Alþýðublaðið - 31.03.1989, Blaðsíða 4
4
Föstudagur 31. mars 1989
AUGLÝSING
UMINNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKIFfTEINA RIKISSJÓÐS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00
1980-1. fl. 15.04.89-15.04.90 kr. 2.097,81
*lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs ferfram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, mars 1989
ÚTTEKT fl FÖSTUDEGI
BÖND SE
GRÁA-
MARKAC
Strangar leikreglur eiga að koma í veg fyrir fleiri „Á\
SEÐLABANKIÍSLANDS
Kenndu ekki
öðrum um. Hver bað
þig að hjóla í myrki og hálku?
Ú
UMFERÐAR
RÁÐ
SVEITARSTJORNARRAÐSTEFNA
ALÞÝÐUFLOKKSINS
Sveitarstjórnarráð heldur sína árlegu sveitarstjórnarráðstefnu
laugardaginn 8. apríl n.k. í félagsheimili Kópavogs.
Ráðstefnustjóri: Hulda Finnbogadóttir, bæjarfulltrúi Kópavogs.
Hulda Finn-
bogadóttir.
Jóhanna Sig-
urðardóttir.
Þráinn Hail-
grimsson.
Dagskrá:
Kl. 10.00 Setning og framsaga, Jóhanna Sigurðar-
dóttir félagsmálaráðherra og varaformaður Alþýðu-
flokksins.
Kl. 10.45 Almennar umræður um sveitarstjórnarmál.
Kl. 11.45 Kosning í stjórn sveitarstjórnarráðs.
Kl. 12.00 Hádegisverður.
Kl. 13.00 Málefnahópar:
1. Útgáfu og áróðursmál, umsjón Þráinn Hallgríms-
son skrifstofustjóri hjá A.S.Í.
2. Megináhersla í sveitarstjórnarmálum, umsjón Ás-
laug Einarsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri.
3. Verká- og tekjuskiptingafrumvarpið, umsjón Þor-
björn Pálsson, bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum.
4. Samskipti landsflokks og sveitarstjórnarmanna,um-
sjón Helga Kristín Möller, bæjarfulltrúi í Garðabæ.
Kl. 14.00 Sveitarstjórnarkosningar 1990. Framsögu-
menn Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðu-
flokksins og utanríkisráöherra, Jóna Ósk Guðjóns-
dóttir forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, Ragnar Hall-
dórsson, bæjarfulltrúi í Njarðvík.
Kl. 15.00 Niðurstöður málefnahópa kynntar og al-
mennar umræður.
Kl. 16.30 Ráðstefnuslit.
>
Áslaug Ein-
arsdóttir.
Sveitarstjórnarrád.
Helga
Kristín
Möller.
Jón Baldvin
Hannibals-
son.
Jóna Ósk
Guðjóns-
dóttir.
Eftir miklar umræður og efasemdaraddir um þá starf-
semi sem fram fer á fjármagnsmarkaðnum utan við banka-
kerfið hefur Alþingi samþykkt rammalöggjöf, sem á að
tryggja öryggi og eftirlit með viðskiptunum. þrýstingurinn
var orðinn mikill, ekki sist eftir gjaldþrot Ávöxtunar sem
skildi 1100 fórnarlömb eftir sig. Viðmælendum Alþýðu-
blaðsins ber saman um að búið sé að fyrirbyggja frekari
Ávöxtunarslys, — a.m.k. búið að draga úr likunum á þeim.
Jafnframt er með löggjöfinni búið að festa í sessi þá starf-
semi, sem kölluð hefur verið „Grái markaðurinn“, en hér
eftir verður væntalega unnið í samræmi strangar leikregl-
ur.
Verðbréfasjóðirnir og eigna-
leigurnar leika mjög stórt hlut-
verk í fjármálalífinu í dag. í árs-
lok 1988 voru 5,8 milljarðar í
verðbréfasjóðunum og var aukn-
ingin um 2 milljarðar frá árinu á
undan. Aukningin hjá eignaleig-
unum varð lika um 2 milljarðar á
ntilli ára. Þær áttu 6,3 ntilljarða í
árslok 1988 en 4,2 milljarða árið á
undan.
Hjartans mál ________________
ríkisstjórnarinnar___________
í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn-
arinnar er gert ráð fyrir að sett
verði lög um hvers konar starf-
semi á fjármagnsmarkaði, svo og
var markmiðið áréttað í yfirlýs-
ingu ríkisstjórnarinnar um fyrstu
aðgerðir í efnahagsmálum. Lögin
eru byggð á frumvörpum sem
nefnd samdi, sem viðskiptaráð-
herra skipaði hinn 16. febrúar
1988 til að fjalla um starfsemi á
fjármagnsmarkaði utan banka og
sparisjóða.
Björn Friðfinnsson var for-
maður nefndarinnar sem samdi
frumvörpin. Hvað varðar breyt-
ingar frá þeim lögum sem áður
giltu segir Björn að nú sé settur
heildarrammi um leikreglurnar.
Það er gerður greinarmunur á
verðbréfamiðlun, verðbréfafyrir-
tækjum og verðbréfasjóðum.
Reynt er að skilja á milli þessara
hlutverka.
Verðbréfamiðlarar____________
gangast undir próf___________
Verðbréfamiðlari er sá maður
sem annast ntilligöngu urn kaup
og sölu verðbréfa. Til að stunda
slík viðskipti þarf Ieyfi viðskipta-
ráðherra. Nú þarf verðbréfamiðl-
ari að sækja námskeið í verð-
bréfamiðlun, sent ráðuneytið
gengst fyrir í samvinnu við stjórn
Verðbréfaþings íslands og hafa
lokið þar prófi. Þá þarf hann að
hafa tekið ábyrgðartryggingu hjá
viðurkenndu vátryggingarfélagi
eða aflað sér bankatryggingar, er
bæti viðskiptavinum tjón er hann
kynni að baka þeim með störfum
sínum. Nánari útfærsla á þessu
verður sett í reglugerð, en ákvæð-
in verða svipuð og tekin hafa verið
upp varðandi fasteignasölu. Sér-
stök ákvæði er um upplýsinga-
skyldu og önnur öryggisatriði i
viðskiptunum. Þá er verðbréfa-
miðlara sem starfar samkvæmt
lögunum óheimilt að reka verð-
bréfasjóði eða taka við fjármun-
um frá almenningi gegn útgáfu
skldaviðurkenningar eða hlut-
deildarskírteina og jafnframt óh-
eimilt að veita sölutryggingu á
markaðsverðbréfum.
Krafist 10 milljóna__________
i innborgað hlutafé__________
Verðbréfafyrirtæki mega reka
verðbréfasjóði annast verðbréfa-
sölu og taka að sér sölutryggingu
á markaðsverðbréfum. Þau eiga
að vera stór fyrirtæki, með a.m.k.
10 milljóna króna innborgað
hlutafé. Þessi fyrirtæki sjá um út-
Björn Friðfinnsson formaður nefndarinnar sem samdi frumvörpin: Með
lögunum minnkar áhættan. Huganlega minnkar ávöxtunin lika.