Alþýðublaðið - 11.04.1989, Qupperneq 2
2
Þriðjudagu
'I 1989
ÍLI>yiHlf>IÍIHII
Útgefandi: Blað hf.
Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson
Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson
Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson
Auglýsingastjóri: Steen Johansson
Dreifingastjóri: Siguröur Jónsson
Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38
Prentun: Blaöaprent hf., Síðumúla 12
Áskriftarsiminn er 681866
Áskriftargjald 900 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakió.
KVIKMYND SEM
SAMEINAÐI ÞJÓÐINA
Ixvikmynd Magnúsar Guðmundssonar „Lífsbjörg í Norður-
höfum“ hefurvakið verðskuldaðaathygli í Danmörku. Eftirað
Stöð 2 í Danmörku sýndi myndina hefur málið fengið mikla
umfjöllun í dönskum fjölmiðlum, kallað á greina- og leiðara-
skrif virtustu blaða í Danmörku og vakið nýjarspurningarum
vinnubrögð og áróðursaðferðir grænfriðunga. Við íslending-
ar fengum að sjá hluta af þessari fjölmiðlaumfjöllun í Ríkis-
sjónvarpinu siðastliðið sunnudagskvöld þar sem sýnd var
umræða dönsku sjónvarpsstöðvarinnar með þátttöku með-
lims úr dönsku grænfriðungasamtökunum og Magnúsar
Guðnmundssonar blaðamanns. í stuttu máli sagt stóð
Magnús sig með mikilli prýði í þættinum og gerði áhorfend-
um Ijóst með stillingu, þekkingu og óhrekjandi rökum, hvern-
ig grænfriðungar vinna að áróðursmálum sínum varðandi
baráttuna gegn hvala- og selveiðum og hvernig samtökin
fjármagna áróðursherferðir sínar.
Islendingar hafa ótrauðir barist fyrir þeim rétti sínum að
stundahvalveiðar í vísindaskyni. Þjóðin hefurennfremurtal-
ið sig hafa betri þekkingu á hvalveiðum og lífkeðju hafsins
og fiskimiðanna í kringum ísland en erlendir stórborgarbúar.
íslendingar og þjóðir Norðurhafanna hafa ennfremur sinnt
sínu umhverfi mun betur en sömu stórþjóðir beggja megin
Atlantsála. Áróður grænfriðunga og annarra fjölþjóða um-
hverfissinna hefur hins vegar verið slíkur á undanförnum ár-
um, að markaðsmál okkar virðast vera komin í stórhættu. ís-
lenskiraðilar, bæði úr viðskiptalífi og stjórnmálum eru farnir
að gefa eftir í baráttunni gegn hinum fjölþjóðlegu áróðurs-
meisturum, lagt skottið milli lappanna og hrópað á uppgjöf
og eftirgjöf í hvalamálinu.
Það er reyndar stórfurðulegt, að íslensk yfirvöld hafi ekki
ráðist gegn áróðri grænfriðunga og annarra markaðsspilla
með markvissri upplýsingu. Ekkert hefur komið frá sjávarút-
vegsráðuneytinu eða öðrum opinberum stofnunum nema
einhverjir hlægilegir bæklingar sem enginn nennir að lesa
eða sér yfirleitt. Einn maður og aðstoðarmenn hans tóku
þetta hlutverk að sér upp á einsdæmi. Magnús Guðmunds-
son blaðamaður lagði eignir sínar að veði til aó sýna um-
heiminum hvaða leik grænfriðungar og aðrir svonefndir um-
hverfissinnarhafa leikið gegn þjóðunum í norðri sem hafaaf-
komu og lífsbjörg af því að sækja gull í greipar Ægis. Kvik-
myndin „Lífsbjörg í Norðurhöfum" var vendipunktur í hvala-
málinu. Á einu kvöldi sameinaðist þjóðin gegn brellum og
blekkingum grænfriðunga gegn íslandi, Grænlandi og Fær-
eyjum. Myndin fletti miskunnarlaust ofan af ófyrirleitnum
áróðursaðferðum grænfriðunga sem setja á svið pyntingar
og dráp dýra í því einu skyni að vekja tilfinningastorm gegn
þjóðunum sem lifa í Norðurhöfum. Auðvitað er kvikmynd
Magnúsar Guðmundssonar áróðursmynd. Hún er áróðurs-
mynd gegn áróðursaðferðum, vísvitandi blekkingum og
ódrengilegum baráttuaðferðum.
„Lífsbjörg í Norðurhöfum" hefur nú hafið sigurgöngu um
Evrópu. Þessi eina kvikmynd hefur ekki aðeins sameinað
þjóðina í hvalamálinu, heldur einnig gert meira til að berjast
gegn áróðursstormi grænfriðunga gegn islenskum mark-
aðsmálum erlendis en allar ríkisstjórnir íslands hafa fram-
kvæmt samanlagt. íslenska ríkið og íslenska þjóðin stendur
í mikilli þakkarskuld við Magnús Guðmundsson blaðamann.
Kvikmynd hans erdæmi um góða blaðamennsku sem sviþtir
hulunni af blekkingum og lygum og gjörbreytir þjóðfélags-
álitinu í einstöku máli. Það minnsta sem íslenska þjóðin
gæti gert í staðinn væri að sjá til þess að Magnús þurfi ekki
að bíða fjárhagslegt tjón við gerð þeirrar kvikmyndar sem
virðist veraágóðri leiðað bjargamarkaðsmálum þjóðarinnar
áerlendri grund. Fálkaorðanersvosemengin knýjandi nauð-
syn, en áreiðanlegt er, að hún hefur oft hangið á minna
brjósti en Magnúsar Guðmundssonar.
ÖNNUR SJÓNARMIÐ
IEGNING: NIS JAKOB
Grænf riðungar á niðurleið
Kvikmynd Magnúsar Guömundssonar
um Grænfriðunga og baráttuaðferðir
þeirra hefur vakið mik/a athyg/i í Dan-
mörku. Teiknari danska stórblaðsins
Det Fri Aktuelt sér máiefni Grænfrið-
unga í ofangreindu Ijósi. Teikningunni
fylgdi einnig texti þar sem segir að
Grœnfriðungar séu nú á niðurleið eftir
tíu ára sigurgöngu sem falist hafi í því
að notfœra sérfjölmiðla út í ystu œsar.
EINNMEÐ KAFFINU
Ritstjóri einn úti á landi
lenti í miklum hremmingum
er hann þurfti aö skrifa minn-
ingargrein um nýlátna eigin-
konu bæjarstjórans. Ein
setningin í minningargrein-
inni hljóöaöi svo: „Hún var
mjög skýr og langlíf kona.“
Þegar ritstjórinn fékk próf-
örkina til aflestrar, sá hann
að setningin haföi brenglast
og hljóöaði nú: „Hún var
mjög skír kona.“
Ritstjórinn geröi þegar at-
hugasemd viö villuna og
sendi afturinn í prentsmiðju.
Næsta dag birtist greinin og
ritstjórinn las eftirfarandi
setningu í blaðinu sínu, sér
til ómældrarhrellingar: „Hún
var mjög skírlif (?) kona.“
DAGATAL
Sendiiík í París
„París ER ALLTAF PARÍS“
stóð á forsíðu DV í gær. Þar var
vitnaðí fráfarandi formann Borg-
araflokksins sem nú er kominn til
Parísar sem sendiherra íslands í
höfuðborg Frakklands.
Albert segir við blaðið: „París
er alltaf París, ákaflega sérstæð
borg.“ Sendiherrann segir enn-
fremur að honum hafi verið fagn-
að með blómum og vinahótum á
nýjum vinnustað. Sendiherrann
segir að lokum í viðtali við DV, að
hann geti ekki sinnt embættis-
skyldum fyrr en hann hafi afhent
skilríki í löndunum fimm sem
hann verður ennfremur sendi-
herra í. Það geti tekið nokkrar
vikur. Frúin komi hins vegar í maí
til að skoða sendiherrabústaðinn
sem nú er verið að breyta.
Góðar fréttir frá Frans.
París er alltaf París. Ég hef nú
aldrei þangað komið. Hins vegar
er ég mjög ánægður með það, að
sá maður sem á að gæta hags-
muna minna í París, sé á þeirri
skoðun að París sé alltaf París.
Ég er líka ánægður með það, að
tekið hafi verið á móti Albert með
blómum og vinahótum. Hann
fékk alls engin blóm og engin
vinahót þegar hann fór úr landi.
Það fylgdu honum skammir
flokksmanna sem sögðu, að hann
hefði svikið Borgaraflokkinn.
Þetta sýnir bara hvað Islendingar
eru litlir heimsmenn. Þeir í Frans
kunna sig. Þegar Albert er kom-
inn yfir hafið, er tekið á móti hon-
um með þeim elegans sem sendi-
herra sæmir.
Vonandi fær hann blóm og
vinahót í öllum löndunum fimm.
París er alltaf París. Ég sem ekki
hef komið til Frans, verð að láta
mér nægja að segja: ísland er allt-
af ísland. ísland er alltaf ísland,
ákaflega sérstætt land.
Meðan landið er að fara í hund-
ana eina ferðina enn, hefur for-
sætisráðherrann tapað minninu
og öll ríkisstjórnin er upptekin við
að ræða skólastjórastöðu í Öldus-
elsskóla. Ákaflega sérstætt land,
ísland. Og þegar ríkisstjórnin fær
lægstu fylgistölur í skoðanakönn-
unum svo lengi sem menn muna
(sem er aðeins lengur en forsætis-
ráðherrann) segir forsætisráð-
herra við fréttamenn, að hann
skilji þetta vel og hefði kosið alveg
eins ef hann hefði verið óbreyttur
borgari en ekki forsætisráðherra.
Ákaflega sérstætt svar.
En París er ekki alltaf París. París
er til dæmis ekki sama borg eftir
að Albert kom þangað. Nú hefur
til dæmis sendiherrabústaðnum
verið breytt. Hvað skyldi hann
heita eftir breytinguna?
Alberts Hall?
Og hvað verður um Lucy? Er
hægt að leggja á aldraða tíkina að
fara til Parísar á gamals aldri?
Lærir hún nokkuð að spangóla á
frönsku úr þessu? Eða verður hún
með túlk frá sendiráðinu? Fær
Lucy innflutningsleyfi? Spurn-
ingarnar eru margar og ég vil
svona rétt vekja máls á þessu til að
sýna fram á það, að það er ekkert
hlaupið að því að verða sendi-
herra. Þetta er krefjandi vinna og
býður upp á endalaus vandræði.
Ég vona til dæmis að Lucy þurfi
ekki að umgangast þessa skítugu
rakka á götum Parísar. Maður
hefur lesið mikið um svoleiðis
hunda. Ég vona að hundarnir í
sendiráðshverfinu séu sæmilega
dannaðir og hreinir. Best væri ef
Lucy losnaði alveg við að um-
gangast franska hunda. Þá færi
hún ekki í hundana.
Og svona að lokum: Ef Lucy fer
til Parísar þá hlýtur hún að fá ein-
hvern opinberan titil.
Senditík, til dæmis.