Alþýðublaðið - 18.08.1989, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 18.08.1989, Blaðsíða 5
Föstudagur 18. ágúst 1989 5 FÖSTUDAGSSPJALL Leburblökusíminn hringir. Leöurblökumadurinn grípur tóliö, hlustar og hleypur á stöngina til að komast í leðurblökubílinn. Hann reynir að bjarga öllu. Styrkir til loðdýrarœktar, viðreisn fisk- eldisins, ríkishlutabréf í útgerðinni. Allt þetta er hann með í töfrabeltinu. Ávallt viðbúinn. „Nú er komið í Ijós að reksturinn á LeAurblökustefnunni kostar 5000 milljónum meira í ór en við eigum til," segir Guðmundur Einarsson í föstudagsspjalli. Ríkisstjórnir á la Batman Ameríkanar eru nú að uppgötva leðurblökumanninn og myndin um hann ætlar að slá öll met. Hann er góðviljaður og verkar svolítið einfeldnislega á mann. Hann er ailtaf að lenda í gildrum andstæðinganna því hann er auð- veldlega plataður. Þetta finnst Ameríkönum óskap- iega skemmtileg blanda og það er leðurblökuæði í vöggu frelsisins fyrir vestan. Þeir eru loksins að uppgötva þessa yndislegu blöndu. Við þessi heimsvönu uppi á ís- landi erum löngu búin að upp- götva sjarmann við leðurblöku- stælinn. Við höfum nefnilega kosið þessa aðferð til landsstjórnar í tuttugu ár. Lifi leðurblökuaðferðin Við viljum hafa ráðherra og rík- isstjórnir eftir leðurblökuformúl- unni. Ef eitthvað fer úrskeiðis ein- hvers staðar, einhvern tíma, vilja menn geta lyft tólinu, hringt í leð- urblökusímann við Arnarhól og pantað hjálp. Baráttan við hið illa tekur aldrei enda og þess vegna er alltaf gott að vita af manninum með grímuna. Kjötið getur orðið of feitt, fólkið getur orðið of sérvit- urt, samkeppnin í kjúklingarækt- inni getur orðið of mikil. Svona getur allt farið úrskeiðis. Þá er gott að eiga ríkisstjórn að. Flugfreyjur geta farið í verkfall, söluskattsskuldir geta gjaldfallið, þorskurinn getur minnkað í sjón- um. Hið illa er alltaf á sveimi. Þá er gott að eiga ríkisstjórn að. Nú er komið í ljós að reksturinn á leðurblökustefnunni kostar 5000 milljónum meir í ár en við eigum til. En það breytir ekki því að áfram skal flytja borgurunum glaðning- inn. Er einhver að voga sér að tala um að spara i landbúnaði? Nei. Þeir, sem best telja sig þekkja hag bænda og telja sig raunar þá einu í landinu með rétt til að hafa skoð- un á slíkum máium eru forystu- mennirnir á Hótel Sögu. Þeir eru nýkomnir með nýja lausn, sem er nýr samningur fram yfir aldamót. Hann er fullur af nýj- ungum til að takast á við erfiða tíma. Þar eru t.d. áframhaldandi út- flutningsuppbætur á hrossakjöti og sérstakar skattaívilnanir vegna búskapar, svo ekki sé talað um niðurgreiðslur og stóru póstana. Andagiftin gneistar af hverjum staf. Það á bara að lyfta tólinu og hringja í leðurblökusímann. Heimsendingarþjónusta. Hvern varðar um þessar 5000 milljónir í ár og 7000 milljónir á því næsta? Landbúnaðarstefna__________ leðurblökumannsins_________ Tillagan um nýja landbúnaðar- samninginn getur verið dæmi um tvennt og ég veit ekki hvort er verra. Hún getur verið dæmi um svo ósvífna frekju að þess eru fá dæmi. Ef höfundar þessara til- lagna hafa lágmarkshugsun um ástand þjóðarbúsins, svo maður tali nú ekki um tillit til samborgar- anna, þá er þetta dónaskapur. En tillagan gæti líka verið dæmi um hreina heimsku. Höfundar hennar virðast ímynda sér að ein- hvern tíma verði til öflugur land- búnaður á þennan hátt, án nokk- urs hvata, án nokkurrar sam- keppni og algerlega á framfæri ríkissjóðs. En það er varla hægt að ætla þeim slíkan skynsemisskort. Þess vegna stendur líklega eftir möguleikinn að hér sé á ferðinni ósvífin frekja og gamaldags fjár- kúgun, sem eigi að neyða yfir þjóðina í krafti pólitískrar sam- tryggingar svokallaðra lands- byggðarsinna. Það er ótrúlegt að slíkir menn skuli telja öflugt og heilbrigt at- vinnulíf geta byggst á fíknispraut- um úr ríkissjóði. En hún er sterk, trúin á leður- blökumanninn. Guðmundur Einarsson skrifar Skógrækt á íslandi: Tilraununum lokið - Alvaran hefst „Nú er tilraununum lokið og tími kominn til að hefjast handa við alvöruna,” segir Valdimar Jóhannesson sér- stakur framkvæmdastjóri landgræðsluátaks þess sem fer í gang í tilefni 60 ára afmælis Skógræktarfélags íslands. „ís- Ienskir skógræktarmenn hafa á undanförnum árum öðlast þá reynslu og þekkingu sem nauðsynleg er í alvöru skóg- rækt og nú kunnum við að ná árangri. Enda ekki seinna vænna því 80% af þeim skógi sem var hér á landnámsöld er fokinn út í hafsauga,” segir Valdimar ennfremur. Átak í landgræðslu verður sú leið sem Skógræktarfélag Islands velur til að halda upp á 60 ára af- mæli sitt árið 1990. Ræktun land- græðsluskóga verður megininn- tak átaksins, en landgræðsluskóg- ur er sá skógur sem ræktaður er á litt eða hálfgrónu landi svo og ógrónu eða örfoka landi. Að undanförnu hefur staðið yfir hjá 20 garðyrkjubændum í Bisk- upstungum ræktun einnar og hálfrar milljónar birkiplantna og á svæði Skógræktarfélagsins hafa verið ræktaðar 250 þús. lerki og bergfuruplöntur. Þessar plöntur bíða þess nú að vera holað niður á þeim svæðum sem þeim verða valin. Svæði þessi verða valin i sam- vinnu skógræktarfélaga, sveitar- félaga og landgræðslunnar og er ætlunin að þau séu í alfaraleið til að almenningur geti fylgst með vexti plantnanna. Valin verða svæði í öllum landshlutum og verða þau varin fyrir hverskyns ágangi búfjár. Plöntur verða afhentar til gróð- ursetningar næsta vor þegar skipulagðir hafa verið gróðursetn- ingardagar. Þær verða afhentar viðtakendum að kostnaðarlausu og þar gefnar leiðbeiningar um meðferð og aðferðir við gróður- setninguna. Framkvæmdanefnd átaksins tel- ur að átaksárið 1990 sé upphaf að árlegum framkvæmdum við rækt- un og verndun landgræðsluskóga Þorvaldur Þorvaldsson formaður Skógræktarfélags Reykjavikur með hluta þeirra plantna sem gróðursettar verða. A.mynd E.ÓI.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.