Alþýðublaðið - 08.03.1989, Qupperneq 5
Miövikudagur 8. mars 1989
5
AFLAKÓNGUR VIKUNNflR
Sveinn Jónsson skipstjóri á Jóhanni Gíslasyni ÁR-42
UNGUNGARNIR AFLASÆLIR
Aflakóngur vikunnar yfir land-
ið vikuna 26. febrúar til 4. mars
1989 var Sveinn Jónsson skip-
stjóri á Jóhanni Gíslasyni ÁR-42.
Hann landaði í Þorlákshöfn síð-
astliðna viku samtals 129.447 kg
sem hann fékk í net i snarbröttum
landgrunnskantinum suður af
Eyjafjöllum.
Aflakóngstignin ekki________
orðin vani
Þetta er í þriðja sinn, frá því Al-
þýðublaðið hóf útnefningu afla-
kóngs vikunnar, sem Sveinn er í
efsta sæti. Megin ástæðan fyrir
þessu segir Sveinn að sé sú að
hann náði strax í upphafi góðum
stæðum fyrir net sín á kantinum
og hefur hann haldið þeim.
Ekki sagði Sveinn að veðrið
hefði látið sitt eftir liggja í síðast-
liðinni viku á þessu svæði, til þess
að gera þessa góðu veiði mögu-
lega.
Hann er þétt setinn_________
kanturinn
Aðrir bátar hafa sífellt verið að
færast nær stæðum Sveins en þó
hefur verið reynt að hafa um 600
metra á milli netatrossa. Á þessu
svæði liggur landgrunnskantur-
inn í suð-austur og eru netin lögð
í norð-austur, suð-vestur stefnu.
Mjög lítið er um það að bátar
leggi net sín yfir trossur frá öðrum
bátum. Ef slíkt kemur fyrir þá er
það liðin tíð að skorið sé á netin
heldur eru viðkomandi í slíkum
tilfellum látnir vita og draga þeir
þá net sín strax ofan af netum við-
komandi.
Plássið á kantinum_________
batnar eftir páska
Að sögn Sveins Jónssonar skip-
stjóra færa margir bátar net sín
eftir páskastoppið af því svæði
sem þeir eru á nú og upp á land-
grunnið. En Sveinn ætlar að vera
áfram á þessu svæði og eru fyrir
því tvær ástæður. Sú fyrri er að
loðnan er týnd þessa stundina og
virðist það ekki hafa nein áhrif á
fiskigengdina, þó loðnan hverfi
við landgrunnskantinn, fiskurinn
er þar áfram. Seinni ástæðuna
sagði Sveinn vera þá að á síðast-
liðinni vetrarvertíð þá hrygndi
þorskurinn ekki uppi á land-
grunninu í eins ríkum mæli og áð-
ur, og því vildi hann veðja á þessi
mið.
Sveinn Jónsson skipstjóri i brúnni á m/b Jóhanni Gislasyni ÁR-42. „Við
semjum sérstaklega um fiskverðið við útgerðina."
samanborið við meðalaldur
áhafna á öðrum bátunr í flotan-
um.
Koma vart heim
nema um helgar
Það er róið upp á hvern dag á
Jóhanni Gíslasyni. Stoppin í landi
eru mjög stutt, oftast tvær til*
þrjár klukkustundir rétt á meðan
landað er. Áhöfnin kemur því
ekki til síns heima nema um helg-
ar. Þó er reynt að vera í landi
snemrna á miðvikudögum og get-
ur þá áhöfnin dvalið eina kvöld-
stund í faðmi fjölskyldunnar. Oft
er farið í land í Vestmannaeyjum
á föstudögum svona rétt til þess
að ná sér í gos og súkkulaði eins
og kokkurinn orðaði það, en hann
gengur undir nafninu Saurlaug
Bjarnadóttir hjá þeim um borð.
Ber kokkurinn jafnan mikið og
veglegt höfuðfat sem er með
áföstu félagsmerki „Skítkokkale-
lagsins" að sögn eins úr áhöfn-
inni, og við fyrstu sýn virðist hann
bera nafn sitt með rentu.
Einn besti skipstjórinn
i flotanum___________________
Að sögn áhafnarinnar er
Sveinn einn sá albesti skipstjóri i
flotanum. Hann er mjög ljúfur og
sanngjarn. í Sveini er mikill metn-
Vel hefur fiskast
frá áramótum
Frá áramótum hefur verið land-
að úr Jóhanni Gíslasyni samtals
655 tonnum. Þar af er aflinn í
febrúar mánuði 388.3 tonn og
verður það að teljast mjög gott.
Mars mánuður hefur yfir leitt ver-
ið besti mánuður vetrarvertíðar
og verður fróðlegt að fylgjast með
aflanum yfirstandandi mánuð.
Aflasamsetningin hefur breyst
verulega frá byrjun vertíðar hjá
þeim á Jóhanni Gíslasyni að sögn
Sveins. í upphafi var megin uppi-
staða aflans ufsi en í dag eru um
80% aflans þorskur. Meðalþungi
aflans er nálægt sex kílóum.
Áhöfnin ung að árum________
Meðalaldur áhafnarinnar á Jó-
hanni Gíslasyni er 25 ár. Ekki
hækkar aldur skipstjórans meðal-
aldurinn verulega því hann er að-
eins 29 ára gamall. Er þessi meðal-
aldur verulega í lægri kantinum
Kokkurinn á Jóhanni Gislasyni gengur undir nafninu Saurlaug Bjarna-
dóttir. Ástæða nafngiftarinnar ætti að vera Ijós.
Aflaklærnar á m/b Jóhanni Gislasyni ÁR-42.
aður fyrir því að standa sig vel því
hann er jú ungur að árum. Hann
hefur mikla lagni til að bera og er
sérlega ósérhlífinn. Menn reyna
þrotlaust að troða sér inn á þau
netasvæði sem Sveinn hefur hald-
ið frá upphafi og hefur Sveini tek-
ist með lagni að halda sínum
svæðum. Sveinn þekkir allar að-
stæður á þessu svæði mjög vel og
það er frábært að vera með svona
skipstjóra á vertíð sagði einn
áhafnarinnar á Jóhanni Gíslasyni
að lokum.
AFLAKÓNGAR
FJÓRDUNGANNA
Síöastliðna viku voru gæftir meö
bestamóti það sem af ervetrarvertiö.
Afli var nokkuö góóur á mörgum
stööum, en þaó var ekki alls staöar.
Dæmi eru um aó bátar hafi landað
samtals 30 kilóum eftir siöastliöna
viku. Hefur veiðin þvi alls ekki staðið
undir netakostnaöi hvaö þá launum.
Veóur fór versnandi undir lok vikunn-
ar og komust bátar þá ekki á sjó á
mörgum stööum.
Aflakóngar i einstökum landshlutum
vikuna 26. febrúar til 4. mars voru
eftirtaldir:
Suövesturland
Jóhann Gíslason ÁR-42
Útgeróarstaður: Þorlákshöfn
Afli: 129.447 kg
Veiöarfæri: Net
Skipstjóri: Sveinn Jónsson
Vesturland
Tjaldur SH-270
Útgeróarstaður: Rif
Afli: 60.700 kg
Veiöarfæri: Net
Skipstjóri: Jóhann Kristinsson
Vestfiröir
Maria Júlia BA-36
Útgerðarstaður: Tálknafjörður
Afli: 64.300 kg
Veiöarfæri: Net
Skipstjóri: Guðmundur Kr. Magnús-
son
Norðurland
Sigurfari ÓF-30
Útgeröarstaöur: Ólafsfjöróur
Afli: 56.019 kg
Veióarfæri: Lina
Skipstjóri: Númi Jóhannsson
Austurland
Erlingur SF-65
Útgeröarstaóur: Hornafjöröur
Afli: 80.540 kg
Veióarfæri: Net
Skipstjóri: Örn Ragnarsson
Vestmannaeyjar
Þórunn Sveinsdóttir VE-401
Útgeröarstaður: Vestmannaeyjar
Afli: 126.198 kg
Veiöarfæri: Net
Skipstjóri: Sigurjón Óskarsson
Alþýðublaðið er i sambandi við 50
aðila út um land sem gefa upp afla-
tölur á hverjum stað einu sinni i viku.
Þetta eru viktarmenn, fiskverkendur
og einstaklingar vítt og breitt um
landið. Út frá þessum upplýsingum
eru aflakóngar fjórðunganna fundnir
og einnig aflakóngar vikunnar. Án
aðstoðar þessa fólks væri útnefning
aflakónga vikunnar ekki möguleg.