Tíminn - 09.01.1968, Síða 3

Tíminn - 09.01.1968, Síða 3
MBEÐJUDAGUR 9. janúar 1968 . TÍMINN 3 (SKYGGILEGT ÚTLIT Framhald af bls. 1. toændur að kjarnfóðureyðslan s.l. vtxr kom að notum. Féð gekk víð- ast hvar ágætlega undan vetri, lamlbahöld urðu víða góð, dilkar uxu vel og urðu vænir í haust og kýr gerðu ágætt gagn. Hey- leysi margra bænda í haust var hinn mikli skuggi. Harðærisnefnd in ræddi vanda þennan við for- vígismenn bænda á meira en hálfu lsndinu 03 r". \ har sem skórinn kreppti mest að. Um tvennt var að velja: Stórkostlega bústofnsskerðingu eða gífurleg kjíarnfóðurkaup, því allir voru sammála um að ásetningur yrði að vera tryggur. Yrði fækkunar- stefnan allsháðandi hlaut hún að valda tekjurýrnun ekki aðeins á næsta ári heldur á meðan bænd- ur væru aftur að koma sér upp toústofni, og myndu efnaminni toændur vart rísa undir því, nema fá uppeldisstyrk til að koma bú- stofninum upp aftur. Fækkunin • hefði að sj'álfsögðu skapa® mesta öryggið í svip. En þar sem verð á kjarnfóðri var mjög hagstætt miðað við verð á heyi og bús- afurðum var freistandi fyrir hina toeytæpu bændur að fækka ekki verulega a.m.k. ekki ám og mjólk- urkúm, heldur kaupa kjarnfóður, byrja strax að gefa það á haust- nóttum og spara með því heyin, svo að þau entust framúr hvern- ig sem veðráttan yrði. Allir út- reikningar sýndu að þessi aðferð væri hagfræðilega rétt, svo fram- arlega sem að hægt væri að út- vega kjarnfóðrið í tæka tíð, vel væri á því haldið og engin mis- tök eða úthaldsleysi ætti sér stað í fóðrum fénaðarins. Þessi stefna varð ofaná. Uppeldisstyrkurinn fékk ekki hljómgrunn hjá meiri hluta Harðærisnefndar eða vald- höfum. Búnaðarfélag íslands brýndi mjög fyrir bændum að hafa ásetning tryggan og fara bil beggja, fækka nokkuð þótt ekki fengist uppeldisstyrkur, en treysta einnig mjög’ á kjarnfóð- urgjöf og tryggja sér kjarnfóðr- ið í tíma. Bændur, sem verst voru settir með hey, hafa sjiálfir keypt mikið magn af heyi og heykögglum. Verð á því var yfir- leitt sanngjarnt og má þakka það einkum tvennu, hinu lága verði á kjarnfóðri s.l. haust og því að Samtoand ísl. samvinnufélaga hafði til sölu mikið magn af heyi á Hvolsvelli og stillti verði á ■ því mjög í hóf. — Harðærisnefndin lagði á- herzlu á að bændur eða fyrirtæki þeirra keyiptu heyin og semdu um flutninga á þeim og fengju þau flutt landleiðis áður en vegir yrðu ófærir, en hét nokkru framlagi upp í kostnað við flutningana. Hef ur þetta gefizt vel. Heyið sem fengizt hefur til kaups hefur nú því nær allt komist til kaupenda með hóflegum flutningskostnaði. Lánin úr Bjargráðasjóði til sveit- arfélaganna, þar sem heyskortur var mestur, voru ákveðin nokkru fyrir gengislækkun og miðuð við þáverandi verðlag. Eins og þá stóð á voru bændur sæmilega á- nægðir með þá úrlausn, svo fram arlega sem verzlunarfyrirtækjum yrði gert kleift að útvega kjarn- fóðrið í tæka tíð. Jótt Grétar Sigurðsson héraðsdómslögmaður Austurstræti 6 Simi 18783. — En gengislækkunin og sú verðhækkunaralda sem henni fylg ir óhjákvæmilega breytti öllu til hins verra. í fyrsta lagi hrökkva þau lán, sem veitt voru úr Bjarg- ráðasjóði, miklu skemmra til greiðslu á því fóðurmagni, sem bændur vantaði til þess að hafa 80% af fóðurforða, en fyrir geng islækkun en xið að þætist að toændur þurfa nú miklu meira fjármagn til þess að greiða þann hlutann af fóðurþörfinni umfram venjuleg kjarnfóðurkaup, sem iþeim var ætlað að standa straum af, án aðstoðar um lán. Sú verð- hækkun, sem fæst á búvöru vegna verðlhækkunar á kjarnfóðri mið- ast aðeins við kjarnfóðurnotkun í venjulegu ári, og borgar því að- eins brot af þeim mikla viðbótar- kostnaði, sem nú fellur á bændur vegna verðhækkunar á kjarnfóðri af því að nú þurfa margir að gefa miargfallt meira kjiarnfóður en i meðal ári. —Harðærisnefndin hefur á- kveðið að taka þessi mál aftur til athugunar, en hefur beðið eft- ir því hvaða áhrif gengislækkun- in haifi á, kjarnfóðurverðið. En þótt hægt verði að útvega eitt- hvað aukið lánsfé, þá verður það aldrei nema brot af því, sem giengislækkunin eykur kostn- aðinn við hina miklu kjarnfóður- gjöf. — Nú eru víða litlar sem eng- ar birgðir af kjarnfóðri á verzl- unarstöðum, en miklar birgðir eru á leið til landsins. Við skul- um vona að takist að koma kjarn fóðurtoirgðum til Nbrðurlandsins áður en hafísinn lokar þar höfn- um. i— En úr því sem komið er þá verður að taka á vandamálunum með karlmennsku og bjarga því sem bjargað verður. Fyrsta og víð asta skylda bænda er að sjá fén- aði öllum fartooða til næsta vors, hvort sem það kemur snemma eða seint. Verzlunarfyrirtækin og lánastofnanir verða að sjá um sinn hluta, en síðar kemur að skuldadögunum. Þá er fyrsta at- riðið að flá arð af öllum skepn- um, því aðeins með honum geta toændur greitt fóðurbætisskuldirn ar. — Bændur góðir verið því vel á verði með fóðrunina í vetur og vor. Sparið heyin svo að þau end- ist fram í gróanda en bætið úr heyskortinum með kjarnfóður- gjöf. Leitið til ráðunauta, bæði til ráðunauta Búnaðarfélags ís- lands og héraðsráðunautanna, um leiðbeiningar um fóðrun. Þeir munu verða óþreytandi að leið- toeina bæði í ræðu og riti og einka siamtölum og bréfum. — En gengislækkunin mun því miður valda landbúnaðinum erfið leikum í fleiru en verðhækkun á kjarnfóðri. Öll óhófsverðþensla er íslenzkum landbúnaði hættuleg eins og öllu þjóðfélaginu. Þegar verðlag búvöru fer lækkandi um heim, þá er hart að þurfa að búa við stórhækkað verð á rekstrar- vörum landibúnaðarins hér, ekki sízt vegna þess að bændur hafa á undanförnum árum orðið var- hluta um tekjur fyrir vinnu sína og eiga því enn erfiðara en aði- ir með að hverskionar áföll af at- vinnurekstri sínum yfir á naum- ar vinnutekjur sínar. Of fáir bændur eiga sparifé til að grípa til, þótt bændastéttin sé í eðli sínu toæði sparsöm og ráðdeildar- söm. Stjórnarfarið undanfarna áratugi, þessi undanlátssemi við verðþensluna og síendurteknu gengisfellingar, sem eru hverju sinni ekkert annað en kvittun fyr ir lélega fjármálastjórn hefur dregið úr sparnaðarhvöt bænda eins og annarra, þótt bændur hafi tregðast lengur en aðrir við að viðurkenna að vonlaust sé að bú- ast við heiltorigðu fjármálalífi. — Bændur eiga úr vöndu að ráða og einnig þeir, sem eiga að leiðbeina þeim í búskap og fjár- festingarmálum. Sé efnahagslífið heilbrigt, er ldtil hætta á, að bænd ur efni til meiri fjárfestingar og skuldasöfnunar en brýn nauðsyn er á, vegna þess að þá þarf að greiða hverja skuld m-eð sama verðmæti og tekið var að láni. Við slíkar aðstæður væri gamla orðtakið „Græddur er geymdur geymdur eyrir“ sannmæli. Þá myndu einstaklingar safna spari- fé og hinn margumtalaði rekstr- arfijárskortur yrði að verulegu leyti úr sögunni. Undir slíkum kringumstæðum yrði þróun í bú- skap, og hverskonar framförum heilbrigð og viðskiptalífið sömu- leiðis og bændur sem aðrir borg- arar finna til öryggis um atvinnu reksturinn og afkomu sína, En við búum við verðbólgu, sem snýr dæminu við. Emda þótt miklar skuldir séu bændum ætíð fjötur um fót og blátt áfram hættulegar séu þær mjög miklar miðað við framlieiðslugetu búsins, þá er á- byrgðarhluti, að hvetja bændur til að draga á langinn gagnlega fjárfestingu og spara saman sem mest eigið fé, áður en hafizt er handa, þar sem verðbólga og gengisfellingar rýra spariféð ár frá ári langt umfram vexti af því. — Smá dæmi sannar þetta. tSegjum, að bóndi hafi fyrir ári síðan átt gamla dráttarvél, sem hamn gerði sér Ijóst að þyrfti að endurnýja fljótlega. Segjum að hann hafi átt 40—50 þúsund krónur inni í viðskiptareikningi í ársbyrjun 1967 og viðbótina af dráttarvélarverðinu hefði hann þurft að taka að láni, ef hann hefði ætlað að endurnýjia hana ár ið 1967. Bóndinn gerði það ekki, af því hann vildi ógjarnan auka skuldir sínar og þótti betra að eiga aðeins inni í viðskiptareikn- ingi sínum en skulda þar, enda vonaði hann að verðstöðvunin tækist. En nú bilaði dráttarvélin svo s.l. haust, að ekki verður hjá því komizt að kaupa nýja vél næsta vor. Nú hækkar verð henn- ar svo í krónutölu vegna gengis- lækkunarinnar, sem næstum nem ur því sem til var í viðskipta- reikningi í byrjun s.L árs upp í dráttarvélarkaupin. Útkoman er því sú sama fyrir þennan bónda eins og hanm hefði tekið inni- stæðu sína í fyrra og eyðilagt hana. Á þennan hátt er búið að leika margan gætinn og góðan bóndann á undanförnum árum. Lái þeim því hver sem Vill, þótt þeir hraði sér að festa það litla sem þeim tekst að spara sama og taki lán til viðbótar, til þess að vélivæða búin, rækta og byggja. (En hin öra fjárfesting skapar mekstnarfjiárskort bæði hjá bænd- u msjálfum og verzlunarfyrirtækj um þeinra. Hvað sem öllum hraða fjárfest inga og framfara líður, vil ég þó vara bændur við að sökkva sér of djúpt í skuldir, því þótt segja megi, að verðbólgan sé hinum skuldugu til hagnaðar á hliðstæð- an hátt og hún rýrir sparifé, þá verður þó hver og einn að geta risið undir skuldum sínum. Það má því aldrei leggja fé í óarð- bæra fjárfestimgu. Hver bóndi ætti að hugsa sig vandlega um áður en hann leggur í nýja fjár- festingu. í fyrsta lagi, hvort hin fyrirhugaða fjlárfesting mun-i virki lega auka hagkvæmni í búskapn- um og í öðru lagi hvort skulda- toagginn muni við þetta verða ó- viðráðanlegur. Róðurinn er þung ur fyrir flesta bændur, sem skulda h-ærri upphæð, en samsvar a-r árlegum brúttótekjum bú-sias. — Þær framkvæmdir sem bænd-ur eiga að láta sitja í fyrir- rúmi eru: au-kin túnrækt, hlöðu- byggingar, súgþurrkun og að sjálfsögðu rafvæðing, þar sem hún er ekki komin. — Mesta öryggið í búskapnum eru beyfyrningar, en þær þurfa að geymast í góðum hlöðum. Mest aðkallandi vandamálið, sem blas- ir við búvísindamönnum okkar, hvort heldu-r um er að ræða þá, sem vinna að tilraunum og rann- sóknum eða leiðbeinendum, er að finna- lausn á því, hverig bæ id- ur geti fengið uppskeru af hinu ræktaða landi, þegar eitthvað ber út af með veðráttu. — Enda þótt hið nýbyrjaða ár hafi heilsað m-eð harðneskju veðr áttu og hafísinn sé skammt und- an og við verðum því að vera viðbúnir að mæta miklum erfið- leikum, þá skulum við vona að vel rætist fram úr vandanum. Það kann að vora vel og næsta sum- ar getur orðið gott og gjöfult til lands og sjávar. Þá gæti útliðið orðið glæsilegra um næstu ára- mót en það er nú. FRAM — SPOJNA Framhald af bls. 13 sem ég man eftir. Aðrir leikmenn sem sköruðu fram úr voru Aleks- ander (7) og W. Andrzej (12), sem báðir skoruðu 6 mörk. Við Fram-liðið er hægt að segja eftir svona leik. Farið heim og æfið ykkur betur. Vörnin verður að lagast og þá batnar markvarzl- an sjálfkrafa. O-g hvernig er það með línuspilið? Einn bezti línu- maður landsins, Sigurður Einars- son, hefur tekið upp á þeirri vit- leysu í síðustu leikjum að hanga eins og vofa út í öðru hormnu aðgerðarlaus. Þetta er gjörsam- lega misheppnuð taktik. Mörk Fram: Guðjón 7 (2 víti), Gylfi J. 3, Ingólfur og Gunnlaugur 2 hvor, Sigurður E. og Gylfi H. 1 hvor. Björn Kristjánsson dæmdi leik inn eftir atvikum vel. RÉTTARHÖLD Framhals af bls. 1. á meðal var mi-kill fjöldi erlendra fréttamann-a og Ikepptust óeinkennisklædd- ir öryggislögreglumenn við að ljósmynda þá. Meðal fólksins í anddyrinu voru sonur og eiginkona Juri Daniels, annars þeirra tveggja ribhöfunda, sem voru dæmdir í nokkurra ára þrælkunarvinnu fyrir óhróð ur um Sovétríkin, eins og frægt er orðið. Fjórmenn- ingarnir sem nú standa fyr ir rétti eru öll miklir áhang endur þeirra, og eru sökuð um að hafa gefið út bók þar sem dregin var upp ófög ur mynd þeirra réttarhalda. Einnig eru þau ákærð fyrir að hafa haft samvinnu við félagsskap landflótta Rússa í Vestur-Þýzkalandi, og gef- ið út ólöglegt bókmennta- tímarit, Fhenix 1968. Fyrir þessar sakir geta þau átt fyrir höndum allt að sjö ára vist í þrælkunarvinnubúð- um. Opinberlega er látið svo heita, að réttarhöldin séu opin hverjum sem er, en í reynd voru það aðeins ör- fáir menn með sérítök vega bréf, sem fengu inngöngu í réttarsalinn. Fyrir hádegi? höfðu að- eins tvær manneskjur feng- ið að koma inn í réttar- salinn, móðir Galanskovs og unnusta Ginsburgs, en er leið á daginn tókst örfáum mönnum að fá leyfi til að fýlgjast með réttarhöldun- um. Sagt er að þrjú hinna ákærðu hafi játað sekt sína að nokkru eða öliu leyti. Þau eru Alexei Dobrovolsky 29 ára gamall, Juri Galan- skov, 27 ára gamall, og Vera Lasjkova, en hún er aðeins tuttugu og eins árs að aldri. Mensi Alexander Ginstourg, en hann er talinn foringi þeirra, hefur hins vegar neit að öllum ákæruatriðum. — Hann er þrítugur að aldri. ÞÓRÓLFUR Framhald af bls. 13 is Stars og hefur leikið við góð- an orðstír með liðinu, sem er í hópi hjnna beztu í Bandaríkjun- um. „Mér hefur líkað sérstaklega vel í Bandaríkjunum.- Leikmen.i- irnir hjá St. Louis eru frá mörg- um löndum. Við lifum í sátt og samlyndi og vinnum allir að sama markinu. Knattspyrnan vestra verður sífellt betri og ég spái því, að eftir svo sem 10 ár verði Bandaríkin stórveldi á knatt- spyrnusviðinu“, sagði Þórólfur. Um framtíð sjálfs síns sagði Þór- ólfur, að han-n færi til Skotlands til að hitta unnustu sína, áður en hann héldi aftur til Bandaríkj anna, en hann myndi e.t.v. gera saming þar. Það var gaman að hitta Þór- ólf aftur. Hann var hress og kát- ur, kominn með rauðan hökutopp eins og í Rouen forðum daga, þeg ar leikmennirnir ákváðu að safna skeggi á meðan allt gekk að ósk- um í frönsku bikarkeppninni. -alf. L. í. Ú. Framhals af bls. 1. _— Ég segi það nú ekki, en ég býst samt við að það verði frekar dráttur á, að nýr fundur verði haldinn. Eins og áður hefur verið skýrt frá, lögðu sjómenn fram nokkrar kröfur. Var það um, að trygging skyldi hækka, en þó þannig að það komi upp í fæðiskostnað, sem er orðinn mikill á bátunum. etta eru 1500 krónur á mann. Þá var farið fram á hækkun á hlut á togbátum, þannig að skipshöfn- in flái 37% en ekki 32,5% eins og nú er. Á dragnót og humar- veiðum fær skipshöfnin 37%. Þá var einnig farið fram á hækkun á líf- og örorkutryggingu. Ör 200 þúsundum — sem verið hefur frá því tryggingar þessar 'komust á — í 600 þúsund krónur, eins og gildir á farskipum. Voru þessar helztu kröfur sjómanna. Nú brá svo við, að talsmenn útgerðarmanna vildu ekkert um hækkanir fjalla, heldur lögðu þeir fram mótkröfur, sem allar mið- uðu til lækkunar á kjörum sjó- manna. Aðspurður um þetta sagði Jón: — Þeir vildu m.a. lækka hluta- prósentu á humar og dragnóta- veiðum úr 37% í 35%. Þeir voru með fleiri mótkröfur, sem allar voru til lækkunar, en þessi var þó mest. Jón taldi óliklegt, að sjómenn myndu grípa til nokkurra aðgerða sem §tendur, þótt samkomulag sé ekki í nánd. Aftur á móti mun málið skýr- ast nokkuð, þegar fiskverðið kæmi og útvegsmenn ákvæðu, hvort þeir myndu aflétta stöðvun á útgerð bátanna — en sú stöðvun hefur verið í gildi síðan um áramót sem kunnugt er.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.