Alþýðublaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 1
Tannréttingakostnadur 1987-1988: HÆKKAÐIUM 30% UMFRAM VERÐBÓLGU Tannréttingakostnað- ur, greiddur af Trygg- ingarstofnun, sveitarfé- lögum og tryggðum sjúklingum hækkaði um 100 milljónir milli ár- anna 1987 og 1988. Hækkunin samsvarar tæpum 30% urnfram verðbólgu. Alþýðublað- ið hefur aflað sér heim- ilda um hvernig skipting kostnaðar við tannvið- gerðir var á árunum 1987 og 1988 og þar kemur í ljós að tannrétt- ingakostnaður er orðinn ríflega 30% af heildar- gjöldum á sviði tannvið- gerða. Hækkaði um 5% milli áðurnefndra ára sem hlutfall af heildar- kostnaði. Á laugardaginn birti Al- þýðublaðið upplýsingar um að heildarkostnaður Trygg- ingastofnunar vegna tann- viðgerða hefði hækkað um 10% umfram verðlagsþró- un milli fyrrgreindra ára. Þetta er ekki rétt. Hækkun- in var 14% samkvæmt út- reikningum ríkisendur- skoðunar. Kostnaður við tannvið- gerðir er tvískiptur, annars vegar sá sem er þekktur, hinsvegar sá sem er óþekktur. Hið opinbera, ríki og sveitarfélög greiða ákveðinn hluta hins þekkta kostnaðar, greiðslur sjúkl- inganna má síðan reikna út frá þeirri tölu. Þá vantar hinsvegar alveg inn i heild- armyndina tölur um kostn- að þeirra viðgerða sem ekki fara í gegnum heil- brigðiskerfið. Kostnað sem það fólk borgar sem ekki er á þeim aldri að eiga endur- kröfu á Tryggingastofnun eða sveitarfélag. Það er fólk á aldrinum 17-67 ára. Sá heildarkostnaður tannviðgerða sem þekktur er var á árinu 1987 632 milljónir. Árið 1988 var hann 856 milljónir á verð- lagi hvers árs. Hækkunin er 224 milljónir. Séu þessar tölur reiknaðar til núvirðis þá var kostnaðurinn árið 1988 1.050 milljónir, 970 milljónir árið 1987. Könnun Félagsvísinda- stofnunar, sem birt var síð- astliðið haust, þar sem spurt var um tannlækna- þjónustu 1987, gaf til kynna að heildarkostnaður þeirra sem ótryggðir eru (17-67 ára), hafi það ár numið 1.700-1.800 milljón- um króna að núvirði. Kostnaður við tannrétt- ingar hafði sem fy.rr segir hækkað um 100 milljónir milli áranna 1987 og 1988. Á fyrrgreinda árinu var hann 161 milljón, 260 á því síðarnefndra. Þetta er hækkun uppá tæp 30% um- fram verðbólgu. Séu þessar tölur framreiknaðar til nú- virðis var kostnaður árið 1987 um 247 milljónir. Árið 1988 var hann 318 milljón- ir. Hlutur tannréttinga hef- ur líka hækkað verulega sem hlutfall af heildar- kostnaði milli þessara ára, var um 25% á árinu 1987 en fór yfir 30% á árinu 1988, þannig að nærri læt- ur að þriðja hver króna sem vitað er að greidd sé til tannviðgerða fari í tann- réttingar. Þeir menn sem Alþýðublaðið ræddi við innan heilbrigðiskerfisins og utan voru sammála um að þörf á tannréttingum væri allsendis óskilgreind og því ekkert vitað um nauðsyn þeirra aðgerða sem gerðar væru. Jón SÍQurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra aðstoðar ungan skáta við dósapressu Endurvinnslustöðvarinnar. Endurvinnsla hf. tekin í notkun: ÁLDÓSIR OG PLAST- FLÖSKUR ENDURUNNAR Jón Sigurðsson vidskipta- og iðnadarráðherra: HLUTABRÉFAKAUP VERÐIHAG- STÆÐASTISPARNARÐURINN í gær var Endurvinnslan hf., sem tekur á móti skila- gjaldsskyldum umbúðum utan af drykkjarvörum, fonnlega tekin í notkun. Iðnaðar- og viðskiptaráð- herra Jón Sigurðsson opnaði formlega fyrir móttöku ál- dósa og plstflaskna utan af drykkjarvörum um hádegis- bilið í gær í húsnæði Endur- vinnslunnar að Dugguvogi 2. Ráðherra afhenti ungri skátastúlku fyrstu dósina sem fór í glænýjar pressur stöðv- arinnar, en skátarnir hafa verið mjög virkir í söfnun ál- dósa og hvatningu til endur- vinnslu verðmæta. Eiríkur Hannesson, for- maður stjórnar Endurvinnsl- unnar hélt tölu við opnunina og þakkaði sérstaklega áhuga iðnaðarráðherra á málinu að endurvinnsla um- búða væri nú orðin að veru- leika. Kristín Bjarnadóttir, að- stoðarskátahöfðingi, færði fyrir hönd skátahreyfingar- innju- Endurvinnslunni nokk- ur tré að gjöf og eftir það var hafist handa við að taka á móti fyrstu viðskipta vinun- um sem biðu með fulla poka af dósum og plastflöskum. Fimm krónur eru greiddar fyrir hverja dós eða flösku. Jón Sigurðsson við- skipta- og iðnaðarráð- herra lagði á ríkisstjórn- arfundi í gær fram minnis- blað um aðgerðir til að efla virkan markað með hluta- bréf og eiginfjármyndun í atvinnurekstri. Telur ráðherra að til að efla þennan markað þurfi að gera breytingar á skattlagningu hlutabréfaeignar og arðs af hlutafé. Meðal breytinga sem ráð- herra leggur til er að eignar-j hald hlutabréfa fái a.m.k. tímabundið hagstæðari skattameðferð en eignarhald skuldabréfa, að komið verði í veg fyrir tvísköttun arðs af rekstri hlutafélaga, að afnum- in verði mismunun sem nú- verandi eignarskattsform veldur eigendum hlutabréfa í samanburði við þá, sem not- færa sér önnur sparnaðar- form, að næstu 5 árin a.m.k. verði skattmeðferð fjárfest- ingar í hlutabréfum gerð tals- vert eftirsóknarverðari en önnur sparnaðarform og að stimpilgjald af útgáfu hluta- bréfa lækki úr 2% í 0,5%. í greinargerð með minnis- blaðinu segir meðal annars: „Reynsla annarra þjóða sýnir að yfir lengra tímabil gefur fjárfesting í hlutabréfum að jafnaði betri arð, en fjárfest- ing í öðrum tegundum verð- bréfa. Hagur atvinnulífsins af virkum hlutabréfamarkaði er aftur á móti fólginn í aðgangi að áhættufjármagni til upp- byggingar fyrirtækja og til að styrkja rekstur þeirra. Slíkur un Skáís og Stöðvar 2 hafa glatað niður hátt í helming fylgis síns frá upphafi þessaárs. Á sama tíma hef- ur fylgi Sjálfstæðisflokks- ins aukist um tæplega helming á meðal þeirra sem afstöðu taka. í skoðanakönnun Skáís, sem framkvæmd var 1. og 2. ágúst, hlaut Alþýðuflokkur- inn 6,4% fylgi meðal þeirra sem afstöðu tóku (ríflega 57% aðspurðra), en flokkur- inn mældist með 11,3% fylgi í upphafi ársins. Alþýðu- bandalagið mældist með 6,9% fylgi (12,9% í upphafi ársins). Framsóknarflokkur- inn var með 17,1% (19,6%), Kvennalistinn með 14,9% (14,4%) og Borgaraflokkur- inn með 1,1% (2,5%). Fylgi aðgangur hefur í mörgum til- vikum úrslitaþýðingu fyrir þróun atvinnulífsins auk þess Sjálfstæðisflokksins hefur á sama tíma aukist úr 36,7% í 53,1% af þessari könnun að dæma. Fylgi ríkisstjórnarinnar heldur áfram að minnka. í upphafi ársins mældist fylgi hennar 39,4% meðal þeirra sem afstöðu tóku, en aðeins 28,2% að þessu sinni. Hlutfall óákveðinna og þeirra sem neita að svara hefur aukist nokkuð eða úr 13,3% í 19,4%. Þá virðist yfirburðafylgi Steingríms Hermannssonar vera farið að dvína talsvert, hann mælist enn í efsta sæti, en aðeins herslumuninn vantar að Halldór Ásgríms- son fari fram úr honum. í næstu sætum komu Þor- steinn Pálsson, Davíð Odds- son, Jón Sigurðsson, Ólafur Ragnar Grímsson og Jó- sem hlutabréfamarkaðurinn gefur fyrirtækjum mikilvægt aðhald að rekstrinum." hanna Sigurðardóttir. Spurt var hvort viðkom- andi vildu kosningar strax eða bíða með þær þar til kjör- tímabili lyki. Tæplega 43% vildu kosningar strax, en 52,6% vildu bíða. 4,6% gáfu upp annað svar. Þá var spurt hvort viðkom- andi vildu mæta fyrirsjáan- legum halla ríkissjóðs með hækkun skatta eða með nið- urskurði á ríkisútgjöldum. Af þeim sem tóku afstöðu vildu 6,4% hækkun skatta, 77,7% vildu niðurskurðinn og 16% vildu hvoru tveggja. Loks var spurt hvort við- komandi teldu að allir sjón- varpseigendur eigi að greiða afnotagjöld RÚV eða að menn geti sagt því upp ef þeir vildu. 37.4% vildu láta alla greiða en tæp 59% vildu heimild til uppsagnar. Skoöanakönnun Skáís: FYLGISHRUN HJÁ A-FL0KKUNUM Steingrímur Hermannsson ekki lengur lang vinsœlastur. Ríkisstjórnin meö aöeins 28% studning en minnihluti vill kosningar strax. A-flokkamir virðast samkvæmt skodanakönn-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.