Alþýðublaðið - 07.02.1989, Blaðsíða 8
Þriðjudagur 7. febrúar 1989
4
FRÉTTASKÝRING
Verðlags-, vaxta- og peningamálin eftir verðstöðvun:
UMÞÓ TTUNAIITÍMIMED
HURÐU EFTIRLITIOG
ÍHLUTUN STJÓRNVALDA
Steingrímur Hermannsson forsætisráöherra kynnti stefnu rikisstjórnarinnar þegar Alþingi kom saman i gær
að loknu fríi. Það var ekki fyrr en í gærmorgun sem stjórnarflokkamir komu sér saman um boðskapinn.
A-mynd/E.ÓI.
Umræður að undanförnu
um væntanlegar efnahagsað-
gerðir hafa að mestu staðið
um vaxtamálin og aðgerðir
sem tækju við er verðstöðv-
un lýkur þann 28. þessa mán-
aðar. I gær lá niðurstaðan á
borðinu, sem felur í sér all-
sérkennilega málamiðlun,
milli þeirra sem fylgjandi eru
frjálsræði í vaxta- og verö-
lagsmálum og þeirra sem
vilja afturhvarf til fyrri tíma
miðstýrðra ákvarðana og
valdboða stjórnvalda.
Samþykkt ríkisstjórnarinn-
ar felur í sér, aö þegar verö-
stöövun lýkur í lok mánaðar-
ins taki viö sex mánaöa um-
þóttunartímabil i verðlags-
málum meö sérstöku aðhaldi
að verðhækkunum.
UMÞÓTTUNARTÍMI
j EFTIR VERÐSTÖÐVUN
Verðlagasráö og Verölags-
stofnun hafa framkvæmdina
meö höndum. Fylgst veröur
náiö með verölagsþróun i
einstökum greinum. Fyrir-
tækjum veröur m.a. gert skylt
að tilkynna hækkanir og
ástæöur fyrir þeim til verð-
lagsyfirvalda þegar eftir er
leitað. Ef fyrirtækið verður
uppvíst að hækkunum „um-
fram brýn kostnaðartilefni og
afkoma fyrirtækjanna gefa til-
efni til“, eins og það er orðað
I samþykkt rikisstjórnarinnar,
skulu verðlagsyfirvöld beita
timabundið ítrustu ákvæðum
verðlagslaga, eftir þvi sem
efni standa til.
Til að tryggja örugg skil á
upplýsingum til Verðlags-
stofnunar mun rlkisstjórnin
leggja fram á Alþingi frum-
varp um breytingar á verð-
lagslögum, sem feli I sér
viðurlög við vanrækslu á til-
kynningaskyldu.
FÁ KEPPNISFYRIRTÆKI
SKOÐUÐ SÉRSTAKLEGA
Formönnum Alþýðubanda-
lags og Alþýðuflokks hefur
síðustu vikur verið tlðrætt
um „fákeppni" á íslenskum
markaði. Gott ef Steingrímur
er ekki farinn að nota þetta
lika. Hugtakið hljómar ókunn-
uglega I eyrum margra, en ku
notað I daglegu máli stjórn-
málafræðinga. Hugtakið felur
I sér afneitun á markaðslög-
málum í fámenni eins og á
íslandi. Þessara sjónarmiða
gætir vlða í efnahagspakka
rfkisstjórnarinnar. Stundum
viröist þó, sem fákeppni og
einokun sé svolítið ruglað
saman.
Verðlagsstofnun verður fal-
ið sérstaklega, að fylgjast
með verðákvörðunum einok-
unar- og markaösráðandi fyr-
irtækja, hvort sem um er að
ræða einka- eða opinber fyr-
irtæki. Einnig á þetta við um
verðákvarðanir sem teknar
eru af samtökum starfs-
greina, en þau hafa að öðru
jöfnu meiri möguleika en fyr-
irtæki i samkeppnisqreinum
til að snögghækka verð í
kjölfar verðstöðvunar, segir i
samþykkt rikisstjórnarinnar.
Þá hefur rikisstjórnin
ákveðið að leggja til tima-
bundna breytingu á verðlags-
lögum þannig að á umþótt-
unartimanum veröi hækkun á
orkuverði háð samþykki verð-
lagsyfirvalda. Sérstök áhersla
er lögð á kynningu verðkann-
ana, svo og verðsamanburð
við nágrannalöndin. Ennfrem-
ur er lagt fyrir Verðlagsstofn-
un að taka upp samstarf við
verkalýðs- og neytendafélög.
SEÐLABANKINN TIL
VEGS 06 VIRÐINGAR
Meginmarkmið rikisstjórn-
arinnar í vaxta- og peninga-
málum er að koma á lægri
raunvöxtum, en stuðla jafn-
framt að betra jafnvægi á
lánamarkaði með ýmsum
umbótum.
Helstu markmiðin eru:
Samræmt átak til að lækka
raunvexti þannig að vextir á
verðtryggðum ríkisskulda-
bréfum verði ekki hærri en
5% og raunvextir af öðrum
fjárskuldbindingum lagi sig
að því. Vaxtamunur minnki
frá því sem nú er. Starfsskil-
yrði fjármálastofnana verði
samræmd meö breytingum á
reglum um bindi- og lausa-
fjárskyldu og hvað varðar
heimildir til timabundinnar
íhlutunar um ávöxtunarkjör.
Skipulag bankakerfisins veröi
bætt og samkeppnin aukin á
lánamarkaði.
Til að stuðla að þessum
markmiðum felur ríkisstjórn-
in Seölabanka að vextir á
lánamarkaðnum lagi sig að
vöxtum á rfkisskuldabréfum.
Nú ætlar sem sagt rikið að
fara á undan með góöu for-
dæmi, en beita jafnframt
íhlutun Seðlabanka fylgi aðrir
ekki eftir. Varöandi nafnvext-
ina verður einnig beitt sér-
stöku aöhaldi á
umþóttunartlmanum og
Seðlabanka falið að beita sér
fyrir endurskoðun á ávöxtun-
arkjörum, viðskiptaskulda-
bréfa, vfxla og
skiptikjarareikninga. Lána-
stofnunum verður m.a. gert
að leggja fram áætlanir um
þróun vaxtamunar samhliöa
tilkynningum um vaxta-
ákvarðanir.
Til að ná þessum breyting-
um fram hefur ríkisstjórnin
undirbúið ýmis frumvörp til
breytinga á lögum, ekki sist
lögum um Seðlabankann.
Samkvæmt stefnu ríkis-
stjórnarinnar fær Seðlabank-
inn einmitt aukin völd og
viðara hiutverk i vaxta- og
peningamálunum. Þetta þykir
nokkuð á skjön við yfirlýsing-
ar formanna flokkanna að
undanförnu, sem af ýmsum
hafa verið túlkaðar sem van-
traust á þá sem þeirri stofn-
un stýra.
VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI
INNIÍ MYNDINNI
Rikisstjómin mun beita sér
fyrir þvi, að í frumvörpum um
verðbréfafyrirtæki og eignar-
leigur verði hliöstæð ákvæði
sett og hjá bönkunum um
heimild Seðlabanka til íhlut-
unar varðandi vaxtaákvarðan-
ir. Þannig að allir sitji við
sama borð.
Laust fé innlánsstofnana
verður skilgreint með þrengri
hætti en áður og kveðið á
um að stærstur hluti viður-
laga sem Seðlabankinn inn-
heimti renni beint í ríkissjóð.
Jafnframt verður reglugerð
um bindi- og lausafjárskyldu
breytt þannig að miðað verði
við ráðstöfunarfé innláns-
stofnana en ekki innlán eins
og nú er.
Starfssvið bankaráða verð-
ur skilgreint upp á nýtt,
þannig að verksvið þeirra
aukist. Þá mun ríkisstjórnin
flytja frumvarp um breytingu
á vaxtalögum, þannig að
komið verði í veg fyrir mis-
neytingu og ósanngjarna
vaxtatöku.
FRJÁLSRÆÐIINNAN UM
AUKNA MIÐSTÝRINGU
Ákveðnar tillögur um sam-
runa lánastofnana eiga að
liggja fyrir á næstunni og
áætlun um aðlögun lána-
markaðarins að breyttum að-
stæðum í umheiminum.
Þetta skýtur nokkuð skökku
við miðað við fyrri hluta sam-
þykktar rikisstjómarinnar
sem boðar aukna íhlutun
Seðlabanka og miðstýrðari
ákvörðunartöku.í þessu felst
m.a. að islensku atvinnulífi
verði tryggð sambærileg að-
staða á fjármagnsmarkaði og
er i viöskiptalöndunum. Þá
veröa heimildir innlendra fyr-
irtækja til að taka erlend lán
á eigin ábyrgð rýmkaðar.
Á næstu misserum verða
tillögur um fjármagnsvið-
skipti milli íslands og ann-
arra landa mótaðar á
grundvelli tillagna ráðherra-
nefndar Norðurlanda um
Efnahagsáætlun Norðurlanda
fram til 1992. Þessi kafli er
talinn sérstakur sigur fyrir al-
þýðuflokksmenn, ekki sfst
klausa um að kannað verði
hvort heimila megi viöur-
kenndum erlendum bönkum
starfsemi hér á landi.
„Seðlabankinn gegnir lykil-
hlutverki í framkvæmd stefnu
ríkisstjórnarinnar I peninga-
og vaxtamálum. Ríkisstjórnin
felur honum að vinna að
framgangi þeirrar stefnu sem
mörkuö er með þessari sam-
þykkt," segir í lokamálsgrein
samþykktarinnar. Svo virðist
sem formenn flokkanna hafi
fengiö aukið álit á seðla-
bankastjórunum. Nema þar
séu fyrirhugaöar einhverjar
breytingar?
V