Alþýðublaðið - 23.11.1988, Blaðsíða 5
Miðvikudagur23. nóvember 1988
5
Umhverfismálaályktun Flokksþingsins
AÐ LIFA í SÁTT VID LANDIÐ
Umhverfismálin skipuðu
veglegan sess á 44. flokks-
þingi Alþýðufiokksins um
síðustu helgi. Á þinginu fyrir
tveimur árum var skipuð
milliþinganefnd til að fjalla
um umhverfismálin og hefur
nefndin haldið reglulega
fundi siðan.
Nefndina skipuðu þau
Sigríður Einarsdóttir for-
maður, Bryndís Kristjáns-
dóttir, Herdís Þorvaldsdóttir,
Birgir Sigurðsson og Svend
Aage Malmberg. Nefndin
lagði fyrir flokksþingið kjarn-
yrt drög að umhverfismála-
álytktun og vakti sérstaka
athygli að drögin voru prent-
uð á endurunninn pappír frá
Landvernd. Drögunum var
lítillega breytt með viðbótar-
tillögum frá fulltrúum frá
Sambandi ungra jafnaðar-
manna og fer lokaályktunin
hér á eftir.
Til að framfylgja stefnu
Alþýðuflokksins, að landið sé
þjóðareign þarf að endur-
Flokksþingið leggur
áherslu á nauðsyn þess að
auka fjölbreytni í atvinnulífi
og styðja og styrkja nýsköp-
un í því sambandi, enda þótt
Ijóst sé að sjávarútvegur er
og verður undirstaða velferð-
arþjóðfélags hér á landi.
Það er Ijóst að aðsteðjandi
vandamálum í efnahags- og
atvinnumálum verður best
mætt með framsýni og krafti.
í þessum efnum sem öðrum
er sókn besta vörnin.
Flokksþingið varar við of-
trú á mætti einkaframtaksins
við núverandi aðstæður, en
undirstrikar þá meginstefnu
jafnaðarmanna að blandað
hagkerfi þjóni best hagsmun-
um heildarinnar. Það verði
metið í hverju tilviki hvert
rekstrarformið — einkarekst-
ur — samvinnurekstur —
ríkisrekstur — eða sambland
þeirra, henti.
Flokksþing Alþýöuflokks-
ins samþykkti meö þorra at-
kvæða gegn 6 þá stefnu-
mörkun að alþingismenn
ættu ekki að sitja í stjórnum
og ráðum á vegum fram-
kvæmdavaldsins. Hins vegar
felldi flokksþingið naumlega
þá stefnumörkun að aiþingis-
menn gegni ekki þing-
mennsku á meðan þeir eru
ráðherrar, nánar tiltekið voru
53 samþykkir en 56 á móti.
Að kröfu Eiðs Guðnasonar
þingmanns var tillaga starfs-
hóps um stjórnkerfismál bor-
in upp lið fyrir liö. Úrslitin
varðandi fyrstu tvo liðina
voru sem aö ofan greinir.
Samþykkt var með öllum
atkvæöum nema einu að
nefndum Alþingis verði veitt
víðtækari heimild til eftirlits
með störfum framkvæmda-
valdsins. Á sama hátt var
samþykkt sú stefnumörkun
að settar verði reglur um
upplýsingarskyldu stjórn-
valda og meðferð upplýsinga
hjá hinu opinbera. Samþykkt
var með þorra atkvæða gegn
8 að landinu verði með lög-
um skipt i hæfilegar stjórn-
sýslueiningar með samruna
skoða og breyta gömlum úr-
eltum lögum, sem standa öll-
um bótum fyrir þrifum og
setja ný í samræmi við breyt-
ingar í þjóðfélaginu og nýja
tíma. Markmiðið er að tryggja
að auðlindir landsins svo
sem jarðhiti, ár og vötn,
strendur, óbyggðir að
ógleymdum fiskimiðunum
verði þjóðareign og nýtt í
samræmi við að „þjóðin lifi í
sátt við landið".
Eyðimörk eða gróið land?
Þegar tekið er tillit til bæði
beinnar gróður- og jarðvegs-
eyðingar, sem orðið hefur á
1100 árum íslandsbyggðar og
rýrnunar þess gróðurlendis,
sem eftir stendur, má ætla
að við búum við minna en
20% af þeim landgæðum
sem fólust í gróðri og jarð-
vegi við landnám.
Alþýðuflokkurinn vill að
unnið verði markvisst að því
á næstu árum, að búfé verði
Nefndin samþykkti eftirfar-
andi tillögurtil ályktunar
þingsins:
1. Lagt er til að tillögum er
varða fiskveiðistefnu verði
vísað til flokksstjórnar,
sem setji á laggirnar opna
milliþinganefnd (málstofu)
er hafi það verkefni að
móta skýra og markvissa
fiskveiði- og fiskvinnslu-
stefnu. Nefndin skili
afdráttarlausum og ítarleg-'
um tillögum til flokks-
stjórnar eigi síðar en vorið
1989 þannig að stefna Al-
þýðuflokksins um ger-
breytta fiskveiðistefnu geti
legið fyrir áður en endur-
skoðun þeirra lýkur, sem
ákveðin er í gildandi lög-
um um stjórn fiskveiða.
2. 44. flokksþing Alþýðu-
flokksins 18-20. nóvember
1988 ályktar, að nú — þeg-
ar gert er ráð fyrir minnk-
sveitarfélaga, sem taki viö
verulegum hluta núverandi
verkefna og tekjustofna ríkis-
ins. Samþykkt var með þorra
atkvæða gegn 14 að vægi
atkvæða í kosningum til lög-
gjafarsamkomu veröi jafnt án
tillits til búsetu kjósandans.
Loks var samþykkt með þorra
atkvæða gegn einu að boðað
verói til sérstaks stjórnlaga-
þings til að gera endurbætur
á stjórnarskránni i samræmi
við breyttar þjóðfélags-
aðstæður. Var samhljóða
samþykkt að skora á þing-
menn Alþýðuflokksins að
beita sér fyrir tillöguflutningi
í þessum málum á Alþingi í
samræmi við samþykktir og
stefnu flokksins.
Atkvæðagreiöslan um
stjórnkerfismálin fór fram
nokkuð seint síðasta þing-
daginn. Sveinn G. Hálfdánar-
son Borgarnesi tók til máls
vegna þessa og kvað megin-
hluta landsbyggðarfulltrúa
farna af flokksþinginu vegna
ferða á heimaslóðir. Minntist
hann sérstaklega á atkvæða-
greiðsluna um jafnt vægi
atkvæða óháð búsetu og
kvaðst ekki geta tekið mark á
þeirri niðurstöðu sem fékkst.
haft á afgirtum svæðum og
lausaganga þess bönnuð.
Þetta er algjör forsenda þess,
að hægt sé að snúa vörn í
sókn og endurheimta gróður
í landinu.
Alþýðuflokkurinn vill
stöðva gróðureyðinguna og
gróðurrýrnun með öllum til-
tækum ráðum og efla skóg-
rækt og ræktun örfoka lands.
Hreint land, hreinar strendur,
hreint haf
Gert verði stórátak til að
koma í veg fyrir að frárennsli
frá byggð haldi áfram að
menga sjó og fjörur.
Bætt verði öll meðferð
úrgangs frá heimilum og
fyrirtækjum og tekin upp
endurnýting pappírs, brota-
járns og annarra verðmæta
eftir því sem unnt er.
Skipulögð verði sérstök
móttaka eiturefna og hættu-
legra efna sem til falla í land-
inu og þeim eytt eða komið
andi afla úr verðmætustu
fiskistofnum þjóðarinnar,
og þegar atvinna í byggða-
lögum víða um land er
ótraust, verði Iögð höfuð-
áhersla á að vinna fiskafl-
ann hérlendis. Sérstaklega
er mikilvægt, að þorskafl-
anum verði í auknum mæli
ráðstafað til vinnslu á ís-
landi en útflutningur á
óunnum þorski minnkaður
mjög mikið.
3. Flokksþing Alþýðuflokks-
ins 1988 samþykkir að
flokkurinn vinni áfram að
breytingum á vísitöluvið-
miðun fjárskuldbindinga.
Flokksþingið áréttar þá
stefnu flokksins að raun-
vextir skulu vera jákvæöir,
en leggur jafnframt
áherslu á að vextir lækki
og dregið verði úr vaxta-
mun með aðgerðum á
sviði bankamála, sem
dregið geti úr óhóflegum
rekstrarkostnaði banka-
kerfisins. Með lækkandi
verðbólgu skapast jafn-
framt svigrúm til þess að
nafnvextir geti orðið sí-
stækkandi og ráðandi
hluti útlána.
Að öðru leyti er vísað til
stjórnmálaályktunar varðandi
efnahags- og atvinnumál.
Tillaga þessi var samþykkt
með öllum þorra atkvæða
gegn 5.
Karl Steinar Guðnason
alþingismaður og formaður
Verkalýðs- og sjómannafé-
lags Keflavíkur hlaut flest at-
kvæöi i kjöri til verkalýðs-
málanefndar Alþýðuflokksins
á flokksþinginu um síðustu
helgi. Áður hafði Garðar
Ingvarsson einróma verið
endurkjörinn formaður nefnd-
arinnar.
Auk formannsins voru 29
einstaklingar kjörnir i nefnd-
ina og náðu kjöri 14 konur og
15 karlar.
1. Karl Steinar Guðnason,
Keflavík, 158 atkvæði.
2. Jóhann G. Möller, Siglu-
firði, 155.
3. Karvel Pálmason,
Bolungarvík, 153.
4. Guðríður Eliasdóttir,
Hafnarfirði, 149.
5. Jón Karlsson, Sauðár-
króki, 144.
fyrir á þann hátt að ekki valdi
tjóni á umhverfinu.
Tekið verði upp skilagjald á
einnota umbúðir til að
minnka líkur á að þeim sé
fleygt úti í umhverfinu og
stuðla að endurnýtingu.
Tekið veröi upp skilagjald á
bifreiðar til að stuðla að því
að ónýtum bifreiðum sé skil-
að til móttökustöðva.
Bannað verði að losa úr-
gang frá skipum í sjó.
Stóriðja og önnur atvinnu-
starfsemi sem mengunar-
hætta fylgir verði því aðeins
leyfð að tryggt sé að hún
valdi ekki tjóni á lífríki eða
spilli þeirri auðlind sem felst
í hreinu lofti. Framkvæmda-
aðilar verði skyldaðir til að
kosta ítarlegar umhverfis-
rannsóknir áður en afstaða er
tekin til starfsleyfis fyrir slík-
an rekstur.
Gerðar verði kröfur til fyrir-
tækja um mengunarvarnir og
strangt eftirlit haft með fram-
kvæmd þeirra.
Settar verði reglur sem
stuðla að því að dregið verði
úr mengun frá bifreiðum.
Settar verði reglur sem tak-
marka eins og kostur er notk-
un efna hér á landi sem eyða
ósónlagi jarðar.
Gera þarf gangskör að þvi
að íslendingar staðfesti þær
alþjóðasamþykktir um meng-
unarvarnir sem mestu máli
skipta, s.s. Vinar- og
Montrealsamninga um vernd-
un ozonlagsins.
Slysið i Chernobyl hefur
fært okkur heim sanninn um
þá ógn, sem mannkyninu
stafar af kjarnorku. Tryggja
verður að við alla notkun
kjarnorku séu gerðar ítrustu
öryggiskröfur þannig að
mannkyninu stafi ekki hætta
af.
Bætt umhverfi -
bætt mannlíf
Framkvæmdir eru stærri
og hafa víðtækari áhrif á um-
hverfi okkar en áður var.
Einnig taka framkvæmdir oft
langan tima, en meðan á
þeim stendur rikir oft sóða-
skapur og sinnuleysi um frá-
gang.
Mikið er talað um verndun
umhverfis og náttúru lands-
ins og jarðarinnar allrar, en
minna fer fyrir umræðu um
skipulag, hönnun, fegurð og
frágang okkar næsta um-
hverfis, s.s. heimila, vinnu-
staða, skóla, íbúðahverfa og
útivistarsvæöa, sem ungir og
aldnir njóta allir saman.
Oft er bæði erfitt og dýrt
6. Sólveig Adólfsdóttir,
Vestmannaeyjum, 142.
7. Ragna Bergmann,
Reykjavík, 138.
8. Guðrún Ólafsdóttir, Kefla-
vík, 136.
9. Pétur Sigurösson, ísa-
firði, 132.
10. Árni Hjörleifsson, Hafnar-
firði, 130.
11. Birgir Dýrfjörð, Reykjavík,
126.
12. Hreinn Erlendsson, Sel-
fossi, 126.
13. Haukur Helgason,
Hafnarfirði, 122.
14. Kristín Viggósdóttir,
Kópavogi, 122.
15. Hallsteinn Friðþjófsson,
Seyðisfirði, 119.
16. Steinunn Jónsdóttir,
Akranesi, 117.
17. Eiríkur Stefánsson,
Fáskrúðsfirði, 114.
18. Sonja Kristiansen, Kefla-
vík, 113.
aó breyta þeim ákvörðunum,
sem teknar hafa verið. Hvorki
þjóðin né einstaklingar hafa
efni á að ekki sé gætt fyllstu
vandvirkni við ákvarðanir er
varða umhverfi okkar.
Illa undirbúnar ákvarðanir
um skipulag, hönnun og fjár-
mögnun geta haft afdrifaríkar
afleiðingar fyrir okkur og ekki
síður fyrir börn okkar. Allir
þekkja, hvernig stór gróin
svæði í þéttbýli eru rifin upp,
með það fyrir augum að Ijúka
framkvæmdum á skömmum
tíma en síðan standa þau ár-
um saman ófrágengin.
Ferðafrelsi fylgir ábyrgð
Frjáls umferð um landið er
í samræmi við stefnu Alþýðu-
flokksins að ísland sé þjóðar-
eign og í samræmi við ís-
lenska gestrisni. Þessu fylgir
ábyrgð hvernig farið er að
náttúru landsins. Til að fylgja
þessu eftir þarf að efla
fræðslu i skólum og til
almennings um náttúru
landsins og einnig upplýs-
ingamiðlun til ferðamanna
svo þeir megi læra að lesa í
landið og umgangast náttúru
þess af nærgætni.
Þekking er grunnur að
góðu mannlífi
Alþýðuflokkurinn leggur
áhreslu á stórauknar rann-
sóknir og fræðslu á sviði
umhverfismála. Styrkja þarf
Háskóla íslands og rann-
sóknastofnanir í því skyni og
efla fræöslu um umhverfi
okkar í skólum landsins.
Markmióið er að fylgja eftir
með þekkingu og ströngu
aðhaldi að lifað sé í sátt við
landið jafnt í byggð sem og
óbyggð.
Yfirstjórn umhverfismála fari
í eitt ráðuneyti
í samræmi við gildandi
stjórnarsáttmála leggur Al-
þýðuflokkurinn áherslu á að
yfirstjórn umhverfismála
verði í einu ráðuneyti. Al-
þýöuflokkurinn leggur enn-
fremur áherslu á að undir-
búningi fyrir slíkt ráðuneyti
umhverfismála og mótun
starfsvettvangs þess verði
fylgt eftir af festu.
Flokksþingið samþykkti
loks að viðkomandi ráðuneyti
skyldi vera félagsmálaráðu-
neytið, en aö stefnt skyldi að
stofnun sérstaks umhverfis-
málaráðuneytis.
19. Þráinn Hallgrímsson,
Kópavogi, 110.
20. Karitas Pálsdóttir, ísa-
firði, 109.
21. Agnes Gamalielsdóttir,
Hofsósi, 104.
22. Daníel Einarsson, Sauð-
árkróki, 103.
23. Hlín Danielsdóttir,
Reykjavik, 103.
24. Alda Kristjánsdóttir,
Þorlákshöfn, 102.
25. Bárður Jensson, Ólafsvík,
102.
26. Skjöldur Þorgrímsson,
Reykjavík, 101.
27. Stella Stefánsdóttir,
Reykjavík, 100.
28. Kristín Arnalds, Reykja-
vík, 99.
29. Hrönn Kristjánsdóttir,
Dalvík, 95.
Nítján aðrir einstaklingar
hlutu atkvæði en náðu ekki
kjöri.
Ályktun um efnahags- og atvinnumál
Varað við oftrú á mætti einkaframtaks
Ályktanir um stjórnkerfismál
ÞINGMENN ÚR STJÓRNUM OG
RÁÐUM FRAMKVÆMDAVALDSINS
Mótmœli gegn afgreiðslu á ályktun um jafnt vœgi
atkvœða óháð búsetu
Verkalýðsmálanefnd A Iþýðuflokksins
KARL STEINAR MEÐ FLEST ATKVÆÐI