Alþýðublaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 8
MPYBIIBLÉBIB
Miðvikudagur 9. ágúst 1989
*
Kalevi Sorsa á íslandi: veszna Norrœns bœndaþinss:
EKKIHÆGT AÐ BORGA FYRIR
ENDALAUSA OFFRAMLEIÐSLU
Markaöur veröur aö vera til stadar
í Finnlandi er bændum
ekki borgað fyrir allt sem
þeir framleida, líkt og tíðk-
ast hér á landi, heldur fær
hvert býli ákveðna fjár-
upphæð í styrk frá ríkinu.
Þetta hefur reynst áhrifa-
ríkt í baráttunni gegn of-
framleiðslu landbúnaðar-
vara þar i landi.
Þetta kom fram á blaða-
mannafundi með Kalevi
Sorsa, forseta finnska þjóð-
þingsins í gær, en hann er
staddur hér á landi vegna
norrænnar bændaráðstefnu
sem hér fer fram. „Það er
ekki hægt að greiða fyrir alla
framleiðslu, því þá er ekki
hægt að markaðssetja fram-
leiðsluna”, sagði Sorsa.
‘Þetta kerfi hefur vakið
deilur í Finnlandi því bænd-
um finnst þeir á vissan hátt
vera að þiggja einhverskonar
ölmusu, en það stenst engan
veginn því öðruvísi er ekki
hægt að gera þessa hiuti",
sagði Sorsa ennfremur.
Aðspurður að því hvort að
nánari samskipti Norður-
landa sem ekki tilheyra Evr-
ópubandalaginu (sem eru öll
nema Danmörk) leiði ekki til
þess að innflutningshöft þau
sem eru á matvælum á Norð-
urlöndum falli um sjálf sig
segir Sorsa að meira frjáls-
ræði muni leiða af GATT-
samningunum heldur en við-
ræðunum við EB, en ef Norð-
urlöndin geti staðið saman
sem ein blokk og markað
þannig sérstöðu sína gagn-
vart umheiminum, verði
hægt að koma í veg fyrir
hömlulausan innflutning, en
það sé hinsvegar alveg Ijóst
að í löndum þar sem lífs-
standard er eins hár og hér,
þá eru alltaf gerðar vissar
gæðakröfur, og okkar fram-
leiðsla sé frekar hrein miðað
við umheiminn. Einnig sé
alltaf þörf á ferskri fram-
ieiðslu og hana sé helst að
finna í því landi sem neyslan
fer fram.
Kalevi Sorsa í ræðustól á aðalfundi Norrænu Bændasamtak-
anna.
Framkvæmdastjórar norrænna jafn-
aðarmannaflokka funda ó íslandi
Christer Ahlén, framkvæmdastjóri SAMAK.
Framkvæmdastjórar
norrænu jafnaðarmanna-
flokkanna funduðu á frl-
degi verslunarmanna,
mánudeginum 7. ágúst, í
Reykjavík. Þeir komu til
landsins síðdegis á sunnu-
dag og snæddu kvöldverð
með félögum úr Alþýðu-
flokksfélagi Reykjavíkur.
Á mánudaginn funduðu
þeir á Hótel Sögu en um
kvöldið hittu þeir formann
Alþýðuflokksins, Jón
Baldvin Hannibalsson og
fleiri flokksfélaga. í gær
skoðuðu þeir Reykjanes-
skagann en héldu síðan
brott síðdegis.
Framkvæmdastjóri
norskra jafnaðarmanna,
Thorbjörn Jagland, forfallað-
ist á síðustu stundu vegna
óvænts flokkstjórnarfundar
norska Verkamannaflokks-
ins.
Guðmundur Einarsson,
VEÐRIÐ
í DAG
Eftir stinningskalda eða
allhvassa suð- og suðaust-
læga átt og rigningu á að
hafa stytt upp og lægt í
nótt þannig að ríkjandi
verður suðvestan gola og
12-14 stiga hiti um miðjan
dag.
fyrrverandi framkvæmda-
stjóri Alþýðuflokksins sá um
framkvæmd fundarins og
stýrði honum. Svíinn, Christ-
er Ahlén, er formaður sam-
starfsnefndar jafnaðarmanna
á Norðurlöndum, SAMAK og
ræddi Alþýðublaðið við hann
að fundinum loknum.
Við byrjuðum á að spyrja
Christer hvort framkvæmda-
stjórar Jafnaðarmannaflokk-
anna á Norðurlöndum hittust
oft.
„Já, við hittumst reglulega
þrisvar til fjórum sinnum á ári
og nú var komið að íslandi að
halda fundinn.”
— Hvaö var þad helsta sem
þiö rœdduö um á þessum
fundi hér í Reykjavík?
„Það voru ýmis mál. Eitt af
því mikilvægast sem við ræð-
um á þessum fundum okkar
er pólitískt ástand í hverju
landi fyrir sig. Það er afar
mikilvægt að skiptast á upp-
lýsingum. Auk þess ræddum
við undirbúning þings nor-
rænna jafnaðarmanna sem
verður haldið i april á næsta
ári í Helsinki”.
— Þú ert framkvœmdastjóri
SAMAK. Fyrir hvaö stendur
SAMAK?
„SAMAK er samstarfs-
nefnd norrænna jafnaðar-
manna. Þar taka þátt nor-
rænu jafnaðarmannaflokk-
arnir, þ.e. frá Islandi, Dan-
mörku, Noregi, Svíþjóð og
Finnlandi auk flokkanna á
Grænlandi, Færeyjum og
Álandi. Þetta eru flokkarnir
en síðan taka verkalýðshreyf-
ingar á Norðurlöndum einnig
þátt í samstarfinu”.
— Gefst einhver tími til aö
sinna ööru en fundinum?
„Við komum á sunnudaginn
og þá gafst okkur tækifæri á
að hitta félaga okkar hér í
Reykjavík. Á mánudags-
kvöldið hittum við formann
Alþýðuflokksins, Jón Baldvin
Hannibalsson og ýmsá aðra
úr röðum flokksins".
—■ Hverja telur þú þýöingu
samstarfs jafnaöarmanna-
flokka og verkalýöshreyfinga
á Noröurlöndum?
„Það hefur sýnt sig að hafa
óhemju mikla þýðingu á
tveimur sviðum. I fyrsta er
það sem snýr að Norðurlönd-
unum innbyrðis þ.e.a.s. okkar
eigin löndum og samstarfi
Norðurlanda. Þar hafa jafn-
aðarmenn verið, eru og
munu verða hið leiðandi
pólitíska afl. Og það eru okk-
ar hugmyndir sem koma til
með að setja mark sitt á þró-
un samfélaga Norðurlanda-
þjóðanna.
í öðru lagi hefur það sýnt
sig að hugmyndir okkar nor-
rænna jafnaðarmanna og
reynsluheimur hefur miklu
hlutverki að gegna í þeim
samvinnu- og sameiningar-
hugmyndum sem uppi eru í
Vesturevrópu. Þar er brýnt
að félagslega víddin beri ekki
skarðan hlut frá borði og að
samvinna EFTA og EBE og
innri markaður Efnahags-
bandalagsins taki ekki ein-
vörðungu mið af þörfum fjár-
magnsins og lögmálum þess.
Því höfum við lagt áherslu á
að samstarfið nái einnig til
fólksins og um gagnkvæm
réttindi þess og skyldurinnan
vébanda Vesturevrópu".
—- Og aö lokum. Nœr sam-
starf SAMAK til fleiri sviöa?
„Já, þar má nefna tvö önn-
ur viðfangsefni sem er vert
að geta um. Það er hvernig
við getum staðið betur að
ýmsum félagslegum málum
eins og barnauppeldi,
fræðslu- og heilbrigðismálum
og öldrunarmálum. Hinn
hluturinn er hvernig við get-
um starfað betur saman að
umhverfismálum á Norður-
löndum. Þar hefur SAMAK
unnið að því að samhæfa
vinnu norrænna jafnaðar-
manna á því sviði".