Alþýðublaðið - 11.07.1989, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.07.1989, Blaðsíða 1
MMBUBUBDI Þriðjudagur 11. júlí 1989 STOFNAiD 1919 100. tbl. Í70. árg. Jóhann Einvarðsson: Fundargerðir utanríkismála- nefndar ekki til birtingar Jóhann Einvarðsson l'or- maður utanríkismálanefnd- ar Alþingis hafði samband við Alþýðublaðið í gær og óskaði eftir, að þó svo blaðið kæmist yfir fundargerðir nefndarinnar sem eru trún- aðarmál yrðu þær ekki not- aðar til birtingar. Á fundi nefndarinnar í gær var gert að umræðuefni að i frétt í sjónarvarpi um skýrslu Hannesar Jónssonar sendi- herra hafi verið vitnað til og birt mynd úr fundargerð ut- anríkismálanefndar. Flugfreyjur boða tveggja verkfall Jóhanna Sigurðardóttir um gaznrýni á úthlutun félgslegu íbúðanna: EKKIÁSTÆBA TIL AD ENDURSKODA AKVDRÐUNINA Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra segir úthlutun fclagslegra ibúða í höndum húsnnæðismála- stjórnar og því ekki á sínu valdsviði að breyta þeirri ákvörðun sem tekin var fyrir helgi og hlotið hefur gagnrýni ýmissa á lands- byggðinni. „Það er ekki á mínu valdssviði að breyta þessari ákvörðun. Húsnæðismála- stjórn hefur alfarið úthlut- unarvald i þessu máli og ég get þar engu um breytt. En ég mun skoða hvort ein- hverjir möguleikar séu á því að auka hlut lands- byggðarinnar. Ég sé hins vegar ekki að það geti gerst nema með viðbótarúthlut- un,“ sagði Jóhanna. Varðandi gagnrýnina sagði félagsmálaráðherra, að litið til áranna 1988 og ’89 væri hlutur lands- byggðarinnar ekki fyrir borð borinn. Jóhanna sagði mikla vinnu hafa ver- ið lagða í úthlutunina og hún skoðuð frá öllum hlið- umfhvað varðar rökstudda húsnæðisþörf, stöðu at- vinnumála, fyrri lánveit- ingar og hvort veittar heimildir hafi verið nýttar. Þá benti hún einnig á að byggt hafi verið á greinar- gerð Byggðastofnunar um hvar skynsamlegt væri að fjárfesta í félagslegu húsnæði. Jóhanna sagði að hlutur landsbyggðarinnar hefði verið góður i fyrra, þá hafi af tæplega 200 kaupleigu- íbúðum alls 190 farið á landsbyggðina. Á síðasta ári hafi t.d. ísafjörður ósk- að eftir 30 kaupleiguíbúð- um og l'engið 23. Bolungarvík hafi beðið um 13 en fengið 13. Til saman- burðar nefndi Jóhanna að Akureyri, sem er stærra bæjarfélag, haf'i beðið um 32 en fengið 15 og Höfn í Hornafirði sem gagnrýnt hal'i þessa úthlutun beðið um 16 en fengið 14. „Aðrir staðir voru ekki hálfdrætt- ingar á við ísfirðinga og Hafnarbúa," sagði Jó- hanna. í heildarúthlutun lclagslegra íbúða i fyrra, fóru 60 af hundraði til landsbyggðarinnar og 40% á Reykjavikursvæðið. Heildarfjöldi félagslegra íbúða í landinu er 6500. „Á þessu og síðastliðnu ári hel'ur verið gert stórátak í byggingu félagslegra íbúða, úthlutað alls um 1400 íbúðum, sem er sam- svarandi fjöldi og á 8 árum þar á undan. Þannig að það hefur verið gert stór- átak sem hefur komið Iandsbyggðinni mjög til góða,“ sagði Jóhanna Sig- urðardóttir félagsmála- ráðherra. Samkvæmt upplýsing- um Húsnæðisstofnunar virðast biðlistar eftir le- lagslegu húsnæði vera lengstir i Reykjavík, en á árinu 1988 voru 12 um- sækjendur um hverja íbúð. Eftirmálar innheimtuaðgerða fjármálaráðherra: Rannsóknarlögreglan kannar hver rauf innsigli á skrifstofu Hagvirkis daga Flugfreyjur hjá Flugleið- um hafa boðað tveggja daga verkfall í næstu viku hafi ekki náðst samningar. Full- trúar deiluaðila hafa verið boðaðir á fund hjá sátta- semjara á fimmtudag. Flest bendir til að flug Flugleiða lamist ef til verkfalls kemur. Innsigli á skrifstofu fyrirtœkisins var rofið að nœturlagi af óviðkomandi aðilum og sett á dyr við hliðina á skrifstofu bœjarfógeta í Hafnarfirði. Athœfið er refsivert og kann að varða 6 mánaða fangelsi. Innheiintuaógerðir fjár- málaráöherra á dögunum __kunna að draga dilk á eftir sér. Rannsóknarlögreglan hefur til meðferðar að inn- sigli á skrifstofu Hagvirkis var rofið af óviðkomandi að- ilum og fært yfir á dyr Bóka- Eiríkur Stefánsson formaður verkalýðsfélagsins á Fáskrúðsfirði: Varhugavert að opinbera sér- kjarasamninga „Nú virðist málum þannig komið, að ef þú segir ein- hverjum frá góðum samningi sem þú gerir, verður hann mulinn niður fyrir þér næst. Það virðist tilhneiging í þessa átt, bæði hjá verkalýðshreyf- ingunni og atvinnurekendum — að múra menn inni. Þetta er orðið þannig að þeir sem gera sérkjarasamninga mega helst ekki opinbera þá,“ sagði Eiríkur Stefánsson for- maður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Fáskrúðsfjarð- ar þegar Alþýðublaðið spurðist fyrir um nýgerðan kjarasamning gagnvart sveit- arfélaginu. Eiríkur sagði ein- ungis að samningurinn væri góður, gilti frá l.maí sl. og félli úr gildi án sérstakra upp- sagna þann 1. desember árið 1990. búðar Olivers Steins í Hafn- arfirði, sem er til húsa við hliðina á skrifstofu bæjar- fógeta. Svo virðist sem sjálf- skipaði innheimtuaðilinn hafi ætlað sér að „innsigla“ fógetaskrifstofurnar, en villst á dyrum. Athæfið er reísivert og kann að varða allt að sex mánaða fangelsi. „Þetta er eins og hver önn- ur tilgáta. Ef viðkomandi hefði ætlað að innsigla hjá okkur, þá hefði hann getað borið sig til við-það," sagði Már Pétursson bæjarfógeti og sýslumaður þegar Al- þýðublaðið spurði hann hvort sýnt væri að „inn- heimtuaðilinn" hafi ætlað að innsigla bæjarfógetaskrif- stofurnar. Már sagði að málið væri nú hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, enda stórrefsivert að rjúfa innsigli og misnota op- inber merki. Már vísaði í 113. grein hegningarlaganna sem kveður á um að taki maður burt, eða ónýti innsigli eða merki sem sett hefur verið af opinberri ráðstöfun, þá varði það sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að sex mánuð- um. Önnur grein hegningar- laganna, númer 117, tekur til þess ef innsigli eru sett á rangan stað og kveður ein- ungis á um sektir. „Það getur hver maður séð, að ef menn tækju bara upp skærin og klipptu, þá væri til lítils barist hjá fjár- málaráðherra vorum," sagði Már. Innsiglið var rofið strax fyrstu nóttina eftir aðgerðir fógeta. Fyrsta sem Már heyrði af málinu, var frá lög- reglustjóra, sem hringdi klukkan átta um morguninn og tilkynnti atburðinn. „Hann segir mér að búið sé að rjúfa hjá Hagvirki og hann sé búinn að endurinn- sigla. Siðan kemur þessi verslunareigandi klukkan 9.00 og spyr alliverju sé inn- siglað. Hann reynist vera í skilum með sín gjöld og ligg- ur fyrir að það eru ekki við sem setjum innsiglið á. Síðan kemur i ljós að innsiglið hef- ur verið plokkað upp með hnif, eða oddhvössu járni, og spottar dregnir inn aftur.“ Már sagði að í hvorugu til- vikinu hefði þetta komið neitt að sök. „Hagvirkis- menn spurðust sjálfir fyrir um hvarf innsiglisins og hvort aflétt væri lokun.“ — Þannig að grunur bein- isl ekki að Hagvirki? „AIls ekki að yfirmönnum Hagvirkis. Það voru þeir sem tilkynntu að innsiglið væri horfið." — En beinisl grunur að öðrum slarsfmönnuin Hag- virkis? „Það þori ég ekkert að segja um. Einfaldlega vegna þessaðéghef ekki fylgst með þessari rannsókn. Þetta er hegningarlagabrot sem heyrir undir Rannsóknarlög- reglu, sem kom strax í mál- ið,“ sagði Már Pétursson bæjarfógeti í Hafnarfirði. „Það getur hver maður séð, að ef menn tækju bara upp skærin og klipptu, þá væri til litils barist hjá fjármálaráðherra vorum,“ segir Már Pétursson sýsiumaðurog bæjarfógeti í Hafnarfirði, sem hér sést við dyrnar hjá grönnum sinum í Bókabúð Olivers Steins. A-mynd/E.ÓI.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.