Alþýðublaðið - 22.11.1988, Side 4

Alþýðublaðið - 22.11.1988, Side 4
4 Þriójudagur 22. nóvember 1988 Fertugasta og fjóröa fiokksþing Alþýöuflokksins er haldið viö tímamót í ís- lenskum efnahags- og stjórn- málum. Lokið er einu mesta uþþ- gangsskeiöi í þjóöarbúskapn- um á seinni árum og þegar farið aö gæta samdráttar sem gæti ágerst. Fyrirtæki í öllum atvínnugreinum eiga nú við verulega rekstrarörð- ugleika aö etja og atvinnu- ástand er víöa um land ótryggara en verið hefur um langt árabil. Stjórn efnahagsmála verð- ur því ákaflega vandasöm á næstu misserum. Hún verður að miða að því að treysta af- komu atvinnuvega og koma í veg fyrir atvinnuleysi. Hún verður jafnframt aö leggja grundvöll að hagvexti í fram- tíðinni með því að stuðla að aukinni samkeppnishæfni ís- lenskra fyrirtækja og aukinni fjölbreytni í atvinnulífinu til þess að tryggja batnandi lífs- kjör og treysta undirstöður velferðarríkis á íslandi. Ríkisstjórn Þorsteins Páls- sonar náði ekki saman um aðgerðir til að taka á þeim erfiðleikum sem steðja að þjóðinni. Sjálfstæðisflokkur- inn vék sér undan vandanum. Alþýðuflokkurinn víkur sér hins vegar ekki undan þeirri ábyrgð sem hann er kjörinn til af alþýðu þessa lands. Hann gengurtil stjórnarsam- starfs í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar til þess að takast á við aðsteðjandi efna- hagsvanda. Alþýðuflokkurinn er undir það búinn að kljást við erfið- leikana. Stefna flokksins i efnahagsmálum hefurgengið í gegnum róttæka endur- skoðun á undanförnum árum. Hún er nútímaleg og fram- sækin. Hún byggist á raun- sæju mati á því hverju sé hægt að fá áorkað og kröf- unni um að afrakstri efna- hagsstarfseminnar sé á hverj- um tima réttlátlega skipt milli landsmanna. Stefna Al- þýðuflokksins byggirannars vegar á aukinni áherslu á markaðsbúskap og minni af- skiptum ríkisins af atvinnu- málum en hins vegar á al- mennum aðgerðum til að stuðla að stöðugleika í efna- hagsmálum. Þessi stefna er ítrekuð. Fyrstu aðgerðir ríkis- stjórnarinnar eru tímabundn- ar ráðstafanir sem nauðsyn- legt var að grípa til við erfið- ar aðstæður í efnahags- og stjórnmálum. Þær leysa eng- an vanda til frambúðar en gefa lífsnauðsynlegt hlé frá sífelldum verðlagshækkun- um til að hægt sé að undir- búa varanlegri ráðstafanir. í stjórnmálum verður æ Ijósara að núverandi flokka- kerfi gengur nú óðum úr sér. Fjölgun flokka á Alþingi hef- ur gert það ákaflega erfitt að mynda samhenta ríkisstjórn sem getur fylgt markvissri stefnu. Flokkum hefurhins vegar fjölgað vegna þess að gömlu flokkarnir fjórir hafa verið seinir til að svara kalli tímans. Almenningur gerir kröfur um nýjar áherslur í stjórnmálum sem gömlu flokkarnir hafa ekki tiieinkað sér. í þessu liggur meðal annars skýringin á undirtekt- um almennings við málflutn- ingi Kvennalistans, sem einn- ig er þó auðvitað ajhvarf óánægðra kjósenda. Sjálfstæðisflokkurinn hef- urekki innri burði til þess að vera leiðandi afl í íslenskum þjóðmálum. Það er brýn þörf á því að ný og öflug stjórn- málahreyfing taki við því hlut- verki Sjálfstæðisflokksins að vera stærsti flokkur á islandi. Jafnaðarstefna Alþýðuflokks- ins getur orðið grundvöllur að slíkri stjórnmálahreyfingu. Hún byggir á hugsjónum um frelsi, jafnrétti og bræðralag. Markmið hennar er að koma á réttlátu þjóðfélagi þar sem sérhver einstaklingur hefur tækifæri til að öðrlast þroska og njóta lífshamingju. Jafn- aðarstefnan er alþjóðleg. Hún fer ekki í manngreining- arálit. Hún er í eðli sínu frið- arstefna og jafnaðarmenn hafa alla tið hafnað ofbeldi í hvaða mynd sem það birtist. Jafnaðarstefnan er lýðræðis- stefna. Hún grundvallast á rétti einstaklingsins til að hafa áhrif á félagslegt um- hverfi sitt. Hún er umhverfis- verndarstefna, sem hefur vel- ferð fólks að leiðarljósi. Vegna alls þessa höfðar stefna Alþýðuflokksins til þorra íslendinga ef rétt er á haldið. íslenskir jafnaðar- menn hafa verið sundraðir í ýmsa flokka um langt skeið. Nú er betra tækifæri en oft áður til að sameina krafta þeirra á öllum sviðum þjóðfé- lagsins, í félagasamtökum, í verkalýðshreyfingu, i sveitar- stjórnum og á Alþingi. Fertugasta og fjórða flokksþing Alþýðuflokksins leggur að þessu sinni áherslu á eftirfarandi mál sem öll eru hluti af jafnaðar- stefnunni: ALÞJÓDASAMSTARF Þjóðir heims standa nú frammi fyrir mörgum sameig- inlegum verkefnum. Þetta á auðvitað við um friðarmál en einnig um umhverfis- og menningarmál ekki síðuren um viðskipta- og efnahags- mál. Alþýðuflokkurinn leggur ríka áherslu á gagnkvæma afvopnun stórveldanna og friðsamleg samskipti þjóöa heims. Flokkurinn fagnar þeim árangri sem stórveldin hafa náð með samningum um fækkun kjarnorkuvopna og styður frekari viðleitni í þessa átt. Alþýðuflokkurinn telur sérstaklega mikilvægt að komið verði í veg fyrir að fækkun kjarnorkuvopna á landi verði til þess að þeim fjölgi á höfunum. íslendingar hafa verið fullgildir þátt- takendur í varnarsamstarfi vestrænna þjóða og er engin ástæða til að gera grundvall- arbreytingu í því efni. Staóbundnar afleiðingar sí- vaxandi iðnframleiðslu og velmegunar — umhverfis- spjöll og mengun —- hafa legið í augum uppi. Nú bend- ir hins vegar margt til að mengun af völdum iðnfram- leiðslu séu orðin það mikil að breytt geti sjálfum grund- velli náttúrulegs umhverfis og þar með lífs á jörðinni. Hér má sérstaklega benda á eyðingu óson-lagsins, upp- söfnun kolefnistvíildis í andrúmsloftinu og megun sjávar. Þessi umhverfisvanda- mál eru þess eðlis að alþjóö- legt samstarf þarf til að tak- ast á við þau. Alþýðuflokkur- inn leggur ríka áherslu á að íslendingar láti ekki sinn hlut eftir liggja í því samstarfi. Fyrir frumkvæði Alþýðu- flokksins var þaö samþykkt á nýlegum formannafundi jafn- aðarmannaflokka í Evrópu að tekinn var eindregin afstaða til umhverfisverndar sem tek- ur fullt tillit til íslenskra hagsmuna varðandi verndun lífríkis sjávar. Þetta er dæmi um þann árangur sem íslend- ingar geta náð á þessu sviði á alþjóðavettvangi með ötulli málafylgju. Alþýðuflokkurinn fagnar nýlega samþykktri áætlun Norðurlandaráðs um varnir gegn mengun sjávar en í því efni er hlutur jafnaðar- mannaflokkanna stór. Alþýðu- flokkur minnir jafnframt á nauðsyn þess að íslendingar komi sínum eigin vörnum gegn mengun sjávar í lag hið allra fyrsta. Evróþubandalaginu vex nú stöðugt ásmeginn. Ákvörðun- in um að komið verði á sam- eiginlegum heimamarkaði bandalagsins fyrir árslok 1992 kallar á víðtæka sam- ræmingu á löggjöf og við- skiþtareglum jafnt innan bandalagsins sem hjá við- skiptaþjóðum þess. Meiraen helmingur utanríkisviðskipta íslendinga hvort sem miðað er við innflutning frá eða út- flutning til rikja Evrópu- bandalagsins. íslendingar verða því að taka þátt í þessu samræmingarstarfi og laga sig að þeim breytingum sem óhjákvæmilega verða á stjórnarfari í Vestur-Evrópu á næstu árum og áratugum. ís- lendingareru I menningar- legu og efnahagslegu tilliti Evrópuþjóð og framtíðarhorf- ur þjóðarinnar eru að veru- legu leyti tengdar þróun á meginlandi.Evróþu. Sérstaða íslendinga er hins vegar sú að afkoma þjóðarinnar bygg- ist í ríkum mæli á takmark- aðri auðlind sem ekki er til skiptanna. Þessi sérstaða ís- lendinga hlaut mikilvæga við- urkenningu á fundi formanna jafnaðarmannaflokka Evrópu sem áður var getið. Þótt ís- lendingar gerist ekki aðilar að Evrópubandalaginu eru gagnkvæmar ívilnanir á sviði viðskipta eðlilegt samnings- efni og einnig margvísleg samskipti á sviði menningar og vísind. Norræn samvinna hefur á liðnum árum verið snar þátt- ur í samskiptum íslendinga við aðrar þjóðir. Hingað til hefur þessi samvinna verið þýðingarmest og árangursrík- ust á sviði menningarmála. Þýðing þessa samstarfs hef- ur nú aukist á öðrum sviðum. Þannig hefur samstarf í at- vinnumálum og framkvæmd- um aukist meðal annars með tilkomu Norræna fjárfesting- arbankans og nú á siðustu misserum hefur þróun Evrópubandalagsins og EFTA og vaxandi áhersla á lausn umhverfisvandamála aukið mikilvægi norrænnar sam- vinnu fyrir ísland. Alþýðu- flokkurinn hveturtil þess að samstarf og samvinna norrænna þjóða á sviði efna- hags-, umhverfis- og menn- ingarmála verði enn efld. KJARA- OG LAUNAMÁL Alþýðuflokkurinn leggur ríka áherslu á að samnings- rétturinn er grundvallaréttur launafólks. Undanfarna mán- uði hefur kaupmáttur rýrnað vegna hækkandi verðlags meðan laun hafastaðið í stað. Launamisrétti hefur aukist í góðæri liðinna ára og alltof breitt bil myndast milli hæsty og lægstu launa. Nú þegar kreþpir að i þjóðarbú- inu er mikilvægt að Alþýðu- flokkurinn standi vörð um kauþmátt lægri launa i þjóð- félaginu. Þensla á vinnumark- aðnum, yfirborganir og af- nám samningsréttar hafa dregið stórlega úr möguleik- um samtaka launafólks til að hafa áhrif á laun og lífskjör í landinu. Alþýðuflokkurinn leggur sem fyrr höfuðáherslu á að draga úr misskiptingu tekna í þjóðfélaginu og jafna lífskjör. Nauðsynlegt'er að samningsrétturinn verði end- urreistur. JAFNRÉTTI í LAUNAMÁLUM Alltof hægt hefur miðað í jafnréttismálum hér á landi á undanförnum árum. Enn skortir mikið á að jafnrétti ríki í launamálum karlaog kvenna. Alþýðuflokkurinn leggur ríka áherslu á að ná fram launajafnrétti. Misrétti í launamálum stafar ekki síst af aukagreiðslum af ýmsu tagi. Hér er hið opinbera und- ir sömu sök selt og einka- fyrirtæki. Rétt væri að ríkið gengi hér á undan með góðu fordæmi og jafnaði launakjör kynjanna. Þær jafnréttisáætl- anir sem unnið er að á veg- um ríkisins gefa færi á raun- hæfum aðgerðum til launa- jöfnunar. Alþýðuflokkurinn hvetur til þess að þessi færi verði markvisst notuð. Þá fagnar flokkurinn þeirri áherslu sem félagsmálaráð- herra hefur lagt á að auka áhrif kvenna hjá hinu opin- bera. ATVINNULÝÐRÆDI Það eru grundvallarréttindi hvers manns að fá tækifæri til að hafa áhrif á umhverfi sitt og afkomu. Þetta á ekki síst við atvinnu og vinnustað. Þróun til aukins atvinnulýð- ræðis hefur staðnað hér á landi á sama tíma og vald- dreifing af þessu tagi hefur fest æ betur í sessi í ná- grannalöndunum. Alþýðu- flokkurinn telur þátttöku starfsfólks í ákvörðunum sem varða atvinnu þess og vinnuumhverfi grundvallar- atriði sem tryggja verði með löggjöf og eftirrekstri sam- taka launafólks. Örar tæknibreytingar gera sifellt meiri kröfur um mennt- un launafólks. Samtök launa- fólks og atvinnurekenda hafa með aðstoða ríkisvaldsins tekið duglega á starfsmennt- unarmálum nokkurra atvinnu- stétta. En langt er frá því að launafólk sitji almennt við sama borð í þessu efni. Al- þýðuflokkurinn telur að setja þurfi löggjöf um starfsmennt- un í atvinnulífinu þar sem kveðið er á um stuðning rík- isvaldsins við og almennan rétt launafólks til starfs- menntunar. Alþýðuflokkurinn leggur áherslu á að átak verði gert í vinnuverndarmálum. Vinn- andi fólk á rétt á góðum að- búnaði á vinnustað og vernd gegn slysum og sjúkdóma- hættu sem kunna að fylgja störfum þess. SAMRÆMD LÍFEYRISRÉTTINDI Alþýöuflokkurinn leggur sem fyrr mikla áherslu á samræmingu lifeyrisréttinda allra landsmanna. Þessi sam- ræming þarf að fara fram samhliða endurskoöun al- mannatrygginga. Frumvarp sem laut að þessu vartilbúiö f fjármálaráðuneytinu á slð- asta vetri og var kynnt á Al- þingi i vor. Alþýðuflokkurinn hvetur til þess að það verði afgreitt á yfirstandandi þingi. ENDURRÆTT HÚSNÆÐISLÁNAKERFI Þaö eru sjálfsögð mann- réttindi að búa við öruggt húsaskjól. Það er þvl Alþýðu- flokknum sérstakt fagnaðar- efni að margra ára baráttumál hans I hýsnæðismálum, kaupleiguíbúðir, er I höfn og fyrstu kaupleiguíbúðirnar rísa nú um land allt. Brýnt er að fjármagn sem varið er til kaupleiguíbúða og annarra félagslegra (búðabygginga verði aukið. Þetta er ekki síst hagsmunamál sveitarfélaga á landsbyggðinni sem oft verð- ur að sjá á eftir fólki vegna húsnæðiseklu. Það er Ijóst aö almenna húsnæðislána- kerfið sem komið var á fót ár- ið 1986 hefur að verulegu leyti brugðist. Nauðsynlegt er að sú endurskoðun sem nú fer fram á húsnæðislána- kerfinu leiði til réttlátari lána- fyrirgreiðslu og styttri bið- tíma eftir húsnæðislánum. Það er grundvallaratriði að tekið verði mið af greiðslu- getu einstaklinga og fjöl- skyldna við lánveitingar til húsnæðisöflunar. Þýðingar- mikið skref I aðbúnaði aldr- aðra hefur veriö stigið meö nýsettri reglugerð um hús- næðislán til aldraðra sem hyggjast skipta um húsnæði og flytja I þjónustuíbúðir. Þetta nýja lánafyrirkomulag mun skipta sköpum I upp- byggingu þjónustuíbúða fyrir aldraða og auðvelda þeim íbúðaskiptin. FJÖLSKYLDUSTEFNA Samfélagið hefur alls ekki brugðist nógu skjótt við þeim breytingum sem orðið hafa á íslenskum vinnumark- aði á undanförnum árum með stóraukinni atvinnuþátttöku kvenna. Nú er algengast að foreldrar séu báðir fjarri börn- um sínum langan vinnudag. Langur vinnutími foreldra samrýmist ekki þörfum barna. Staðgreiðslukerfi skatta er mikilvæg forsenda styttingar vinnutíma. Athuga þarf rækilega hvort ekki má gera frekari breytingar á vinnumarkaði, meðal annars á launakerfum, sem stuðla að styttingu vinnutlma. Aukin atvinnuþátttaka kvenna kallar á nýjar lausnir I dagvistun barna. Foreldrar, sem þess óska og þurfa, verða að eiga þess kost að koma börnum sínum I dagvistun, sem býður upp á sveigjanlegan dvalar- tlma I samrænni við vinnu- tima foreldra. Á þessu sviði hafa sveitarfélögin verk að vinna. Skipulag grunnskóla miðast við atvinnu- og lífs- hætti sem heyra sögunni til. Alþýðuflokkurinn telur brýnt að grunnskólar landsins verði einsetnir, skóladagur nem- enda samfelldur og það sem nú flokkast undir heimanám veröi unnið í ríkari mæli í skólunum og aðstaða barna til náms þar með jöfnuð. Sér- staka áherslu verður að leggja á lengingu skólatíma yngstu nemenda grunnskól- ans. Þar til þessum markmið- um er náö er áríðandi að nemendur eigi kost á athvarfi i skólunum utan skólatíma og hafi aðstöðu til að matast og þar sé á boöstólum góður og hollur matur. VALDDREIFING Alþýðuflokkurinn vill hrinda i framkvæmd þeim til- lögum um nýja verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga sem byggjast á því að fleiri verkefni aö sviði opinberrar þjónustu séu falin sveitar- félögum jafnframt þvi sem sveitarfélögunum sé gert fjár- hagslega kleift að takast á herðar aukin umsvif. Jafn- framt verði sveitarfélögin efld. Rikisvaldiö verður að standa við fjárhagsskuldbind- ingar sínar gagnvart sveitar- félögunum, sérstaklega Jöfn- unarsjóði sveitarfélaga. Breyta verður reglum Jöfnun- arsjóðsins þannig að hann gegni raunverulegu jöfnunar- hlutverki. Meö því að færa staðbundna opinbera þjón- ustu í auknum mæli til sveit- arfélaga er frumkvæði, fram- kvæmd og fjármálaleg ábyrgð færð til eins aðila sem lýtur beinni stjórn þeirra

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.