Alþýðublaðið - 22.02.1989, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.02.1989, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 22. febrúar 1989 3 FRÉTTASKÝRING Öngþveitið á húsnœðislánamarkaðinum VAXANDI FYLGI VID HÚSBRÉFAKERFIÐ fasteignaveðbréfsins. í frumvarpsdrögunum er einnig gert ráð fyrir breytingum á vaxtaniður- greiðslum. Lagt er til að vextir á útlánum BR verði færðir að markaðsvöxtum, með upptöku vaxtabóta, Samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins fer fylgi við þær breytingar sem félagsmálaráðherra vill gera á húsnæðislögunum vaxandi í öllum stjórnmálaflokkunum og andstaðan ionan verkalýðshreyfingarinnar dvínandi. Enda er lánveitingaþörf Húsnæðisstofnunar á næstu tveimur árum um 70 milljarðar að óbreyttu! Höfuðborgarbúar eru öllu duglegri en landsbyggðarbúar við að sækja um húsnæðislán. Margir í báðum hópum búa fyrir í rúmgóðum eigin íbúðum. Hentar húsbréfakerfið mörg- um betur? Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra vinnur nú á fullri ferð við að kynna frumvarpsdrög að breytingum á húsnæðis- lögum, þar sem stærsta breytingin yrði upptaka hins svokallaða húsbréfa- kerfis. Jóhanna vonast til þess að geta lagt frumvarp- ið fram á allra næstu dög- um, enda mikilvægt að bregðast sem fyrst við því öngþveiti sem nú rikir. Samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins fer fylgi við breytingarnar vaxandi meðal allra stjórnmála- flokka, líkurnar á breiðri þverpólitískri samstöðu verða æ meiri. Heimildir okkar greina einnig frá því að sú andstaða sem frá byrjun kom fram hjá verkalýðshreyfingunni, en þó einkum hjá Ásmundi Stefánssyni forseta ASÍ, fari dvínandi og er af sum- um verkalýðsforingjum af- greidd sem fljótfærni eða misskilningur. Má stytta biðröðina um helming Frá því að núverandi kerfi var tekið upp í sept- ember 1986 hafa alls 17-18 þúsund umsóknir borist Húsnæðisstofnun. Af- greiddar hafa verið um 8 þúsund umsóknir og enn eru þvi um 10 þúsund um- sækjendur á biðlista. Bú- ast má við 13-14 þúsund umsóknum til viðbótar á næstu tveimur árum. Hinir 10 þúsund sem eru á biðl- ista þurfa 23 milljarða og gera má ráð fyrir því að lánveitingar vegna þeirra sem eru á biðlista og þeirra sem sækja um á næstu tveimur árum verði að óbreyttu alls um 70 millj- arðar króna. Markmið þeirra breyt- inga sem félagsmálaráð- herra reynir nú að knýja fram eru að draga úr lán- veitingaþörf húsnæðis- kerfisins og stytta biðrað- irnar með upptöku hús- bréfakerfis, þar sem inn- byrðis lán aukast og gætu numið 20-25% af viðskipt- unum. Könnun Félagsvísinda- stofnunar sýndi svo um munaði að ekki eru allir í biðröðinni í kröppum dans. 57% búa í eigin hús- næði. Af þeim sem töldu sig sækja um á næstu tveimur árum áttu 33% eigið húsnæði. Af biðraða- fólkinu sem á húsnæði fyr- ir töldu 68% sig búa í góðu húsnæði og 56% töldu sig búa í mátulegu eða of rúmu húsnæði. Af hinum væntanlegu sem eiga hús- næði töldu 70% sig búa í góðu húsnæði. í raun má segja að af þeim nálægt 23 þúsund sem eru á biðlista eða ætla að sækja um á næstunni sé vel innan við helmingur sem býr í lélegu húsnæði eða í húsnæði annarra. Skiljanlega vill ráðherra koma upp kerfi þar sem fyrst og fremst er gengið út frá þörfum hinna tekjulægri, eignaminni og þeirra sem búa í Ieiguhús- næði eða í foreldrahúsum eða þá í lélegu eigin hús- næði. Hverju vill félags- málaráðherra breyta? Húsbréfakerfið felst í því, að i stað beinna lána frá Byggingasjóði ríkisins (BR) bjóðist húsbréfadeild við Húsnæðisstofnun til þess að kaupa fasteigna- veðbréf sem gefin eru út við fasteignaviðskipti með veði í viðkonrandi eign. Sjóðurinn greiðir fast- eignaveðbréfin með svo kölluðum húsbréfum. Þau verða markaðshæf, gefin út í sérstökum flokkum, og BR og Seðlabankinn verða „viðskiptavakar" fyrir hús- bréfin ef nteð þarf. Gert er ráð fyrir því að húsbréfa- deildin leiti eftir samning- unt við banka og aðrar lánastofnanir um að hafa með höndum samskipti skuldara fasteignabréfa við deildina. Bréfin eru gefin út með ábyrgð BR. Hús- bréfadeildin kaupir hús- bréf að hámarki 65% af mati viðkomandi eignar og tekur auk þess tillit til greiðslugetu útgefenda sem tengjast vaxtabyrðinni og skerðast með hækkandi tekjum og eignum umfram ákveðin mörk. Miðað er við að ráðstafa svipaðri upphæð í þetta og runnið hefur til greiðslu vaxtaaf- sláttar og húsnæðisbóta, auk niðurgreiðslu vaxta hjá BR. Fyrirvarar en dvinandi andstæða Loks eru gerðar tillögur um breytingar á útlánaregl- um BR. Breytingarnar eru þrjár: Að lán til einhleypra verði 67% af láni til hjóna, en þó verði lán til ein- stæðra foreldra jafnt láni til hjóna. Að lán til þeirra sem eiga ibúð fyrir verði 49% af hámarksláni óháð því hvort um kaup á not- aðri íbúð eða nýbyggingu er að ræða. Þetta samsvar- ar 30% skerðingu til þess- ara hópa. Og að heimilt verði að skerða lán eða breyta lánskjörum þeirra sem eiga eignir sem sam- svara fullnægjandi íbúðar- húsnæði. Það voru fulltrúar allra flokka nema Framsóknar- flokksins og fulltrúi vinnu- veitenda sem skrifuðu und- ir hinar almennu niður- stöður ntilliþinganefndar- innar, þó með fyrirvara um einstök atriði. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ og Guðmundur G. Guð- mundsson Framsóknar- flokki skrifuðu ekki undir álitið. Þeir höfðu mikinn fyrirvara á skuldabréfasölu einstaklinga á fjármagns- markaði, vilja að Húsnæð- isstofnun fái heimild til að bjóða út skuldabréfin, sem væri eðlilegri leið en „að hver og einn væri stautandi með húsbréfin sín hjá fjár- magnsfyrirtækjunum". Þeir töldu líklegt að hús- bréfakerfið hefði skaðleg áhrif á fasteignamarkað- inn í því ástandi sem nú rík- ir. Guðmundur tekur undir breytingarnar hvað vextina varðar, en Ásmundur telur réttara að viðhalda núver- andi fyrirkomulagi lágra vaxta og húsnæðisbóta. En sem fyrr segir eru taldar all góðar líkur á því að góð pólitísk samstaða náist um aðalatriði frumvarpsins og að andstaða verkalýðs- hreyfingarinnar dvíni. FRETTASKYRING Breyttar reglur um lausafjárhlutfall bankanna ÍÞYNGJANDI FYRIR UTVEGSBANKA EN TIL BÓTA FYRIR LANDSBANKA Frumvarp um breyt ingar á lögum um Seðlabanka íslands sem felur i sér heim- ild til handa Seðla- banka um breytingu á lausafjárhlutfalli bankanna maelist mjög misvel fyrir hjá for- svarsmönnum bank- anna. Breytingin virð- ist íþyngjandi fyrir Út- vegsbanka, en til bóta fyrir Landsbankann, Guðmundur Hauksson bankastjóri Útvegsbank- ans segir lausafjárhlutfall bankans versna um 400 milljónir ef Seðlabanki nýti heimildir samkvæmt frumvarpinu. Að óbreyttu þýðir þetta að Útvegsbank- inn verði að draga saman útlán til að geta staðið við lögbundið lausafjárhlut- fall. Fyrir Landsbankann er þetta hins vegar til bóta, að sögn Sverris Hermanns- sonar bankastjóra. Þrjár breytingar_________ á siðasta ári Þrisvar á síðasta ári breytti Seðlabanki grunni sem ákvarðar lausafjár- hlutfall bankanna. Síðast var ákvæðum breytt rétt fyrir áramót. Breytingin sem felst í frumvarpi sem nú liggur fyrir á Alþingi er sett ineð það að markmiði að létta á þeim bönkum sem fyrst og fremst lána til útflutningsatvinnugreina. Hvað varðar Útvegsbank- ann virðist þessu öfugt far- ið. í greinargerð með frum- varpinu sem til umfjöllun- ar er í þingflokkunum seg- ir, að reglur sem nú eru í gildi veiti mörgum innláns- stofnunum svigrúm til að bæta „lausafé" sitt með því að taka erlend lán og end- urlána í stað þess fjár af inniendum gjaldeyrisreikn- ingum (1G), sem áður hafði verið varið til útlána. Þannig losa bankarnir 1G fé og leggja það inn á reikninga sem teljast með lausu fé. Þetta er talin óæskileg þróun m.a. frá peningapól- itísku sjónarmiði. Seðla- bankinn reyndi að afstýra þessum reglum sem hann setti sl. vor, en féll síðan frá í lok ársins, þar sem nánari athugun þótti sýna að þær voru ekki að öllu leyti inn- an ramma 8. greinar Seðla- bankalaganna. Aftur breytt til skynsamlegri vegar Reglurnar sem giltu síð- ari hluta síðasta árs og taldar voru stangast á við ákvæði laganna voru þannig, að með lausu fé töldust hvorki erlendir peningar né nettó gjaldeyr- isinnlán í öðrum innláns- stofnum að fullu, þar eð Seðlabankinn taldi að þau gætu verið „bundin“ við það að mæta ýmsum gjald- eyrisskuldum. Með lausu fé taldist því aðeins svo- nefndur heildargjaldeyris- jöfnuður, þ.e. allar gengis- bundnar eignir að frá- dregnum gengisbundnum skuldum. Með breytingum nú er ætlun viðskiptaráðherra og ríkisstjórnar að færa málin til skynsamlegri veg- ar og bæta stöðu banka sem þjóna útflutnings- starfsemi. Breytingin gerir ráð fyrir að nettótalan af skuldum og eignum gagnvart er- lendri mynt verði talin fram sem laust fé, en í dag mega sem sagt bankarnir taka erlend lán og nota það í raun og veru sem laust fé. Sjálfskaparviti?_________ Hver er ástæðan fyrir þvi, að breytingin er til baga fyrir Útvegsbanka en til góða fyrir Landsbanka? Skýringin virðist sú, að Landsbankinn hefur þegar Iánað út hluta af 1G reikn- ingunum. Bankinn hefur sem sagt fjármagnað er- lend lán með þessum hætti, en Útvegsbankinn ekki. Eða með öðrum orðum hefur Útvegsbankinn nýtt sér möguleika til þess að útvega sér laust fé með þvi að taka erlend lán, en Landsbankinn hefur ekki gert það i sama mæli. Nái breytingin fram að ganga, verður Útvegsbankinn að Iáta af þessari iðju og þreng- ist því um laust fé hans, en síður um laust fé Lands- bankans því hann hefur ekki gengið eins langt í að notfæra sér möguleikana í núverandi fyurirkomulagi. Útvegsbanki þarf lengri adlögun Ef frumvarpið nær fram að ganga þýðir það, að Út- vegsbankinn verður að draga úr útlánum til að geta staðið við Iágmarks lausafjárhlutfall. Bankinn mun þó líklega leita eftir því við Seðlabanka að fá lengri tíma til aðlögunar. Samkvæmt gildandi regl- um þarf lausafjárhlutfall að vera 10%, en gert er ráð fyrir að koma því niður í 9%, sem þó þýðir ekki auknar þrengingar því lausafjárstofninn verður breikkaður. Guðmundur Hauksson bendir á að reglum hafi verið breytt þrisvar á síð- asta ári. Hann segir baga- legt að vera með miklar sviptingar í þessum efnum, því bankar þurfi tíma til að laga starfsemi að breyttum reglum. Sverrir Hermanns- son segir hins vegar, að þegar Seðlabankinn breytti reglum fyrir áramót, hafi það verið íþyngjandi fyrir Landsbankann sér í lagi, en breytingin nú verði hins vegar til bata fyrir bank- ann. Sverrir segir lausafár- skylduna hafa þyngst um 600 milljónir vegna fyrri breytinga. /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.