Alþýðublaðið - 08.03.1989, Qupperneq 8
Hagvangur
Almenningur
spáir 26%
verðbólgu
Almenningur í landinu
spáir því að verðbólgan á
þessu ári verði rúmlega
26%. Þetta er vegið með-
altal í svörum 570 ein-
staklinga í spurninga-
vangskönnun Hagvangs
fyrir peningamáladeild
Seðlabankans í janúar.
Spurt var hver viðkom-
andi teldi að verðbólgan
yrði næstu 12 mánuðina
og reyndist meðalspáin
sem fyrr segir vera rúm-
lega 26%, en í samskonar
könnun í nóvember var
meðaltalið rúmlega 22%.
Nú töldu 43,2% að-
spurðra að verðbólgan
yrði á bilinu 20-30%,
17,4% taldi að hún yrði
minni, en 29,5% taldi að
hún yrði meiri. Kannanir
sem þessi hafa verið gerð-
ar frá því í september
1984 og hefur vakið at-
hygli, að spáin hefur
reynst nokkuð nærri lagi,
með fáeinum undantekn-
ingum.
Bœjarstjórn
Ólafsvíkur:
Stopull snjó-
mokstur um
Fróðárheiði
Bæjarstjórn Ólafsvíkur
lýsir yfir mikilli óánægju
með stopulan snjómokstur
um Fróðárheiði, sunnanvert
Snæfellsnes og til Reykjavik-
ur. Bæjarstjórnin fer fram á
að heiðin verði rudd alla
virka daga, er veður leyfir.
í ályktun bæjarstjórnar-
innar segir að Fróðárheiði
tengi saman sveitarfélögin
sem njóti heilsugæslunnar í
Ólafsvík og einnig fari þar
um miklir vöru- og fiskflutn-
ingar. Bæjarstjórn bendir á
að með því að beina sífellt
meiri umferð um Búlands-
höfða, sé verið að beina fólki
á vegakafla sem á þessum
tíma árs sé hættulegur vegna
snjóflóða og skriðufalla.
Farið er fram á við sam-
gönguráðherra, að Fróðár-
heiði verði rudd alla virka
daga er veður leyfir.
Miðvikudagur 8. mars 1989
Sól hf.
ISLENSKT GOS
TIL BRETLANDS
Sól hf. hefur gert samn-
ing við breskt fyrirtæki um
framleiðslu ágosdrykkjum
á Bretlandsmarkað. Gos-
drykkirnir eru framleiddir
undir merki breska aðilans
og heita „Selzer“. Fram-
leiðsla hefst í apríl. Þegar
er búið að prenta á umbúð-
irnar, sem eru plastdósir
líkt og á innlendu fram-
leiðslunni.
Davið Scheving Thor-
steinsson forstjóri segir að
kaupandinn sé fyrst og
fremst að sækjast eftir
plastdósunum, sem fyrir-
finnast ekki í Bretlandi.
Hann segir ljóst að hann
geti ekki keppt við breska
framleiðendur um verð.
Hins vegar geti hann boðið
dósirnar sem þeir geti ekki.
Gosdrykkirnir eru sam-
kvæmt blöndu kaupand-
Davíð Scheving forstjóri er vongóður um framhald gos-
drykkjaframleiðslu fyrir Bretlandsmarkað. Hann bendir á
að fyrsta sending af Svala hafi verið einn gámur. í dag
sendir Sól 100 gáma á markað i Bretlandi.
ans, og heita „Selzer“.
Fyrir þremur vikum voru
fulltrúar fyrirtækisins hér
á Iandi og gengu frá samn-
ingum. Davíð segir við-
skiptin fyrst og fremst að
þakka þeirri umfjöllun
sem Sól hefur fengið í
Bretlandi.
Svali frá Sól er fluttur út
í töluverðu magni til Bret-
lands. Framleiðsla á Bret-
landsmarkað er orðin um
10% af heildarframleiðsl-
unni. „Þetta byrjaði á ein-
um gámi, en nú flytjum við
út 100 40-feta gáma af
Svala,“ segir Davíð.
Enn er ekki vitað hve
mikið magn verður fram-
leitt af gosdrykkjum á
Bretland. Davíð bendir á
að útflutingur Svala hafi
byrjað með einum gámi.
„Það er aldrei að vita,“
segir hann.
25 zialdbrotabú:
Ekkert fékkst upp í
I nýjasta Lögbirtingablað-
inu er greint frá skiptalokum
25 gjaldþrotabúa í Reykja-
vík, Keflavík og Njarðvík,
hjá 18 einstaklingum og 7
fyrirtækjum. Upp í alls 42ja
Á tímabilinu 1. janúar
1984 til 30. september 1988
voru samtals greiddar slysa-
tryggingabætur vegna 39 ein-
staklinga úr röðum ríkis-
starfsmanna, þar af 35 vegna
varnalegrar örorku en 4
milljón króna kröfur án
vaxta og kostnaðar fékkst
ekki króna, nema í einu til-
felli fengust um 68 þúsund
krónur.
Kröfurnar voru frá 19 þús-
vegna dauðsfalla. Samtals
voru greiddar rúmlega 18,8
milljónir króna í bætur.
Þetta kemur fram í félags-
tíðindum Starfsmannafélags
ríkisstofnana. í 23 tilvikum
42 millj.
und krónum upp í 8,2 millj-
ónir króna. í fjórum tilfell-
um voru allar kröfur aftur-
kallaðar og viðkomandi aðil-
um afhent búin á ný til
frjálsrar ráðstöfunar. í öllum
var um frítímaslys að ræða
en í 16 tilvikum vinnutíma-
slys. Athygli vekur að 14 af 16
vinnutímaslysum voru hjá
lögreglumönnum, sem um
leið þýðir að á tímabilinu
kr. kröfur
öðrum tilfellum nema þess-
um fjórum lauk skiptalokum
án þess að greiðsla fengist
upp í lýstar kröfur og urðu
kröfuhafar því af tæplega 42
milljónum króna.
hafi lögreglumaður slasast
alvarlega að meðaltali fjórða
hvern mántfð. 15,2 milljónir
voru greiddar vegna frítínia-
slysa en aðeins 3,6 milljónii
vegna vinnutímaslysa.
Húsbréfakerfið:
Alexander
vill ekkert
segja
„Ég vil ekkert um af-
stöðu Framsóknarflokks-
ins til húsbréfakerfisins
segja á þessari stundu.
Frumvarpsdrögin eru til
skoðunar þessa dagana og
ekki tímabært að tjá sig
um málið að svo stöddu“
sagði Alexander Stefáns-
son fyrrverandi félags-
málaráðherra og helsti
talsmaður Framsóknar-
flokksins í húsnæðismál-
um í samtali við Alþýðu-
blaðið í gær.
Sem kunnugt er hefur
Framsóknarflokkurinn
verið tregur til að sam-
þykkja framlagningu á
'frumvarpi Jóhönnu Sig-
urðardóttur um breytingar
á húsnæðislögum sem fela
í sér upptöku húsbréfa-
kerfisins svonefnda, auk
vaxtabóta í stað húsnæðis-
bóta og svo breyttar lána-
reglur í almenna lánakerf-
inu. í sérstakri milliþinga-
nefnd um málið lagðist -
fulltrúi Framsóknarflokks-
ins auk fulltrúa Alþýðu-
sambandsins gegn frum-
varpinu, en fulltrúar 5
stjórnmálaflokka af 6
mæltu með því með
ákveðnum fyrirvörum. Al-
exander sagði að fyrir lægi
samþykkt síðasta flokks-
þings Framsóknarflokks-
ins um að viðhalda núver-
andi húsnæðislánakerfi
með ýmsum lagfæringum
og spurning hvort flokkur-
inn væri bundinn af þeirri
samþykkt.
Meistara- og
verktakasamband
byggingarmanna:
Húsbréfa-
kerfinu
fagnaö
Meistara- og verktaka-
samband byggingarmanna,
MVB, er sammála hugmynd-
um um húsbréfakerfi innan
húsnæðislánakerfisins, sam-
kvæmt ályktun sambands-
stjórnarfundar MVB á
Húsavík nýverið.
MVB telur þó að húsbréfa-
kerfið ætti strax að ná hvoru
tveggja til notaðra sem nýrra
íbúða, með þeim eina hætti
geti nýja kerfið orðið til bóta
fyrir iiyggingariðnað og
íhúðareigendur. Sem kunn-
ugt er gerir félagsmálaráð-
herra ráð fyrir því að fyrst í
stað nái nýja kerfið eingöngu
til kaupa á notuðum íbúð-
um.
MVB fagnar frumvarpi fé-
Iagsmálaráðherra, en varar
hins vegar við sífelldum
breytingum á húsnæðislána-
kerfinu, slíkt minnki tiltrú
manna á því kerfi sem unnið
er eftir. Því má bæta við að
talsmenn fasteignasala hafa
einnig lýst yfir ánægju með
hugmyndina um húsbréfin.
Ríkisstarfsmenn:
39 slysabætur á 57 mánuðum