Alþýðublaðið - 31.03.1989, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 31.03.1989, Blaðsíða 7
Föstudagur 31. mars 1989 7 UTLOND Ig er þó heiðarlegur Alan Parker, sem er breskur, hefur gert myndir eins og „Bugsy Malone“, Midnight Express“, „Fame“, ,,The Wall“, ,,Birdy“ og „Angel Heart“. Honum líkar vel að vera um- deildur vegna verka sinna. „Mér leiðist það, að hlutirnir séu í of snyrtilegum umbúðum, ég viðurkenni að stundum geng ég of langt og ég veit að ég hefi orð fyrir að vera erfiður og viðurkenni að ég er það og þó... ég tel kvik- myndaleikstjóra eiga að hafa fullt frelsi til að vera skapandi.“ Parker segir blaðamanni Ar- beiderbladet, að sér sé bölvanlega við blaðamannafundi, segir þá til- heyra pólitíkusum en ekki kvik- myndagerðarmönnum. Skáldskapur________________ Þessi nýja kvikmynd Parkers er byggð á morðum þriggja ungra manna í smábænum Philadelphia í Mississippi í júní 1964, en þeir voru báráttumenn fyrir mannrétt- indum. Alan Parker segir söguna frá sjónarhóli FBI-mannanna tveggja, sem þeir leika Gene Hackman og Willem Dafoe. Myndin er umdeild vegna þess, að menn segja að Parker geri FBI- menn J. Edgar Hoover að hetjum, en svertingjana að óttaslegnum fórnarlömbum og menn segja ennfremur að myndin sé söguföls- un. . ,,Ég hefi margsagt að kvik- myndin sé skáldskapur, kvik- myndir eru alltaf blanda af stað- reyndum og skáldskap og ég segi söguna á minn hátt og svo geta menn rifist eins og þeir vilja,“ segir Alan Parker. Parker býr nú í „Við þá sem segja að of mikið ofbeldi sé í kvikmyndum minum segi ég að ofbeldið i þeim sé ekki ofbeldis- ins vegna, heldur sé það þverskurður af heimi nútímans." , Los Angeles ásamt fjölskyldu sinni. Spurningunni um hvar hann hafi verið sumarið 1964, þegar Mississippi Iogaði, svarar hann á þessa leið: „Eg var i London og var i minni fyrstu atvinnu, sleikti sem sé frímerki hjá auglýsinga- stofu. Ég var pólitískt meðvitaður eins og unga fólkið var á þeim tíma, en ég var ekki á kafi í neinni baráttu. Aður en ég hófst handa við gerð myndarinnar varð ég að lesa mig vandlega til um þennan- atburð._________________________ Kvikmyndagerðar- maðurinn Alan Par- ker undrast að kvik- mynd hans „Missis- sippi Burning“ skuli hafa verið útnefnd til 7 Óskarsverðlauna, segist hafa hald- ið að efni hennar vœri of umdeilt. Reiður ungur maður____________ Kvikmyndaferill Parkers hófst með gerð auglýsingamynda fyrir sjónvarp, en hafði gert um 500 slíkar áður en hann gerði fyrstu leiknu kvikmyndina. Hann er ættaður úr verkamannahverfi í nofðurhluta London og var reiður ungur maður. . „Ég hefi fengið mikla útrás fyr- ir reiðina á hvíta tjaldinu, er satt að segja stundum hissa þegar ég tek eftir því sjálfur. Hitt er annað mál, að langt er liðið síðan ég var fátækur svo ég ætti kannski að skammast mín og þegja eða hvað? Það er ntiklu erfiðara að gera alvarlegar kvikmyndir fyrir stór- an áhorfendahóp en léttar per- sónulegar kvikmyndir. Mér finnst sjálfum persónulega kvikmyndin eiga að ná til fjöldans,“ segir Alan Parker að lokum. Hann seg- ir næstu kvikmynd sína verða ást- arsögu. Hann segir, að sér hafi verið boðið að gera myndina „Rain Man“, en hann hafi sagt nei takk, „Dustin Hoffman var ekki kominn inn í myndina þá, ef svo hefði verið hefði ég sagt: Já takk... takk takk... (Arbeiderbladet) INGIBJÖRG ÁRNAÐÓTTIR SJÓNVARP Stöð 2 kl. 01.15 ANASTASIA**** Bandarísk kvikmynd, gerð 1956, leikstjóri Anatole Litvak, aðalhlut- verk Ingrid Bergman, Yul Brynner, Helen Hayes, Akim Tamiroff. Margtuggin saga af Anastasiu sem á að vera dóttir síðasta rússakeis- ara. Eftir byltinguna flúðu ætt- menni keisarans frá Rússlandi. Keisarinn skildi eftir sig gríðarleg auðæfi og þau girntust allir innan ættarinnar. Ekkert barna keisarans átti að vera á lífi en skyndilega gaf sig fram stúlka sem sagðist vera Anastasia, dóttir hans. Þessi mynd er hinsvegar stórbrotin, enda ein stórbrotnasta leikkona tuttugustu aldarinnar í aðalhlutverki, Ingrid Bergman. Fólki er sérstaklega bent á atriði þar sem Helen Hayes, sem leikur hertogaynju, frænku keisar- ans, stendur andspænis Bergman og þarf að ákveða hvort stúlkan er ættingi hennar eða ekki. Mögnuð sena. Ríkissjónvarpið kl. 22.30 TÝNDA FLUG- VÉLIN**** Áströlsk kvikmynd frá 1987, leik- stjóri Chris Noonan, aðalhlutverk Jack Thompson, Helen O’Connor, Norman Kaye, Richard Roxenburg. Segir frá atburði sem átti sér stað árið 1957 í Ástralíu. Flugvél ferst og allir farþegarnir eru taldir af þegar flugvélin loks finnst eftir langa leit. Maður nokkur leggur þó ekki árar í bát og heldur einn síns Iiðs út i auðnina, sannfærður um að meira sé að finna en fundist hefur. Mynd- in þykir afar hrífandi, auðn Ástra- líu leikur stórt hlutverk í kvik- myndatökunni, sem og barátta mannsins við höfuðskepnurnar. Snjallir bíómenn Ástralar. Stöð 2 kl. 21.50 ÚTLAGABLÚS **% Bandarísk kvikmynd, gerð 1977, leikstjóri Richard T. Heffron, aðal- hlutverk Peter Fonda, Susan Saint James, John Crawford, James Callahan. Segir frá tukthúslimi sem á þá ósk heitasta að verða sveitasöngvari og eyðir tíma sínum innan veggja fangelsins í að æfa sig. Þekktur sveitasöngvari heimsækir fangelsið og hlustar á lag eftir tukthúsliminn og kemur því á toppinn, en undir eigin nafni. Eins og gefur að skilja er tukthúslimurinn ekki ánægður með þessa þróun mála og vill sitt þegar hann kemur út úr fangelsinu. Hann reynir að ná sínu fram með aðstoð stúlku sem hann kynnist. Þetta er mjög þokkaleg mynd, þyk- ir bráðfyndin á köflum, en hleypur stundum út undan sér og fer í vit- leysu. STÖD2 15.45 Santa Bar- bara. - 16.30 i bliðu og striðu (Made for Each Other). 1800 18.00 Gosi (14). Teiknimynd. 18.25 Kátir krakkar (6). Kanadískur myndaflokkur. 18.50 Táknmáls- fréttir. 18.55 Austurbæ- ingar. Breskur myndaflokkur i létt- um dúr. 18.25 Pepsipopp. 1900 19.25 Leöurblöku- maðurinn (Batman). 19.54 Ævintýri Tinna. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Barnamál. I þessum þætti verð- ur fjallað um ný- liðna barna- og unglingaviku. Um- sjón Sjón. 21.05 Þingsjá. 21.30 Derrick. 22.30 Týnda flugvél- in (The Riddle of the Stinson). Sjá næstu slðu. 19.19 19.19. 20.30 Klassapiur. Gamanmyndafiokk- ur. 21.05 Ohara. Spennumyndaflokk- ur- 21.50 Útlagablús (Outlaw Blues). Tugthúsllmurlnn Bobþy ver tlma sin- um innan fangelsis- múranna við að læra að spila á gitar og semja sveitatón- llst. 2300 00.20 Útvarpsfréttir ■ dagskrárlok. 23.30 Blóðug svið- setning (Theatre of Biood). Hrollvekja með gamansömum undirtón. 01.15 Anastasia. Rakin er saga Ana- stastu, sem talin var vera eftirlifandi dóttir Rússlands- keisara. .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.