Alþýðublaðið - 04.08.1989, Síða 3
Föstudagur 4. ágúst 1989
3
FRÉTTASKÝRING
Alþýðublaðið kannaði skattgreiðslur
fésýslufyrirtækja höfuðborgarinnar,
og kom í Ijós að þær eru allmisjafnar.
GRÁI
Húsnæöi Fjárfestingafélagsins við Hafnarstræti. Fyrirtækiö greiðir engan tekjuskatt frekar en nokkur önnur í sama eða svipuð-
um rekstri. A-mynd/E.ÓI.
MARKAÐURINN AURALAUS?
Fésýslufyrirtœkin skila ríkissjóöi litlu í skatta. Þrír bankar borga engan tekjuskatt.
Ef fyrst er litið á bankana
þá hafa þeir nokkra sér-
stöðu. Nokkuð auðvelt er
að sjá stærðarmun þeirra á
því hversu mikið þeir
greiða. Athyglisvert er í
Ijósi nýjustu atburða, þ.e.
sameiningu Iðnaðarbank-
ans, Útvegsbankans, Versl-
unarbankans og Alþýðu-
bankans í hinn margum-
rædda íslandsbanka, að
leggja saman það sem þeir
fjórir greiða í skatta. Þá
kemur það í ljós að sú upp-
hæð nær ekki að verða
eins há og það sem „hinir
stóru“ bankarnir greiða.
Landsbankinn greiðir allt í
allt rúmar 182 milljónir,
Búnaðarbankinn greiðir
172 milljónir, en allir fjórir
aðilar íslandsbankans
greiða samtals 152 milljón-
ir og 421 þúsund.
Þri'r bankar borga______
engan tekjuskatt
Einnig er athyglisvert að
sjá að þrír bankanna borga
engan tekjuskatt. Það eru
Útvegsbankinn, Verslunar-
bankinn og Samvinnu-
bankinn. Hjá Ríkisskatt-
stjóraembættinu fengust
þær upplýsingar að tekju-
skattur byggðist uppá tekj-
um, og þegar enginn tekju-
skattur væri greiddur þá
þýddi það að engar nettó
tekjur væru hjá því fyrir-
tæki. Þá er auðvelt að
álykta sem svo; þau fyrir-
tæki sem engar nettótekjur
hafa, þau eru ekki rekin
með neinum teljandi hagn-
aði.
Nú kemur það fram í árs-
skýrslum viðkomandi
banka að hagnaður varð á
starfsemi þeirra þetta ár,
hjá Útvegsbankanum 127
milljónir króna og Verslun-
arbankanum 91 milljón
króna.
Gestur Steinþórsson
skattstjóri Reykjavíkur
hafði það um málið að
segja að sá hagnaður sem
kæmi fram í ársskýrslum
þyrfti ekki endilega að vera
sá sem reiknaður er í skatt-
inum. Þar kæmi til mis-
munandi mat á hvað væri
hagnaður, svo og hinar og
þessar undanþágur sem
skattakerfið biði uppá. Svo
væru þessir peningar einn-
ig oft á tíðum greiddir í
öðru formi, það er því það
sem við höfum nefnt hér á
töflunni okkar „annað",
eða aðrir iiðir.
Bankar ekki sambærileg-
ir við önnur fyrirtæki
Það vekur athygli að
bankarnir borga ekki að-
stöðugjöld. Það er sam-
kvæmt sérstöku laga-
ákvæði að þeir, ásamt
ÁTVR, ríkisverksmiðjum
ýmiss konar og olíufélög-
unum, greiða svokallað
landsútsvar, sem þýðir að
aðstöðugjöldum er deilt út
á milli sveitarfélaga lands-
ins.
Gestur sagði að í rauninni
væri ekki hægt að bera
bankastofnanir saman við
nein önnur fyrirtæki. Pen-
ingaupphæðirnar og verð-
mætin sem þar rynnu í
gegn væru ekki sambæri-
leg við neitt annað. Hvað
skatta bankanna varðar þá
gilda um þá alveg sérstök
lög, og það er ekki síst það
sem gerir allan samanburð
svo erfiðan.
Einn banki, Samvinnu-
bankinn, greiðir ekki
eignaskatt. Astæða þess er
sú að eignaskattur hjá
bönkum er greiddur af
þeirri fasteign sem er um-
fram hlutafé. Skatturinn
reiknar eignir samkvæmt
brunabótamati, og þar sem
Samvinnubankinn einbeit-
ir sér að landsbyggðinni og
á miklar eignir þar þá telst
samkvæmt mati skattsins
eigið fé vera minna en
verðmæti fasteigna. Hins
.vegar þá er fasteignaverð
útá landi oft á tíðum lægra
en brunabótamat.
Kaupþing hf. stærst
Ef við lítum næst á hin
svoköiluðu verðbréfafyrir-
tæki, Kaupþing og Fjárfest-
ingarfélag íslands, þá sést
að Kaupþing greiðir mun
hærri skatta í heildina, svo
og að Fjárfestingarfélagið
greiðir engan tekjuskatt
sem slíkt. En ef skoðað er
ofan í kjölinn þá kemur í
ljós að það gera dótturfyrir-
tækin hinsvegar, verð-
bréfasjóðirnir.
Þeir sjóðir sem erú í eigu
þessarra tveggja fyrirtækja
og eru hér á töflunni okkar
eru:
í eigu Kaupþings hf.: Há-
vöxtunarfélagið hf.
í eigu Fjárfestingarfélags
íslands hf.: Fjölþjóðasjóð-
urinn hf., Marksjóðurinn
hf. og Tekjusjóðurinn hf.
Ef við leggjum svo saman
hvað miklu hvor armur fyr-
ir sig skilar í Reykjavík þá
er Kaupþing með tæpar 13
milljónir en Fjárfestingarfé-
lagið með rúmlega 9 miilj-
ónir.
Allt meira_______________
og minna tengt___________
Það er skemmtilegt að
skoða hvernig fjármálafyr-
irtækin tengjast hvert öðru.
Fyrir þá átta verðbréfasjóði
sem við höfum hér á töfl-
unni okkar eru fjórir rekstr-
araðilar. Áðurnefndir
Kaupþing og Fjárfestingar-
félagið, svo rekur Iðnaðar-
bankinn bæði verðbréfa-
sjóð Iðnaðarbankans og
Hlutabréfamarkaðinn hf.
Hagskipti hf. og Verð-
bréfasjóður Hagskipta eru
rekin af eigendum sem eru
hinir ýmsu einstaklingar.
Eigendur Kaupþings eru
auk Péturs H. Blöndals for-
stjóra, en hann á 51%, hinir
ýmsu sparisjóðir og stærstu
eigendur Fjárfestingarfé-
lags íslands eru Verslunar-
bankinn 30% Eimskipafé-
lagið 25% og Lífeyrissjóður
Verslunarmanna 10%.
Fjármögnunar-____________
leigurnar fjórar
Ef við lítum svo á fjár-
mögnunarleigurnar fjórar
þá kemur í ljós að Glitnir hf.
er þar langskatthæstur
með tæplega 14 milljónir
króna, eða um helmingi
meira en sá næsti í röðinni.
Norski bankinn A/S Nevi á
49% í Glitni Iðnaðarbank-
inn á 34% og breska kaup-
leigufyrirtækið Sleipner
UK ltd. á 16%. Glitnir hefur
þá sérstöðu meðal allra
þeirra fjármálafyrirtækja
sem hér er fjallað um, að
hann greiðir langhæstu að-
stöðugjöldin eða tæpar 13
milljónir króna.
Næst í röðinni er svo Lýs-
ing hf. hvar stærstu eigend-
ur eru Landsbanki íslands
og Búnaðarbankinn með
40% hvor. Það greiðir um 7
milljónir króna samtals í
skatt.
Þar á eftir kemur Féfang
hf. sem er í eigu Fjárfest-
ingafélagsins 66% og Líf-
eyrissjóður Verslunar-
manna, Tryggingamiðstöð-
in og Verslunarbankinn
eiga hvern tuginn prósenta,
Skattgreiðslur fésýslufyrirtækja 1989
— í þúsundum króna —
FYRIRTÆKI TEKJUSK. EIGNARSK. AÐSTGJ. ANNAÐ SAMTALS
Landsbankinn 78,512.3 51,432.5 0 52,127.3 182,072.1
Búnaðarbanki 121,369.2 23,597.7 0 27,062.6 172,029.5
Iðnaðarbanki 93,340.8 6,492.8 0 12,645.7 112,479.3
SPRON 24,406.2 3,352.7 0 4,723.8 32,482.7
Spsj. vélstjóra 22,408.7 3,075.5 0 2,175.0 27,659.2
Útvegsbankinn 0 2,851.7 0 16,800.9 19,652.6
Verslunarbanki 0 2,851.7 0 10,025.7 11,064.8
Samvinnubanki 0 0 0 10,707.3 10,707.3
Alþýðubanki 3,679.0 913.1 0 4,632.4 9,224.5
Kaupþing hf 6,865.7 248.2 1,511.3 1,248.2 9,873.4
Fjárfestingaf.lsl. 0 83.6 2,468.8 1,841.1 4,393.5
Verðbrmark. IB 6,027.0 195.5 2,027.2 594.6 8,844.3
Marksjóðurinn hf 211.4 5.0 3,304.9 49.5 3,570.8
Hávöxtunarfél. 2,718.4 127.0 24.7 0.3 2,870.4
Hlbrmark. hf. 208.4 37.2 1,022.1 15.3 1,283.0
Tekjusjóðurinn hf 177.3 7.0 929.0 13.9 1,127.2
Hagskipti hf 39.5 36.6 152.3 136.9 365.3
Verðbrsj. Hagskipta 0 0 40.7 0.6 41.3
Fjölþj.sj. 10.2 0 1.6 0.02 11.8
Glitnir hf. 0 0 12,868.8 839.3 13,708.1
Lýsing hf. 0 0 6,614.0 428.8 7,042.8
Féfang hf. 0 0 5,805.4 389.9 6,195.3
Lind hf. 0 0 4,345.4 548.9 4,894.3
Kreditk. EURO 26,697.1 1,363.2 2,924.2 1,284.1 32,268.6
Greiðslum. VISA 8,585.3 543.4 3,917.4 999.9 14,046.0
svo og Sparisjóður Vél-
stjóra með 1%. Féfang
greiðir um 6 milljónir.
Fjármögnunarleigan
Lind hf. sem Banque Indo-
suez, Frakklandi 40%,
Samvinnubankinn 30% og
Samvinnusjóðurinn 30%
eiga rekur svo lestina með
tæpar fimm milljónir.
Engin þessarra fjögurra
fjármögnunarleiga greiðir
tekjuskatt né eignaskatt.
Er Euro stærri en Visa ?
Ef við lítum svo á lok list-
ans þá sjáum við kredit-
kortafyrirtækin stærsu hér-
lendis og þá kemur í ljós að
Kreditkort hf. (Eurocard),
borgar miklu hærri skatta
en Greiðslumiðlun hf.
(Visa).
Menn skyldu þó fara var-
lega í það að ætla að þetta
sýni yfirburði Eurocard, því
rekstur fyrirtækjanna er
gjörólíkur. Eurocard er rek-
ið sem sjálfstætt fyrirtæki
og sér um öll sín mál svo
sem innheimtur og dreif-
ingu sjálft en þjónusta Visa
fer miklu meira fram í
gegnum bankakerfið, og
lendir því hluti kostnaðar
þeim megin.
Það skal tekið fram sér-
staklega til að fyrirbyggja
allan misskilning að hér er
engan veginn um tæmandi
lista yfir fjármálafyrirtæki
að ræða. Einungis voru tek-
in þau helstu í Reykjavíkur-
borg, og voru aðrir hlutar
höfuðborgarsvæðisins svo
og landsins alls skildir út-
undan. Undir liðnum sem
við höfum kosið að nefna
„annað" eru Vinnueftirlits-
gjöld, slysatryggingar Líf-
eyristryggingagjöld, at-
vinnutryggingagjöld, sér-
stakur skattur á skrifstofu-
og verslunarhúsnæði o.s.
frv.
Magnús Árni
Magnússon