Tíminn - 20.12.1967, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.12.1967, Blaðsíða 2
TfMINN ÞRIÐJUDAGUR 19. desember 1967. ALLTÍ JÓLAMA 7INN m HOLDANAUTAKJOT Steikur — buff — lundir — fnet. ☆ ALIKÁLFAKJÖT Steikur — buff — lunciir — fileí. ☆ l SVINAKJOT Kotilettur — hamborgarhryggir — vafðar steikur læri — bógar — reykt flesk — skinkur — hnakkar lundir — svínakjötshakk. ☆ DILKAKJÖT hryggir — læri — frampartar — kotilettur. REYKT DILKAKJOT Lambahamborgarhryggir og læri — hamborgarsteikur — útbeinuð og vafin reykt læri og frampartar — hangikjöt. ☆ KJÚKLINGAR — ALIENDUR HÆNSNI — GÆSIR Kjötbúðin, Skólavörðustíg 22, sími 14685 Matardeildin, Hafnarstræti 5, — 11211 Kjötbúð Vesturbæjar, Bræðraborgarst. 43, — 14879 Matarbúðin, Laugaveg 42, — 13812 Kjötbúðin, Grettisgötu 64, — 12667 Kjötbúðin, Brekkulæk 1, — 35525 Kjörbúð, Álfheimum 4, — 34020 Kjörbúð SS, Háaleitisbraut 63, — 32372 KjörbúðSS, Laugarásvegi 1, — 38140 Kjörbúð SS, Laugavegi 116, — 23456 Matarbúð SS, Akranesi, — 2046 £> SIÍTDRFÉLAE ss SUÐURLANDS SKÚLAGOTU 20 Stutt heimsdkn.. Fraimhals af bls. 1. uppörfun, eins og nærri má geta. Svo hélt ég áfram að skrifa og skrifaði svona eina bók á ári, eða um það bil. Síðasta bókin, Nátt málaskyn, er nú komin í bóka- verzlanir. — Þú hefur ekki þurft að ganga á milli með handritin síðan? — Nei, segir Guðrún frá Lundi og léttist nú á henni brúnin, ég gat eiginlega hvorki lokið við handritið að bókinni, sem kom út í fyrra og svo síðustu bókinni, sem nú er rétt komin út. í bæði skiptin voru handritin bara sótt til mín hingað norður. í sumar átti ég eftir töluvert, en maðurinn lét hvorki laust né fast. Hann fór með það sem til var og ég sendi sögulokin á eftir. — Farin að fitja upp á nýrri sögu? — Nei, ætli þetta verði ekki sið asta bókin. Það held ég. Ég er far- in að verða gleymin og mál til komið að hætta. Vera má þó, að ég eigi smásögur í eina bók, en hvort af útgáfu verður, veit ég ekki. Ætli það sé annarts ekki komið nóg? — Hvemig vinnur þú að skáld sögunum? — Sagan myndast smám saman í huga mínum. Persónumar mótast hver af annarri og atburðimir verða til í framhaldi af því. Ég hef ekki fyrirmyndir, en að sjálf sögðu líkjast ýmsir í sögunum einhverjum þeim, sem ég hefi þekkt, að einhverju leyti að minnsta kosti. Svo fer ég að skrifa, fyrst uppkast og hreinskrifa svo á eftir. — Skrifar þú á morgnana? — Nei, mér hefur altlaf fundizt bezt að skrifa á kvöldin, þegar aðrir eru sofnaðir. Þá hef ég næði og svo fer þetta í vana. Eft- ir að ég fór að skrifa verulega fannst mér ég þurfa að skrifa á hverjum degi og leið ekki vel, þegar út af var brugðið. Þetta sótti fast á mig og varð mér nautn. Á meðan við hjónin bjuggum í sveit, hafði ég oft mikið að gera og hafði sannarlega annað að gera en fást við að skrifa bækur. En alltaf bjó þó sú löngun með mér. Ég hand- skrifa allt og þeir kvarta ekkert yfir því, útgefendumir, þótt hand ritin séu ekki vélrituð. — Hvaða höfunda lestu mest? — Þeir eru margir, því ég hef gaman að bókum. Ég hélt mikið upp á eyfirsku skáldkonuna. Krist ínu Sigfúsdóttur og Þórunn Elia er skemmtileg. Ég get jafnvel skemmt mér við að lesa mínar eigin bækur, segir skáldkonan brosandi. — En Kiljan, Kristmann og Hagalín? — Jú, jú, ég les þá. Reyndar þoldi ég naumast Gerplu, en hug kvæmur er Laxness. Hagalín fannst mér beztur fyrst og smá- söguraar, sem hann gaf út vom góðar. Svo hef ég alltaf gaman að Kristmanni. Hann hefur nokkr um sinnum heimsótt mig og er ósköp elskulegur. Hvaða kona ætli sé ekki hrifin af honum Kristmanni? — Viltu segja mér eitthvað um söguefni bóka þinna? — Sögur mínar, flestar em sveitarómantík frá þeim táma þeg- ar ég var ung. Þær segja frá líf- inu, eins og það var og eins og ég sá það renna fram. Bílar og flugvélar koma lítið við sögu hjá mér, atburðirnir eru margir hverjir ekki stórir, nema fyrir þá, sem lifa þá. En fyrir þeirra sjón- um eru þeir mikilvægir og skipta sköpum. Þannig er það í lífinu sjálfu. Samtalinu er nú lokið og við stöndum upp. Mig langar til að sjá vinnustaðinn hennar, þar sem hún hefur daglega setið og skrif a, í 20 ár. Þar er lítið skrifborð, skriffærin hennar, vel hirt blóm, nokkrar myndir, mikið af bókum, þröngt en hlýlegt. Hin aldur- hnigna húsfreyja og skáldkona gengur um stuttum en ákveðnum skrefum, gerir góðlátlegt grín að myndavélinni, en verður þó við þeim tilmælum að ég taki af henni mynd. Ég verð þó fynst að líta í spegilinn, segir hún og hlær við. Myndin er tekin, ég þakka og kveð. E. D.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.