Tíminn - 20.12.1967, Side 9

Tíminn - 20.12.1967, Side 9
MIÐYIKUDAGUIÍ 20. desember 1967. TÍMINN kvöldið fer fólk í heimsóknir eða á móti gestum. Eftir jóiadaga lýkur öllu hátíða haldinu, og á opidberum vett- vangi er jólum lokið. Joan Sigurdson er vestur-ís- lenzk stúlka, og á hún margt skyld fólk hér. Hingað kom hún í Joan Sigurdson septemiher síðastliðnum og von- ast tíl að dveljast hér í nokkur ár. Áður en hún kom hingað fékkst hún við kennslustörf, eft ir að hafa lokið prófi við Manitoba háskóla. Um jól í Vestuhheimi segir hún: Kanadamenn halda jól á ýmsan hátt, og fer jólalhald eftir þjóðleg um, féLagslegum og trúarlegum háttum. Almennt hafa þau tekið á sig kaupsÝslulegan svip að jöfnu við, eða jafnvel fremur en, trúar legan. Jólamánuður hefur orðið að uppskerutíma kaupmanna, og þeir nota hann til þess að sópa úr búðum sínum ýmtsum jólavarn ingi og hagnast á því. Flestir Kanadabútar halda jólin á svipaðan hátt og evrópskir for- feður þeirra gerðu, og þannig eru þau að Lundi í Manitoba, þar sem ég bý. Flestir íbúar þesar þorps eru komnir af íslenzku fólki sem þang að fluttist tveimur kynslóðum fyrr í tíma. Jólakvöldið er hátíðlegasta stund þessarar hátíðar. Sóknar- börnin hjálpast við að koma fyrir jólasveini snemm,a á aðfangadags kvöldi, flýta sér síðan heim til að forvitnast í jólagjafirnar, sem kom ið hefur verið fyrir undir jóla tré. Jólin eru mjög róleg í þorpi mínu, og þá eru sungnir algengir sálmar, menn fara í heimsóknir. og hin ríkulega útilátna jólamál- tíð saman stendur af steiktum kal kún og plómubúðingi. Barbara Stasch er tuttugu og fimm ára gömul stúlka frá Þýzka- landi, eða rnánar tiltekið Berlin. Hún hefur dvalizt hér á landi í tæp þrjú ár og unnið við auglýs- ingateikningar. Blaðamaðurinn spyr hana am hin þýzku jól, og hún svarar: í Þýzkalandi er einn jólasveinn, andstætt því sem tíðkast á íslandi, þar sem valið er um á milli níu til þrettán jólasveina, en á meðal þeirra má öruggiega finna við hæfi. Samt sem áður má furðu gegna hve þessi þýzki stéttarbróðir hef- ur mikil áhrif, þvi margir taka nú allt í einu að setja á sig trú og byrja að elska hver annan. Þannig má staðhæfa að þessi fjalla- eða skógaiMi megni að boma fram ýmsu sem vísir menn reyna með litlum árángri að koma fram um ár og sið. Þar með má segja að jólin séu raunverulega þörf hátíð — ef menn eru ekki píndir af iðra- kveisu — og þá leggst sú hátíð vel í sknokk. Þegar dimma tekur á aðfanga- dagskvöld taka kerti að ljóma og englarnir hoppa og hefjast af kæti. Tiifinningar hjartnanna r.aka að mýkjast og bráðna eins og kertavax, eitt andartak ríkis sæla á jörðu og friður. í öðrum hluta Þýzkalands dans ar allt í kringum gullkálfinn — en í hinum hluta þess snýst allt um blómiskrýdda traktóra — en hvor um sig kann ótal mörg af- hrigði af þessu hjákátlega dansi. í öðrum hluta Berlínar hiljómar frelstsklukkan, og ljós eru sett í glugga — í hinum hluta hennar opnar fólk jólapakka, sem inni- Ihalda appelsinur og kaffi, við llúðraþyt fimm ára áætlunar. En eitt er okkur sameiginlegt — að við étum jólagæs — sem ég vil gjaman kalla hið almenna þýzka jólatákn. Barbara Staseh Patricia McLaren Patricia McLaren, ensk stúlfca, kom til ísland.s í september síðast liðinn, og mun hún dveljast hér þar til í maí næstkomandi eða lengur. Hiún hefur nýlokið við ritgerð um Sturlu sögu, sem met- in mun verða síðar vegna prófs við Lundúnaháskóla. Ég er hér á landi a® halda áfram námi í forn- íslenzkum bókmenntum, og einn- ig er ég að læra nútímaislenzku segir Patricia. Um jólin ensku segir hún: Jól á Englandi eru að miklu letyti haldin vegna fjölskyldulífs- ins eða fyrir það. Fjölskyldur koma saman til að njóta jólanna, og draga þá gjarnan bömin til sin athyglina. Þess vegna getur þessi tími orðið langur þeim sem em einsamlir og ekiki fá tækifæri til að vera með öðrurn meðan á honum stendur. Undirþúningur jólanna hefst mörgum vikum fyrir hin raun- verulegu jól, og ein þeirra venja sem haldið er vi® á heimilum er hinn hefðbundni tilbúningur jóla- búðings, jólakaka og ljúffengra formikaka, Merki þess hversu jólin bera mikian svip af kauphöndlun miá sjá á þeim mikla ákafa á fólki þegar það er að kaupa gjafir og kort til jólanna, því mörgu fólki eru sendingar og móttökur jólakorta aðeins nokk- urs konar viðskiptauppskurður eða raunsókn, einungis undir á- hrifum frá þjóðfélagslegum ástæð um. Búðir eru skreyttar, 'og í hinum stóru verzlunargluggum ot ar Sankti Kláus gjöfum að börn- unum, stórum höndum. Fólk fer hópum saman til að sjá uippljómunina í búðargluggum West End í London. og stórt tré er ár hvert reist á Trafalgar- torgi. Tr| þetta er gjöf frá Osló- arbúum, og eru sungair sálmar undir þessu jólatréi á hverju kvöldi jólanna. Margir fara til kvöldguðsþjón- ustu á aðfangadagskvöld, jafnvel þótt hin trúarlega emlægni fylgi þessu varía framar meðal alls þorra manna. . Það er bundið hefðinai að opaa jólagjafapakka á jóladagsmorgun, en börn hafa oft hengt á rúm gafla sína sokka, í þeirri von að Sankti Kláus kynni að koma ni'ð- ur um reyk'háfinn og fylla þá gjöfum. Dagian þreyj a menn oft dasað- ir og sljóir af áti og drykkju. Mörg heimili eru skreytt með trjágreinum, og jólatréð er skreytt álfaljósum og smágjöfum. Flestir hlusta á tal drottningar, sem hljóðvarpað er og sjónvarp- að um eftirmiðdaginn, en vafi leikur á bvort fólk gefur þessu:n marg-hálf-endurteknu orðum nokkra verulega athygli. Daginn eftir, svokölluðum „hnefaleika- dag“ taka mena rólega, að hoa- um loknum eru menn viðbúnir a® hverfa hver til síns erils. Venjulega er allt jólaskraut tek ið niður á nótt hins þrettánda í jólum, sjötta jaaúar. Katru James er smávaxin, bros hýr stúlka frá Wales, og hún skrif ar sjálf á íslenzku: Ég kom í fyrra haust og var að læra við háskól- ann. Nú ætla ég að halda áfram í vetur, og þá að taka próf í ís- leaizku fiyrir erlenda stúdenta. Ég lærði ensku við háskólann í Lond- on áður ea ég kom hingað, og af þvj að ég las fomeasku og svolít- ið forníslenzku, þá datt mér í hug a® halda áfram í íslenzku, vegna •þess að mér faninst svo gaman að því. Um welska jólahaldið segir hún: Katrin James f Wales hafa margar jólahefð- ir glatazt, vegna þess að trúar- kreddumönnum faanst jólia of gleðilega haldin og of veraldleg til þess að geta kallast trúarleg, en við höfum samt sem áður marg ar viðkunnanlegar jólavenjur. Jólin eru vissulega trúarlega haldin heima, þótt þau séu kannsiki í mörgu lagi aokkuð ver- aldleg. í hverri kirkju og kapellu eru guðsþjónustur á hverjum degi vikunnar fyrir og eftir jóladag, og þar syngja kórar og einstaki- ingar, bæði börn og fullorðnir. lesa og kyrja, og þá taka allir einhvern þátt í jólasöng. Á þess- um tíma tíðkast það einnig að kirkjukórinn fer sálma syngj- andi um götur, og sömuleiðis mar serar lúðrasveit um götur og torg og leikur jólalög. Jóladegi fylgir mest hátíð. Þá er allur matur tilreiddur, þá eru hús skreytt og jólatré, og þá hafa jólagjaifir verið keyptar og sveip- aðar marglitum pappír, en á að- fangadag hengja börnin sokka á veggi svo að „Sion Oorn“ jóla- sveinnian, eða sá sem færir jóla- gjafir, megi fylla þá gjöfum. Og á jóladagsmiorgun opna þau alla gjafiapakka í rúmum sínum, og má þá sjá bréf og bönd liggjandi á gólfinu í kringum rúm þeirra. Að loknum morgunvenði fara flestir til kirkju, en á meðan ann ast húsmóðirin matreiðslu mid- degisverðar, sem oftast er hænsna kjöt ellegar endur eða gæsir. Að því búnu er degiaum eytt heima, eða fólk fer að heimsækja vini sína og ættingja. Þá er þessari háskólagöngu lok- ið, en álitamál verður að telja hvað unnizt hefur á. Að minnsta kosti eir varla við því að buavi að jólahald þjóðanna þróist að nokkru af þessu spjalli, jafnvel þótt fulltrúar tíu þjóða hafi teki® iþátt í því. Og hvað um jól á íslandi, hivað um þá hugmynd sem ymprað var á í .-upphafi, ef við flyttum suð- lægari þjóða menn hingað til þess að verða við og halda jól á ís- landi? Ætli niokkur von sé til þess að hægt væri a® gera Miðjarðarhafs- búa að fslendingum? Þeir kyanu í upphafi að vera sunnan úr álfu, ea eftir svo sem einnar aldar líf á þessu landi — ætli yrði þá ekki lítið eftir að Miðjarðarhafi í þeim? Því varla mundi suðrið gefa þeim veðurblíð ur sínar í nesti hingað út á Nifl- heim? Sem sagt, okkui er varla sjálf- rátt, hvar svo sem við erum á jörðinni. Veðrin hafa áhrif á okk- ur, sólin, loftið, fæðaa, mergðin og fœðin, og kannski ótal öfl að auki. Það er því líklegá bezt að hver reyni að standast þar sem hann er.' eða þar sem hann telur sig eiga heima. Ef til vill er það einn eini manadómur, aið reyaast við hlutskipti sitt og kvarta .sem minnst? Þegar allt kemur til alls er ekki auðvelt að sjá hvers vegna menn halda jól og ýmsa fagnaði á mismunandi hátt, eftir því hivað an þeir eru, hvaða tungu þeir tala og svo framvégis. í mesta lagi er vonandi að ein- hver eða einhverjir komi því til 'leiðar að nemendum sem leiðast kynni, hæði íslenzkum og erlend- um, gefist a® lifa þátíðlegar, líf- miklar stundir í hátíðasal Háskól- ans, hvað svo sem vísindum líður, enda eru þau oft afar leiðinleg. I \

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.