Alþýðublaðið - 04.08.1989, Blaðsíða 7
Föstudagur 4. ágúst 1989
7
í Gaza eru komnir til að vera
ÚTLÖND
Gyðingar
Önnur hlið er til á Gaza. 2500 gyðingar hafa sest að í
tveimur íbúðarsamstæðum, í nyrsta og syðsta hluta
Gaza. Þetta fólk reynir að lifa á sem eðlilegastan hótt
ó „gyðingaeyju í arabísku hafi", eins oa einn af íbúun-
um orðaði það við blaðamann Arbeiderbladet, sem
var á þessum slóðum nú nýverið.
Gaza-héraðið, eins og það heitir
er 40 kílómetra löng strandlengja
6—11 km. á breidd. Þarna búa um
650.000 íbúar af palestinsku-
arabísku bergi brotnir. Þeir búa í
borgunum Gaza, Khan Yunis og
Rafah — einnig í sveitaþorpum og
flóttamannabúðum.
Þegar Bretar réðu þarna ríkjum,
frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinn-
Pegar menn heyra
orðið Gaza, sjá
menn gjarnan
fyrir sér yfirfullar
flóttamannabúðir
Palestín umanna.
Það var reyndar í
Gaza, sem upp-
hlaupið gegn
hersetu Israels-
manna byrjaði —
fyrir hálfu öðru
ári.
ar þar til nokkrum árum eftir
heimsstyrjöldina síðari, var Gaza-
héraðið hluti af Palestínu. Egyptar
hertóku Gaza árið 1948 og á árun-
um þar á eftir voru þar palestínskir
baráttuhópar gegn ísrael.
Tvisvar sinnum hefur þetta
svæði verið hersetið af ísrael.
Fyrra skiptið var árið 1956, þegar
átökin í Sinai áttu sér stað, en
nokkrum mánuðum seinna afhenti
ísrael svæðið aftur til Egyptalands,
Síðan gerðist það, að hersveitir
Sameinuðu þjóðanna voru sehdar
þangað og voru staðsettar þar í 10
ár. Arið 1967 meðan á „sex daga
stríðinu" stóð, var Gaza-svæðið aft-
ur hersetið af ísrael. Allar götur frá
þeim tíma hefur landsvæðið verið
hersetið af ísrael. Þegar ísrael og
Egyptaland gerðu friðarsamning-
ana árið 1979, gerðu Egyptar ekki
kröfu til landsvæðisins.
Gyðingar hafa verið á Gaza-
svæðinu svo þúsundum ára skiptir.
I Gamla Testamentinu er talað um
Gaza, sem eina af fimm borgum
Filistea.
Stór hluti gyðinganýlendunnar í
Gaza, bjó áður í því sem þeir
kalla „draumabænum" Yamit, en
Yamit var einmitt einn hlekkurinn
í friðarsamningum ísraela og
Egypta.
I byrjun ársins 1982, varð að
flytja mikinn hluta íbúa Yamit á
brott með valdi og íbúarnir fengu
dágóðar skaðabætur frá Ísraelsríki
og gátu því skapað sér heimili og
nýtt líf á Gazasvæðinu.
„í þetta sinn erum við komin
hingað til að vera og reiknum með
því að árið 2000 hafi okkur fjölgað
úr 2500 í 30.000 þús. manns", segir
talsmaður íbúanna af gyðinga-
ættum.
Flestir hafa lífsviðurværi sitt af
landbúnaði, einkum útflutningi á
tómötum til Evrópu og Norður-
Ameríku. Einnig er töluvert um
léttan iðnað og ferðamannaiðnað.
Á venjulegum laugardegi komu
iðulega um 5000 ísraelskir sund-
og sóldýrkendur á kríthvítar bað-
strendur Gazeisvæðisins, þrátt fyrir
óróa sem alltaf virðist vera á þess-
um slóðum. ,
Blaðamaður spurði viðmælanda
sinn, hvort þeim fyndist réttlátt að
slá eign sinni á landsvæði, sem
hefðu verið eign fólks sem nú
dveldi í flóttamannabúðum og
gæti kannski gert kröfu til þess
einn góðan veðurdag?
„Okkur finnst leiðinlegt að það
fólk skuli vera í flóttamannabúð-
um en við þessu er ekkert að gera,
það er annað hvort þau eða við“,
svaraði hann.
(Arbeiderbladet) Stytt.
SJÓNVARP
Sjónvarpið kl. 20.30
ÞUNGSKÝJAÐ
AÐ MESTU —
EN LÉTTIR TIL
MEÐ MORGN-
INUM
íslensk heimildarmynd um jeppa-
ferö frá vestasta odda landsins til
hins austasta. Dagskrárgerd Jón
Björgvinsson.
Stöð tvö kl. 21.20
SVIKA-
HRAPPAR
(Skullduggery)
Bandarísk bíómynd, gerö 1969, leik-
stjóri Gordon Douglas, adalhlut-
verk Burt Reynolds, Susan Clark,
Roger C. Carmel o.fl.
Burt er þarna í hlutverki fornleifa-
fræðings sem ásamt fleirum er í
ferðalagi í Nýju Guineu. Þar rekast
þeir á flokk mannapa, sem eru vin-
gjarnlegir og víst ákaflega mannleg-
ir að öllu leyti. Til þess að hægt sé að
varðveita þennan apaflokk, sem
sumir telja týnda hlekkinn í þróun-
arsögu mannsins, þarf að sannfæra
dómsstóla um að aparnir eigi vissu-
lega til mannlegt eðli. Nema hvað.
Myndin er og verður alltaf talin
slöpp, þrátt fyrir að hugmyndin sé
nýstárleg. Handritshöfundurinn
neitaði að leggja nafn sitt við mynd-
ina eftir að hún var sýnd honum og
segir það ef til vill eitthvað um
gæðin.
Sjónvarp kl. 22.20
VINKONUR
(Old Enough)
Bandarísk bíómynd, gerd 1984, leik-
stjóri Marisa Silver, adalhlutverk
Sarah Boyd, Rainbow Harvest, Neil
Barry.
Segir af ungum stúlkum sem koma
frá gjörólíku umhverfi og efnahag,
en verða góðir vinir, þrátt fyrir að
vinskapur þeirra sé ekki talinn æski-
legur. Báðar þurfa þær að berjast
gegn fordómum til að viðhalda vin-
skapnum. Þetta er gamanmynd,
frekar á lágu nótunum og önnur að-
alleikkonan, Rainbow Harvest (því-
líkt nafn) undirleikur heldur of mik-
ið því myndin er ekki hávær fyrir.
Kvikmyndahandbókin gefur tvær
og hálfa stjörnu, segir myndina
þokkalega og bendir einkum á
atriði, sem tengjast kynþokkafull-
um hárgreiðslumeistara, sem lyfta
myndinni upp.
Stöð 2 kl. 23.25
MORÐINGI
GENGUR
AFTUR
(Terror at London Bridge)
Bandarísk bíómynd, gerd 1985, leik-
stjóri E. W. Swackhamer, adalhlut-
verk David Hasselhof, Stephanie
Kramer o.fl.
Myndin fjallar um Ameríkana sem
fara til London, ná þar í brúna sem
Jack the Ripper á að hafa steypt sér
fram af fyrir hundrað árum. Þeir
flytja hana, brúna til Bandaríkjanna
og setja hana þar upp, stein fyrir
stein. Von bráðar lætur eitthvað illt
á sér kræla og drepur stúlku með
einu hnífsbragði. Þá halda menn að
Jack, helvítið, the Ripper, sé geng-
inn aftur. Hafiði heyrt það vitlaus-
ara.
Stöð 2 kl. 01.05
UPPGJÖF
HVAÐ...?
(No Surrender)
Bresk bíómynd, gerö 1986, leikstjóri
Michael Peacock, aöalhlutverk
Michael Angels, Avis Bunnage,
James Ellis, Elvis CosteUo, Ray
McAnaUy.
Nokkuð snjöll mynd sem gerist i
Liverpool. Fyrrum söngvari gerist
framkvæmdastjóri skuggalegs næt-
urklúbbs en bregður heldur við þeg-
ar hann fregnar að forveri hans hef-
ur horfið sporlaust. Myndin segir af
nútímasamfélagi Breta og dregur
upp athygliverða mynd af því. Flest-
ir leikararnir eru við aldur og þeir
lenda í sennu útaf eilífðarmálinu —
írlandi og bardögunum þar. Hand-
ritið er metnaðarfullt en færist ef til
nokkuð of mikið í fang. Hinn frá-
bæri leikari Ray McAnally (sem
menn muna sem föður njósnarans
og svikarans úr sjónvarpsþáttunum
A Perfect Spy sem gerðir voru eftir
sögu John Le Carré), fer á kostum
sem IRA maður.
0 jjjjísTÖÐ-2
17.50 Gosi Teiknimyndaflokkur 16:45 Santa Barbara 17:30 Skuggi rósar- innar Specter of the Rose.
1800 18.15 Litli sægarp- urinn Myndaflokkur 18.45 Táknmáls- fréttir 18.50 Austurbæing- ar (Eastenders)
1900 19.20 Benny Hill Gamanmyndaflokk- ur. 19.50 Tommi og Jenni 20.00 Fróttir og veður 20.30 Þungskýjaö aö mestu — en lóttir til meö morgninum Jeppaferö yfir ís- land. 21.30 Valkyrjur Sakamálamynda- flokkur. 22.20 Vinkonur (Old Enough) 19:19 19.19 20D0 Teiknimyndir 20:1$ Ljáðu mér eyra... Fréttir úr tónlistar- heiminum. 20:50 Bemskubrek The Wonder Years. Gamanmyndaflokkur. 21:20 Svikahraooar Skullduggery.
2300 23.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 23:00 1 helgan stein 23:25 Morðingi gengur aftur Terror at London Bridge. Stranglega bönnuð börnum. 01:05 Uppgjöf hvað .. No Surrender. Stranglega bönnuö börnum. 02:45 Oagskrárlok
■