Alþýðublaðið - 08.07.1989, Síða 8
8
Laugardagur 8. júlí 1989
SPÖNSKU
konungshjónin
Í EYJUM
Opinberri heimsókn Spánarkonungs, Juans Carl-
os, lauk síðdegis í gœr þegar hann flaug héðan ásamt
konu sinni, drottningunni. Þau hjón náðu á skömm-
um tíma að sjá margt af því sem einkennandi getur
ta/ist fyrir Island og Islendinga, þar á meðal sa/tfisk-
vinnslu í Eyjum, Þingvelli, borholur og virkjun við
Nesjavelli svo eitthvað sé nefnt. Að auki héldu þau
veislu til heiðurs forseta Islands og hún hélt þeim á
sama hátt veislu þarsem ekkert var til sparað í mat og
drykk svo fyrirmennin gætu notið hins besta. Á borð-
um var yfirleitt íslenskur matur, kryddaður ýmsu
spönsku Ijúfmeti, enda viðeigandi. Konungshjónin
þóttu hin alúðlegustu og um leið alþýðleg og hlý.
Þegar rútan með hina tignu
gesti renndi frá flugstöðinni i
Vestmannaeyjum var þar sam-
ankominn fjöldi norskra ferða-
manna sem veifaði til fyrir-
fólksins. Eins og sjá má tók
Vigdís Finnbogadóttir, forseti
íslands, kveðju þeirra Ijúflega.
Gestirnir skoðuðu meðal ann-
ars isaðan fisk í kerjum við
höfnina í Eyjum. Þegar myndin
er tekin hafði Vigdís rétt ný-
lega handleikið fiskinn og
kóngurinn af Spáni, sem sann-
ur herramaður, rétti þegar
fram vasaklút svo forsetinn
gæti þurrkað sér.
Eins og dómarar í borðtennis-
keppni var fyrirfólkið þegar
sprangararniri Eyjum köstuðu
sér frá einni syllu til annarrar
og flugu eins og fuglar um
bjargið.
LJÓSM.:
E.ÓL.
Spánarkonungur ku vera mikill
áhugamaður um hverskonar
tæki og tæknibúnað, einkum
fjarskipti. Hér er hann í brúnni
á Bjarnarey VE, ferð sem hann
reyndar fór utan dagskrár, og
virðir fyrir sér tækjabúnaðinn
af miklum áhuga.
Hér spá menn i saltfiskinn
sem brátt á eftir að verða á
borðum Spánverja ef að líkum
lætur. Það er Magnús Gunn-
arsson, framkvæmdastjóri
SÍF, sem fer fimum höndum
um fiskinn en kóngur og fylgd-
armaður hans, Baltasar Sam-
per myndlistarmaður, fylgjast
með af kostgæfni.