Alþýðublaðið - 22.02.1989, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 22. febrúar 1989
7
ÚTLÖND
„HETJAN" KEMUR FYRIR RÉTT
Þann 31. janúar síðastliðinn, byrjuðu réttarhöld yfir
fyrrverandi ráðgjafa Hvíta Hússins, Oliver North. Fljótlega
kom i Ijós, að það yrði töluverðum erfiðleikum bundið, að
velja í kviðdóminn fóik, sem væri algjörlega hlutlaust i
þessu umdeilda máli. Það varð að vera fólk, sem ekki hafði
á neinn hátt verið flækt í umræðurnar og blaðaskrifin, sem
hafa verið síðan þetta mál komst i brennidepilinn.
Fyrrverandi for-
seti Bandarikj-
anna, Ronald
Reagan, lýsti
því yfir oftar en
einu sinni að
Oliver North
væri „þjóö-
hetja“. Nú er
þessi þjóðhetja
fyrir rétti og get-
ur átt von á allt
að 60 ára fang-
elsi.
Nú er Oliver North kominn ffyrir rétt. Hann er
sakborningur nr. 1 i hinu svokallaða iran-
Bandaríski dómarinn Gerhard
A. Gesell, lagði fram ýmsar
spurningar, fyrir 54 sem komið
höfðu til geina sem kviðdómend-
ur. Ein þeirra var: „Hefur þú les-
ið, séð eða heyrt eitthvað um þetta
mál, áður en þú komst inn í réttar-
salinn“?
North, sem ekki var í einkennis-
búningi heldur klæddur dökkum
jakkafötum, sat í sæti hins
ákærða, meðan Gesell talaði við
verðandi kviðdómendur. Ákæran
á hendur North, er að hann hafi
sagt ósatt þegar Bandaríkjaþing
yfirheyrði hann. Hann á ekki að
hafa sagt sannleikann, í sambandi
við hlutverk sitt í því að koma
fjármunum til Contra-liðanna í
Nicaragua. Þetta gerðist á sama
tíma og Bandaríkjaþing hafði
sagt þvert nei, við því að veita
Contra-liðum fjárhagslega hjálp.
North er ákærður fyrir að ljúga
að dómsmálaráðherranum um
hlutverk sitt í að koma milljónum
dollara til Contra-liða. Þessir
dollarar voru fengnir með ólög-
legri vopnasölu til Iran. Hneyksl-
ið sem kom í kjölfar þessara að-
gerða, varð til þess að hrikta fór í
stoðum ríkisstjórnar Reagan, al-
menningur í Iandinu vissi vart sitt
rjúkandi ráð og áeftir komu mikl-
ar yfirheyrslur, sem sýndar voru í
sjónvarpi.
Allt að 60 ára fangelsi________
Nú er tæpt ár síðan grunur fór
að beinast að Oliver North. North
er fyrrverandi hermaður í Viet-
nam-stríðinu og hlaut feikn af
heiðursmerkjum. Er nú kominn á
eftirlaun.
Oliver North er fyrsti höfuð-
paurinn í þessu hneyksli, sem
kemur fyrir rétt. Hann getur átt
yfir höfði sér 60 ára fangelsi og 3
milljóna dollara sekt, ef hann
verður dæmdur sekur í 12 ákær-
um. North er einnig ákærður fyrir
að eyðileggja skjöl frá Þjóðarör-
yggisráðinu og að vera meðsekur í
skattsvikum sem voru fólgin í því,
að auðugir menn fengu skattafrá-
drátt ef þeir gæfu framlög til
Contraliða.
Fyrrverandi ráðgjafi Þjóðarör-
yggisráðsins, John Poindexter og
vopnasalarnir Richard Secord og
Albert Hakim eru einnig ákærðir
í þessu máli, en koma ekki fyrir
réttinn fyrr en seinna.
Reagan sem vitni____________
Fyrsta dag réttarhaldanna fékk
Oliver North bæði slæmar og
góðar fréttir. Dómarinn, Gerald
A. Gesell, aftók það með öllu, að
North fengi leyfi til þess að kalla
Bush forseta fyrir sem vitni. Hann
sagði aftur á móti, að ekkert stæði
í vegi fyrir, að kalla Reagan fyrr-
verandi forseta fyrir, sem vitni.
Við yfirheyrslur Bandaríkja-
þings á árinu 1987, sagði Oliver
North, að það sem hann hafi gert,
hafi allt verið með samþykki liátt-
settra manna í ríkisstjórn Reagan,
en þá var Bush varaforseti. Gesell
dómari sagði, að North gæti ekki
sannað, að vitnisburður Bush yrði
afgerandi. Hann sagði einnig, að
ef Reagan yrði kallaður fyrir sem
vitni, myndi hann sjálfur ræða
við menn i dómsmálaráðuneytinu
og við lögfræðinga Reagan.
Gesell fullyrti, að sá möguleiki
væri fyrir hendi, að hlutar af dag-
bók Ronald Reagan, gætu komið
til greina sem sönnunargögn. Það
er að segja, ef North heldur því
fram í réttarhöldunum, að Rea-
gan hafi skipað eða fyrirfram gef-
ið North samþykki sitt fyrir meint
afbrot North.
Það var 25. nóvember árið
1986, sem North var rekinn úr
starfi sínu, sem ráðgjafi Þjóðar-
öryggisráðsins, þremur dögum
eftir að rannsóknarmenn frá
dónrsmálaráðuneytinu fundu
minnisblað, sem North hafði
skrifað á því ári, þar sem hann vís-
aði til áformanna um að koma
peningunum fyrir hina leynilegu
vopnasölu ríkisstjórnarinnar til
Iran, áleiðis til Contra-Iiða.
Bandaríkjastjórn hafði sam-
þykkt að banna fjárhagshjálp til
Contraliða frá því í október 1984.
Daginn, sem North var rekinn,
hringdi Reagan þáverandi forseti í
North og sagði að hann væri
„þjóðhetja'1. 1 þá 26 mánuði sem
linir eru frá því þetta gerðist, hef-
ur Reagan oftlega lýsl yfir samúð
sinni með Oliver North, en hefur
neitað að náða hann.
(Det i'ri Aktuelt.)
SJÓNVARP
Stöð 2 kl. 23.40
Húndðn
Brúðudalsins
★ ★ ★
Bandarísk, gerð 1970, leikstjóri
Russ Meyer, aðalhlutverk Dolly
Read, Cynthia Myers, Marcia
McBroom o.fl.
Segir frá kvennatríói sem kemur
til Hollywood og ætlar sér að slá
í gegn. Myndin er víst dulítið
ljósblá (Make it and make it and
make it segir í kvikmyndahand-
bókinni). Hún hefur engu að
síður elst rnjög vel og var reynd-
ar af tveimur frægum kvik-
myndagagnrýnendum í Banda-
ríkjunum valin sem ein af 10
bestu myndunum þar í Iandi á
árunum 1968-78. Þannig að
þetta er líklegast ekki bara létt-
djörf della, eitthvað bitastæðara
að baki.
Sjónvarpið kl. 21.45
Trúnaður
Ungversk, gerð 1979, leikstjóri
Stvan Szabo, aðallilutverk
Ildiko Bansagi, Peter A ndorai.
Myndin gerist síðustu mánuði
heimsstyrjaldarinnar síðari í
Búdapest. Ung kona er stöðvuð
úti á götu og ókunnur maður
hvetur hana til að fara i felur
vegna ofsókna nasista á hendur
manni hennar. Hún fær fölsk
skilríki senr eiginkona þessa
ókunna manns og neyðist til að
leggja allt sitt traust á hann.
Stöð 2 kl. 16.30
SMILEY
★ ★
Áströlsk, gerð 1957, leikstjóri Anthony Kimmins,
aðalhlutverk Colin Petersen, Ralph Richardson,
John McCallum o.fl.
Mynd í mjög svo meðallagi, segir frá dreng-
hnokka sem langar svo ósköp ntikið í reiðhjól og
til þess að eignast það reynir hann að ná sér í fé.
Slæst því í hóp manna sem hafa óheiðarleikann
fyrir stafni og að lifibrauði.
% ^4s7ÖÐ2
16.30 Fræösluvarp. 1 Hvað er inni í tölv- unni? 15.45 Santa Barbara. 16.30 Smiley. Fátækur drengur gengur i lið með nokkrum pilt- ungum sem snapa sér hvers kyns vinnu.
1800 18.00 Töfragluggi Bomma 18.50 Táknmálsfréttir. 18.05 Dægradvöl. (ABC's World Sportsman). Þáttaröð um frægt fólk með spennandi áhugamál.
1900 19.00 Poppkorn. 19.25 Föðurleifð Franks (18). 19.54 Ævintýri Tinna. Krabbinn með gullnu klærnar (5). 20.00 Fréffir og veður. 20.35 Bundinn i báða skó. 21.05 Græna sorptunnan. Mikil umræöa hefur átt sér stað hér á landi undanfarið um losun og eyó- ingu sorps. I þess- ari mynd er reynt að sýna fram á þann mikla vanda sem felst i sorpeyðingu og hversu náttúran og andrúmsloftiö eru viökvæm fyrir allri sorþmengun. 21.45 Trúnaður (Bizalom). Ungversk kvikmynd frá 1979. Leikstjóri Stvan Szabo. 19.19 19.19 Fréttir, veður, 20.30 Skýjum ofar. (Reach- ing for the Skies). Fræðandi og nýstár- legir bandariskir þættir um sögu flugsins frá upphafi tii okkar daga hefja göngu sina i kvöld. Þættirnir verða alls tólf og hefjast með þróun loftbelgsins á 18. öldinni, allt til sigra Wright bræðr- anna í Kittyhawk og til jómfrúarflugs geimskutlunnar í Kólumbiu. 21.20 Undir fölsku flaggi 22.15 Dagdraumar (Yester- day's Dreams). Yfir- maður Martins kem- ur aö máli við Diane i trúnaði en Diane er ósátt við tillög- urnar.
2300 23.00 Seinni fréttir. 23.10 Trúnaður, framhald. 23.35 Dagskrárlok. 23.10 Viðskipti. 23.40 Handan brúðudals (Beyond the Valley * of the Dolls). „Ljós- blá“ mynd eftir hinn þekkta leikstjóra ástarlifsmynda, Russ Meyer. 01.25 Dagskrárlok