Alþýðublaðið - 23.11.1988, Page 2
2
Miðvikudagur23. nóvember i988
MÞYÐUBIHÐIÐ
Útgefandi: Blað hf.
Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson
Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson
Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson
BÍaðamenn: Friðrik Þór Guðmundsson, Haukur Hólm
og Sólveig Ólafsdóttir.
Dreifingarstjóri: Þórdís Þórisdóttir
Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38.
Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12.
Áskriftarsíminn er 681866.
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakið.
Dularfullir atburðir á þingi
Alþýðusambands íslands
Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar
segir í viðtali við Alþýðublaðið í gær að 36.þing Alþýðu-
sambands íslands hefjist ádularfullan og kúnstugan hátt.
Ásmundur Stefánsson hafi skapað neikvæða spennu
með því aö gefa ekki upp fyrir þingsetningu, hvort hann
gæfi kost á sér til áframhaldandi setu í forsetastóli.
Hvað ætli gamli verkalýðssinninn hafi þá hugsað undir
upphafsræðu forsetans á þinginu? Forseti Alþýðusam-
bandsins gerði sér lítið fyrir og flutti eins konar útfarar-
ræðu. Hann fletti upp í kafla íslandssögubókarsem var út-
gefin á 21. öldinni, þar sem greint var frá því að Alþýðu-
samabandið hefði verið lagt niður árið 2000. Ástæðan var
sú samkvæmt sögufróðum höfundi, að bann á kjara-
samninga árið 1988 hafi leitt til þess að verkföll voru með
pennastriki bönnuð og kjarasamningar ómarktækir
þaðan í frá. Þess vegna hafi ASÍ-þing á 21. öldinni sam-
þykkt að leggja samtökin niður. ,,Er þetta sú framtíðarsýn
sem við okkur blasir?" spurði Ásmundur Stefánsson í
beinu framhaldi.
Utfararsöngur Alþýðusambandsforsetans hlýtur að hafa
verið óheppileg byrjun á þingi ASÍ í íþróttahúsinu í Digra-
nesi í Kópavogi. Forseti Alþýðusambandsins, sem verður
væntanlega endurkjörinn I dag, veit mætavel að ekki er
burðugt að hefjafjögurraárasetu í forsetastól með jarðar-
förina þegar afstaðna. Framundan er að vekja ASÍ til lífs
fremur en að kveðja það hinstu kveðju. ASÍ eru ekki sterk
samtök. Á síðari árum hafa þau m.a. liðið fyrir það sam-
komulag sem gert var eftir þingið 1980. Þá gerðu Alþýðu-
bandalag og Sjálfstæóisflokkur með sér samkomulag í
kjölfar myndunar ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens.
ASÍ berkeim af samkrullinu 1980, en að þessu sinni eru
flokkadrættir ekki eins skýrir og áður. Samkomulag
verslunarmanna í fyrradag um að taka ekki þátt í pólitísku
plotti og viðbrögð kvennafylkingarinnar, bendirtil þess að
stjórnmálaflokkarnir geti ekki lengur eyrnarmerkt um-
boðsmenn verkalýðs. I því Ijósi hljóta margirað efast um
að endurkjör Ásmundar sé við þessar kringumstæður
nógu sterkt. Hann hefur veikt samtökin með því að taka
kjöri með hálfum huga. Og það er hæpið að hann geti
stjórnað af sömu festu og nauðsynleg er undir óánægju
fjölmargra foringja verkalýðshreyfingarinnar. 4 ár eru
framundan. Það er langur tími.
I
Mannvernd
Það var ánægjulegt að flokksþing Alþýðuflokksins
skyldi samþykkja að skipa eins konar milliþinganefnd
fyrir næsta þing til að fjalla sérstaklega um mannvernd.
Tillaga Skúla Johnsen um nauðsyn þess að fjalla sérstak-
lega um stöðu manneskjunnar í velmeguninni varsannan-
legakærkomið innlegg í umræðunaá þinginu. Samkomur
eins og flokksþing stjórnmálaflokka eru oft á tíðum of
undirlögð tölum um afkomu þjóðarbús og meðaltöl hag-
vaxtar, en miklum tíma er sjaldnar er varið til að fjalla af
hreinskilni um manneskjuna sjálfa í þessu talnaflóði.
Nýlega sendi landlæknir frá sér sérstaka skýrslu, þar
sem meðal annars er fjallað um brotalamir íslenska vel-
ferðarþjóðfélagsins. Niðurstaða hennar bendir til þess að
þrátt fyrir allt tal um góðæri og meðaltalsafkomu þjóðar-
innar, sé ekki allt með felldu undir sléttu yfirborðinu.
Jafnaðarmenn ættu um stund að hvíla sig ögn á tölun-
um og fjalla af ábyrgð um manneskjuna. Velferð hennar
verður ekki mæld í krónum eða verðbólgustuðlum.
ÖNNUR SJÓNARMIÐ
STUNDUM eru frétta-
bréf félagasamtaka illskiljan-
leg öörum en félagsmönnum.
T.d. voru „Yin og yang“ á dag-
skrá fræöslufundar Náttúru-
lækningafélags Reykjavíkur í
gærkvöðldi. Örn Jónsson
náttúruráögjafi flutti erindi
um þau tvö undir yfirskrift-
inni: Tengsl mataræðis og
heilsu. Orkustreymi yin og
yang I fæöunni í tengslum
viö austurlenska heimspeki.
ÁSMUNDUR Stefánsson
lýsti því yfir á Alþýöusam-
bandsþingi að verkalýös-
hreyfingin kynni aö halda
útfararræöu yfir sjálfri sér
áriö 2000, ef stjórnvöld héldu
uppteknum hætti. Birna
Þórðardóttir, einn fulltrúa
verslunarmanna er væntan-
lega ekki á sama máli. Hún
ritar ádrepu til forystu ASÍ í
Þjóðviljann um helgina:
Hlýdni hins barda vekur enga virö-
ingu, segir Birna. Hún mun sjálf-
sagt ekki syngja viö útför hreyf-
ingarinnar, eins og Ásmundur
boöaöi við þingsetningu.
„Það er ekki eftir neinu að
bíða með aðgerðir. Nógu
lengi hefur verið setið með
hendur í skauti. Hlýðni hins
barða vekur enga virðingu,
hvorki meðal andstæðinga
né i eigin röðum.
Hver niðurstaða ASÍ-þings
verður um nauðsyn aðgeröa,
um samstöðu verkalýðshreyf-
ingarinnar allrar, um það að
snúa undanhaldi i sókn hlýt-
ur að ráða kjöri í forystu sam-
bandsins. Þangað hljóta
þingfulltrúar að kjósa félaga
sem treystandi er aö fram-
fylgja gerðum samþykktum."
SÍÐASTA freisting Krists
er kvikmynd, sem hefur kom-
iö mörgum kristnum til aö
fórna höndum. Eftir aö rikis-
saksóknari komst aö því aö
ekki væri ástæða til aö
banna sýningar myndarinnar
hér á landi, mun fólk auðvit-
að flykkjast í Laugarásbíó.
KB skrifar gagnrýni í Tímann
um myndina. Hlýtur myndin
þrjár stjörnur hjá rýnanda:
„Mynd Martins Scorsese
er stórgott innlegg í almenna
umræðu um trúarefa og
freistingar mannsins. Hún er
auövitað hneykslanleg en
hún varðar að verulegu leyti
við heilagt guðlast. Því get
ég ekki annað en hvatt alla
þá sem búa við djúpar pæl-
ingar um lifið og trúna til að
skoða þessa mynd, en vara
jafnframt við öllum þeim
ótrúlega fjölda útúrsnúninga
frá sannri boðun kirkjunnar
um hlutverk Krists og mark-
mið Guðs meö þvi að senda
okkur son sinn.“
HVAÐ eiga hundaræktar-
menn og tónlistarfremjendur
sameiginlegt? Sigurður tón-
listargagnrýnandi Tímans
varö yfir sig þreyttur á banda-
rískum gítarleikara, sem kom
meö flugvél til Iandsins og
Stórgóö... en hneykslanleg, skrif-
ar gagnrýnandinn KB um freist-
ingu Krists.
framdi gitargrip í Norræna
húsinu. Niöurlag greinarinnar
er skemmtilegt, hvað sem
ööru líður...
„Hundaræktarmenn hafa
sumir þá undarlegu kenn-
ingu, að kynborin tík verði
aldrei söm aftur ef hún hefur
látið fallerast með hundi af
ööru kyni og skilst mér að
hreinkynja hvolpar tíkurinnar,
sem síðar fæðast, teljist
minna virði en ella hefði
verið. Mér dettur þessi
skrýtna hugmynd stundum í
hug þegar ég heyri prýðilega
listamenn sjúskast gegnum
verk klassíkurinnar en leggja
sig alla fram í samtimaverk-
unum — það er eins og hin
nýja ástundun (sem kannski
er fyrst og fremst tækni-
hyggja) hafi rænt þá gieðinni
yfir hinni tæru tónlist fyrri
alda.
Að lokum skal þess getið
að sjálfur kann ég ekki nema
vinnukonugripin á gítar og að
öllum líkindum var William
Feasley þreyttur eftir flugum-
ferð yfir Atlantshafið.“
Einn
me8
kaffinu
Forríkur Ameríkani eyddi tveimur vikum I sumar sem
leið við laxveiði í einni dýrustu á landsins, án þess þó að
veiða nokkuð. Á síðasta degi sumarleyfisins tókst honum
þó að krækja í einn ógnarsmáan titt.
Hann bar sig að vonum aumlega við fanggæsluna á
staðnum. „Þessi ræfils lax kostaði mig fimm hundruð
dollara," sagði hann.
„Hvað segirðu herra minn,“ svaraði fanggæslan að
bragði, „heppinn varstu að fá ekki tvo!“