Alþýðublaðið - 23.11.1988, Page 3

Alþýðublaðið - 23.11.1988, Page 3
Miðvikudagur23. nóvember 1988 3 FRÉTTIR Kjaramálciumrœða á ASI þingi LÁTA ÞARF AF LAGLAUNASTEFNU Bima Þórðardóttir Verslun- armannafélagi Reykjavíkur sagði á þingi ASÍ í gær, aö aðildarfélög sambandsins ættu nú þegar að fara að undirbúa kröfugerð er miðaði að mannsæmandi launum og ASÍ ætti tafarlaust að undir- búa aögerðir er miðuðu að því að hnekkja ólögum stjórnvalda. Miðað við þau gjaldþrot sem launþegum væri gert að borga, væri ekki nema sjálfsagt að krefjast mannsæmandi launa til þess. Birna sagði m.a. í ræðu sinni að brýnt væri, miöað við þaö ástjand sem nú ríkir í kjaramálum, að ASÍ undir- byggi tafarlaust aðgerðir til að hnekkja ólögum stjórn- valda og endurheimta samn- ingsréttinn. „Það er ekki eftir neinu að bíða í því máli. Það er ekki stjórnvalda að ákveða hvenær verkalýóshreyfing- unni hentar best að grípa til aðgerða. Okkur ber heldur engin skylda til þess að sitja þegjandi undir ólögum og virða þau.“ Hvatti hún aðild- arfélög sambandsins að und- irbúa kröfugerðir, þannig að þær væru tilbúnar um leið og þeim væri heimilt að ganga til samninga. í þeirri kröfu- gerð ætti að taka mið af þeim framfærslukostnaði sem þyrfti til að lifa mann- sæmandi lífi, auk þess sem fara ætti fram á hærri skatt- leysismörk. Birna varaði við því sem hún kallaði grátkór atvinnu- rekenda sem þegar væru farnir að undirbúa næstu samninga með þvi að gefa launþegum kost á að velja á milli launalækkunar eöa at- vinnuleysis, og svipað sé uppi á teningnum hjá rikis- valdinu. ‘Okkur er sagt að þjóðargjaldþrot vofi yfir, það er gjaldþrot hér og gjaldþrot þar, en ég veit ekki betur en að á endanum sé okkur gert að borga öll þessi gjaldþrot. Ég veit ekki betur en að við séum að borga gjaldþrot Haf- skips þessa daganna og ég held að það væri þá eins gott að krefjast þess að við höf- um mannsæmandi laun til þess að standa undir því að borga öll þessi fjandans gjaldþrot", sagði Birna og fékk gott klapp fyrir. Hún sagöist ekki gráta það þótt einhverjir gulldrengjanna sem tækifæri hafa haft til að vaða í sameiginlega sjóði landsmanna og’sukka þar að vild færu á hausinn. „Þeir mega fara á hausinn mín vegna.“ Hún vitnaði siðan í niðurlag samantektar um iðn- aðarmál, þar sem spurt er hvort stuðla eigi að eignarað- ild starfsmanna að fyrirtækj- um. Hún skildi ekki hvaða hógværð þetta væri, vinna ætti að því að verkafólk yfir- tæki fyrirtækin. Við skulum bara vinna að því að verkalýð- hreyfingin taki öll völd í þessu þjóðfélagi,“ sagði Birna Þórðardóttir. Bæði Hrafnkell A. Jónsson frá Eskifirði og Örn Friðriks- son Félagi járniðnaðarmanna mótmæltu þeirri fullyrðingu Birnu að gjaldþrot fyrirtækja kæmu verkalýðshreyfingunni ekki við, auðvitað kæmu at- vinnumálin þeim við. Þóra Hjaltadóttir formaður Alþýðusambands Norður- lands sagði í ræðu sem hún hélt, að nauðsynlegt væri að koma sér út úr þeirri lág- launastefnu sem ríkt hafi og semja þurfi um mannsæm- andi laun sem hægt sé að lifa af. Alþingi Jóhann sviptur þinghelgi Efri deild Alþingis sam- þykkti samhjóða i gær að svipta Jóhann Einvarðsson þinghelgi vegna beiðni þess efnis frá sérstökum ríkis- saksóknara i Hafskipsmálinu sem hyggst leggja fram ákæru gegn honum. Áður en málið var tekið fyrir í gær tók Jóhann Ein- varðsson til máls og sagðist hafa sinnt starfi sínu í banka- ráói Útvegsbankans sam- kvæmt sinni bestu sannfær- ingu. Hann sagóist jafnframt telja sig saklausan af þeim atriðum sem fram koma í ákæru. Engu að síöur sagðist Jóhann telja eðlilegt að hann sæti við sama borð og aðrir, sem þegar hafa fengið ákæru. Lánskjaravísitala 0.09% hækkun milli mánaða Hækkun lánskjaravisitölu nóvember til desember er samkvæmt útreikningum Seðlabankans 0.09%. Um- reiknuð til árshækkunar er hækkunin 1.1% siðasta mán- uð, 3.6% siðustu 3 mánuði, tæp 22.9% siðustu 6 mánuði og 20.6% siðustu 12 mánuði. Samkvæmt útreikningum Seðlabankans gildir láns- kjaravisitala 2274 fyrir desember. Kennarar og fjármálaráðuneytið Samkomulag um barnsburðarleyfi Samkomulag hefur tekist á milli kennarafélaganna og fjármálaráðuneytisins um framkvæmd barnsburðarleyfa fyrir kennara, en mikill ágreiningur hafði verið á milli aðila þar um. Félagsblað Bandalags kennarafélaga greinir frá þvi að reglurnar taki gildi frá og með 1. júnl s.l. og fram- kvæmd verði með því móti að mánuðirnir júní, júlí og ágúst teljist sem einn mánuður I barnsburðarleyfi. Leyfið reiknast alltaf frá fæðingar- degi, nema ef um er að ræða fæðingu í júní eðajúlí, þá reiknast leyfið frá 1. ágúst. Kennarar geta að eigin ósk hafið barnsburðarleyfi allt að tveim mánuðum fyrir áætlað- an fæðingardag. Lagt var til á 36. þingi Al- þýðusambands íslands að komið yrði á einum lífeyris- sjóði fyrir alla launþega. Einnig var lagt til að hver og einn launþegi stofnaði lifeyr- isbók fyrir sig í sinum heima- banka, en sú tillaga hlaut lít- inn hljómgrunn. Á þinginu lagði Skjöldur Þorgrímsson Sjómannafélagi Reykjavikur fram þá tillögu að komið verði á einum líf- eyrissjóði fyrir alla og yrði hann I vörslu ríkisins. I hann greiddu launþegar frá 16 ára aldri til 66 ára aldurs. Við 67 ára aldur myndi ríkið síðan greiða úr sjóðnum lífeyri sem væri sá sami og hæsti taxti Dagsbrúnar. í greinargerð með tillög- unni segir að ríkið sé þegar fariö að ráðstafa fjármunum lífeyrissjóðanna og aö ríkiö hafi það fé sem kemur af llf- eyrisgreiðslum til vörslu þar til þarf að skila þvl til viðtak- anda við 67 ára aldur. Segir að með þessu fyrirkomulagi verði best tryggt að þeir sem ná 67 ára aldri geti verið áhyggjulausir þó þeir hætti aö vinna. Miklar umræður urðu um lífeyrismálin á þinginu og lagði Haukur Þorleifsson for- maður Verkalýðsfélags Reyð- arfjarðar til að lífeyrisþegar stofnuðu hver fyrir sig lífeyr- isbók í sinum heimabanka. Þessi tillaga fékk á sig nokkra gagnrýni og líkt við frjálshyggjutal. Hún væri al- gjörlega óraunhæf og gerði t.d. ekki ráð fyrir makalífeyri, örorkulífeyri og fleira. Lagði Þorbjörn Guðmundsson í Tré smíðafélagi Reykjavikur , áherslu á í umræöunni aö tryggja þyrfti að almennar bætur dygöu til framfærslu og að lifeyrissjóðsmál eftir- launaþega væru áríðandi mál. Snorri Sigfinnsson frá Verkalýðsfélaginu Þór á Sel- fossi rædduum að úr lifeyris- sjóðum hefði tapast 10 til 60 milljarðar á undanförnum ár- um í verðbólguhítina. Áríð- andi væri að stuðla að meira sambandi sjóðanna og sam- runa til að lækka þann kostn- að sem þeir þurfa að bera. Ólafur Jensson formaður iþróttasambands fatlaðra afhenti fjölmiðlafólki veggspjöld sem á er ritaö: íþróttir fyrir alla — Ert þú með! Ætlunin er að hengja þessi veggspjöld viðsvegar upp, og er þaö von sambandsins aö þau komi til með að ýta undir enn meiri þátttöku i iþróttastarfi fatlaðra.' AB mynd/Magnús Reynir. 36. þing ASÍ Einn lífeyrissjóð fyrir alla

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.