Alþýðublaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 2
2
Miðvikudagur 9. ágúst 1989
MMJBLMÐ
Útgefandi: Blað hf.
Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson
Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson
Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson
Dreifingarstjóri: Siguröur Jónsson
Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36
Pretnun: Blaðaprent hf.
Áskriftarsíminn er 681866
Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakið.
STÖÐVIÐ
SJÁLFVIRKNINA
rrá því var greint í Alþýðublaðinu fyrir helgi að kostnaður við
tannlækningar hefði hækkað að raunvirði um 10% milli áranna
1987 og 1988. Nefnd manna endurskoðar um þessar mundir al-
menna tryggingakerfið og telja nefndarmenn að skipulagsleysi
og sjálfvirkni einkenni tannlæknaþjónustuna. Haft er eftir for-
manni nefndarinnar að tannlæknar væru sjálfir dómarar í eigin
málum. Enginn viti um þörfina á þeim aðgerðum sem eru fram-
kvæmdar, en Tryggingastofnun ríkisins greiði sjálfkrafa reikn-
inga, sem tannlæknarnir sjálfir búa til.
/Etla má að 1.5 milljarðar króna komi til skiptanna á 220 tann-
lækna í landinu. Af þeirri upphæð greiðir ríkið út í hönd um þriðj-
ung en sjúklingar líklegast helmingi hærri upphæð. Það er athygl-
isvert að kostnaður við þjónustuna hækkar í réttu hlutfalli við
fjölgun tannlækna í landinu að mati aðstoðarmanns heilbrigðis-
ráðherra. 10% hækkun útgjalda milli áranna 1987 og 1988 stafar
ekki af meiri tannskemmdum heldur af því að tannlæknadeild
Háskóla íslands útskrifar tannlækna ár eftir ár og fleiri og fleiri
opna stofur og senda ríkinu fleiri reikninga.
Pví miður er þessi saga af tannlæknum ekki sumarfarsi. Hér
virðist dæmi um óeðlilega aðstöðu einnar starfsstéttar í íslensku
velmegunarkerfi. Skiljanlegt er að helst sé gægst undir feld í heil-
brigðiskerfinu. Sá málaflokkur kostar skattgreiðendur langmest
allra og útgjöldin hafa líka aukist meir hér á undanförnum árum
en í öðrum málaflokkum. Tannlæknadæmið er eitt.
Pað er skiljanlegt að heilbrigðiskerfi í litlu landi kosti mikið, en
sumt leyfist aðeins stórþjóðum að gera. í því sambandi hefur
verið bent á að ekki sé viðeigandi að reka mörg alfullkomin
sjúkrahús í stað eins eða tveggja, og að greiðslukerfi spítalanna
sé ábótavant. Sjúkrahúsin séu rekin samkvæmt áætlun á pappír-
um, en sérfræðingar bendi sjúklingum sínum á eigin rekstur úti
í bæ. Tryggingastofnun ríkisins greiði síðan sjálfkrafa reikninga
sérfræðinganna framhjá sjúkrahúsinu. Þannig fari útgjöldin langt
fram úr áætlunum.
Fyrir nokkrum árum gerði Sverrir Hermannsson, sem þá var
ráðherra, athugasemd við þá aðila sem hann sagði að lægju utan
á ríkinu og gætu sogið það að eigin vild. Sverrir nefndi til verk-
fræðinga sem hönnuðu opinberar byggingar samkvæmt reikn-
ingum sem þeir semdu sjálfir. Um svipað leyti birtust reikningar
vegna hönnunar og byggingar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og
reyndust þeir einum milljarði hærri en gert hafði verið ráð fyrir.
Enginn kannaðist við að eitthvað hefði farið úrskeiðis. Það geng-
ur auðvitað ekki að einhverjir starfsmenn ríkisins geti sem verk-
takar framvtsað reikningum í nafni velferðar eða annars- og að
skattgreiðendum sé síðan gert að greiða umyrðalaust.
BÆTUM
SAMGÖNGUKERFIÐ
Verslunarmannahelgin tók sinn toll. Dauðaslys varð eftir heift-
arlegan árekstur og fleiri slösuðust á vegum landsins. Því miður
sýna menn oft ekki næga aðgæslu og tillitssemi í umferðinni, en
sökudólgana er líka að finna í slæmum vegum. Vegir landsins eru
ekki nógu burðugir og það verður að viðurkennast að samgöngur
eru afar frumstæðar í samanburði við annað sem velferðarþjóð-
félagið býður upp á. Háir skattar eru lagðir á bíla og upphaflega
átti að verja þeim peningum til að byggja upp vegakerfið. Það
hefurekki gerst. Væri ekki verðugt verkefni fyrir stjórnmálaflokka
að taka höndum saman á þingi í haust og efla samgöngukerfið?
Vegir landsins eru víða hreinar dauðagildrur.
ÖNNUR SJÓNARMIÐ
HINUM pólitísku leiðtogum DV
er alls ekki orðið um sel. Borgara-
flokkurinn kemst kannski ekki í rík-
isstjórn. Borgaraflokkurinn þurrk-
ast út ef gengið yrði til kosninga í
dag.
En DV-ajatollarnir deyja ekki
ráðalausir. Þeir lappa upp á Borg-
araflokkinn samkvæmt sinni eigin
óskhyggju og vangaveltum í við-
tengingarhætti.
I gær skrifaði einn pólitíski gúrú-
inn á DV, Haukur Helgason aðstoð-
arritstjóri leiðara um hvernig má
bjarga Borgaraflokknum frá ör-
kumlun. Málið er að fá Guðmund
Jaka sem forystusauð, borgara!
Lítum á skrif Hauks:
„Hreyft hefur verið þeirri hug-
mynd í seinni tíð, að Guðmundur
J. Guðmundsson kunni að fara í
efsta sæti á lista Borgaraflokks-
ins í Reykjavík í næstu kosning-
um. Guðmundur segir opinber-
lega, að hann sé engan veginn
hættur í pólitík. Færi Guðmund-
ur fram, gæti vel svo farið, að
hann næði kjöri. Guðmundur J.
hefur fylgi bæði frá vinstri og
hægri. Hann hefur starfað víða í
samtökum. Hann þykir flestum
greindur maður, sem ekki megi
missa sig.Að vísu mundi ha n
ekki hafa það fylgi, sem Albert
Guðmundsson hafði í síðustu
kosningum. Þá var almenn skoð-
un, að illa hefði verið farið með
Ingi Björn: Laxar Borgaraflokksins.
Guðmundur J: Ný von DV í Borgaraflokknum.
Albert. Fólk vildi gjarnan sýna
Albert stuðning. Þetta var meg-
inorsök þess, að Borgaraflokk-
urinn fékk þá mikið fylgi. Borg-
araflokkurinn er nú örsmár
samkvæmt skoðanakönnunum.
En þetta mundi breytast með til
dæmis Guðmund J. Guðmunds-
son í efsta sæti.“
Og ef Guðmundur klikkar má
reyna aðrar lausnir:
„Borgaraflokksmenn hafa
einnig leikið sér með þá hug-
mynd, að þeir gætu í kosningum
haft samstarf við Þjóðarflokk-
inn. Þjóðarflokkurinn er ekki
dauður. Hann skýtur upp kollin-
um og nálgast stundum að fá
þingmann samkvæmt skoðana-
könnunum. Menn eru vafalaust
vantrúaðir á slika sambræðslu.
En hún kæmi vissulega til
greina“.
Halelújat
INGI Björn Albertsson er einn af
ungu, reiðu mönnunum í Borgara-
flokknum sem gengu úr honum og
stofnuðu flokksbrotið úr flokksbrot-
inu; Frjálslynda hægri menn.
Honum er enn ekki runnin reiðin
eftir að gömlu félagarnir fóru að
gera hosur sínar grænar fyrir Stein-
grími Hermannssyni og félögum.
Ingi Björn skrifar kjallaragrein í DV
í gær þar sem hann gefur sínum
gömlu félögum eftirfarandi ein-
kunn:
„Borgaraflokkurinn á það
meira en skilið af ríkisstjórninni
að hann fái hlutdeiid í ósóman-
um þar sem hann er nú einu
sinni guðfaðir skattastefnunnar
og verndari ríkisstjórnarinnar".
En varia verður hægt að taka
flokkinn inn í stjórnina fyrr en
að loknu iaxveiðitímabili. Málin
verða jú að vera í forgangsröð,
enda hefur forsætisráðherra
líkt stjórnarmyndunarviðræð-
unum við Borgaraflokkinn við
það að þreyta lax, og er það góð
samlíking þar sem ijóst er að
honum hefur þegar tekist að
þreyta til uppgjafar að minnsta
kosti tvo af „löxum“ Borgara-
flokksins.
Það er spurning eftir þennan lest-
ur hvort laxar Borgaraflokksins fái
nú frjálslynda hægri menn til að lax-
era.
DAGATAL
Borgarlausir dagar
Þá er verslunarmannahelgin lið-
in.
Þar sem ég var búinn að. lofa les-
endum mínum að upplýsa hvert
ég hefði farið um heigina, þá skal
það gert: Eg var heima í höfuð-
borginni.
Það var hljótt, ómengað og
veðrið til fyrirmyndar.
Straumurinn lá hins vegar í
Húnaver og til Eyja. í Húnaveri
kepptu rokkhljómsveitir og ég
man ekki hver þeirra vann. Ég
man ekki heldur að hafa séð neitt
um það í fréttum. Hins vegar sá ég
í einhverju blaði, að klósettaðstað-
an hafi verið afleit í Húnaveri.
Maður bara spyr: Ekki fer mað-
ur á útihátíð vegna klósettaðstöð-
unnar? Eða hvað?
í Eyjum var hins vegar alit með
felldu: sjöþúsund manns á skallan-
um inni í Herjólfsdal.
Mér skilst að versiunarmanna-
helgin hafi farið fram á bestan
hátt. Mikil ölvun en ekki áberandi
á útihátíðum þar sem vín var leyft,
en lítil ölvun og áberandi á bind-
indismótunum.
Menn óku varlega og árekstrar
nær engir þrátt fyrir að flestallir
innbyggjendur eyjunnar hafi hætt
sér út á þjóðvegina.
Vegalögreglan þurfti lítið að gera
og þyrla Landhelgisgæslunnar
sem umferðarlögreglan nýtti sér
um helgina fór ekki á loft í gær
vegna veðurs.
Hin þyrlan komst seint og illa í
gagnið enda biluð um verslunar-
mannahelgina. (Við viljum líka
frí.)
Mér skilst að það hafi verið mikið
rok í gær þegar hinn eiginlegi
helgidagur verslunarmanna hófst.
Hjólhýsi fuku og gott ef ekki bíl-
arnir einnig sem hýsin voru tengd
í.
Hér í Reykjavík var hins vegar
alit með kyrrum kjörum.
Skríllinn allur út úr bænum.
Hávaðaliðið komið í tjöld langt úti
í náttúrunni.
Ég hugsaði með sjálfum mér:
„Af hverju er þetta ekki svona um
hverja helgi? Verstu óvinir borgar-
innar, bílar, fyllibyttur og djamm-
lið, sett út fyrir borgarmörkin,
helst á sama svæði þar sem hægt
er að „fríka út” án þess að trufla
kærkominn nætur- og hvíldar-
svefn lúinna borgara?'
Reykjavík verður eiginlega allt
önnur þegar borgarbúar eru ekki
á stjái. Alveg eins og í ferskeytl-
unni hans Flosa um Akureyri:
Á Akureyrí er um þad bil
ekki neins aö sakna.
Þar er fagurt þangaö til
þorpsbúarnir vakna.
Spurningin er hvort ekki ætti að
efna til borgaralausra daga í
Reykjavík, þar sem húsin fengju
að njóta sín tóm og auð og göturn-
ar lægju óspilltar af umferð og
gangandi fólki.
Þvílík fegurð! Þvílík borg!
Spurningin væri náttúrlega
hvað gera ætti við Davíð? Hvað
með að senda hann norður á Ak-
ureyri?