Alþýðublaðið - 08.03.1989, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.03.1989, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 8. mars 1989 MÞYÐUBUÐIÐ Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Augiysingastjóri: Steen Johansson Dreifingastjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. EKKI LENGUR TIL SYNIS #• I dag er alþjóðadagur kvenna. Konur á íslandi ætla meðal annars að halda upp á daginn með þvi að minna landslýð, karla og konur, á það misrétti sem ríkir með þjóðinni. Ekki bara í veraldlegum efnum, heldur ekki síður á andlegu sviði. Þrátt fyrir jafna þátttöku kvenna á við karla á ýmsum sviðum atvinnu-, félags- og menningarmála úti í samfélaginu, virð- umst viö eiga langt í land með að virða helming þjóðarinnar sem einstaklinga. Áherslur stjórnmálamanna beinast að öðru. „Karlmennskan" birtist víöa. Afleiðingin er meðal ann- ars sú að hlýju málin víkja. Launin endurspegla vanmat á þeim störfum sem konur sinna. Stóraukin atvinnuþátttaka kvenna utan heimilis hefur ekki dregið úrvinnu konunnar inni áheimilinu, og heldurekki dregið úr gildi uppeldis og hlutverks konunnar við umönnun barnanna. Samfélagið situráeftir. Viðbrögðin eru of máttlítil. Það þarf miklu meira til þess að viðurkenna breytta hætti — að viðurkenna að staða konunnar hefur breyst í íslensku samfélagi. Enn sem komið er hefur þjóðfélagsstaða konunnar lítið breyst. Hún sinnir fleiri störfum — á heimili og utan þess, án þess að aðstæður breytist. Og virðingin fyrir konunni er sem fyrr. Hún er fyrst og fremst til sýnis. Félögin 16 sem ætla að minnast kvennadagsins ætla að helga daginn baráttu gegn kynferðislegu ofbeldi gagnvart konum og börnum. Þau benda á að daglega birtist niðurlæg- ingin í hvers kyns klámi, nauðgunum og óðru ofbeldi inni á heimilum. Og í auglýsingum þarsem konan er sýningargrip- ur. Það er verðugt umhugsunarefni fyrir þjóð alla að á miklum velmegunartímum, þegar þjóðin virðist vera að springa úr velferð, hrópi kvennahreyfingar á okkur til að minna sérstak- lega á það misrétti sem ríkir. Ekki bara misrétti á vinnumark- aði, í launum eða titlum úti í samfélaginu, heldur það sem viðgengst í skjóli velmegunarinnar. Inni á heimilunum undir verndarvæng einkalífsins og úti á verslunarmarkaðnum til að þóknast neyslunni. Staða og virðing konunnar í íslensku þjóðfélagi er ekki hennareinkamál. Það hvílir meiri ábyrgð ástörfum konunnar nú við uppeldi og umönnun en við viljum af vita. Skólinn, fisk- vinnslan, heilbrigðisstofnanirnar og heimilin eru ekki ein- hver sérleyfi sem konur hafa öðlast. Þrátt fyrir þessar augljósu staðreyndir breytast viðhorfin í þjóðfélaginu furðu lítið. Það er enn sem fyrr litið á konuna sem viðhengi karls. Ef körlum tekst ekki að breyta hugsunarhætti sjálfra sín, er vitanlega ekki við neinu öðru að búast en að helmingaskipti verði án hjálpar karlanna. Kvennaframboðin sýna hug kvenna og margra karla til jafnréttisins. Það er ofureinföld staðreynd. SÝNUM AÐGÁT Vetur konungur skrýðist enn sínu fegursta. Samgöngur eru erfiðarog við erumdaglegaminnt áað við búum í stóru landi. Það verður að minna okkur á að við verðum sömuleiðis að læra að umgangast þetta land af þeirri tillitssemi og skiln- ingi sem til er ætlast. Það er ekki ósjaldan sem kallaðar eru út hjálparsveitirtil að leitatýndra. Allt of oft er lagt út áþetta land í algjöra óvssu. Það verður að koma einhverri reglu á ferðir manna um óbyggðir. Áttaviti hlýtur að teljast vera jafn- mikilvægur ferðafélagi um óbyggðir eins og ökuskírteini í Austurstræti. ÖNNUR SJONARMID Ekki eru frændur okkar á eitt sáttir i trúmálum. PAFI heimsækir ísland með pompi og prakt á sumri komanda á ferð sinni um Norðurlönd. Ekki hefur heyrst af mótmælum við komu yfirmanns kaþólskra hingað. En í Noregi blossa deilur, enda trúarlíf á ýmsa vegu i því landi. Bjarmi, sem er kristilegt tímarit segir fráóeiningu frændaokkar. Til stóð að halda samkirkjulega guðs- þjónustu í tilefni heimsóknar páf- ans, en ekki vilja allir vera með: „Carl Fr. Wislöff, fyrrum prófessor við Safnaðarháskólann í Osló, hefur lengi rannsakað við- horf lúthersku og kaþólsku kirkn- anna til trúarinnar. Hann segir að rómverks-kaþólska kirkjan hafi ekki horfið frá einni einustu af þeiin óbiblíulegu kennisetningum sem knúðu fram siðbótina. Kirkjan i Róm kennir ennþá að „kirkjan sæki ekki öryggi sitt einvörðungu til heilagrar ritningar" lieldur komi erfikenning kirkjunnar einnig við sögu; henni sé skylt að veita viðtöku og lieiðra með jafnmikilli lotningu og Bihlíuna. Enn ákallar kaþólska kirkjan Maríu og dýrlingana og kaþólskir prestar flytja daglega messur fyrir iifandi og dauðum. Altarissakramentið er bæði talið vera gjöf sem trúaður maður þiggur og jafnframt fórn sem borin er fram fyrir Guð, segir Wislöff." Meðal félaga sem ekki vilja vera í hópnum sem fagnar páfa segir Bjarmi vera fulltrúa kristniboðs meðal Sama og Heimatrúboðsins. Grunar okkur að fleiri muni heltast úr lestinni. Trúardeilur virðast halda Norðmönnum við efnið — en varla andann? FERÐASKSRIFSTOFUR eru að ganga frá tilboðum um flutninga á ferðamönnum til út- landa. Orlofssjóður bandalags há- skólamanna býður upp á innan- landsferðir án skilyrða. Um út- landsferð 26. maí í steluhús á Frakklandi segir hins vegar í auglýs- ingu: „Þessi ferð kann að breytast vegna deilu Flugleiða við stéttarfé- lög um samningsrétt launafólks.“ Svo virðist sem deilan við Flug- leiðir eigi eftir að draga dilk á eftir sér. Líklegast sé t.d. að háskóla- menn komist ekki úr landi. Heyrst hefur þó úr herbúðum háskóla- fólks að nær hefði verið að setja fyrirvara um „að ferðin kynni að breytast“ ef af verkfalli verði 6. apríl. Eins og kunnugt er hafa fjöl- mörg félög háskólamanna boðað verkföll 6. apríl, ef félagsmenn fall- ast á í atkvæðagreiðslu. Er hætt við að pyngja verkfallsmanna verði farin að léttast seint í mai, ef af verkfalli verður. BÚNAÐARÞINGSFULL- TRUAR glíma við tilvistar- vanda. Ágúst Gíslason sem Tíminn titlar „loðdýrabónda" lét svo um mælt á þinginu, sem staðið hefur yfir á Sögu um hríð, að fulltrúar ný- greina landbúnaðar ættu að leysa hreppabúnaðarfélögin af hólmi. Sem kunnugt er, eru yfir 200 hreppabúnaðarfélög í landinu. Var upplýst á þinginu að „nokkuð víða“ væru lítil tengsl búnaðarfé- laga við fulltrúa á Búnaðarþingi. EINN MEÐ KAFFINU Listaverkasalinn við lista- manninn: „Hvað borgaröu fyrir- sætunni á dag?“ Listamaðurinn: „Hún fær nú ekki mikið á daginni" DAGATAL Bensín í blóðinu Eg setti bensín á bílinn í gær. Ég hef nú alltaf farið með bílinn á ESSO, það er mitt merki. Konan fer hins vegar alltaf með bílinn á SHELL því það er hennar merki. Þess vegna er ég farinn að setja bensín á bílinn núorðið, því mér er einhvern veginn illa við að sett sé annað bensín á bílinn en mitt merki. Þetta er erfitt að útskýra og varla fyrir neinn að skilja nema bíleigandann. En það er álíka til- finning og að blanda saman vín- tegundum. Maður drekkur sinn drykk og þar með er málið útrætt. Maður pantar sér ekki tvöfaldan vískí og þvínæst skrjúdræver með vodka og þriðja drykkinn gin og greip. Þannig drekkur enginn heilvita maður. það er einnig ein- hver ónotaleg tilfinning að vita að bílnum sínum — kærasta vini mannsins eftir fertugt — með eitt- hvað sull í maganum. Nei, ég þarf ekkert að vera að út- skýra það, ég er ESSO-maður. Hef alltaf verið það. Eg verð að viðurkenna dálítið áð- ur en lengra er haldið. Það kom auðvitað sem reiðarslag þegar ég frétti fyrir nokkrum árum að allt bensín á íslandi væri sama ben- sínið. Bensínið kemur ekkert frá þessum virtu olíufélögum í Ame- ríku. Bensínið kemur allt frá Sov- étríkjunum. og svo breytist það í SHELL, ESSO og OLÍS. En í raun ganga bílarnir okkar fyrir kommúnistaeldsneyti. Ég varð nú bara rúmliggjandi í tvo daga þegar ég uppgötvaði bensíngabbið. Ég hef alltaf verið harður andstæðingur komm- anna. Ég hef meðfædda fyrirlitn- ingu á kommúnisma. Ég þarf ekkert að útskýra það. Það er bara þannig. Og ég er búinn að styðja þessa komma áratugum saman án þess að hafa hugmynd um það. Búinn að dæla einhverjum kommaóþverra ofan í ástina mína, bílinn minn. Dyggur vinur- inn hefur samt látið þennan við- bjóð ofan í sig án þess að hósta. Látið sig hafa það og brennt ben- síninu með mjúkum gangi. En hann vissi betur. Bíllinn minn vissi að hann var ekki að njóta bandarísks eldsneysis; ekki að svolgra bragðgott bensín úr auð- lindum Texas. Hann vissi að verið var að prakka Sovétdrullu ofan í hann. En hugrakkur bar hann harm sinn í hljóði. Eins og allir bílarnir á íslandi. Eg hef nú samt haldið tryggð við mitt merki. Maður á að halda sínu striki í lífinu. Þó að ég viti í dag, að allt sé þetta sama bensínið, þá er merkið mitt. En nú er eiginlega komið að kjarnanum. Nú hefst grein mín í raun. Ég er bara stundum smá- tíma að koma mér að aðalpunkt- inum. Ég var að lesa í Alþýðu- blaðinu að Landsbankinn vilji ekki styðja Óla í Olís lengur. Bankinn veitir bara enga ábyrgð fyrir olíunni frá Sovét eins og veitt er bankatrygging fyrir hinum olíuförmunum frá Sovét. Og svo las ég í blaðinu að Alþýðubank- inn, dvergurinn í bankamarkaðin- um hafi hlaupið undir bagga með OLÍS og veitt Olíufélaginu bankaábyrgð í annað skipti svo Óli megi halda áfram að dæla sama bensíninu á bilana eins og hin olíufélögin sem eru í harðri samkeppni við OLÍS — með sama bensínið. Mér var nú bara hugsað sem svo: Hvernig væri ef öll dagblöðin væru alveg jafnstór og alveg eins, með nákvæmlega sömu fréttirnar og alveg sömu síðurnar, nema blaðhausinn væri mismunandi? Og svo væru blöðin í villtri sam- keppni — ekki um innihald eða efni — heldur um blaðhaus. Og Landsbankinn tæki upp á því að hætta lánum og fyrirgreiðslum til eins blaðsins af því að ritstjórinn færi í taugarnar á bankaráðinu og bankastjóranum? Hvað myndi ritstjórinn gera? Hringja í Alþýðubankann. PS til ritstjóra: Ég gleymdi að segja í byrjun: Ég fór á OLÍS-stöð í morgun með bílinn. Vinsamleg- ast leiðréttið. Kær kveðja,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.