Tíminn - 09.01.1968, Síða 1

Tíminn - 09.01.1968, Síða 1
Geapist áskrifertdur aS lÍMANUM Hnngið i síma 12323 Aagiysing í TÍMANUM kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. 8. tbl. — Þriðjudagur 9. jatv 1968. — 52. árg. Rithöfunda- réttarhöldin hófust í gær NTB-Moskva, mánudag. Menntamermirnir fjórir, þrír karlmenn og ein stúlka, voru leidd fyrir borgarrétt- inn í Moskvu í dag. Eins og frá var skýrt í blaðinu fyrir nokkrum dögum, er þeim gefið að sök að hafa dreift áróðri, fjandsamleg- um Sovétríkjunum. Sakborn- ingarnir eru á aldrinum tuttugu og eins til þrjátíu ára. Þau voru tekin höndum af öryggislögreglunni í janú- armánuði síðastliðnum og yfirheyrslur hafa staðið yfir allt þar tii nú, að mál þeirra er loks tekið fyrir rétt. Áformað var að réttarhöldin hæfust fyrir mánuði, en því var skotið á frest þar til nú í morgun kl. 10 að þarlend- um tíma. Lögregluiþjónar stóðu vörð á gangstéttinni fyrir ut- an réttarhúsið, og inni í and dyrinu varð vart þverfótað fyrir óeinkennisbúnum lög- reglumönnum og fylgifisk- um þeirra. „Drusjinniki“, en það eru almennir borgar- ar, sem bjóða sig fram sem aðstoðarmenn lögreglunnar Þrátt fyrir það að sovézk blöð hafa ekki minnzt á rétt arhöldin til þessa, virtust menn vita hvað til stæði, og rúmlega hundrað manns söfnuðust saman í and- dyri byggingarinnar. Þeirra Framhald á bls. 3 Halldór Pálsson, búnaðarmálastjóri, í yfirliti um landbúnaðinn: ISKYGGILEGT OTLIT I LANDBONAÐARMÁLUM Hreindýrin á túninu hjá Egilsstaðabæ. Hreindýr á túnum eystra JK-iEgilsstöðum, mánudag. — Hreindýr eru nú farin að spóka sig hér í þorpinu. f morg un jtoru fjögur dýr í túninu hjá Egilsstaðabænum. Eins og kunnugt er sáust hreindýr óvenju snemma í byggð í haust og hafa verið í stórhópum hér á túnum og í nágrenni við bæi. En þetta er í fyrsta skipti á þessum vetri, sem þau heim- sækja okkur Egilsstaðabúa, þótt þau hafi verið hér í næsta ná- grenni. Skoðanir manna hér munu vera skiptar um það, hvort hreindýratalningin^ geíur rétta . ■.... (Tímamynd—JK) mynd af fjölda þeirra. Margir halda, að þau séu fleiri en lal- an gefur til kynna. Bændur munu vera miðlungi hrifnir af að hafa hreindýrahópa í tún- um sínum, því að þau skilja eft ir sig mikið traðk. Hér er jafnfallinn snjór, og færi dágott í byggð. Fært mun um Fagradal, en ófært um Fjarðarheiði, og til Borgar- fjarðar eystri, nema á snjóbil- Framhald á blis. 14 LlU VILL SKERÐINGU Á KJÖRUM SJÓMANNA! Ekki búizt við nýjum samningafundi í bráð - Fiskverð væntan- legt á miðvikudag - Bátar yfirleitt í höfn nema á Vestfjörðum FB-Reykjavík, mánudag. Því er ekki að neita að útlit í landbúnaðamálum er nú allí- skyggilegt, annarsvegar vegna erf iðs árferðis, en hinsvegar vegna verðfalls á landbúnaðarvörum er- lendis og óheillaþróunar í fjór- málum innanlands. Bændur eru ■ manna síðastir til þess að gera ósanngjamar kröfur til saniborg ara sinna. Þeir eru vanir að beru sínar byrðar í blíðu og stríðu og munu taka á sig fyllilega siun hlut ef þjóðin þarf að sætta sig ’ við minnkandi tekjur. HinSvegar kunna bændur þvi iHa ef lilutur þeirra samkvæmt gildandi lögum er borinn fyrir borð, hverjir sem að því kunna að standa, sagði Halldór Pálsson búnaðarmála stjóri í yfirliti um landbúnaðar- mál, sem hann flutti í Búnaðar þætti í dag. Hialldór sagði ennifremur: — Séu fyrst athugaðir hinir tímabundnu erfiðleikar í land- búnaðinum vegna árferðis, þá er ásetningurinn og útvegun kjarn- fóðurs^ aðalvandamálið. — Á síðastliðnu hausti voru ' bændur furðu bjiartsýnir, þriátt fyrir óvenju mikmn tilkostnað við fóðurbætiskaup s.l. vor og á- burðarkaup, sem víða komu að miklu minni notum en efni stóðu til, vegna kuldatíðar og kals ( túnurn. Mikil verðlækkun á kjarn i fóðri s.l. vetur og vor, vegna um- bóta í verzluninni, og lítilsháttar 'verðlækkun á áhurði samfara hinni almennu verðstöðvun. sem stjórnvöldin hétu þjóðinni, juku bjartsýni hænda og trú á fram- tíðina. Þeir gátu andað ögn ró- legar meðan verðbólgudraug- urinn M kyrr. Ennfremur sáu Framhald á bls. 3 ★ Ekkert samkomulag náðist á samningafundi sjómanna og út- gerðarmanna s.l. laugardag, enda hafa útgerðarmenn lagt fram mót kröfur og krafizt ýmissa skerð- inga á kjörum sjómanna, m.a. Tækkaða hlutaprósentu á dragnót og humarveiðum. Er ekki búizt við öðrum samningafundi í bráð, þótt of sterkt sé að segja að slitnað hafi upp úr samnmgum. ★ Jafnframt virðist ljóst, að fisk verðið komi ekki fyrr en á mið- vikudag, en þann dag heldur Land samband ísl. útvegsmanna (LÍÚ) framhaldsaðalfund sinn hér í Reykjavík. Á þeim fundi verður væntanlega tekin ákvörðun um, hvort útgerð bátaflotans skuli hefjast að nýju eða ekki. j ★ Blaðið hefur átt tal við nokkra i bátaútvegsmenn, sem ekki eru alls kosta ánægðir með afstöðu LÍÚ- manna í samningaviðræðunum við sjómenn. Töldu þeir óliæft, að ætla að hefja veiðar fyrr en ljóst væri hvert fiskverð væri, hvaða hliðarráðstafanir ríkisstjórnin hygðist gera til aðstoðar báta- flotanum, og samningar hefðu verið gerðir við sjómenn. Sem kunnugt er hefur báta- flotinn víðast hvar á landinu ver- ið í höfn frá áramótum. Er það í samræmi við ályktun aðalfundar LÍÚ í desember s.I. þess efnis, að bátaútvegsmenn skyldu ekki hefja veiðar á þessu ári fyrr en viðunandi rekstrargrundvöllur lægi fyrir að dómi frnmhalds- aðalfundarins. Er nú ekki róið frá Vestmannaeyjum, Suðurnesj- um, Faxaflóa, Breiðafirði og á Norður- og Austurlandi. Einu aðil arnir, sem ekki fara eftir sam- þykkt LÍÚ-fundarins eru útvegs- menn á Vestfjörðum — og ein- staka útvegsmenn, er sent hafa báta sína út á öðrum stöðum á tandinu. Framhaldsaðalfundurinn á mið- vikudaginn mun kanna „hvort viðunandi rekstrargrundvöllur liggur fyrir“, og væntanlega gera það á grundvelli fiskverðsins og þeirra hiiðarráðstafana. sem hafa verið boðaðar. Aftur á móti bendir ekkert til þess. að samið verði við sjómenn fyrir þennan tíma. Þeir bátaútvegsmenn, er blaðið ræddi við í dag, töldu ófært að ákveða að hefja veiðar, ef ekki væri búið að semja við sjómenn, því þeir gætu stöðvað flotann með verkfalli. Þá sögðu þeir einnig, að sjó- menn væru búnir að taka á sig kjaraskerðingu í heilt ár, og væri því óréttlátt að ætla að skerða kjör þeirra enn meira. Krafist kjaraskerSingar! — Síðasti samningafundur var á laugardaginn frá kl. 14—18 og ekkert sa’mkomulag náðist, — sagði Jón Sigurðsson, formaður Sjómannasambands íslands, í við tali við blaðið í dag. — Og ég býst ekki við. að við komum aftur saman að sinnL — Slitnaði upp úr viðræðunum? Framihald á bls. 3. Sjá einnig bls. 16og3 Halldúr Pálsson

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.