Alþýðublaðið - 04.08.1989, Síða 1

Alþýðublaðið - 04.08.1989, Síða 1
íslensk fésyslufvrirtœki skila ríkinu litlu: VINNUKONUSKATTAR GRÁA MARKAÐARINS Þrír bankar greiöa engan tekjuskatt. Sam- vinnubankinn borgar engan eignarskatt né heldur fjármögnunarleigurnar. í samantekt Alþýðu- blaðsins á skattbyrðum allflestra fésýslufyrir- tœkja böfuðborgarinnar keraur í Ijós að fyrirtæki „gráa markaðarins" svokallaða, skila næsta litlu í sameiginlegan sjóð landsmanna. Þannig kemur í ljós að fjármögnunarleigufyrir- tækin fjögur, Glitnir, Lýsing, Féfang og Lind, greiða hvorki tekju- né eignaskatt og heildarskattgreislur allra þessara fyrirtækja eru 30 milljónir, eða litlu meira en skattakóngur landsins — Þorvaldur Guðmunds- son í Síld og fisk — greiðir. Meðal þess sem fram kemur í samantekt Alþýðu- blaðsins er að Fjárfestinga- félag íslands greiðir engan tekjuskatt en Kaupþing greiðir 7 milljónir. Af bönkum og sparisjóð- um höfuðborgarinnar kem- ur í Ijós að Útvegsbankinn, Verslunarbankinn og Sam- vinnubankinn greiða eng- an tekjuskatt og Samvinnu- bankinn að auki engan eignaskatt. Gestur Steinþórsson, skattstjóri Reykjavíkurum- dæmis, segir við Alþýðu- blaðið að hagnaður sem bankarnir gefa upp í árs- skýrslum sé ekki sá sem gengið er út frá við skatt- lagningu. Meðal annars vegna undanþága sem skattkerfið býður upp á. Svo virðist af skattbyrði sumra þessara fyrirtækja að hagnaður af þeim sé næsta lítill eða enginn þrátt fyrir að ársskýrslur þeirra beri öðru vitni. Þá kemur í ljós að Kredit- kort hf., eigendur Euro- card, greiðir ríflega tvöfalt meiri skatt en Vísa ísland. Óvíst um , þátttöku SIS Ólafur Sverrisson, stjórnarformaður Sam- bandsins, segir að Sam- bandið hafi enn ekki tekið neinar ákvarðanir um það hvort fyrirtækið tekur þátt í endurupþbyggingu fiskvinnslu og útgerðar á Patreksfirði. Sem kunnugt er, þá er Sambandið stærsti hluthafinn i Hrað- frystihúsi Patreksfjarðar sem nú hefur verið tekið til gjaldaþrotaskipta, á 75% hlutafjár. Sambandið hefur á undan- förnum árum lagt töluvert fé. til Patrreksfjarðar en nú virð- ist sem þeir muni sitja uppi með skuldirnar á meðan nýtt fyrirtæki verður stofnað t gegnum opinbera sjóði. Ólaf- ur Sverrisson segir að enn séu menn ekki farnir að gera sér neina grein fyrir umfangi gjaldþrotsins en ljóst sé að Sambandið tapi tugum millj- óna króna ef ekki meira. Örtröð á Skattstofunni. Mikið hefur verið að gerast á Skattstofunni að undanförnu. Fólk er að reyna að átta sig'á staðgreiðslunni svo sakar ekki að gá í leiðinni hvað nágranninn á Volvonum borgar mikla skatta. 400 millj. rýrnun Fyrstu 5 mánuði þesaa árs minnkuðu innistæður Póstur og sími: HALFS MILLJ. HAGNAÐUR Ahyggjur vegna minnkandi fjárfestinga Árið 1988 var afar hag- stætt Póst- og símamála- stofnuninni, því rekstur hennar kom út með 540 inilljón króna rekstrar- hagnaði, en árið áður varð útkoman 63ja milljón króna tap. í ársskýrslu stofnunarinnar er greint frá því að rekstrartekjur hafl hælckað um 35% milli ára en rekstrargjöld um aðeins 18,4%, sem er vel undir verðbólgumðrkum. Tekjur stofnunarinnar urðu í fyrra 4.751 milljónir króna en gjöld 4.252 milljónir eða hálfum milljarði lægri. Fjár- magnsgjöld urðu 43 milljón- um hærri en fjármunatekjur en á móti því komu 83,5 milljón króna tekjur af milli- færslum vegna fjárfestinga. Eigið fé var í árslok 7.805 milljónir kióúa og eiginfjár- hlutfall um 87,6%. Fram kemur að tekjur af póst- og símaþjónustu hafi aukist um 53% að raunvirði milli áranna 1982 og 1988. „Þessa aukningu má ein- göngu rekja til meiri notkun- ar á síma- og póstþjónustu því gjaldskrá hefur ekki fylgt verðlagi á þessu tímabili" segir í ársskýrslunni. I fyrra fjárfesti PÖstur og sími fyrir 615 milljónir króna. Hins vegar hefur raun- minnkun orðið á fjárfesting- unni síðustu tvö árin og veld- ur þetta áhyggjum ráða- manna á þeim bæ. „Ef ekki verður breyting þar á er hætt við að alvarlegt ástand geti skapast í símkerfi landsins" segir í skýrslunni. á almennum sparisjóðs- bókum í innlánsstofnun- um um 400 milljónir króna, en á sama tíma juk- ust innistæður á 6 mánaö- areikningum, öðrum bundnum sparireikning- um og gjaldeyrisreikning- um verulega. í lok síðasta árs voru 13,3 milijarðar króna á almennum sparisjóðsbókum, en í lok maí var upphæðin komin niður í 12,9 milljarða. Á sam- bærilegu verðlagi nemur rýrnunin 12,3%. Frá árslok- um 1985 nemur rýrnunin hins vegar 6,5 milljörðum að núvirði eða 32,5%. Fyrstu 5 mánuði ársins juk- ust innistæður landsmanna á gjaldeyrisreikningum úr 5,7 milljörðum króna í 7,2 millj- arða eða um einn og hálfan milljarð. Á sama tíma jukust innistæður á 6 mánaða reikn- ingum og öðrum bundnum reikningum úr 12,4 milljörð- um króna í 14,3 milljarða. ISLANDS- BANKI Guðmundur Einarsson fjallar að þessu sinni um til- urð íslandsbanka í föstudags- spjalli sínu. Hann bendir á að ríkið hafi tekið hluta af bankakerfinu og hagrætt og vill láta gera eins með land- búnaðinn. Byrja á ákveðnum stöðum við allra handa hag- ræðingu. Sjá bls. 5. Almennar sparisjóðsbœkur:

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.