Alþýðublaðið - 22.02.1989, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.02.1989, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 22. febrúar 1989 MÞYfiUBLMÐ Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Áuglysingastjóri: Steen Johansson Dreif ingastjóri: Siguröur Jónsson Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarsfminn er 681866. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið.' BREYTTAN AUDLINDASKATT A næsta ári falla kvótalög við fiskveiðar úr gildi. Kerfið byggði í upphafi á afla sem veiddur var á árunum 1981-1983. Kvótum var úthlutað ókeypis í hlutfalli við reynslu þessara ára. Frávikin felast í sóknarmarkinu, þar sem viðmiðunin er sókn á miðin ákveðna daga í stað aflamarks. Þegar nú liggur fyrir að kvótakerfið rennur út á næsta ári er ofureðlilegt að spurt sé hvað taki við af núverandi kvóta- kerfi. Það er ekki að undra þó að þeir sem þegar hafa frjálsan aðgang að mesu auðæfum þjóðarinnar, vænti þess að kerf- inu verði ekki breytt. Þetta kerfi er nefnilega engu síðra en önnur einkaleyfi sem veitt eru. Það er auðvelt að benda á augljóst ranglæti við kvótann: Hópur manna I þjóðfélaginu fær á silfurfati þjóðareign ís- lendinga sem er margra milljarða króna virði árlega. Það er augljóst ranglæti að nýiraðilar í útgerð verði að kaupasérað- gang að fiskimiðunum á sama tíma og þeir sem komust á spenann fyrir 1981 veiða frítt. Kvótakerfið er stórkostleg tilfærsla á verðmætum I land- inu. Hún ermillifærslafráþjóðinni allri til eigendafiskiskipa. Og hún gerist áreftirár. Kerfiðværi fyrir þæreinarsakirekki réttlætanlegt til frambúðar. Ýmsar hagfræðilegar forsendur styðja að fiskveiðikerfinu beri að breyta. Veigamest er að öllum líkindum að sú stefna er röng sem fylgt hefurverið í gengismálum til að tryggjahag sjávarútvegs í landinu. Gengi krónunnar hefur verið skráð eins hátt og mögulegt hefur verið fyrir sjávarútveg. í stað þess að skrá gengi krónunnar í samræmi við útflutnings- greinar hefur „auðlindaskattur" verið lagður á. Fyrst í formi tolla en síðar með háum söluskatti. Niðurstaðan er sú að sami auðlindaskattur er með söluskatti lagður á samkeppn- isiðnað og annan útflutning og sem lagður er á sjávarútveg með því að skrá gengið hátt. Afleiðingarnar þessarar stefnu sjáum við t.d. í því mikla góðæri sem var 1986-1987. Innflutn- ingur jókst um 23% að raungildi milli áranna. Góðærið sner- ist upp í misæri. Ef kvótasölukerfi yrði tekið upp í stað kvótakerfisins nú- verandi yrði tekin upp opinber sala á veiðileyfum. Með þvi móti gjörbreyttist aðstaða atvinnuveganna og hagkvæmni jykist við fiskveiðar. í stað gengisskráningar sem miðast við að halda sjávarútvegi við núllið, miðaðist gengið á hverjum tíma við almenn sjónarmið eins og þau að haldajöfnuði í við- skiptum við útlönd. Þjóðhagsstofnun telur að lækka þyrfti gengið um 12% til að ná þessum jöfnuði í dag. Gróðinn sem þannig skapaðist í sjávarútvegi og vinnslu jafnaðist á ný með skattinum sem þjóðin fengi af því að selja aðgang að miðunum. Með kvótasölukerfi sköpuðust aðstæður til að beita hag- stjórn á allt annan hátt en í dag. Með þessu yrði bein lína frá arði í sjávarútvegi í þjóðarbúið. Losað yrði um þau tengsl sem eru milli misjafns gengis í veiðum og stöðu annarra at- vinnuvega. Það er stutt í það að Alþingi íslendinga taki endanlega ákvörðun um fiskveiðistefnu. Vonandi eru dagar núverandi kvótakerfis taldir. En umfram allt verður að fjalla miklu meira um framtíðarstefnu í sjávarútvegsmálum en gert er. Ákvörð- unin á næsta ári verður að byggja á skynsamlegum og for- dómalausum ályktunum um hvað sé þjóðinni fyrir bestu. Alþingismönnum væri nær að verja tíma í umræðu um fram- tíðina en karpa langtímum um álíka fánýti eins og það hvort blýantar séu meir nagaðir við Arnarhól en annars staðar. ÖNNUR SJÓNARMID HREINT land fyrir fimmkall! Bæjarins besta á ísafirði fjallar um væntanlegt skilagjald á dósum, og finnst skrýtið að það þurfi að múta okkur til að halda landinu hreinu: „Bara finimkall fyrir dósar- ræksnið! Landverndarmenn óttast að þetta sé alltof lítið. Gjaldið þurfi að vera mun hærra, tíu, jafnvel fimmtán krónur svo fólki finnist taka því, að halda dósunum til haga. Börnin nenni ekki einu sinni að standa í þvi að halda landinu sínu hreinu og óspilltu fyrir skitinn fimmkall! Það er siðan umhugsunarefni á hvaða siðferðisstig við erum komin þegar okkur finnst ekki taka því að . halda landinu hreinu og ómenguðu nema að fá greitt svo og svo mikið i fyrir ómakið úr eigin vasa.“ Megum við kannski eiga von á nýju slagorði: Hreint land, fagurt land — fyrir fimmkall? SITJUM við uppi með forrétt- indaskólakerfi fyrri ára, spyr blaða- maður Félagsblaðs Bandalags kennarafélaga Jón Torfa Jónasson. Jón Torfi ætlar að spjalla við kenn- ara á fundi í kvöld, m.a. um tak- markað hugarflug þeirra sem fjalla um skólann. „En þegar breytingar eru hug- leiddar þá nær hugarflugið ekki að lyfta okkur upp úr þessu fari, ekki heldur þeim sem vildu gjarnan sjá breytingar. Mér finnst áberandi hjá bóklærðu skólafólki að þvi finnist ekki um neina gagnlega menntun að ræða aðra en bóknám. Það getur vel verið að það sé eitthvað til í því að allir menn eigi að vera bóklega menntaðir. En ég er ekki sannfærð- ur um það. Þá kemur spurning um livort það séu til aðrar leiðir sem séu alvöru menntunarleiðir fylgi ekki þessu gamla latinuskólakerfi." Leitin að alvöru menntaleiðum er hafin, gott fólk. EINAR Heimisson er hugsjóna- maður sem skrifar í þlöð. Hann hefur skrifað um ágæti þess að rót- tækt fólk kljúfi sig ekki út úr jafn- aðarmannaflokknum. „Klofningur til vinstri útfrá vinstri flokkum er hæpið bjargráð,“ segir Heimir. Er raunsæi til í pólitík, spyr hann í Þjóðvilja í gær. Heimir kemst að því að: „Pólitík er engin rómantík; póli- tik er íþrótt raunsæisins; ávallt vcrður að leita þeirrar lausnar, sem raunsætt er að veiti mestan árangur, og til þess dugir hvorki andleysi né sálarleysi. í hinni eilífu glímu við Margrétar Thatcher og Davíða Oddssyni heimsins lifa menn ekki lengi á öðru en raunsæinu." Meira raunsæi í íslenska pólitík. Margréturnar eru víða . . . VÍKURFRÉTTIR í Keflavíkj sáu einn ljósan punkt í rafmagns- leysinu: „Margir hafa bent á einn Ijósan punkt i þessu rafmagnsleysi, sem hrjáð hefur Suðurnesjamenn að undanförnu. Það er að allflcstir bæjarfulltrúarnir í Keflavík búa í þeim hluta bæjarins sem hvað mest hefur verið myrkvaður.“ I sama blaði er frétt af námskeiði í táknmálum líkamans: „JC stendur fyrir námskeiði í „Táknmálum líkamans“ (Body language) á laugardaginn kemur, 18. febrúar kl. 13. Námskeiðið er opið öllum. Farið cr ofan í lielstu tákn og látbrögð og mikið stuðst við myndband.“ Ætli það eigi eitthvað skylt við Táknmál ástarinnar, sem var bíó- mynd sem var sýnd um árið? Jón Torfi Jónasson: Eru til aðrar leiðir en latínuskólans gamla? EINN MEÐ KAFFINU Maður nokkur mætti á Hagstofuna og kvaðst vilja láta breyta nafni sínu hið allra fyrsta. „Og hvað heitir svo mað- urinn, með leyfi“? „Jón Saur“ var svarið. Skrifstofumaðurinn sýndi þegar í stað mikla samúð með manninum og bauðst þegar til að breyta nafninu. „Hvað viltu þá heita“? „Guðmundur Saur“. FRÁ DEfil TIL DAGS Ýsa, kartöflur og annað svínarí Konan bauð upp á ýsu og kartöfl- ur í hádeginu í gær. Það er uppá- haldsmaturinn rninn og þess vegna var ég í mjög góðu skapi fyrir hádegi, því ég vissi hvað var í vændum. Hins vegar þyngdist brúnin mjög á mér eftir hádegi þegar borðhaldi var lokið. Konan fór nefnilega að tala um hvað maturinn kostaði um leið og ég var að borða. I fyrsta lagi finnst mér nú ekki viðeigandi að tala um matarverð svona rétt á meðan maður er að snæða. Þá er bara engu líkara en maður sé að bryðja seðla og krón- ur. En það er ekki aðalmálið. Það versta er að uppáhaldsmaturinn minn hefur að hluta til verið uppáhald vegna þess að hann hef- ur verið á uppáhaldsverði. Það er að segja á mjög lágu verði. Maður var aldrei svo blankur að maður gat ekki keypt sér ýsuflak og nokkrar kartöflur með. Og svo smérklípu ofan á allt og herleg- heitin lágu eins og opin hlið himnaríkis fyrir framan mann á disknum. Konan sagði sem sagt við fyrsta bita meðan indælan reyk íagði frá flaki og kartöflum: „Veistu Dagfinnur, hvað svona alþýðu- matur kostar í dag?“ Ég varð að viðurkenna að það vissi ég ekki. Ég var með ýsusporð i munninum svo ég varð að hrista hausinn. „Nei, það dæmigert fyrir ykkur karlmenn. Þið bara étið. Kaupið aldrei inn,“ sagði konan höstug í máli. Síðan sagði hún mér hvað fiskurinn kostaði og nefndi kíl- óverðið af kartöflunum. Ég lagði strax frá mér hnífapörin og fannst ég vera að snæða dýrasta réttinn á Hótel Sögu. í sjálfu Grillinu. Þetta gat ekki verið rétt. „Hefurðu ekki látið snuða þig, góða?“ spurði ég varfærnislega. „Jú,“ svaraði konan. „Og ekki aðeins ég,“ hélt hún áfram. Nú var ég alveg hættur að botna í henni. Og svo kom ræðan. „Oll þjóðin hefur látið snuða sig. Allir landsmenn láta plata sig. Fyrst koma þessir pólitíkusar og þykjast ætla að gera lífið bæri- legra fyrir okkur. Og hvernig tekst til!!? Um leið og þeir eru komnir á þing, þá byrjar ballið. Það eru lagðir á meiri skattar. Það er sett- ur skattur á allt, líka matinn. Svo þykjast þeir lækka einhver inn- flutningsgjöld, eins og tolla. Og halda að maturinn og vörurnar lækki við það. Ónei. Búðareig- endur og kramarar hlæja að þess- um hvítflibbapólitíkusum, og lækka verðið ekki um tommu. Þeir þvert á móti hækka verðið. Og allir útreikningarnir niðri í ráðuneyti ganga barasta alls ekki upp. Og enn síður hjá húsmæðr- unum og fjölskyldunum. Og þetta er ekki allt. “ Nú greip hún mjólkurglasið og svalaði sér. En ræðan var ekki búin. „Svo er það þessi Iandbúnað- armafía. Og allar hinar aukafjár- veitingamafíurnar. Fjárlögin eru varla kólnuð, fyrr en árásirnar á bakdyr fjármálaráðuneytisins byrja. Og gullinu er mokað út. j rollukjöt. I refaskott. í fiskeldið. í sjávarútveginn. Listinn er enda- laus. Og fjárlögin fara öll úr böndum. Menn sitja uppi um ára- mót með sprungna blöðru. Millj- arðar í halla, ár eftir ár. Svo koma einhverjir fjármálaráðherrar og afsaka sig í sjónvarpi meðan aukafjárveitingaþegar hlæja sig máttlausa á meðan. Og hafa kom- ið sínu á hreint. En við stöndum eftir eins og asnar. En þetta er ekki allt.“ Nú stakk konan upp í sig kart- öflu, tuggði þungbrýn og sagði: „Sjáðu svo þessa bölvuðu einok- unarstarfsemi. Það eru settar hömlur á innflutning landbún- aðarafurða svo landbúnaðarma- fían geti setið ein að markaði og verðlagt draslið í botn. Hvað held- urðu að ég hafi til dæmis verið að tyggja dýran bita rétt í þessu? Og svo les maður viðtal við Jón Ás- bergsson forstjóra Hagkaupa í Alþýðublaðinu, þar sem hann segir að hann gæti flutt kartöfl- urnar inn miklu ódýrara fyrir okkur öll. Og eggin yrðu einnig ódýrari ef Hagkaup fengju að flytja þau inn. En það má ekki. Þjóðin skal borga mafíunni það sem mafíunnar er. Og allt þinglið- ið stendur vörð um svínaríið. Já, það er rétt, ég hef látið snuða mig. Eins og allir hinir!“ Eftir þessa ræðu konunnar fannst mér ýsan og kartöflurnar vera komnar með eitthvað auka- bragð. Ég veit eiginlega ekki hvort þetta sé uppáhaldsmaturinn minn lengur. Kannski ég fari að reyna pizzur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.