Alþýðublaðið - 07.02.1989, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.02.1989, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 7. febrúar 1989 3 Sameinast ÚS og Skjöldur? TÖLVUFARGANIÐ ER KRABBAMEIN FYRIRTÆKJANNA r — segir Arni Guðmundsson framkvœmda- stjóri Skjaldar hf Forráöamenn Útgerðarfé- lags Skagfirðinga og Skjaldar hf á Sauðárkróki hafa að und- anförnu átt í sameiningarvið- ræðum. ÚS er í eigu þriggja fiskvinnslufyrirtækja, Skjald- ar og Fiskiðjunnar á Sauðár- króki og Hraðfrystihússins á Hofsósi og hefur oft áður komið til tals aö sameina út- gerðina og fiskvinnsluna, en almennar umræður i þjóðfé- laginu um sameiningu fyrir- tækja, flugfélaga, trygginga- félaga og banka hafa fært aukinn kraft í viðræðurnar að þessu sinni. í blaðinu Feyki er talað um að sameining ÚS og Skjaldar kynni að liðka fyrir umsókn- um þeirratil Atvinnutrygg- ingasjóðs um fyrirgreiðslu. í samtali við Alþýðublaðið sagði Árni Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Skjaldar að ekki væri mikið að frétta af við- ræðum þessum sem stendur. I Feyki er haft eftir Árna að hagræði væri í því að minnka yfirbygginguna ‘eftir að tölvu- farganið kom“ og var Árni inntur frekar eftir skýringum á þessu, enda er almennt gengið út frá þvi að tölvu- væðing sé hugsuð til þess að hagræða. „I dag eru tölvurnar krabbamein atvinnurekstrar- ins, þeirra fyrirtækja sem þurfa að hlýta rikjandi mark- aðsaðstæðum erlendis. Ég myndi áætla að hjá fyrirtæki með um 150 milljón króna veltu auki tölvurnar kostnað- inn um 2 milljónir króna á ári. Þær færa með sér aukinn mannskap sem er á helmingi hærri launum en annað starfsfólk. Þessi umfram- kostnaður étur á 10 árum upþ eigið fé sæmilega rekinna fyrirtækja. Ég er af gamla skólanum og ég geri mér grein fyrir því að það þarf aö borga alla hluti. Ef tekjurnar duga ekki fyrir kostnaðinum endar það með því að fyrir- tækin fara á hausinn" saqði Árni. Hjá ÚS starfa að meðaltali um 75-80 manns, en um 50-60 manns hjá Skildi. Að ávaxta eina milljón: LANDSBANKANUM BEST TBEYST Landsbankinn er það fjár- málafyrirtæki sem flestir landsmenn virðast treysta til að ávaxta stórar upphæðir fyrir sig. I könnun Gallups á íslandi fyrir tímaritið Frjálsa verslun reyndust 23,3% að- spurðra velja Landsbankann ef til stæði að ávaxta ein- hvers staðar 1 milljón króna. í könnuninni, þar sem úr- takið var 1000 manns, sögð- ust 14,8% ekki vita hvar þeir myndu ávaxta féð. Lands- bankinn var lang efstur fjár- málafyrirtækja með 23,3%, en I öðru sæti kom annar rík isbanki, Búnaðarbankinn með 10,6%. í þriðja sæti lenti Fjárfestingafélag Is- lands með 8,4% en næst kom fyrsti einkabankinn, Iðn- aðarbankinn, með 7,9%. í næstu sætum komu Sam- vinnubankinn og Útvegsbank- inn. Fjárfestingafélagið, Kaupþing og Verðbréfamark- aður Iðnaðarbankans fengu til samans 12,1%. Alls 40,7% töldu besta kostinn að leggja féð inn í banka eða sþarisjóð, 30% vildu kaupa spariskír- teini eða skuldabréf Ríkis- sjóðs en 23,2% nefndu til skjalanna verðbréfafyrirtæki. í úrtakinu reyndust 83% að- spurðra vera með 100 þúsund krónur á mánuði eða minna og um fjórðungur tilheyrði ekki vinnumarkaðinum. Hugmyndasamkeppni um nafn á nýju tryggingarfélagi Vátryggingarfélag íslands hf. varð fyrir valinu Alls bárust 5900 tillögur i hugmyndasamkeppni sem forsvarsmenn Brunabótafé- lags íslands hf. og Samvinnu- tryggingar g.t. efndu til vegna stofnunar nýs vátrygg- ingarfélags. Fyrir valinu varö nafnið „Vátryggingarfélag ís- lands h.f.“. Um 70 manns áttu tillögu að þessu nafni og veröur dregið á milli þeirra um 200 þúsund króna verð- launaféð. Stofnfundur Vátryggingar- félags íslands H.F. var hald- inn á sunnudag og var félag- inu þar kjörin stjórn. í stjórn- inni eru: Ingi R. Helgason, formaður, Guðjón B. Ólafs- son varaformaður og Hall- grímur Sigurðsson ritari. Meðstjórnendur eru: Björgvin Bjarnason, Friðjón Þórðar- son, Guðmundur Oddsson, Magnús Gauti Gautason og Þorsteinn Sveinsson. Varamenn eru: Andrés Valdirmarsson, Geir A. Gunn- laugsson, Hreinn Pálsson, Ingólfur Ólafsson, Jónas Hallgrímsson og Sigurður Kristjánsson. Endurskoðendur félagsins voru kjörnir þeir Ólafur Níls- son og Kolbeinn Jóhanns- son. í framhaldi af stofnfundi hélt hin nýkjörna stjórn fund og var ákveðið að ráða Axel Gísla sem forstjóra félagsins. Vátryggingarfélag íslands H.F. mun á næstunni sækja um starfsleyfi til Trygginga- eftirlitsins og tryggingaráð- herra, en fram að þeim tíma munu Brunabótafélag íslands og Samvinnutryggingar ann- ast hefðbundna starfsemi og þjónustu við viðskiptavini fé- laganna. FRÉTTIN BAK VIÐ FBÉTTINA AF ÓFÆRÐ Á LANDI OG í ÚTVARPSLOFTI Það hefur snjóað svo mikiö að undanförnu hér á suðvest- urhorninu að Norðlendingar hafa fyllst öfund, enda allt stærst og mest i þeim lands- fjórðungi eins og allir vita. Því var það að ritstjóri Víkur- frétta, sem er nokkurs konar Washington Post þeirra Hús- vikinga, las höfuðborgarbú- um pistilinn á Rás 2 á dögun- um og gerði að umtalsefni sjónvarpsfannfergi á Suður- landi. Þótti Húsvíkingum litið fyrir Sunnlendinga leggjast þegar þeir kæmust ekki með góðu móti akandi miili húsa í snjó sem næði „uppá miðja strigaskó fjögurra ára barns“ eins og mig minnir að hann kæmist að orði. Já, það má nú segja að þau eru fótstór þingeysku börnin eins og annað þar í sýslu. Hvað sem líður þingeysk- um glósum þá er það stað- reynd að nokkurt vetrarríki hefur verið að undanförnu jafnt á Suðurlandi sem f öðr- um landshlutum. í Reykjavík hefurverið illfært f úthverfum dag eftir dag og hundruðir , eða þúsundir manna lent í erfiðleikum með að komast leiðar sinnar af þessum sök- um. Auðvitað eiga fjölmiðlar að aðstoða þetta fólk með því að gefa sem gleggstar upplýsingar um færð og gatnahreinsun. íbúar í hliðar- götum vilja gjarnan fá að vita hvort von er á moksturstæki á næstunni eða hvort þeir verði sjálfir að gripa skóflu í hönd og moka götuna svo hún verði ökufær. En það fer lítiö fyrir upplýsingum um áætlanir gatnahreinsara borgarinnar. NÝJU STÖÐVARNAR BREYTTU ENGU Nú er vart hægt að ætlast til þess að dagblöð geti verið með fullnægjandi uþþlýsing- ar um síbreytilega færð í hin- um ýmsu hverfum borgarinn- ar né heldur sjónvarpsstöðv- arnar sem senda bara út fréttir einu sinni á dag. En út- varpsstöðvarnar gætu sinnt þessu ef vilji væri fyrir hendi. Og ég man raunar ekki betur en þegar útvarpsfrelsið var á dagskrá hafi margir talsmenn þess gert mikið úr því hvað litlar og frjálsar útvarpsstöðv- ar gætu þjónað fólkinu betur að þesu leyti en rikisrisinn gerði. Það er hins vegar deginum Ijósara að þessar stjörnu- bylgjur þjóna höfuðborgar- svæðinu engu betur í þessu tilliti en Ríkisútvarpið hefur gert og gerir. í Breiðholts- hverfinu búa yfir 20 þúsund manns svo dæmi sé tekið. Og allar útvarpsstöðvarnar japla á sömu tuggunni: „...margar götur í Breiðholts- og Árbæjarhverfum eru ill- færar eða ófærar og líka húsagötur í ýmsum öðrum hverfum". Svo ekki meira um það, nema þessi staðlaða hvatning lögreglu þess efnis að fólk sé ekki á ferli nema nauðsyn beri til. Nú skyldi maður ætla að hjá gatna- málastjóra væri gerð einhver áætlun um ruðning í íbúða- hverfum eftir hvert áhlauþ og það væri hægt aö útvarpa skilaboðum um hvenær áætl- að væri að ryðja götur á Mel- dægurmálaútvarp Rásar tvö hvenær sem færi gefst enda er þar mjög fagmannlega og vel að verki staðið. En ég er stundum að velta því fyrir mér fyrir hverja allar hinar stöðvarnar séu. Þaö er best að taka það skýrt fram, að ég er hlynntur frelsi á fjölmiðla- sviðinu og hefi síður en svo á móti því að fólk reki útvarps- stöðvar út um hvippinn og hvappinn. En það fer ekki hjá öðrum föstum tekjustofnum í stað þess að seilast sífellt dýpra í ríkiskassann. MYNDÁHFRIF ENSKUNNAR Fyrst þessi tilskrif leiddust út í þennan farveg get ég ekki látið hjá líða að minnast á umræðuna um þá hættu sem sögð er steðja að ís- lenskri tungu frá erlendu sjónvarþsefni. Ég er innilega sammála þeim sem telja gott íslenskt efni í sjónvarpi duga best til að hamla gegn áhrif- um enskunnar. En mér er fyr- irmunað að skella allri skuld á sjónvarpsstöðvarnar í þessu efni. Útvarpsstöðvarn- ar keppast við að spila enska og ameríska texta af grammi- fónum sínum daginn út og daginn inn og á næturnar líka. Ég held að þetta sé ekki síður skeinuhætt tungunni en erlent sjónvarpsefni með íslenskum texta. í fyrrasumar efndi barnaút- varp rikisins til einhvers kon- ar hátíðar við útvarpshúsið við Efstaleiti. Ég mætti auð- vitað þar eins og önnur börn á leikskólaaldri. Uþpá þaki þessa musteris íslenskrar tungu stóð hljómsveit og hneggjaði enska texta fyrir blessaöa sakleysingjana. Má ég þá heldur biðja um Sverri Stormsker. Að lokum þetta: Kannanir sýna að fréttir eru vinsælasta efnið ( útvarpi og sjónvarpi. En ef efnahagsmál eiga endalaust að tröllríða öllum fréttatímum vikum og mán- uðum saman fer ekki hjá þvi að æ fleiri biðjast undan fréttum til að halda sönsum. „Fjölgun útvarpsstöðva hefur í raun dregið úr heildarhlustun lands- manna á útvarp.“ unum, í Seljahverfi eða Árbæ og svo framvegis. Slík vitneskja hlýtur að koma fjölda fólks til góða og auð- velda starf vinnuvélstjóra. Og útvarpsstöðvarnar tryggðu sér þakkláta hlustendur. Hin- ar svonefndu frjálsu stöðvar virðast að vísu keppast við að útrýma tatmáli að mestu •úr dagskránni, en það tæki varla langan tíma að ryðja úr sér svona upplýsingum á hin- um frjálsa leshraða sem þar viðgengst. ÚTVARP FYRIR HVERJA? Ekki var ætlunin að hætta sér út í að ræða þá dagskrá sem er í boði á útvarpsstöðv- unum. Ég get bara sagt fyrir mig, að ég er æ meir farinn aö hallast að gömlu góðu gufunni mértil skemmtunar og fróðleiks. Sömuleiðis reyni ég að leggja eyru við því að staldrað sé við þegar í Ijós kemur að þessi fjölgun útvarpsstöðva hefur í raun dregið úr heildarhlustun landsmanna á útvarp. Og það renna á mig tvær grímur þeg- ar ég sé haft eftir Þorgeiri Stjörnustjóra, þeim gamal- reynda útvarpsmanni, að það hafi verið alltof mikið um kák og flaustur í þessum útvarps- rekstri með þeim afleiðingum að hlustendum fækki og þá auglýsingum um leið sem þýðir svo aftur skerta getu til að bæta dagskrána. En von- andi komast útvarpsstöðvarn- ar yfir þessar langvinnu fæð- ingarhríðir og finni hinn rétta tón. Ef ekki þá fara þær á hausinn og ekkert við því að segja. Það er hins vegar löngu timabært að rekstur Ríkisútvarpsins verði fjár- magnaður með afnotagjöld- um og auglýsingatekjum eða

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.