Alþýðublaðið - 22.02.1989, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.02.1989, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 22. febrúar 1989 SMÁFRÉTTIR Spekingahátíð í Garðsbúð Samfélagið, félag Þjóðfé- lagsfræðinga við Háskóla ís- lands boðar til sinnar árlegu spekingahátíðar föstudaginn 24. febrúar. Hátíðin er í ár helguð Jóni forseta Sigurðs- syni og hefur Samfélagið fengið nokkra sporgöngu- menn Jóns til að hafa þar framsögu. Þeir eru: Einar Laxness sagnfræðingur, Guð- mundur Magnússon sagn- fræðingur, Matthías Jóhann- essen skáld og ritstjóri og Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra. Að framsöguer- indunum loknum verða leyfð- ar fyrirspurnir úr sal og von- andi skapast líflegar umræð- ur. Hátíðin hefst klukkan 20.00 og fer fram í Garðsbúð Gamla garði við Hringbraut og eru allir þeir, sem áhuga kunna að hafa á því að kynn- ast Jóni Sigurðssyni betur, boónir velkomnir. 15 ára afmælis- tónleikar Kammersveitar Reykjavíkur Siöustu tónleikar „Myrkra músíkdaga" eru afmælistón- leikar Kammersveitar Reykja- víkur sem fagnar sínu fimmt- anda starfsári. Á þessum tímamótum þykir við hæfi að heiðra franska tónskáldið Oli- vier Messiaen, sem varð átt- ræður á síðasta ári, með frumflutningi hér á landi á einu af hans mestu verkum: Des Canyons aux Etoiles („Frá gljúfrunum til stjarn- anna“) fyrir píanó og hljóm- sveit. Einleikarar á tónleikun- um eru þau Anna Guðný Guömundsdóttir píanóleikari, Joseph Ognibene hornleikari, Eggert Pálsson sem leikurá klukkuspil og Maarten van der Valk sem leikur á xylor- imbu. Stjórnandi á tónleikun- um er Paul Zukofsky. Tónleikarnir eru í Lang- holtskirkju, fimmtudaginn 23. febrúar og hefjast kl. 20.30. Nefnd fjallar um Arnarflugs- málið Samgönguráðherra hefur skipað nefnd vegna viðræðna við Flugleiðir h.f. og Arnar- flug h.f. vegna fjárhagsvanda síðartalda félagsins. í viðræðnefndinni eiga sæti HalldórS. Kristjánsson, skrifstofustjóri, frá sam- gönguráðuneyti, Þorsteinn Olafsson, ráðgjafi forsætis- ráðherra í efnahags- og at- vinnumálum, frá forsætis- ráðuneyti, Þórhallur Arason, skrifstofustjóri, frá fjármála- ráðuneyti og Stefán Reynir Kristinsson, viðskiptafræð- ingur, sem er fulltrúi við- skiptaráðherra. Þá hafa verið skipaðir sér- stakir trúnaðarmenn sam- gönguráðherra, þeir Hjörtur Torfason, hæstaréttarlögmað- urog Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður, sem starfa munu með viðræðu - nefndinni. Eining tekur undir ályktun VMSÍ Fundur trúnaðarmanna- ráðs Vlf. Einingar, haldinn á Akureyri 17. febrúar 1989, tek- ur mjög eindregið undir þá skoðun sem fram kemur f ályktun VMSÍ frá 31. janúar, og að í komandi kjarasamn- ingum skuli megináhersla lögð á eftirtalin þrjú atriði: 1. Trygging fullrar atvinnu. 2. Lífskjarajöfnun. 3. Verðbólgu veröi haldið í skefjum Jafnframt er fundinum Ijóst, að því aðeins er von um að ná einhverjum verulegum árangri varðandi þessi atriði, að verkalýðshreyfingin komi fram sem ein samstæð heild I komandi samningum og styður eindregið hugmyndir VMSÍ og ASÍ um að svo verði. Fundurinn skorar því á öll verkalýðsfélög að vinna ötul- lega að sem vi'ðtækastri sam- stööu. Þá bendir fundurinn á, aö óðum styttist tíminn þar til núgildandi samningar renna út og þvf orðið tímabært að Ijúka innbyrðis undirbúningi samningagerðar og hefja al- vöru viðræður við viðsemj- _Jil viÖskiptamanna_ banka og sparisjóða Tilkynning vegna breyttrar lánskjaravísitölu Aö gefnu tilefni tilkynnist hér með, aö bankar og sparisjóöir munu í starfsemi sinni, bæöi hvaö varöar lánskjaravísitölubundin innlán og útlán, fylgja þeim breytingum sem ákvarðaðar voru á lánskjaravísitöl- unni með auglýsingu Seðlabankans frá 23. janúar 1.989, enda er það eina lánskjaravísitalan sem í gildi er. Af þeirra hálfu veröur því ekki gerðurfyrirvari við greiöslu um framhaldsinnheimtu síðar. Eigendum innheimtuskuldabréfa, sem verðtryggð eru skv. lánskjaravísitölu, er sérstaklega bent á það, að fylgt verður sömu reglu um bréf þeirra. Reykjavík, 16. febrúar 1989 Samvinnunefnd banka og sparisjóóa n 1 2 3 4 5 □ 7 § 9 10 □ 11 □ 12 13 □ ■ Lárétt: 1 blása, 5 afl, 6 borða, 7 eins, 8 karlmannsnaf n, 10 sam- stæðir, 11 stjaka, 12 trylltar, 13 krossinn. Lóörétt: 1 brautum, 2 inn, 3 samstæðir, 4 hrellir, 5 getur, 7 vegurinn, 9 líffæri, 12 pípa. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 læsum, 5 vola, 6 efi, 7 kg, 8 nartar, 10 dð, 11 áru, 12 dimm, 13 mjóna. Lóðrétt: 1 lofað, 2 ælir, 3 sa, 4 mögrum, 5 vendum, 7 karma, 9 táin, 12 dó. • Gengið Gengisskráning nr. 36 — 21. feb. 1( Kaup Sala Bandarikjadollar 51.190 51,330 Sterlingspund 89.810 90,056 Kanadadollar 43,080 43,198 Dönsk króna 7,0999 7,1193 Norsk króna 7.6215 7,6424 Sænsk króna 8,0907 8,1129 Finnskt mark 11,9074 11,9400 Franskur franki 8,1106 8,1328 Belgiskur franki 1,3171 1,3207 Svissn. franki 32,4604 32,5491 Holl. gyllini 24,4665 24,5334 Vesturþýskf mark 27,6180 27,6936 itölsk líra 0,03772 0,03782 Austurr. sch. 3,9271 3,9379 Portúg. escudo 0,3368 0,3377 Spánskur peseti 0,4431 0,4443 Japanskt yen 0,40192 0,40302 írskt pund 73,639 73,841 SDR 67,4096 67,5939 Evrópumynt 57,5657 57,7232 endur, bæði vinnuveitendur og fulltrúa rikisvaldsins. Af- leggja verður þann ósið, að nýir samningar séu ekki gerð- ir fyrr en löngu eftir að eldri samningar eru fallnir úr gildi. RAÐAUGLÝSINGAR ÚTBOÐ S.V.R. OG PÓSTUR OG SÍMI Póst- og símamálastofnunin og Borgarsjóður vegna Strætisvagna Reykjavíkur, óska eftir til- jboðum í frágang á skiptistöð og pósthúsi að iÞönglabakka 4, í Reykjavík. 1— Stærð hússins: — Byggingarstig nú: — Skilafrestur verks: 7.540 m3. Húsið er tilbúið undir tréverk og frágengið að utan. 30. júní og 20. ágúst 1989. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu okkar gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á Verkfræðistof u Stefáns Ól- afssonar hf., Borgartúni 20, Reykjavík, fimmtu- daginn 9. mars 1989 kl. 11.00. VERKFRÆÐISTOFA STEFÁNS ÓIAFSSONAR HF. FHV BORGARTUNI 20 105 REYKJAVlK SlMI 29940 & 29941 STEFNULJÓS skal jafna gefa í tæka tíð. Útboð - gatnagerð Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í gerð gatna og lagna f Setbergi. Helstu magntölur eru: Uppúrtekt 4000 rm, fylling 7800 rm, holræsa- lögn D=200 mm 680 Im, holræsalögn D=300 mm 425 Im. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu bæjar- verkfræðings, Strandgötu 6, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 23. febrúar kl. 11.00. Bæjarverkfræðingur. Alþýðuflokksfélag Akureyrar Heldur aðalfund sinn fimmtudaginn 2. mars að Strandgötu 9 kl. 20.20. Fundarefni. 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Önnur mál. Stjórnin. §Alþýðuflokkurinn í Vestmannaeyjum Fundur verður haldinn iaugardaginn 25. febrúar kl. 12.00 að hádegi í Skútanum, uppi. Fundarefni: 1. Bæjarmálefni 2. Fjárhagsáætlun 3. Önnur mál Fjölmennum. Stjórnin Kratakaffi Munið kratakaffið miðviku- daginn 22. feb. kl. 20. 30 í fé- lagsmiðstöð jafnaðarmanna að Hverfisgötu 8-10. Gestur fundarins verður Bjarni P. Magnússon borgar- fulltrúi Alþýðuflokksins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.