Alþýðublaðið - 08.03.1989, Page 6

Alþýðublaðið - 08.03.1989, Page 6
6 Miðvikudagur 8. mars 1989 SMAFRETTIR Leifur Breiðfjörð í Gallerí Borg Leifur Breiðfjörð sýnir verk sín í Gallerí Borg, Pósthús- stræti 9. Á sýningunni eru olíumál- verk og pastelmyndir. Þetta er fyrsta einkasýning hans á olíumálverkum. Myndirnar eru flestar unnar á árunum 1988-1989 og eru allar til sölu. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10.00-18.00 og um helgar frá 14.00-18.00. Henni lýkur þriðjudaginn 14. mars. Hundrað ár frá fæðingu Bjarna Snæbjörnssonar læknis Þann 8. mars, í dag, eru hundrað ár liðin frá fæðingu Bjarna Snæbjörnssonar, læknis, fyrsta og eina heið- ursborgara Hafnarfjarðar. Af þessu tilefni hefur bæj- arstjórn Hafnarfjarðar sam- þykkt að veita kr. 400.000 í Af- mælissjóð Hafnfirðinga, sem stofnaður var á 75 ára afmæli Bjarna Snæbjörnssonar. Enn- fremur hafa börn Bjarna, þau Jónas, Málfríður, Bjarni, Kristjana og ekkja Snæ- björns, Áslaug Magnúsdóttir gefið 250.000 kr. í sjóðinn. Sjóðurinn veitir móttöku framlögum einstaklinga og fyrirtækja á merkisdögum í ævi þeirra og starfi. Stjórn Afmælisgjafasjóðs- ins eru nú þannig skipuð: Már Pétursson, bæjarfó- geti, Guðmundur Árni Stef- ánsson, bæjarstjóri, séra Gunnþór Ingason, sóknar- prestur, Jónas Bjarnason, læknir og Helga Snæbjörns- dóttir, Bjarni Bjarnason, lögg. endurskoöandi til vara. Rússneskur ráðherra með fyrirlestur í Norræna húsinu Jevgení Kazantsév, fyrsti aðstoðarmenntamálaráðherra Rússneska sambandslýðveld- isins, flytur fyrirlestur á veg- um MÍR, Menningartengsla íslands og Ráðstjórnarríkj- anna, í Norræna húsinu föstudaginn 10. mars kl. 17. Ræðir hann um efnið: Menn- ingartengsl og samvinna þjóða frumbyggja á norður- slóðum. Kazantsév ráðherra hefur kynnt sér sérstaklega og látið til sín taka málefni fámennra þjóða og þjóða- brota, sem byggja nyrstu hluta Sovétríkjanna við Norð- ur-íshaf og Kyrrahaf, og hann mun í fyrirlestri sínum ræða um samstarf þessara þjóða og annarra sem á noröurslóð- um búa. Fyrirlesturinn verður túlkaður á íslensku. Öllum er heimill aðgangur. Námskeið um rekstur gisti- heimila og heimagistingar Námsflokkar Reykjavíkur og Iðntæknistofnun Islands efna til 50 stunda námskeiðs um rekstur gistiheimila og heimagistingar sem hefst strax eftir páska. Námskeiðið tekur til allra þeirra þátta sem mestu máli skipta um starfsemi af þessu tagi. Fjöldi sérfræðinga hefur unnið að undirbúningi og gerö námsgagna. Kennarar verða margir og allir sérfróðir á sínu sviði. Innritun er hafin hjá Náms- flokkum Reykjavíkur [ síma 12992. 'Ályktað gegn verðhækkunar- skriðu Fundur launamálaráðs og stjórnar Starfsmannafélags ríkisstofnana haldinn mið- vikudaginn 1. mars 1989, mót- mælir harðlega þeirri verð- hækkunarskriðu, sérstaklega fráoþinberum þjónustuaðil- um, sem nú er hleypt á laun- þega bótalaust. „Fundurinn krefst þess, að nú þegar verði af hálfu stjórnvalda komið til móts við réttmætar kröfur verka- lýðshreyfingarinnar um eftir- talin atriði: — Skerðing kaupmáttar frá síöustu samningum verði bætt með 15% almennri launahækkun. — lægstu laun hækki sér- staklega. Engin laun verði lægri en kr. 50.000 á mánuði. — kjör starfsstétta og starfshópa sem vinna sam- bærileg eða hliðstæð störf verði samræmd. Launþegar sem orðið hafa að þola skerta samninga og afnám samningsréttar leggja áherslu á mikilvægi þess, að samningum verði hraðað eins og kostur er, að öðrum kosti hlýtur verkalýðshreyfingin að leita leiða til að knýja við- semjendur sína að samninga- borði til raunverulegra samn- ingaviðræðna.“ Rithöfundar vara við ritskoðun Að tilhlutan séra Þóris Stephensens staðarhaldara í Viðey hefur ríkissaksóknari nú höfðað mál á hendur Halli Magnússyni blaðamanni vegna greinarinnar, „Spjöll unnin á kirkjugarðinum í Við- ey“ sem birtist í Timanum 11. júlí 1989. Stjórn Rithöfundarsam- bandsins álítur að endurtek- inn málarekstur af þessu tagi beri vott um mjög varhuga- verða þróun í átt til ritskoð- unar. Opinberir embættis- menn eiga ekki að vera hafnir yfir gagnrýni og þeir, sem um störf þeirra fjalla í fjölmiðl- um, verða að geta gert það án þess að eiga yfir höfði sér stefnur frá rikissaksóknara. Námskeið um líftæknilegar nýjungar Þann 10. mars n.k. mun endurmenntunarnefnd Há- skóla standa að námskeiði um líftæknilegar nýjungar í matvæla- og efnaiðnaði. — Námskeiðið er opið öllum er tengjast matvæla- og efna- iðnaði, en er einkum ætlað þeim er starfa að rannsókn- um og vöruþróun á því sviði. Markmið þess er að kynna nýjar framleiösluaðferðir i líf- tækni og notkunarsvið líf- tæknilegra afurða í matvæla- iönaði, efnaiönaði og til efna- greininga. Fyrirlesarar verða Þyri Valdimarsdóttir, Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins, Jak- ob Kristjánsson, Iðntækni- stofnun, Jón Bragi Bjarna- son, prófessor H.l. Ágústa Guðmundsdóttir, dósent H.í. Nánari upplýsingar gefur endurmenntunarstjóri i sim- um 694925, 694923 og 694924. * Krossgátan □ 1 2 3 □ 4 5 6 j □ ■ ■ 9 10 i □ 11 □ 12 13 ■j Lárétt: 1 ís, 5 óhreinkar, 6 flík, 7 samstæðir, 8 rakki, 10 eins, 11 látbragð, 12 iðnaðarmenn, 13 gægist. Lóörétt:1 stólpi, 2 vökvi, 3 þeg- ar, 4 stafagerðin 5 úrþvætti, 7 kvabbir, 9 sýnishorn, 12 um- dæmisstafir. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 hláka, 5 hrím, 6 rok, 7 ók, 8 elnaði, 10 yl, 11 gan, 12 garn, 13 angra. Lóðrétt: 1 hroll, 2 líkn, 3 ám, 4 askinn, 5 hreyfa, 7 óðara, 9 ag- ar, 12 gg. • Gengií Gengisskráning nr. 46 — 7. mars 1989 Kaup Sala Bandaríkjadollar 52,410 52,550 Sterlingspund 90,253 90,494 Kanadadollar 43,913 44,030 Dönsk króna 7,2540 7,2734 Norsk króna 7,7547 7,7754 Sænsk króna 8,2471 8,2691 Finnskt mark 12,1263 12,1587 Franskur franki 8,3118 8,3340 Belgiskur franki 1,3477 1,3513 Svissn. franki 33,0662 33,1546 Holl. gyllini 25,0316 25,0985 Vesturþýskt mark 28,2496 28,3250 ítölsk llra 0,03844 0,03854 Austurr. sch. 4,0184 4,0291 Portúg. escudo 0,3430 0,3439 Spánskur peseti 0,4533 0,4545 Japanskt yen 0,40603 0,40711 irskt pund 75,242 75,443 SDR 68,6754 68,8589 Evrópumynt 58,7569 58,9138 Ný stjórn Alþýðuflokks- félags Akureyrar Aðalfundur Alþýðuflokksfé- lags Akureyrar var haldinn 2. mars 1989. Nýkjörna stjórn skipa: Sigurður Ingólfsson, formaður, Gísli Bragi Hjartar- son, varaformaður, Jóhann Möller, gjaldkeri og Pétur Torfason, ritari. Meðstjórn- andi er Jökull Guðmundsson. Hraðakstur er orsök margra slysa. Miðum hraða alltaf við aðstæður, m.a. við ástand vega, færð og veður. Tökum aldrei áhættu! mIumferðar Uráð Drögum úr hraða <o3>- -ökum af skynsemi! RAÐAUGLÝSINGAR Óskum eftir blaðaburðarfólki í eftirtalin hverfi: 170 Seltjarnarnes Lindarbraut — Nesbali Melabraut Austurströnd Seljabraut — Skerjabraut Tjarnarból Upplýsingar í sima 681866 JHMDUBIIDIB AÐALFUNDUR w/ C£S)D Aöalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verður haldinn miövikudaginn 15. mars, kl. 20.30 aö Hótel Sögu, Átthagasal. Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Kratakaffi Munið kratakaffið miðvikudaginn 8. mars kl. 20.30 í félagsmiðstöð jafnaðarmanna að Hverfisgötu 8-10. Gestur fundarins verður Eiður Guðnason alþingis- maður. Komum, spjöllum og spáum í pólitíkina. Alþýðuflokkurinn.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.