Alþýðublaðið - 07.02.1989, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 07.02.1989, Blaðsíða 7
, . i i ; . Þríðju'dagúr 7. fébruar 1989 7 ÚTLÖND Umsjón: Ingibjörg Árnadóttir Þetta er frásögnin af „Síamstvíburunum“ svokölluðu, sem voru samvaxnir. Þeir ,,bjuggu“ saman allt sitt lif, kvæntust sinni konunni hvor — fóru i taugarnar hvor á öðrum, þvi annar þeirra var drykkjumað- ur, hinn bindindismaður. (Leikrit, sem gert hefur verið um þá, er á fjölunum í Iðnó þessa dagana, við mikla hrifningu áhorfenda.) KVÆNAST SYSTRUM Þegar bræðurnir voru 32 ára keyptu þeir sér búgarð og fluttu út í sveit í Suöurríkjun- brjóstbandið (eða stútinn) svo mikið, að þeir gátu staöið hlið við hlið — og gerði það sem hún gat til að gera þeim bæklun sína bærilega. Fljót- lega kom hin ólíka skaphöfn þeirra í Ijós; Chang vildi ráða og Eng varð að lúta í lægra haldi fyrir hinum freka bróður sínum. Enskur kaupsýslumaður, Robert Hunter, kom augaá^ þá árið 1822 þar sem þeir voru að svamla í einu af síkj- um Bangkok. Þá voru örlög þeirra ráðin. Árum saman reyndi hann að fá leyfi móð- urinnar til að fara með þá til Evrópu og græóa peninga á því að sýna þá. Hún lét ekki undan fyrr en þeir voru orðnir 17 ára, og þá með þeim skil- yrðum, að það mætti ekki sýna þá eins og þeir væru dýr og að þeir mættu aðeins vera burtu i 2 ár. Þeir komu aldrei til baka og þeir voru sýndir eins og dýr. Hunter fór í slagtog með Bandaríkjamanninum Abel Coffin og þeir auglýstu Chang og Eng í Bandaríkjun- um sem „einu samvöxnu tví- burana i heiminum“ eóa „síömsku vanskapningana", einnig sem „síömsku dreng- ina tvöföldu1'. Fólk flykktist að til að sjá þetta einkennilega fyrirbæri og Coffin/Hunter veltu sér upp úr peningum. Chang og Eng fengu töluvert í sinn hlut og þar kom, að þeir fóru að efast. Þeir stungu upp á því sjálfir að hreyfa sig á sviðinu og það gerði enn meiri lukku. MOLDRÍKIR Á sýningarferðalagi í Eng- landi fengu þeirenn meiri auglýsingu þegar Hunter fékk nokkra lækna til að lýsa íþvi yfir að samvöxnu tvíbur- arnirværu „ekta“, en nokkur dagblöð höfðu látið í þaö skína að þetta væri fals. Engir læknar fengust til að taka á sig ábyrgðina á skurö- aðgerð. Þegar samningurinn við Coffin rann út ákváðu þeir sjálfir að ferðast um með Barnum-sirkusnum næstu 8 ár. Þeir voru farnir að eiga i rifrildum hvor við annan og voru rótlausir. Þeir gerðust bandarískir ríkisborgarar og fengu eftirnafnið Bunker, en urðu svo sammála um að hætta sýningarferðalögum. Chang fór að drekka — og Eng komst ekki hjá því að vera með, þó hann snerti ekki dropa sjálfur, en þar sem „deyfingarsvið" þeirra voru aðskilin voru það aðeins sál- arleg áhrif sem hann varð fyrir. Það getur verið nógu erfitt að búa undir sama þaki og nákomnir ættingjar. Fyrir bræður tvo varð það aigjör martröð þegar þeir gerðu sér Ijóst, að líkamlega voru þeir samfastir allt sitt líff — það var „stútur" úr brjóski og blóöi sem órjúfanlega tengdi þá saman. Síamstvíburarnir hafa verið goðsögn frá fæðingu sinni í Síam árið 1811. Líf þeirra varð uppspretta peningagræðgi, það varð rannsóknarefni og Þetta er mynd af tviburunum á sjötugsaldri. Eng var að þvi kominn eitt sinn að kyrkja Chang, þvi hann var orðinn þreyttur á drabbi hans. Eiginkona Engs kom í veg fyrir það. vakti hrollkennda forvitni hjá þeim sem sáu eöa heyrðu um viðundrið. Þeirvoru í rauninni alls ekki samvaxnar, vanskap- aðar ófreskjur, eins og þeir voru auglýstir, á unglingsár- um sínum. Þeir voru venju- legir drengir, sem vegna duttlunga óréttlátra örlaga voru vaxnir saman og höfðu sameiginlegan nafla, og reyndar flestallt sameiginlegt í lífinu. Chang og Eng voru „fimmta“ barn einstæðrar, fá- tækrar móður, sem bjó i sveitaþorpi fyrir utan það sem nú heitir Bangkok. Hún tók fæðingu þessara drengja sinna með reisn, afþakkaði stórar peningaupphæðir frá fjölda lækna, sem vildu gera tilraun til að skilja drengina að, í nafni vísindanna. „Þeir eru fæddir samvaxnir, ef skilja á þá í sundur verða það að vera hærri öfl en mann- eskjur, sem gera það,“ svar- aði hún til. Hún reyndi að ala þá upp eins eðlilega og mögulegt var. Henni tókst að strekkja um. Þar voru næstu nágrann- ar þeirra Yates-fjölskyldan. Þeir kynntust tveimur dætr- um úr fjölskyldunni og það leiddi til gagnkvæmrar ástar — og reyndar hneykslunar. Fjölskylda stúlknanna og umhverfið töldu þessi ásta- mál afbrigðileg og óeðlileg. Tvíburarnir fóru sínu fram og héldu tvöfalt brúðkaup með §arah og Adelaide Yates. Vandamálið var að þeir urðu að hafa brúökaupsnóttina og hveitibrauðsdagana til skipt- is. Þeir bræður höfðu séð þessi vandamál fyrir og höfðu — enn einu sinni — leitað til þekktra skurðlækna til að fá þá til að skilja sig að. Enginn þeirra fékkst til að taka á sig þá ábyrgð, því þeir gátu ekki gengið úr skugga um hvort þeir hefðu sameig- inlea innvfli. Lönaun tvibur- anna til að verða skildir að var sterkari en hættan á að annar eða báðir myndu deyja. Sarah og Adelaide voru mót- fallnar því að þessi áhætta væri tekin, svo að þau ásettu sér — öll fjögur — að búa saman. Þannig varð það að þau keyptu sitt hvorn búgaröinn og bjuggu á þeim til skiptis, þrjá daga i einu. Samtals eignuðust þau 21 eðlilegt barn. Fjölskyldulífið gekk eins vel og hægt var að bú- ast við — undir þessum kringumstæðum. Það voru frístundirnar sem mestum vandræðum ullu. Chang vildi félagsskap, spilamennsku og drykkju fram eftir nóttu og Eng neyddist þá til að sitja hjá og dotta annað slagið. Borgarastyrjöldin í Banda- ríkjunum gerði svo babb í bátinn. Bunker-fjölskyldurnar urðu gjaldþrotaog „Síamství- burarnir" neyddust til að fara aftur á leiksviðið með Barn- um. Nú gekk ekki eins vel og áður. Þeir voru eldri menn, voru illa á sig komnir likam- lega og reyndu eftir megni að skemmta áhorfendum, sem nú gerðu meiri kröfur. TIL EVRÓPU Bræðurnir sámþykktu upp- ástungu Barnums um Evrópuferð, eingöngu vegna þeirrar vonar að evrópskir læknar gætu aðskilið líkama þeirra, sem báðirvoru farnir að hata. Það fór á sama veg; læknai sögðu allir nei sem einn, nú vegna hins háa ald- urs þeirra. Þeim tókst að vinna sér inn nægilega mikið fé til að komast afturtil Bandaríkj- anna. Eng var útslitinn á taugum vegna drykkjusýki bróðurins og þeir voru báðir orðnir slappir líkamlega. Eng óttaðist um líf sitt ef Chang dæi vegna drykkju. Þegar þeir voru aftur komnir í faðm fjölskyldna sinna fékk Chang slag — en hélt áfram að drekka. Eng var að því kominn eitt sinn að kæfa Chang, en eiginkona Engs kom í veg fyrir það. Tvíburarnir voru nú 63 ára og kvöld eitt fann Chang fyrir miklum sársauka í brjósti, sem læknir sagði að væri bronkítis. Tveimur dögum seinna gat hann ekki náð andanum — og lést um nótt- ina. Eng varð máttlaus af hræðslu og þegar læknirinn kom voru þeir báðir látnir. Við krufningu kom í Ijós að Chang hafði látist af heila- blóðfalli — en Eng af tauga- áfalli. (Det fri Aktuelt)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.