Alþýðublaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 9. ágúst 1989 7 ÚTLÖND SEINASTI KAFLINN í SÖGU DU MAURIERS-ÆTTARINNAR Daphne du Maurier, sem veittur var hinn konunglegi breski titill Darae, var hreykin af því að vera barnabarn höf- undar skáldsögunnar „Trilby“. Þekktasta skáldsaga hennar var „Rebecca" kom út árið 1938, og öðlaðist strax miklar vinsældir og er enn í fullu gildi beggja vegna Atlantshafsins. Sagan var skrifuð í hinum róinantíska breska stíl eins og bækur Bronte-systra, þó ný- tískulegri væri. Þeir, sem á annað borð hafa les- ið „Rebecca", muna eflaust flestir eftir byrjuninni — „Síðastliðna nótt dteymdi mig að ég var komin aftur til Manderley" — og Alfred Hitchcock gerði vinsæla kvik- mynd eftir sögunni, þar sem aðal- hlutverkin voru leikin af Laurence Olivier og Joan Fontaine. Sú kvik- mynd stendur fyrir sínu enn þann dag í dag. Fleiri bækur hennar hlutu góðar móttökur svo sem „My Cousin Rachel" og „Jamaica Inn". Á síðari árum skrifaði hún bæk- ur sem voru eins konar virðingar- vottur við Gerald föður hennar, sem var þekktur leikari og George afa hennar sem var þekktur rithöf- undur. Æskuárin með föðurnum Ger- ald du Maurier voru ekki alltaf auðveld. Þegar hún og systur hennar voru að vaxa úr grasi var (aðirinn bæði afbrýðisamur og niðurbælandi. Það var ekki vin- sælt að þær systur ættu aðdáend- ur af hinu kyninu. Fjölskylduhefð ýtti undir að Daphne færi aö skrifa og fljótlega fór hún að skrifa bæði blaðagreinar og smásögur. Hún var aðeins 24 ára þegar fyrsta skáldsaga hennar kom út árið 1931, (The loving Spirit). Ári seinna giftist hún Sir Frederick Browning sem var yfirmaður í Grenadier Guards. Daphne du Maurier sagði oft, að það væri mikil heppni að hún var vinsæll rithöfundur en það gerði þeim hjónum kleift að lifa mann- sæmandi lífi, því launagreiðslur hjá hernum voru á þeim tíma í al- gjöru lágmarki. Fjárhagur eigin- mannsins lagaðist þó mikið eftir hetjulega frammistöðu hans í Heimsstyrjöldinni síðari en þá varð hann bústjóri Elizabeth prinsessu, áður en bún varð drottning. Þar næst var hann gerður að fjármálastjóra Hertog- ans af Edinborg. Browning lést ár- ið 1965. Daphne du Maurier var frekar einmana á efri árum og reyndi að hasla sér aftur völl í skáldskapn- um, en þær sögur eins og t.d. „Rule Brittannia", sem kom út 1972 báru þess vott að hún var ekki í takt við heiminn eftir Víetnam. Hún gat aldrei skilið af hverju „Rebecca" varð langvinsælasta skáldsaga hennar, en það virðast þær milljónir manna sem lesiö hafa og enn lesa þá sögu, skilja mætavel. Breski rithöfund- urinn Daphne du Maurier lést 19. apríl sl. 82. ára að aldri. SJÓNVARP Stöð 2 kl. 17.30 STORMASAMT LÍF (A Romantic Comedy) Bandarísk bíómynd, gerö 1973, leik- stjóri Arthur Hiller, aöalhlutverk Dudley Moore, Mary Steenburgen, Frances Sternhagen, Janet Eiber. Dudley litli leikur rithöfund sem ný- lega er genginní það heilaga.Hann kynnist hinsvegar fljótlega konu sem vinnur með honum og þá fara allar fínu taugarnar í Dudley á flakk og tilfinningarnar vita ekkert hvert þær eiga að snúa, sumar vilja vera þar sem þær eru, aðrar heldur leita nýrra viðfangsefna. Myndin er gerð eftir samnefndu leikriti og þykir jafnvel enn verri, þrátt fyrir að vel sé vandað val á leikurum. Og kannski var Dudley aldrei jafn fyndinn og hann var sagður vera ... Sjónvarp kl. 21.50 MATTHÍAS SÁLUGI (Due Vitae di Mattia Pascal) ftölsk bíómynd, leikstjóri Mario Monicelli, Marcello Mastroianni, Flavio Bucci, Laura del Sol, Laura Morante. Myndin er gerð eftir sögu Luigi Pir- andello og segir frá Matthíasi sem er hálfgerður ónytjungur en á sama tíma ómótstæðilegur flagari og kvenfólk kiknar í hnjánum þegar það sér hann. Honum gefst kostur á að byrja nýtt lif og tekur því fegins hendi en enginn fær sína fortíð flúið né heldur grámyglulegan hvunn- daginn. Vonandi er þetta góð mynd, a.m.k. er ekki annað hægt að segja en að ítölsk kvikmynd sé kærkomin tilbreyting frá því sem venjulegast er boðið upp á af þessari gerð efnis. Stöð 2 kl. 22.50 DAVID LANDER Breskur gamanmyndaflokkur sem segir af breskum rannsóknarblaða- manni að nafni David Lander, leikin af Stephen Fry, sem svífst einski s til að ná í fréttir. Hann verður eins- konar einkaspæjari í framhjáhlaupi og tekst að koma upp um margan vondan manninn og ljóstra upp um marga miður æskilega iðjuna. Stöð 2 kl. 23.35 FERTUGASTA OG FIMMTA LÖG- REGLUUMDÆMI (New Centurions) Bandarísk bíómynd, leikstjóri Rich- ard Fleischer, adalhlutverk George C. Scott, StacyKeach, Jane Alexand- er. Hér er sagt frá löggum í Los Angeles borg sem eiga við ramman reip að draga, eiga undir högg að sækja. Myndin er sögð lýsa því vel hversu erfitt og hættulegt líf löggukallanna er í þessum alþjóðlega suðupotti sem Los Angeles er. Vandinn er hinsvegar sá að myndin er hreint ekkert sannfærandi, hvorki á einn hátt eða annan. Að vísu segir kvik- myndahandbókin annað, lofar mynd- ina á alla kanta, segir að þarna sé frábær leikur á ferð, gott leikaralið og allt bara eitthvað svo frábært. Þetta er bara alls herjar misskilning- ur. Þetta er fremur döpur mynd hvað sem sú bók segir. 0 ^jÍlS7ÖÐ 2 17.50 Sumarglugg- inn. 16.45 Santa Barbara 17.30 Stormasamt líf Bráðskemmtileg gam- anmynd 1800 ia45 Táknmálsfréttir ia55 Poppkorn 1900 19.20 Barði Hamar. Gamanmyndaflokkur. 19.50 Tommi og Jenni. 20.00 Fróttir og veö- ur. 20.30 Grœnir fingur (16). 20.45 Sigaunar í Ungverjalandi. (Vlach Gypsies of Hungary) Bresk heim- ildamynd. 21.40 Steinsteypu- viögerðir og varnir (6). 21.50 Matthías sál- ugi. ítölsk kvikmynd. 19.19 19.19 2090 Sögur úr Andabee Teiknimynd 20.30 Bein lina 2190 Falcon Crest 21.55 Bjargvsetturinn 22.45 David Under 2300 23.00 Ellefufréttir. 23.10 Matthías... framh. 00.10 Dagskrárlok. 23.35 Fertugasta og fimmta lögreglu- umdsemi Áhrifamikil lögreglu- mynd 01.15 Dagskrárlok

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.