Alþýðublaðið - 07.02.1989, Blaðsíða 1
MÞYMIMIDI
Þriöjudagur 7. febrúar 1989
STOFNAÐ
1919
21. tbl. 70. árg.
Rikisstjornin hyggst leyfa nánarí tengsl
MEÐAL SEM
við erlenda lánamarkaði
HRÍFUR
Sigurðsson viðskiptaráðherra
segir Jón
Samþykkt ríkisstjórnarinn-
ar i vaxta- og peningamálum
felur m.a. í sér að til þess að
tryggja betri fjármagnskjör
fyrir fólk og fyrirtæki verði
heilladrýgst að auka sam-
keppnina á lanamarkaðnurn
og leyfa nánari tengsl viö er-
lenda fjármagnsmarkaði.
„Þetta er meðal sem hrifur til
lengri tíma litið,“ segir Jón
Sigurðsson viðskiptaráð-
herra.
Forsætisráðherra kynnti í
gær ákvörðun ríkisstjórnar-
innar um efnahagsaðgerðir,
sem felur í sér 6 mánaða um-
þóttunartíma eftir að verð-
stöðvun lýkur þann 28. febrú-
ar. Gengislækkun var ákveðin
2,5% auk þess sem Seðla-
banka verður veitt heimild til
2,25% breytinga frá meðal-
gengi.
Til að auka samkeppnina
og leyfa nánari tengsl við er-
lenda lánamarkaði verður
m.a. byggt átillögum Ráð-
herranefndar Norðurlanda
um skipulega aðlögun
1989:92, að þeim sameinaða
fjármagnsmarkaði sem er að
verða til í Evrópu.
„Þær ákvarðanir sem ríkis-
stjórnin hefur nú tekið eru
ekki eingöngu tímabundnar
ráðstafanir vegna hagsveiflna
hér, heldur er þetta tengt
málum sem horfa til lengri
framtíðar og miða að bættu
skipulagi og aukinni hagræð-
ingu í íslenska fjármálakerf-
inu yfirleitt," segir Jón Sig-
urðsson.
Nánar er fjallað um vaxta-
og verðlagsmálin á baksíðu.
Engin kaupmáttaraukning segir forsœtisráðherra:
NIÐURSTAÐA SEM
Á AÐ FORÐAST
r r
segir Asmundur Stefánsson forseti ASI. Forsœtisráðherra býður upp
á atvinnuöryggi, kjarajöfnun og lœkkun fjármagnskostnaðar.
„Ég á ekki von á því að
Steingrimur setjist að samn-
ingaborðinu fyrir hönd vinnu-
veitenda, en vitaskuld mælist
það í kaupmættinum ef verð
á nauðsynjum fer niður. En
ef samhliða er talað um að
kaupmátturinn eigi ekki að
vaxa á ég erfitt með að sjá
samhengið!“ sagði Ásmund-
ur Stefánsson forseti Alþýðu-
sambandsins er Alþýöublað-
ið bar undir hann tilboð
Steingrims Hermannssonar
um að liðka fyrir samningum
aðila vinnumarkaðarins með
lækkun á verði nauðsynja-
vara. Þetta kom fram í stefnu-
ræðu Steingríms á Alþingi í
gær.
„Eg hef ekki heyrt boðskap
forsætisráðherra og vil lítið
tjá mig um hann að svo
stöddu“ sagði Ásmundur að-
spurður um þann boðskap
Steingríms, að vegna sam-
dráttar þjóðartekna um 2-3%
gæti ekki komið til kaupmátt-
araukningar. „Mér sýnist
hann ganga út frá nýlegri spá
Þjóðhagsstofnunar um sam-
drátt þjóðartekna og það
skiptir okkur öll miklu máli
að séð verði til þess að sú
spá verði ekki að raunveru-
leika. Að ráðstafanir verði
geröir til að tryggja að við
siglum ekki inn i samdrátt og
kjararýrnun. Ég hefði haldið
að verkefni rfkisstjórnarinnar
i dag væri að ýta atvinnulíf-
inu þannig fram að við kom-
umst undan þeirri niður-
stöðu.“
Auk mögulegrar lækkunar
verðlags á nauösynjavörum
bauð Steingrímur upp á at-
vinnuöryggi, kjarajöfnun og
lækkun fjármagnskostnaðar.
Alþýðusambandið hefur hins
vegar boðað skammtima-
samninga með 9-10% hækk-
un kaupmáttar, lækkun skatt-
hlutfalls, neikvæðan tekju-
skatt, tryggingarákvæði, verð-
lagsaðhald og ýmsar félags-
legar umbætur er lúta að
tryggingamálum, dagvistar-
málum, húsnæðismálum, lif-
eyrissjóðsmálum og fleiru.
Sjavarútvegurinn ’88
EIGID FÉ RÝRNAÐI UM HELMING
Ríkisstjórnin boðar fjölþœttar aðgerðir til að rétta við reksturinn
Eigiö fé fyrirtækja i sjávar-
útvegi er talið hafa rýrnað um
u.þ.b. helmning á síðastliðnu
ári, eða fallið úr 26 milljörð-
um i 13 milljarða. Þetta kom
m.a. fram í ræðu Steingríms
Hermannssonar forsætisráð-
herra á Alþingi í gær, þegar
hann kynnti þingheimi nýjar
efnahagsaðgerðir ríkisstjórn-
arinnar, sem fela m.a. í sér
sérstakar aðgerðir vegna
stöðu sjávarútvegs.
í sérstökum aðgerðum
sem ætlað er að tryggja
bætta stööu sjávarútvegs til
frambúðar, er frumvarp um
úreldingarjóð fiskiskipa, sem
enn er til meðferðar hjá þing-
flokkum rikisstjórnarinnar.
Sjóðnum er ætlað að selja
skip úr landi og ráðstafa afla-
heimildum til annarra skipa.
Gert er ráö fyrir að sjóðurinn
geti aldrei átt meira en 3% af
heildaraflaheimildum ein-
stakra tegunda.
Varið verði 100 milljónum
til niðurgreiðslu raforku til
fiskvinnslufyrirtækja. Með
þessu er áætlað að raforka til
frystihúsa lækki að meðaltali
um 25 af hundraði.
Stofnuö verði sérstök þró-
unardeild við Fiskveiðasjóð,
sem taki við eignum og
skuldum Fiskimálasjóðs. Þá
er fjallað um aukna afla- og
upplýsingamiðlun. 10-15 mill-
jónum yrði varið i gæðaátak-
ið og 20-25 milljónum í til-
raunirtil fullnýtingar afla.
Forsætisráðherra vék sér-
staklega að fyrirhugaöri
stofnun hlutafjársjóðs, sem
stjórnarandstaðan gerði til-
lögu um, og boðaði breyting-
ar á frumvarpi sem liggur
fyrir.
Málamiðlun i fæðingu? Július Sólnes ráðfærir sig við Guðmund
Ágústsson undir aðgerðaræðu forsætisráðherra. Fjær situr Ingi Björn
Albertsson, sem hefur sagt sig úr viðræðunefnd Borgaraflokksins yið
stjórnarflokkana. Mynd/E.OI.
Ríkisstjórnin og Borgaraflokkurinn:
Stjórnarflokkarnir
hægðu á ferðinni
Stjórnarliðar töldu öruggt að a.m.k. hluti
Borgaraflokksins kœmi til stuðnings við stjórnina.
Auknar niðurgreiðslur boðnar í stað afgerandi
ákvarðana um matarskattinn?
!
I
>
Viðræðurnar milli fulltrúa
ríkisstjórnarflokkanna og full-
trúa Borgaraflokksins um
stjórnaraðild Borgaraflokks-
ins héldu áfram í gærkvöldi,
að þessu sinni með tveimur
fulltrúum frá hverjum. Niður-
staða var ekki komin þegar
Alþýðublaðið fór i prentun,
en allt eins var búist við þvi
að nokkrir dagar gætu iiðið
áður en niðurstaða fengist.
Það er ekki síst óeiningin
innan Borgaraflokksins sem
hefur dregið niðurstöðu á
langinn.
Samkvæmt heimildum Al-
þýðublaðsins voru engar lik-
ur á þvl að tekin yrði afger-
andi ákvörðun um afnám eða
lækkun söluskatts á mat-
væli, matarskattsins. Á hinn
bóginn yröi leitað leiða til aö
lækka verðlag á nauðsynja-
vörum eins og fram kom I
ræðu forsætisráðherra á Al-
þingi I gær. Það verði gert
með auknum niöurgreiðslum
I fyrstu, en 300 milljónir
króna þurfa að koma til í nið-
urgreiðslur 1. mars aðeins til
að halda verðlagi á innlendri
martvöru I þvl horfi sem nú
er. Stjórnarliðar kvarta undan
þvl að frá Borgaraflokknum
hafi engar sérstakar tillögur
komið fram um það, hvernig
ætti að mæta tekjumissi rík-
issjóðs af lækkun eða af-
námi matarskattsins. Enn
fremur er mikil fyrirstaða
gegn kröfu Borgaraflokksins
um sérstaka dagsetningu
slikra breytinga. Ekki síst
vilja stjórnarliðar geyma sér
vopn vegna komandi kjara-
samninga, hvað varðar lækk-
un verðlags. „Rlkisstjórnin
vill ekki borga tvisvar" sagði
einn stjórnarliða i samtali við
Alþýðublaöið I gærkvöldi.
Á ýmsum stjórnarliðum var
að heyra i gær að ekki lægi
svo mikið á að ganga frá
þessum málum, öruggt
mætti telja að að minnsta
kosti hálfur þingflokkur Borg-
araflokksins gengi til liðs við
stjórnarflokkana. Hér er eink-
um átt við Aðalheiði Bjarn-
freðsdóttur, Óla Þ. Guðbjarts-
son, Benedikt Bogason og
að likindum Guðmund
Ágústsson, þeir Július Sól-
nes og Hreggviöur Jónsson
væru beggja blands, en Al-
bert Guðmundsson og sonur-
inn Ingi Björn eru harðir and-
stæðingar þessarar sam-
vinnu. Mátti skilja á ræðu Al-
berts á Alþingi I gær að i
raun væru tveir þingflokkar
orðnir til i stað eins hjá Borg-
araflokknum.