Alþýðublaðið - 08.07.1989, Síða 2

Alþýðublaðið - 08.07.1989, Síða 2
2 Laugardagur 8. júlí 1989 MÞYBUBLMB Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blaö hf. Hákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Kristján Þorvaldsson Sigurður Jónsson Filmur og prent, Ármúla 38 Blaðaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. ER SMIIGA FYRIR BORGARA í STJÓRN? Ivíkisstjórnarflokkarnir hafa frá því í vetur verið að þreifa á Borgaraflokknum með það í huga að taka hann inn í ríkis- stjórnina. Finnst ýmsum að þreifingar þessar hafi staðið helst til lengi og tími til kominn að hætta þessu keliríi og ganga tii hjúskapar, fylgi hugur máli. Öðrum finnst þetta daður jaðra við siðleysi og að ríkisstjórninni væri hollast að hætta því hið bráðasta. Enn aðrir telja það vænlegast fyrir ríkisstjórnina að halda við Borgaraflokkinn í laumi og reiða sig á stuðning hans þegar mikið liggur við. Það hefur færst í aukana, allt- ént hér á Norðurlöndum, að minnihlutastjórnir sitji við völd. Nú er því svo farið t.d. í Noregi og Danmörku. Það að ríkisstjórn hafi ekki vísan þing- meirihluta fyrir málum sínum getur valdið henni miklum örð- ugleikum. Þó eru ekki allir á eitt sáttir um hvort það sé kostur eða löstur. Ýmsum finnst ákveð- ið öryggi fólgið í því að ríkis- stjórn verði að reiða sig á og eiga í samningum við stjórnarand- stöðu til að mál nái fram að ganga. Öðrum finnst óþolandi að þurfa sífellt að leita samn- inga og málamiðlunar til að koma málum í höfn. Slíkt Ieiði til óþolandi miðjumoðs og þurrki út þann Iitla málefnalega mun sem enn má greina á milli hinna einstöku flokka. Þó svo að ríkisstjórnin hafi meirihluta þingmanna á bak við sig í sameinuðu þingi hefur hún það ekki í báðum deildum Al- þingis. Það kom ekki verulega að sök á síðasta vetri því ríkis- stjórninni tókst að koma öllum sínum helstu málum i gegnum þingið, þó stundum stæði það tæpt. Þegar mest á reið voru það þingmenn Borgaraflokksins sem greiddu götu ríkisstjórnar- innar. Eftir sem áður stendur stjórnin frammi fyrir því strax á haustdögum hvort hún geti reitt sig á stuðning Borgaraflokks- manna. Það er því ósköp eðli- legt að hún kanni í fúlustu al- vöru þann möguleika að fá Borgaraflokkinn með í stjórn. Af þeim flugufréttum sem borist hafa af samningaviðræð- um umræddra aðilja er Ijóst að Borgaraflokksmenn ætla að selja sig dýrt. Vandinn er hins vegar sá að ríkisstjórnin hefur ekki efni á að greiða hátt verð fyrir ríkisstjórnarþátttöku Borgaraflokksins. Vinsældir stjórnarinnar hafa mælst litlar meðal þjóðarinnar og að ætla að þær muni aukast við að kaupa sér stuðning Borgara- flokksins dýru verði er fásinna. Það sem hlýtur að ráða úrslitum um hvort Borgaraflokkurinn kemur inn í stjórnina eða ekki er hvort þeir láta málefnin sitja í fyrirrúmi eða hvort þeir Ieggja höfuðáhersluna á stóla og bitl- inga. Það liti ekki vel út í augum almennings að sjá lítið, deyjandi flokksbrot knýja ríkisstjórnar- flokkana til undansláttar vegna hræðslu þeirra við kosningar. Engu að síður verður ríkis- stjórnin að sýna Borgaraflokks- mönnum fulla sanngirni ætli hún sér að fá þá til samstarfs. iNúverandi ríkisstjórn hefur átt við margan erfiðan vandann að glíma. Sumt hefur bærilega tekist að Ieysa en önnur vanda- mál hafa reynst örðug viðfangs. Efnahagsmálin eru og hafa ver- ið höfuðverkur sem erfiðlega hefur gengið að losna við. Ekki er samstaða um nauðsynlega uppstokkun á efnahagskerfi landsins nú frekar en fyrr. En líf sitt á ríkisstjórnin fyrst og fremst undir sjálfri sér. Hún verður að hafa frumkvæðið i stjórn landsmála og vera tiibúin að framfylgja stefnu sinni og leggja fram tillögur sínar til úr- lausnar máia fyrir Alþingi í haust og þjóðina ef svo ber und- ir. Hún verður að standa og falla með gerðum sínum en láta ekki stjórnast af hræðslu við ímynd- aðar eða raunverulegar óvin- sældir. Um kratismann á Norðurlöndum Þau gleðitíðindi bárust nýlega úr herbúðum Alþýðubandalags- ins að „hannibalistarnir" þar hefðu stofnað nýjan félagsskap. Þessi uppákoma sýnir að Jón Baldvin vissi nokk hvað hann var að gera er hann tók að syngja sír- enusönginn um sameiningu A- flokkanna. Nokkrir hásetanna á kommafleytunni hafa stokkið fyrir borð og róa nú á björgunar- bátnum „Birtingu“, en hvert? Jafn fáránleg og mér þykir sameining A-flokkanna eins og þeir koma fyrir af skepnunni finnst mér freistandi að ræða sameiningarmálin við „Birtingu". En gallinn við þennan félagsskap er sá að margir félagsmenn vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga, þeir tala eins og marxistar eina stundina, eins og sannir krat- ar hina. Flestir Birtingarmenn hafa góðu heilli hafnað þjóðnýt- ingu atvinnutækjanna serti raun- hæfum kosti en virðast í staðinn trúa á ráðherrasósíalismann. At- vinnurekendur fá allra náðarsam- legast að halda fyrirtækjum sín- um en mega sitja og standa eins og Ólafi Rambó Grímssyni og starfs- bræðrum hans þóknast. Engum þarf að blandast hugur um að þetta er ekki stefna Alþýðu- flokksins. Morræn jafnaðarstefna Um hvað eiga þá þessir aðilar að sameinast? Hræddur er ég um að einhvers konar Norðurlanda- kratismi yrði ofan á í pólitískum AA-samtökum og þá er mér að mæta. Ég bjó nefnilega í mörg ár á Norðurlöndum, aðallega í Nor- egi, og get satt best að segja hamið hrifningu mína á norrænni jafn- aðarstefnu. Norrænir kratar gerðu merkt átak til að útrýma fá- tækt á fyrstu valdaárum sínum en tóku svo til við að fjármagna skemmtanir menntaðra millistétta með skattfé verkalýðsins. í Sví- þjóð geta til dæmis frústreraðar millistéttarkellingar (og -kallar) fengið opinberan styrk til að stofna briddsklúbb. Og til þess að gera þessu fólki kleift að briddsa á opinberan kostnað verður fólk með meðaltekjur að borga helm- ing þeirra til ríkisins. Og hinn stig- hækkandi skattur hefur ekki stuðlað að kjarajöfnun nema síð- ur sé. Flóknar afskriftareglur gera það að verkum að óvíða hafa at- vinnurekendur það eins gott og í sænska sósíalismanum. Þetta eru sænsku kratarnir farnir að skilja og ætla að breyta skattkerfinu. En Svíar mega þola skattkúgun í tvö ár til viðbótar og ekki bætir úr skák að hvorki þeir né nágrannar þeirra mega vinna eins og þá lystir. Stóri bróðir segir þeini að þeir hafi ekki gott af að vinna nema tiltekinn tímafjölda í viku. Þessi stefna bitnar á opin- berri þjónustu, heilbrigðiskerfið í Noregi er í ólestri, m.a. vegna þess að læknar mega ekki vinna eins og þeir telja brýnt. Vinstri hönd kratanna veit ekki hvaö sú hægri gerir! Svo haldið sé áfram að tíunda afreksverk norsku kratanna skal nefnt að þeir létu ríkið stofna olíufyrirtækið „Statoil". Og ár- angurinn lét ekki á sér standa, skrifráðungarnir hjá „Statoil" ösnuðust út í byggingu olíuhreins- unarstöðvar við Mongstad. Og ár- angurinn lét ekki á sér standa, ævintýrið hefur kostað norska skattgreiðendur átta milljarða króna sem er tæpur helmingur tekjuskattstekna norska ríkisins á ári. Og svona í „forbífartinn“ mætti nefna að norska landbún- aðarófreskjan gleypir tvær af hverjum þrem krónum sem norsk- ir borga beint af tekjum sínum til ríkisins. En nú er ég ósanngjarn í garð norrænna jafnaðarmanna. Þeir hafa aldrei verið viðlíka rikisfor- sjársinnar í efnahagsmálum og framsóknarmenn í öllum flokk- um hér á landi. Engum Norður- landakrata hefur nokkurn tímann dottið í hug að þjóðnýta banka og til skamms tíma voru tollar í Skandinavíu lægri en í sjálfu höf- uðvígi frjálshyggjunnar, Banda- ríkjunum. Sænskur fasismi? En í hverju felst þá þessi hræði- lega forsjárhyggja Skandinavíu- kratanna ef þeir eru ekki þjóðnýt- ingarsinnar? Ég nefndi áður af- skipti stóra bróður af vinnugleði manna og get ekki stillt mig um að vitna i Adolf Hitler, sem sagði: „Við höfum fundið upp nýja gerð af sósíalisma, við þjóðnýtum ekki framleiðslutækin heldur fólkið. “ Engu likara er en sænskir jafnað- armenn hafi gert orð Hitlers að sínum. A.m.k. hafa þeir nánast þjóðnýtt sænsk börn því barna- verndarlög þeirra eru með þeim hætti að lítið þarf til að börn verði tekin frá foreldrum sínum. Það er nánast geðþóttaákvörðun félags- ráðgjafa hvort foreldrar fá að halda börnum sínum eður ei. Til dæmis munaði hársbreidd að sænsk kona, sem hafði þann eina galla að vera alltof feit, missti börnin sín í hendur ríkisins. Fé- lagsráðgjafarnir uppástóðu að hún gæti ekki sinnt krökkunum vegna vaxtarlags síns. Svíar virðast telja að opinberar stofnanir séu að jafnaði betur hæfar til að ala upp börn en for- eldrar. Hvorki fleiri né færri en tuttugu þúsund sænsk börn eru í umsjá hins opinbera, í Noregi eru þau færri en þúsund. En sænski vöggustofusósial- isminn hefur sína kosti. íslenskur vinur minn starfar í Svíþjóð sem aðstoðarmaður fjölfatlaðs manns. Sá getur ekki klætt sig hjálparlaust og ekki tjáð sig nema með aðstoð sérstakra apparata. En öflugur opinber stuðningur gerir það að verkum að pilturinn hefur tekið stúdentspróf og lifir eins eðlilegu lífi og mögulegt er. Ríkið gerir honum kleift að nýta það frelsi, sem honum er heitið í stjórnarskránni, hér er verið að „skipuleggja fyrir frelsi“ eins og Karl Popper segir. Það er reyndar íslendingum til háborinnar skammar hvernig farið er með ör- yrkja hér á landi; síðast þegar ég vissi voru örorkubætur hér helm- ingi lægri en á hinum Norður- löndunum. Við borgum aftur á móti örorkubætur til atvinnurek- enda, sem eru „rekstrarhamlað- ir“! Lokaorð Norrænir kratar eru með öðr- um orðum ekki alillir. Og ævin- lega skal ég verja dönsku velferð- ina, því Dönum hefur tekist að sameina frelsi og öryggi í ríkari mæli en nágrannaþjóðirnar. Samt er danski jafnaðar- mannaflokkurinn skipulagður með nákvæmlega sama lenínska sniði og hinir norrænu krata- flokkarnir. Á toppnum sitja hrokafullir atvinnupólitíkusar, sem stjórna sauðtryggri hjörð óbreyttra flokksmanna. „Okkur líður illa þegar við beygjum okkur undir flokksagann, ykkur þegar þið farið út af línunni," sagði norskur hægriþingmaður við starfsbróður sinn af kratakyni. Nei, góðir hálsar, ef hreinrækt- aður norrænn kratismi á að verða stefna pólitískra AA-samtaka geta þau ekki vænst míns stuðn- ings. Ég styð aðeins flokk sem fylgir frjálslyndri jafnaðarstefnu, þ.e. jafnaðarstefnu sem hefur ver- ið endurskoðuð í ljósi frjáls- hyggju. Frjálslyndur jafnaðar- maður er maður sem geldur frjálshyggjunni það sem frjáls- hyggjunnar er, félagshyggjunni það sem félagshyggjunnar er. Hann hafnar sænskri forsjár- hyggju, marxískri vitleysu og öfg- um markaðsdýrkenda, en vill, eins og Popper, skipuleggja fyrir frelsi. Kratarósin blómstrar því aðeins að þessi stefna sé valin. Stefán Snævarr

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.