Alþýðublaðið - 18.08.1989, Blaðsíða 2
2
Föstudagur 18. ágúst 1989
MÞYBUBLMÐ
Útgefandi: Blaö hf.
Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson
Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson
Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson
Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson
Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36
Pretnun: Blaöaprent hf.
Áskriftarsíminn er 681866
Áskriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakiö.
TÍMI SÍENDURTEKINNA
AXARSKAFTA ER LIÐINN
Hafrannsóknarstofnun hefur sent frá sér svarta skýrslu um
ástand nytjafiska á íslandsmiðum. Útflutningsverðmæti grá-
lúðu- og þorskafurða á næsta ári verða tíu til tólf milljónum
króna lægri en á þessu ári ef tillögur Hafrannsóknarstofnunar um
hámarksafla þessara fisktegunda ganga eftir. Lagt er til að þorsk-
aflinn á næsta ári verði 250 þúsund tonn en áætlað er að 340 þús-
und tonn veiðist í ár. Grálúðuaflinn er áætlaður 60 þúsund tonn
og lagt er til að hann verði minnkaður um helming á næstu
tveimur árum. Skýrsla Hafrannsóknarstofnunar er mikið áfall fyr-
ir þjóðina alla og minnir okkur enn einu sinni á hve veik efnahags-
undirstaða íslands í rauninni er.
sama tíma er skýrsla Hafrannsóknarstofnunar hvatning til rík-
isstjórnarinnar að stuðla að því að treysta undirstöðuatvinnu-
vegina, fjölga þeim og stokka atvinnulífið upp. Ríkisstjórn Stein-
gríms Hermannssonar stendur frammi fyrir ýmsum erfiðleikum
sem hún verður að taka á. Fjárlagahallinn stefnir í fimm milljarða
samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar og við undirbúning fjár-
laga 1990 er talið að talan sé enn hærri. Það er Ijóst, að breyta
verður forgangsröð verkefna ráðuneyta; ráðast gegn sjálfvirkni í
ríkisútgjöldum, endurskipuleggja landbúnaðarmálin frá grunni,
auka hagræðingu í sjávarútvegi og opinberri þjónustu. Það hefur
verðið bent á það áður í leiðurum Alþýðublaðsins, að sú tíð er lið-
in að blind eyðsla sé látin viðgangast í ríkiskerfinu og að heilu at-
vinnugreinunum sé haldið uppi með ríkisstyrkjum. í raun er slík
ríkisstjórnarstefna til þess eins fallin að halda atvinnugreinunum
niðri, því sjaldan verður til nýsköpun, markaðsframfarir eða hug-
myndaauðgi í kerfi sem rekið er fyrir sjálfvirkt ríkisfé. Dæmin úr
kommúnistaríkjum heimsins eru talandi dæmi um þá langavit-
leysu.
Einstakir ráðherrar núverandi ríkisstjórnar hafa sýnt mikinn dug
við að horfa fram á veg og hrinda í framkvæmd einstökum verk-
um sem vega þungt þegar til lengri tíma er litið. Hér má nefna
þátt Jóns Sigurðssonar viðskiptaráðherra í að sameina fjóra við-
skiptabanka í einn íslandsbanka; grettistak sem fáir stjórnmála-
menn hefðu megnað að lyfta og um leið mikil hvatning til fyrir-
tækja almennt hvað varðar sameiningu eða aðra hagræðingu.
Jón Sigurðsson hefur ennfremur lagt fram tillögu í ríkisstjórn um
breytta skattlagningu hlutafjár til að örva hlutafjáreign almenn-
ings og auka eigið fé fyrirtækja. Hugmyndir viðskiptaráðherra
um opnara þjóðfélag á íslandi og opnara fjármagmsstreymimilli
landsins og erlendra ríkja eru ennfremur stefnumál sem miða tví-
mælalaust að framförum og byggjast á réttri og nútímalegri
hugsun. Tillögur Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráð-
herra um afvopnun í höfunum eru alþjóðlegt stórmál sem er af-
gerandifyrirframtíð íslandsog verndun íslenskrafiskstofna sem
afkoma þjóðabúsins hvílir að mestu leyti á. Þær jákvæðu undir-
tektir sem hugmyndir utanríkisráðherra hafa hlotið á alþjóðavett-
vengi eru afar gleðilegar og þess er skemmst að minnast að nýaf-
staðinn utanríkisráðherrafundur Norðurlanda sem haldinn var í
vikunni á ísafirði studdi tillögur Jóns Baldvins Hannibalssonar í
ályktun sinni.
■ ■
Onnurverk einstakra ráðherra sem miða að opnu, nútímalegu
þjóðfélagi sem samtímis stendur vörð um velferð almennings,
má einnig tína til. Hér nægir að nefna stórátak Jóhönnu Sigurðar-
dóttur í húsnæðismálum þjóðarinnar. Ríkisstjórn Steingríms
Hermannssonar hefur hins vegar ekki enn tekist að sýna heildar-
átak til framfara. Núverandi ríkisstjórn verður að ráðast gegn
landbúnaðaróskapnaðinum, gegn sjálfvirkum ríkisútgjöldum,
gegn eyðslu á almenningsfé í gjaldþrota fyrirtæki og atvinnu-
greinar, gegn spilltum viðhorfum. Ríkisstjórnin verður að skilja,
að tími blindrar ríkisforsjárhyggju er löngu liðinn. ísland er ekki
eitt í heiminum, við eigum við vaxandi samkeppni að stríða í
heimi aukinna almenningstengsla, upplýsingastreymis og sam-
gangna. Við megum ekki við því að eyða tímanum í síendurtekin
axarasköft.
ATHUGASEMD FRA
FRIÐRIK SOPHUSSYNI
Alþýðublaðinu barst eftirfar-
andi athugasemd frá Friðrik
Sophussyni, varaformanni
Sjálfstæðisfiokksins:
Alþýðublaðið hefur undanfarna
daga gert veikburða tilraunir til að
verja núverandi fjármálaráðherra
og stjórn hans á ríkisfjármálunum.
Allir vita að við blasir stórkostleg-
ur halli í ríkisbúskapnum þrátt fyr-
ir verulegar skattahækkanir í ár.
Með því að framreikna ríkisút-
gjöld á mælikvarða framfærslu-
vísitölu miðað við ágúst 1989 fær
blaðið út, að útgjöldin hafi verið
tæpir 85 milljarðar árið 1986, tæp-
ir 88 milljarðar 1988 og verði tæp-
lega 84 milljarðar í ár.
Þannig kemst blaðið að þeirri
niðurstöðu, að árinu 1988 hafi ver-
ið slegið útgjaldamet á föstu verð-
lagi og er það dómur blaðsins yfir
verkum Jóns Baldvins þáverandi
fjármálaráðherra og leiðtoga Al-
þýðuflokksins. Jafnframt er það
niðurstaða blaðsins að útgjöld árið
1986 hafi verið hærri en spáð er
1989.
Við þessa reikninga er það að at-
huga, að framfærsluvísitalan er
engan veginn góður mælikvarði á
útgjöld ríkisins, enda eru þau
u.þ.b. 70% launaútgjöld og laun
Svar við athugasemd
Alþýðublaðið þakkar Friðrik
Sophussyni varaformanni Sjálf-
stæðisflokksins fyrir gott innlegg í
umræðuna um ríkisfjármálin og
ríkissjóðshallann.
Það er vitaskuld alrangt hjá
Friðrik, að með framreikningi út-
gjalda ríkisins hafi tilgangurinn
verið að verja meðhöndlun núver-
andi fjármálaráðherra á ríkiskass-
anum og ekki skal heldur dregið
úr því að ríkisútgjöld hafi mest
orðið í fyrra. Af gefnu tilefni þótti
ástæða til að rifja upp þróun út-
gjalda, tekna og halla ríkissjóðs
undanfarin ár og til að fá út sam-
bærilegar stærðir var miðað við
framfærsluvísitöluna. Sú vísitala
stendur fyrir sínu og það veit Frið-
rik mæta vel.
Að miða við útgjöld, tekjur og
halla sem hlutfall af landsfram-
Friðrik Sophusson: „Afhverju segir
blaðið ekki frá milljarðamistökum
núverandi fjármálaráöherra?"
hafa farið lækkandi miðað við
framfærsluvísitölu að undanförnu.
Miklu betri mælikvarði er að
bera saman hlutfall ríkisútgjalda
af landsframleiðslu. Sé það gert,
kemur í Ijós, að hlutfallið var
25,3% 1986, en verður a.m.k.
28,5% í ár. Þetta þýðir, að útgjöld
ríkisins hafa hækkað verulega á
þessu tímabili eða sem svarar
9—10 milljörðum króna miðað við
að landsframleiðslan verði
tæplega 300 milljarðar í ár eins og
spáð er.
leiðslunni er einnig ágætis mæli-
kvarði út af fyrir sig og enginn
feiminn við að nota hann, enda
þetta hlutfall lægra hér en víðast
hvar á Vesturlöndum (t.d. hjá
Thatcher, Bush og Schlúter). Ekki
leikur nokkur vafi á því að gjöld
og tekjur hafi hér farið hækkandi
sem hlutfall af landsframleiðslu.
Þetta hlutfall, t.d. skattanna, hefur
nær undantekningalaust hækkað
í gegnum árin og gildir þá einu
hvaða ríkisstjórn hefur setið
(lækkaði þó hjá Albert, sem Sjálf-
stæðisflokkurinn rak). Á þessu
sviði eru allir meira eða minna
sekir. Til dæmis Þorsteinn Pálsson,
sem jók skatta ríkisins 1986 úr
21,9% í 22,1% af vergri landsfram-
leiðslu. Þar af jók hann beinu
skattana (tekjuskatt, eignaskatt og
fleira) úr 7,7 milljörðum króna að
núvirði í 10,4 milljarða, úr 3,8% af
Núverandi fjármálaráðherra
sagði að formanni Alþýðuflokks-
ins hefði orðið á milljarðamistök
fyrir ári þegar ljóst var að halli
yrði á ríkissjóði 1988. Af hverju
rifjar blaðið þessi ummæli ekki
upp nú þegar verið er að slá nýtt
útgjaldamet? Af hverju minnist
blaðið ekki á milljarðamistök nú-
verandi fjármálaráðherra? Ein-
hvern tíma hefði blaðið tekið upp
hanskann fyrir foringja Alþýðu-
flokksins af minna tilefni, enda
hefur hann verið að draga úr út-
gjöldum í sínu ráðuneyti.
í leiðara Alþýðublaðsins i dag
miðvikudag er talað um „rýtings-
stungur". Af því tilefni rifjast upp
ársgamalt „rýtingsstungumál",
þegar Þorsteinn Pálsson leyfði sér
t síðustu ríkisstjórn að gera tillögu
um lækkun matarskattsins. Nú
hafa þau tíðindi gerst, að sam-
starfsflokkar Alþýðuflokksins
hafa gert þessa tillögu að sínum.
Af hverju minnist Alþýðublaðið
ekki á rýtingsstungur af því til-
efni? Hvað hefur breyst? Hefur for-
inginn skipt um skoðun? Eða
nennir blaðið ekki lengur að verja
hann?
Friðrik Sophusson
16. ág. 1989
landsframleiðslu í 5%. Og jókst þó
landsframleiðslan um 6,4% að
raungildi það árið.
Eftir stendur vitnisburður sam-
þykktra ríkisreikninga um að hin
síðari ár hafi enginn skilað ríkis-
sjóði með meiri halla en Þorsteinn
Pálsson, „gatið” var 11 milljarðar
að núvirði árið 1986, enda hækk-
uðu útgjöldin um 25% að raun-
gildi. Kannski er þetta vegna þess
að sjálfstæðismenn hafa frekar
kosið að lækka skatta og taka er-
lend lán. Og framvísa þar með
börnunum og barnabörnunum
reikninginn. Með kveðju frá
„bákninu”, Friðrik.
Friðrik eins og öðrum er frjálst
að tala um útgjaldamet núverandi
ríkisstjórnar. Hann verður bara að
muna það að aðrir hafa siegið met
áður. Hans menn ekki síður en
aðrir. Ritstj.
DAGflTAL
Laxveiöin
Laxveiðin hefur gengið illa í sum-
ar. Það er ánægjulegt. Dagfinnur
er nefnilega laxavinur. Laxar eru
nefnilega í útrýmingarhættu og
það sjá allir, sérstaklega þegar lax-
veiðin gengur illa. Svo er líka vafa-
samur réttur sá sem bændur og
landeigendur telja sig hafa að selja
morðleyfi. Ég segi morðleyfi því
vinur minn hefur bent mér á að
maður eigi alltaf að nota orðið
morð yfir þann verknað þegar
einhver er drepinn án undangeng-
inna réttarhalda.
Nú kann einhver að segja að lax-
ar séu ekki menn og hafi því eng-
an rétt á þeim munaði að halda
lífi. En það getur hver og einn
dæmt fyrir sig um þá barbarisku
afstöðu. Annars eru bændur upp
til hópa barbarar. Ég vil nefna
nokkur rök máli mínu til stuðn-
ings.
t*eir telja sig hafa guðlegan rétt á
lífi þeirra ólánsömu skepna sem í
fáfræði sinni eru á einhverjum
tiðspúnkti staddar á landareign
þeirra, sem þeir fengu í arf frá
Guði, því ekki hefur þjóðin selt
þeim landið.
Grimmilegra dæmi er þetta með
vini mína laxana. Þeir eru ekki
einu sinni staddir á landi barbar-
anna heldur eru þeir á þjóðvegum
sjávarskepna á stuttum sætsíing
gekk illa
túrum þeirra til sögueyjunnar. Þeir
eru ofan í ánum. Bændur eru því
axlarbirnir nútímans, því ólíkt
þeim gamla, sem sá þó um að
stúta vegfarendum sjálfur, láta
þeir yfirstéttinni eftir morðin, að
viðlagðri þóknun að sjálfsögðu.
Nú svo vita allir hvernig bændur
hamast við það hver í kapp við
annan þveran, að koma þessari
vesölu þjóð á fjárhagslegt höfuðið.
Einnig er best að minnast sem
minnst á það hvernig þessir bless-
aðir menn haga akstri bifreiða
sinna og landbúnaðarvéla, er þeir
nýta sér þann rétt, sem þeir telja
vinum mínum löxunum of góðan,
að sjá sig um í heiminum. Þ.e.a.s.
Reykjavík.
Annars í laxalegu tilliti eru Reyk-
víkingarsíst betri en bændur. Einn
frægasti laxamorðingi landsins er
enginn annar en smurður arfa-
prins Sjálfræðisflokksins og per-
sónugervingur hrokafullra huvuð-
staöara. Svo bregðast krosstré.
Annars, ef betur er að gáð, þá er
meira að segja sjálfur landshöfð-
inginn alræmdur fyrir allt annað
en vingjarnlega framkomu í garð
þessara friðsömu ferðalanga.
Það væri nær að selja morðleyfi
á hendur ítölskum túrhestum sem
að hætti Al Capone og þrjóta hans
„gleyma” að borga hótelreikninga
á illa stæðum landsbyggðarhótel-
um.
Annað hvort það eða senda þessa
Alfonsa til Skagastrandar. Þar
yrðu þeir annaðhvort skotnir af
kúrekum eða byssuóðum selveiði-
mönnum (sem eru annar hand-
leggur barbarismans og þar eiga
Húnavatnsbændur heiður skilinn
fyrir að klaga í Jón ísberg) eða þá
að þeir yrðu ærir af draugagangi,
því á Skagaströnd ku slíkir ríða
húsum ótt og títt. Þar er þó eitt hús
frægara en önnur og er það ein-
mitt landsbyggðarhótel.
t*að held ég að afkomendur
draugabana Norðurlands myndu
glotta við tönn er Talarnir grenj-
uðu „mamma mía."
Það væri nú ekki verra ef þessir
ólánsömu túrhestar væru ítalsk-
ættaðir ameríkanar og grænfrið-
ungar sem vilja vernda allar lif-
andi skepnur. Hvenær kemur að
þorskinum? Ég bara spyr. Svei att-
an.