Alþýðublaðið - 04.08.1989, Page 4
4
Föstudagur 4. ágúst 1989
Fjórir af fimm beejarfuittrúum Aiþýðuflokksins í Keflavík. Frá vinstri; Guð-
finnur Sigurvinsson, bœjarstjóri, Anna Margrét Guðmundsdóttir, forseti
beejarstjómar, Hannes Einarsson, formaður baejarráðs og Jón Ólafur Jóns-
son.
Alþýðuflokkurinn vann stórsig-
ur í Keflavík í síðustu sveitarstjórn-
arkosningum og náði þar hreinum
meirihluta. Alþýðuflokkurinn á nú
fimm fulltrúa af níu í Bæjarstjórn
Keflavíkur. Það eru liðin þrjú ár frá
því jafnaðarmenn komust til valda
í Keflavík og tæpt ár til kosninga.
Okkur á Alþýðublaðinu lék for-
vitni á að vita hvernig gengi hjá
þeim í Keflavík og sóttum þá
heim.
Hljóðið í bæjarfulltrúum krata í
Keflavík var gott, þeir fullir bjart-
sýni og ánægðir með þann árang-
ur sem náðst hefur á þessu kjör-
timabili. Fjárhagsstaða bæjarins
var í molum þegar Alþýðuflokkur-
inn tók við fyrir þremur árum en
það setti svip sinn á framkvæmda-
getu bæjarins fyrstu árin. Nú hefur
meirihlutanum tekist að koma
fjármálunum í lag og stendur bær-
inn ágætlega. Þrátt fyrir ýmsa erf-
iðleika í atvinnumálum, sérstak-
lega útgerð og fiskvinnslu, hefur
bæjaryfirvöldum í samvinnu við
fyrirtæki bæjarins tekist að halda
atvinnulífinu ágætlega gangandi.
Þá hefur bærinn staðið fyrir marg-
víslegum framkvæmdum og mun
nokkurra þeirra helstu getið hér
og birtar myndir með.
SíðastliðiA haust var hafist handa við að byggja við íþróttahúsið nýjan sal
sem verður tekinn í notkun nú í haust. Keflavíkurbær og íþróttahreyfingin
í bænum standa saman að byggingunni, bærinn greiðir 2/3 en íþróttafó-
lögin 1/3.
Hér getur að líta plötu þriggja deilda dagheimili sem Keflavíkur-
bœr er að reisa. í baksýn sjást verkamannabústaðir sem risið hafa,
á kjörtímabilinu. Bærinn leggur metnað sinn í að sinna húsnæðis-
málunum vel og hlúa að yngstu kynslóðinni.
Vilhjálmur Ketilsson, bæjarfulttrúi Alþýðuflokksins og skólastjóri í Myllubakkaskóla fyrir
framan skólann. AA baki Vilhjáms er viðbygging við skólann sem verður tekin í notkun nú í
haust alls átta kennslustofur, þar af tvær hannaðar með þarfir fatlaðra fyrir augum.
Bærinn er að byggja sundlaug sem er dýrt mannvirki. Útilaugin verður tilbúinn í ár en innilaug-
in síðar. Á innfelldu myndinni getur að lita hvar verið er að gera klárt fyrir flísalögn. (sundlaug-
arhúsinu verður einnig vertingaaðstaða og búningsherbergi fyrir iþróttaleikvan'ginn.
Mikil áhersla hefur verið lögð á að ganga vel frá og Ijúka gatnaframkvæmdum í nýjum hverf-
um. Þegar blaðamaður Alþýðublaðsins var þar á ferð var verið að malbika næstsíðustu ibúða-
götuna i bænum.
Keflvíkingar hafa sinnt málefnum aldraöra af stakri prýði. Hór getur að líta fjölbýlishús með
19 íbúðum fyrir aldraða sem voru afhentar fyrir tæpu ári.. Bærinn á 85% hlut í íbúðunum en
íbúendur 15% og leigja þeir hlut bæjarins.