Alþýðublaðið - 08.03.1989, Side 4

Alþýðublaðið - 08.03.1989, Side 4
4 Miövikudagur 8. mars 1989 I BIIÐBI VIKU Jón Sigurðsson mðherra skrifar Norðurlönd, Island og Evrópa Sú spurning er ofarlega á baugi um þessar mundir, hvernig samstarf Norðurlandanna ætti að þróast á næstu árum i ijósi breytinga, sem eru að verða í Vestur-Evrópu. Norræn samvinna er afar mikilvæg en hún getur ekki leng- ur i sama mæii og áður snúist um málefni, sem eingöngu snerta Norðurlöndin innbyrðis, heldur verður hún einnig að þjóna hagsmunum Norðuriandanna i alþjóðlegu sam- hengi. Það er ánægjulegt að þetta við- fangsefni hefur hvatningu til end- urnýjunar í norrænu samstarfi. í þessu sambandi vil ég sérstaklega nefna tillögu ráðherranefndar- innar um efnahagsáætlun Norð- urlanda 1989-1992 ásamt skýrsl- um hennar um Norðurlöndin og Evrópu og skýrslu sérstakrar nefndar um alþjóðamál, sem starfað hefur á vegum Norður- landaráðs. Nýja norræna________________ efnahagsáætlunin Hin nýja efnahagsáætlun hefur að markmiði að auka samvinnu Norðurlanda innbyrðis og jafn- framt að laga þau að þeim breyt- ingum sem eiga sér stað umhverfis okkur. í áætluninni er m.a. lögð áhersla á mikilvægi þess að fyrir- tæki á Norðurlöndum njóti sam- bærilegrar stöðu á fjármagns- markaði og önnur vestur-evrópsk fyrirtæki. Þetta þýðir að á næstu árum verður að koma á auknu frelsi varðandi fjármagnshreyf- ingar milli ríkja. íslenska ríkisstjórnin hefur ný- lega ákveðið að endurskoða regl- ur varðandi fjármagnshreyfingar og viðskipti með fjármálaþjón- ustu milli íslands og annarra landa. Frjálsræði verður aukið í áföngum, m.a. á grundvelli nor- rænu efnahagsáætlunarinnar, að teknu tilliti til íslenskra efnahags- aðstæðna. Fyrsta skrefið hefur þegar verið tekið, með auknu frelsi varðandi skammtíma greiðslufresti við innflutning á vörum. Friverslun með fiskafurðir — orkufrekur iðnaður Tæplega 60°/o af innflutningi íslendinga eru iðnaðar- og neyslu- vörur frá EB-ríkjunum og stærst- ur hluti útflutnings okkar þangað eru fiskafurðir. Fyrir okkur er augljós sanngirni að fríverslun í Vestur-Evrópu nái einnig til fisk- afurða, en svo er ekki nú. Því mið- ur verður að segja að grannar okkar á Norðurlöndum hafa hingað til verið stærsti þröskuld- urinn í því efni. Enn einu sinni verðum við að leggja áherslu á þýðingu þess fyrir okkur að fá frjálsan aðgang að mörkuðum i EFTA og EB fyrir mikilvægustu útflutningsvörur okkar og til þess þurfum við stuðning annarra Norðurlandaríkja. Og þetta hlýt- ur að vera forsenda þess, að við getum tekið þátt í efnahagssam- starfi Norðurlanda á jafnréttis- grundvelli. ísland hefur sérstöðu í Evrópu að því leyti, að þar eru ónýttar orkulindir vatnsafls og jarð- varma. Við viljum beisla þær til atvinnuuppbyggingar og höfum áhuga á samstarfi við aðrar Norð- urlandaþjóðir, sem búa við aðrar aðstæður í orkumálum. Nú fara fram athuganir og viðræður við nokkur evrópsk fyrirtæki um byggingu á nýju álveri á íslandi ásamt tilheyrandi virkjunum. Sænska fyrirtækið Gránges Al- uminium kemur þar við sögu. Norðurlönd og Evrópa Norræn samvinna hefur aldrei einskorðast við efnahagsmál og hún á auðvitað ekki að gera það. Nánari samvinna milli Norður- landa og Evrópubandalagsins, t.d. með einhvers konar tolla- bandalagi milli EB og EFTA, má ekki leiða til þess að við sláum af kröfum okkar á mikilvægum sviðum, t.d. varðandi umhverfis- vernd, vinnuumhverfi og neyt- endavernd. Fríverslun milli Vest- ur-Evrópuríkja má aldrei standa í vegi alþjóðlegrar fríverslunar. Samræming í skattamálum milli Norðurlanda og EB má heldur ekki leiða til þess að við sláum af þeini miklu kröfum, sem við ger- um til samfélagsþjónustu. Við verðum að slá skjaldborg um hina norrænu þjóðfélagsgerð, sem á rætur sínar í sameiginlegum ntenningararfi okkar, lýðræðis- hefð og umhyggju fyrir þeim sem minna mega sín í lífsbaráttunni. Um leið og við bætum skipulag norrænnar samvinnu, m.a. í því skyni að treysta samband okkar Jón Sigurðsson. við EB-ríkin, verðum við að setja markið hátt á öðrum sviðum eins og varðandi umhverfisvernd og menningu. Samstarfsáætlanir um umhverfisvernd og um aðgerðir til þess að koma í veg fyrir mengun sjávar, sem samþykktar voru í Helsingör, voru góð bygjun á því mikla átaki, sem þörf er á í um- hverfismálum. Á því sviði eiga Norðurlönd að láta mikið að sér kveða á alþjóðavettvangi — til þess höfum við góðar forsendur. Lífríki jarðar hefur nógu lengi mátt þola rányrkju og mengun frá eitruðum úrgangsefnum. Norður- landabúar eiga að sýna öðrum jarðarbúum, hvernig athafnir eiga að fylgja orðum í því skyni að vernda umhverfi okkar vegna framtíðar mannkyns. Menningarsamvinna og iþróttir___________________ Við verðum einnig að styrkja samvinnu okkar í menningarmál- um og gefa henni enn þá dýpri merkingu meðal almennings. Ég vil sérstaklega nefna samvinnu á sviði íþrótta og í því sambandi bendi ég á niðurstöðu skýrslu um framtíðarhlutverk íþrótta í nor- rænu samstarfi, sem byggð er á er- indum er flutt voru á norrænni íþróttaráðstefnu, er samstarfs- nefnd norrænna íþróttasam- banda gekkst fyrir í Bosöm í Sví- þjóð 13rl5. júní í fyrra. Það verð- ur að veita meiri fjármunum til samvinnu Norðurlanda á sviði íþrótta og styðja við hana á allan annan hátt. Þetta þýðir einnig að Norðurlöndin verða að auka sam- vinnu sína um íþróttamál á al- þjóðavettvangi, ekki síst til að styðja íþróttaiðkun æskufólks og fatlaðra. Samvinna Norðurlanda stend- ur nú frammi fyrir krefjandi verk- efnum á sviði alþjóðlegra efna- hagsmála. Ráðherranefndin und- irbýr nú starfsáætlun um það hvernig leysa skuli þessi mikil- vægu verk af hendi en — hversu mikilvæg sem þau eru — megum við aldrei missa sjónar á þeim grundvallargildum, sem samstarf okkar Norðurlandabúa byggist á. (Greinin byggist aö hluta á ræðu sem Jón Sig- urðsson viðskipta- og iðnaðarráðherra hélt i al- mennum umræðum á þingi Norðurlandaráðs, 27. febrúar 1989.) „Fyrir okkur er augljós sanngirni að fríverslun i Vestur-Evrópu nái einnig til fiskafurða, en svo er nú ekki. Því miður verður að segja að grannar okkar á Norðurlöndum hafa hingað til verið stærsti þröskuldurinn í því efni. Enn einu sinni verðum við að ieggja áherslu á þýðingu þess að fá frjálsan aðgang að mörkuðum EFTA og EB fyrir mikilvægustu útflutningsvörur okkar og til þess þurfum við stuðning annarra Norðurlanda. Og þetta hlýtur að vera forsenda þess, að við getum tekið þátt í efnahagssamstarfi Norðurlanda á jafnréttis- grundvelli," segir Jón Sigurðsson ráðherra m.a. í grein sinni. FRÉTTIR Hagstofnun landbúnaðarins Ætlað að kenna bændum bókhald Þingflokkar rikisstjórnarinnar hafa til umfjöllunnar frumvarp um Hagstofnun Landbúnaðarins. Frumvarpið hefur þegar mætt töluverðri andstöðu einstakra þing- manna og þykir sýnt að það njóti m.a. ekki stuðnings Al- þýðuflokksins. A Búnaðarþingi á dögunum sagði Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra að Hag- stofnunin væri mikið þarfaþing fyrir bændur. Hagstofnun er m.a. ætlað að kenna bændum að halda bókhald og hafa yfirumsjón með gerð og þróun bókhaldsforrita fyrir bók- haldsstofur bænda. Hagstofnun landbúnaðarins yrði ríkisstofnun undir yfirstjórn landbúnaðarráðherra. Aðsetur yrði á Hvanneyri í Andakílshreppi og yrði reksturinn í tengslum við Búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneýri. Kostnaður yrði greiddur úr ríkissjóði af sértekj- um, sem stofnuninni væri heimilt að afla með því að taka að sér sér- stök verkefni fyrir stofnanir, fé- lagasamtök og einstaklinga. llpplýsingamiðlun__________ í landbúnaði Þessari nýju landbúnaðar- stofnun er ætlað að vinna heildar- upplýsingar um afkomu landbúnaðarins, afkomu bænda í einstökum landshlutum og af- komu einstakra búgreina fyrir hvert ár og taka saman yfirlit um þróun þessara mála. Upplýsingar á að vinna úr niðurstöðum bú - reikninga sem berast frá bókhalds- stofum bærida svo og öðruni þeim gögnum sem nauðsynleg þykja og tiltæk eru. Stofnuninni er ætlað að vinna nauðsynlegar upplýsingar vegna verðlagningar búvara, hagsýslu- gerðar og annars sem þurfa þykir. Yfirumsjón með hagrannsóknum í landbúnaði í samvinnu og sam- starfi við stofnanir sem annast sambærilegar rannsóknir. Þá er stofnuninni ætlað að hafa frum- kvæði um áætlanagerð við bú - rekstur, útgáfustarf og hagrænar leiðbeiningar til bænda í sam- vinnu við leiðbeiningaþjónustu bændasamtakanna og aðra þá að- ila sem sinna fræslu um landbúnað. Bændum kennt bókhald Þá er stofnuninni ætlað það merkilega hlutverk að stuðla að því að bændur færi bókhald fyrir bú sín, m.a. með skipulagðri fræðslustarfsemi meðal bænda um gagnsemi bókhalds og útgáfu leiðbeininga um bókhald og skattskil. 1 þessu sambandi er stofnuninni m.a. æltað að hafa yfirumsjón með gerð og þróun bókhaldsforrita fyrir bókhalds- stofur bænda svo og forrita fyrir áætlanagerð í búrekstri í sam- vinnu við bændasamtökin. Að endingu er gert ráð fyrir að Hagstofnun hafi samstarf við Bændaskólann um kennslu í landbúnaðarhagfræði. Söfnunarstöð hagtalna Búnaðarþing og aðalfundur Stéttarsamband bænda hafa á undanförnum árum samþykkt ályktanir um nauðsyn þess að koma á fót Hagstofnun landbún- aðarins, þar sem á einni hendi væru hagtölur landbúnaðarins og þar sem úrvinnsla gagnanna færi fram. Á Búnaðarþingi í síðustu viku lýsti Steingrímur J. Sigfús- son því yfir að hann beitti sér fyrir að draumurinn yrði að veruleika. Markmið bændasamtakanna með því að hvetja til stofnunar Hagstofnunar landbúnaðarins hefur verið að stuðla að samræm- ingu á öflun upplýsinga, ásamt því að leggja meiri áherslu á úr- vinnslu og túlkun þeirra. Bent er á að ríkisvaldið fjármagni nú þegar ýmsa þætti, sem ætlað er að Hag- stofnun sinni. Með nýju stofnun- inni yrði fært á einn stað, t.d. ýmis þau verkefni sem unnin eru hjá Búnaðarfélagi íslands, Búreikni- stofu landbúnaðarins, Fram- leiðsluráði, Hagstofu og Þjóðhagsstofnun. Samræmingin er því hið mesta þjóðþrifamál, að mati bændasamtakanna.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.