Alþýðublaðið - 31.03.1989, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 31.03.1989, Blaðsíða 8
Föstudagur 31. mars 1989 Keflavík 40 ára L apríl Ráðherrar fara fyrir hópferð Keflavík á 40 ára afmæli þann 1. apríl, en þann daj> eru lidin 40 ár frá því ad hær- inn öðlaðist kaupstaöarrétt- indi. Af þessu tilefni verda hátiöarhöld i bænum á laug- ardaj>. Alþýöufl(ikksfélaj>ið i Re.vkjavík efnir til hópferðar til Keflavikur til að samgleðj- ast Alþýðuflokksmönnum syðra, cn Keflavík er eini bærinn á landinu þarsem Al- þýðuflokkurinn liefur lirein- an meirihluta. Það verða ráðherrarnir Jón Sigurðsson og Jón Bald- vin Hannibalsson sem munu leiða hóp Alþýðuflokks- manna frá Reykjavík og ná- grannabyggðum til Keflavík- ur. Farið verður frá Kjarvals- stöðum kl. 12.00 á hádegi og höfð viðkoma á Kópavogs- hálsi, við biðskýlið í Garða- bæ og Alþýðuhúsið í Hafn- arfirði, áður en tekið verður strikið til Keflavíkur. Á afmælishátíðinni sjálfri verður margt til hátíðar- brigða. Heiðursgestur verður frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands. Hún mun og flytja ávarp en það gerir einnig félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir. Af- hjúpuð verður stytta af Stjána Bláa við Hafnargötu og margt fleira verður til skemmtunar fyrir Keflvík- inga og gesti þeirra. Alþýðuflokksfélagið í Reykjavík vill hvetja alla fé- lagsmenn sína til að fjöl- menna í ferð þessa og gleðj- ast í hópi samflokksmanna í Keflavík. Stöðvarfjörður; FÓLK FARIÐ AD FLÝJA BÆINN Nœr he/mingur vinnufærra atvinnulausir. Sjómenn á Kambaröst hafa ekki fengið laun sín. Þessi tvö fyrirtæki voru með í vinnu hjá sér 80-90% alls mannafla bæjarins. Sjómönnum á togaran- um Kambaröst var gefinn kostur á að veiða áfram og vinna hefur fengist í HS einn og einn dag. Mesta áfall HS varsíðan erÁlfta- fellið strandaði 28. febrú- ar. Urgur er hins vegar í sjó- mönnunum á Kambaröst vegna þess að þeir hafa ekki fengið uppgerða tvo túra að undanförnu og ákváðu þeir að halda ekki til veiða fyrr en séð yrði hvað kæmi út úr aðal f undi HS, sem haldinn var í gær- kvöldi. Alþýðublaðið hafði samband við Guðjón Smára Agnarsson fram- kvæmdastjóra HS fyrir að- alfundinn, en hann vildi ekkert tjá sig um málið. Á Kambaröst eru 15-16 sjó- menn og nema skuldirnar við þá að öllum líkindum um 1,5 milljónum krónaog stutt í að gera eigi upp enn einn túrinn, sem var lönd- un í Englandi 20. mars. „Sjómennirnir eru að vonum óhressir, það er ekki einu sinni talað við þá“ sagði Anna ívarsdóttir um mál þetta. Hún sagði að ekki skipti öllu máli að þeir hefðu ákveðið að fara ekki út fyrir aðalfundinn, þar sem togarinn er með sóknarkvóta og þarf hvort eð er að stoppa ákveðna marga daga. „Nú er beðið eftir niðurstöðum aðal- fundarins, því vitaskuld vilja þeir fá tryggingu fyrir því að fá laun sín greidd.“ Anna sagði að ástandið í atvinnumálum bæjarins væri að vonum slæmt og fólk farið að leita í vinnu annars staðar. „Ég veit um 3-4 fjölskyldur sem fluttar eru úr bænum og margir einstaklingar hafa farið í atvinnuleit annars staðar“. Hafþór Guðmundsson staðfesti að 3 fjölskyldur hefðu flutt búslóðir sínar, en þó ekki selt hús sín þannig að ekki væri öll von úti um að fólkið flytti til baka. „Margir aðrir hafa leitað annað í vinnu til að skrimta, að minnsta kosti 10 fyriívinnur. Það sem mest fer í taugarnar á fólki hér er hin óþolandi bið eft- ir því að vita hvað tekur við. Fólk getur sætt sig við tímabundið atvinnuleysi en ekki viðvarandi. Þegar verst lét má segja að 50% vinnufærra hafi verið at- vinnulausir, en það hlutfall hefur eitthvað lækkað nú eftir að trillurnar fóru að fá einhvern afla. Og i raun er aðeins um eina leið héð- an af, það er leiðin upp á við“ sagði Hafþór. Fiskiðjuver hraðfrystihússins á Stöðvarfirði: 60-70 manns eru á atvinnuleysisskrá og sjómenn hafa ekki fengið laun sin • gerð upp. Hið alvarlcga atvinnu- ástand á Stöðvarfirði í kjölfar rekstrarstöðvunar hraðfrystihússins hefur leitt til þess aö 3-4 fjöl- skyldur hafa flust úr bæn- um og á annan tug ein- staklinga leitað annað í vinnu um lengri eða skeinmri tíma. Alls eru ná- lægt 70 manns á atvinnu- leysisskrá hjá Verkalýðs- og sjómannafélaginu að sögn formannsins, Onnu ívarsdóttur. Sem kunnugt er l'ékk Hraðfrystihús Stöðvar- fjarðar (HS) greiðslustöðv- un 22. nóvember síðastlið- inn og var fastráðnu starfs- fólki þá sagt upp og tóku uppsagnirnar gildi í febrú- ar. Þá hafði einnig stöðvast rekstur saltfiskverkunar- innar Færabaks, þar sem störfuðu nálægt 20manns. Akranes: Vinna hafin í Haferninum Höfðavík landaði yfir 150 tonnum Vinna hófst að nýju hjá Haferninum á Akranesi í gær eftir að togari fyrirtæk- isins Höfðavík landaði þar 150-160 tonnum af þorski, karfa og ýsu. Þessi afli skap- ar vinnu fyrir liðlega 40 manns í 5-6 daga, en þegar best lét störfuðu um 80 VEÐRIÐ ÍDAG í dag litur út fyrir all hvassa sunnan- átt með rigningu um allt austanvert land- ið, en vestan til verð- ur vindurinn hægari að suðvestan og skúrir, siðar slyddu- él. Hlýnandi veður frameftir degi en fer að kólna vestan til siðdegis. Hiti allt að 10 stigum þar sem hlýjast verður. manns hjá Haferninum. Haförninn hætti vinnslu um áramótin vegna rekstrar- örðugleika, en nýlega var gengið frá 100 milljón króna hlutafjáraukningu frá meðal annarra Atvinnuþróunar- sjóði Akraness og Kirkju- sandi. Einnig hefur verið sam- ið um fjárhagsskuldbinding- ar og von er á Iáni úr At- vinnutryggingasjóði. „Við förum rólega af stað og þetta hefur gengið eðlilega fyrir sig. Ég get engu lofað um það hvort eða hvenær við verðum komnir í fyrra horf með vinnu, það fer auðvitað eftir afla og öðru. En við erum bjartsýnir, það þýðir ekkert annað“ sagði Guðmundur Pálmason forstjóri Hafarn- arins í samtali við Alþýðu- blaðið í gær. Höfðavík fer í annan túr í kvöld. ísafiörður: Vestfirðingar á móti bílbeltunum? Vestfirðingar viröast vera landsmanna tregastir til að framfylgja lögum um notk- un bílbelta í umferðinni. í sérstakri könnun Umferða- ráðs á beltanotkun nýverið i nokkrum kaupstöðum landsins kom í Ijós að beltin voru hlutfallslega síst notuð á ísafiröi, bæði hvað varðar hitastig ' i borgum Evrópu kl. 12 í gær að islenskum tima. ISLAND Hitastig i nokkrum iandshlutum kl. 12 i dag ökumenn og farþega í fram- sæti. Á landinu öllu virðist beltanotkun hafa minnkað á eins árs tímabili úr yfir 90% í 74-75%. Könnun Umferð- arráðs náði til 2.725 öku- mannaog79l farþegaí fram- sæti. í 92% tilvika voru Ijósin tendruð í akstrinum. Best var notkunin mæld hjá vegalög- reglunni, hjá ökumönnum á þjóðvegunum eða 97%. Tregastir til að tendra Ijósin voru Sauðkræklingar með 87%. Hjá ökumönnum var beltanotkunin 74% að með- altali, þar af 86% hjá Sauð- kræklingum, en aðeins 62% hjá ísfirðingum og 66% hjá Selfyssingum. 75% farþega í framsæti voru með beltin spennt, þar af 93% farþega sem vegalögreglan kannaði og 86% Keflvíkinga, en hlut- fallið fór alla leið niður í 42% hjá ísfirðingum, sem voru áberandi neðstir að þessu leyti.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.