njóta sín undir slíkum kringumstæðum. Eftir þessa hástemmdu andakt á torginu ganga menn um þorp- ið eða fara heim. Og þá er tek- ið til matar. Margir hafa orðið sér úti um danska gæsasteik, en að sjálfsogðu bonða margir þjóð- lega rétti, svo sem rjúpur, héra álkur, sjófugla eða lambakjöt. Ein hin hugljúfasta minning sem bundin er jólum æsku minn- ar, er minning um fólk sem um jólanótt gengur um og syngur frammi fyrir húsum sem það á einhvern hátt finnur sig bundið vina- eða ástúðarböndum. Enn finnst mér sem ég fái greint hin- ar titrandi raddir þessara söng- vara, sem ég sá ganga kyrjandi um veðurblíða jólanótt. Þessir frumstæðu konsertar eru vissu lega einhver hin bezta skemmtuu sem við eigum völ á. Reiner Sántuar hefur verið við nám í Oologne-háskóla, en hér er hann að læra íslenzku og ís- Reiner Santuar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.