Tíminn - 20.01.1968, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.01.1968, Blaðsíða 2
2 TÍMINN LAUGARDAGUR 20. janúar 1968. SJÓNVARPIÐ í síðasta þætti og jafmvel stundum áður, hef ég drepið á nauðsyn aukins leikritaflutn ings í Sjónvarpi. Svo virðist sem eitthvað sé að rofa til í þessum efnum, því að innan skamms verður tekið upp í sjónvarpssal ísienzkt leikrit, al veg nýtt af nálinni. Höfundur þess er okkar góðkumni Jök- ull Jakobsson, sem aflað hef- ur sér vinsælda leikhúsgesta með leikritum sínum Hart í bak og Sjóleiðin til Bagdað, prýðiiegra sjónleikja. sem not ið hafa mikillar hylli. Og nú ríður Jökull á vaðið, fyrstur íslenzkra höfunda að semja leikrit fyrir sjónvarp. Þetta er stutt leikrit, nefinist Rósalind, en um efni þess skul um við ekki fjölyrða að sinni. Æfingar standa nú yfir af krafti, og gert er ráð fyr- ir, að upptaka verksins verði snemma í febrúar ef allt geng ur vel. Leikstjórn anmast Gísli Halldórsson, en í aðal- 'hlutverkum eru Þorsteinn Ö. Stephensen, Nína Sveinsdóttir og urigur leiknemi Anna Ann- grímsdóttir. Ekki hefur verið ákveðið um það hvenær verk- ið verður flutt, en sennilega verður þess ekki langt að víða. Menming eða hrossaóperur. Sitt sýnist hverjum um leik ritaval sjónvarpsins svo sem annað efni þess. Sumir vilja ekki heyra annað nefnt en menmingarlegar kvikmyndir sem hafa uppbyggilegt gildi eða listagildi, hvort tveggja er auðvitað bezt. Aðrir vilja fá léttmeti, hugljúfar dans- og söngvamyndir og þetta nokk- uð, enn aðrir eru ólmir í ein- hvers konar hrossaóperur, og svo eru auðvitað til menn, sem eru svo klárir, að þeir geta ekki horft á meitt anmað en framúrstefnu'kvikmyndir, en sennilega flokkast þær líka undir menningarlegar kvik- myndir. Ég tel, að sjónvarp- iinu hafi tekizt sæmilega að rækja skyldur sínar við þessa sunáurleitu hópa, en þeir, sem helzt aðhyllast léttmeti og hro'ssaóperur kvarta oft yfir því, að sjónvarpið gangi of mikið undlr þeim, sem meta menninguna meira en annað. Þetta er ef til vill orð að siöinnu. Mér kemur ekki til hug ar að lasta sjónvarpið fyrir að hressa ögn upp á blessaða menninguna okkar. manni skilzt að ekki veiti af. En það er nú til stór hópur manna, sem af einhverjum orsökum hefur ímugust á mienningu, má jafnvel ekki heyra á hana minnzt, og á sér sennilega ekki viðreisnar von á því sviði. Þótt það sé auðvitað ekki rétt að ala ósómann upp í fólkinu, a. m.k. ekki of mikið, á það þó heimtingu á svolítilli agnarögin af hazar og gríni, kúrekamynd um, Ahott og Costello og öðru slí’ku. Sjónvarpið hefur reynt að koma dálítið til móts við þennan hóp manna, m.a. með framhaldsmyndaflokkun um Maverick, Steiinaldarmönn unum, o.fl. En sjálfsagt er menningunni engin hætta bú- in, þótt sjónvarpið sýni oftar léttar og lítt merkilegar kvik- myndir, græskulausar gamain- myndir jafnvel kúrekamyndir. Ætli þeim, sem hvundags eru miklir menningarvinir, þætti ekki gott að slappa stöku sinnum af við slíkt léttmeti. Hitaveitan, Kreml og Manfred Mann. Þátturinn í brennidepli var með al'bezta móti sl. föstudag. Þessi stuttu snaggaralegu við- töl, sem stjórnandi hafði við nokkra af íbúum kuldabeltis- ins voru miklu skemmtilegri en hið venjulega form þáttar- ins, langdregmar samræður oft jafnvel vandræðalegar. Stjórn- andi ætti framvegis að vinna þætti sína í svipuðum dúr, láta þá ganga hratt og öruggt, hafa viðtölin stuttorð og gagnorð. Sama kvöld fengum við að sjá sæmska upptöku á hljóm- sveitarþætti Manfreds Mann. Að mínum dómi var þessi þátt ur hreinasta snerti flutning "og' upptöku. Annars er það dálítið skrýtið að flestir þeir þættir. sem við fáum frá Norðurlöndum skuli vera tónlistarþættir með er- lemdum beathljómsveitum. Tæplega tiúi ég því, að þeir grannar okkar geti ekki boðið okkur upp á neitt annað. Þá var flutt kvikmynd um Kreml, kastalaborgina frægu, sem mörgum hérlendis hefur áreiðanlega staðið stuggur af. Kvikmynd þessi mun hafa koll varpað hugmyndum margra um þetta fræga „kommúnista- greni“, sem reyndist þegar allt kom til alls samsafn stórkost- legra bygginga og listaverka. Þýðing Valtýs Péturssonar var ágæt, en hann hefði heldur átt að fá einhvern annan til að flytja hana fyrir sig, því að hainn er helzt til óskýrmæltur, og textinn komst því illa til skila. Góðir fræðsluþættir. Dagskrá mánudagsins var ágæt. Kvikmyndin um leikar- ann Humphrey Bogart var verulega skemmtileg, en hefði ef til vill mátt vera ögn ítar- legri. Apakettirnir voru í ess- inu sínu þetta kvöld eiins og endranær. Nýtur þáttur þeirra mikilla vinsælda, einkum með- al ungs fólks. Þá lék Gísli Magnússon á Píanó, og gerði vel. Var þátturinn hæfilega stuttur, en svoma þættir mega alls ekki vei’a of langir. Oft hefur tekizt vel til með mynd- upptöku í sjónvarpssal, en að þessu sinnivar hún fremur léleg. Af dagskrárliðum s. 1. þriðju- dags ber helzt að nefna þátt Guðmundar Sigvaldasonar kísiL Það er ánægjulegt. hvað hon- og öðrum vísinda- og menntamönnum okkar tekst vel að koma fram í sjónvarpi og setja mál sitt fram á skýr- an, skilmerkilegan og jaíiwel S'kemmtilegan hátt, þegar þeir fjalla um miálefni, sem í fljótu bragði gætu talizt lausir við skemmtilegheit. Ein þannig er, að allur almenningur hlýðir á á þætti þessa sér til fróðleiks og skemmtunar og er það vel. Að kafna undir nafni. Myndsjáin var í eina tið einn lífliegasti og skemmtileg- asti þáttur sjóinvarpsins. En eftir því sem fram í sækir verður þessi þáttur æ einhæf- ari, og er á góðri leið með að kafna undir nafni. Sjálf myndsjáin fær nú mun minna rúm í þættinum en aftur á móti virðist tilgaingur hans einkum vera að sýna áhorfend um andlit þeirra sem honum stjórna. E.r orðið heldur hvim- leitt að sitja við sjónvarpstæk- ið og virða stjórnendurna lesa upp af blöðum hvað við eig- um að fá að sjá næst. Og á meðan myndiin er sýnd er að öllu jöfnu leikin létt tónlist undir. Sjónvarpsþulir. þótt góðir séu, ættu að reyna að átta sig á að áhorfendur hafa ekki takmarkalausan áhuga á persónu þeirra. Reyndar ætti að skjóta þessu að fréttamönmum sjón- varpsins líka. Það ætti að vera hægt að samræma myndir og tal betur en gert er en ekki sífellt að eyða löngum tíma í að segja manni á hverju er von næst og sýna síðan kvik- myndir og kyrrmymdir undir dillandi músik eða jafnvel þögn. Guðrún Þ. Egilson. snilldj bæði hvaðu ».i jarðfræðiings um mjög um í kvöld, laugardaginn 20. jan- úar, mun sjónvarpið sýna kvik mynd eftir ítobert Bressom s»m heitir „Pickpocket“ (Vasa þjófur). Bresson fæddist 27. sept. 1927 í Bromont-Lamoth. Hanm fékk snemma áhuga a málaralist. Seinna beindist á- huginn að kvikmyndum, hann samdi nokkur kvikmyndahand- rit, 1934 var hann bæði fram- leiða-ndi og leikstjóri við gam- anmynd „Les affaires publiq- ues“. Árið 1939 vann René Clair að kvik-mynd sem aldrei varð fullgerð „Air pur“, þá var Bresson hjálparmaður hans. Meðan Frakkland var her- numið, lauk hainn við fyrstu stórmynd sína „Les anges du péché“ (Fallnir englar) 1943, Les dames du Bois de Boul- glogne (Frúrnar í Boulogne- skóginum) 1945. Sex árum seinna kom Journal d‘um Curé de Campagne (Dagbók sveita prestsins), sem er af öllum við- urkennt sem einstakt meistara verk. 1956 kom Un condamme á mort s‘est éshappé (Flótti. dauðadæmds manns) byggt á frásögu Devignys herforimgja um flóttann frá Fort Montluc, en hann var þar fangi Þjóð verja. Procés de Jeanne d‘Arc (Miálsókn gegn Jeanne d‘Arc) kom árið 1962 og 1966 lauk hann við Au hasard Balthazar (Uppá von og óvon) framleið- endur eru Parc Film í París og Svensk filmindustri Stokk- hólmi. Hún fjallar um asnan Balfchasar og erfiða ævi hans, og hefur hlotið mjög góða dóma og góða aðsókn erlend- iis. Handritið í „Vasaþjófi" er samið af Bresson sjálfum og tónlistina sér Lulli um. Engir leikaranna var vanur en Pierre Etaix er núna mikill gaman- leikari og leikstjóri og fyrir stuttu var sýrnd kvikmynd hans Le Soupirant í Austurbæjar- bíói. Farði er lítið notaður og kvikmyndatakan á hvers- dagslegum stöðum eins og neð anjarðarbrautum. járnbraut- arstöðvum og á götum úti, svo engin „vinnustofubragur“ er á tökunum. Bressoin hefur aðeins gert sex myndir á tuttugu árum, en þær hafa skipað honum sess sem einn mesti meistari sjöundu listgreinarin'nar. Enda hefur hann haft afburða aðstoðarmenin. Kvikmyndar- ann Léonce-Henry Burel (sem í kringum 1920 vann með Abel Gance og' Jaques Feyde.r) og málarann og skreytingarman® inn Pierre Charbonnier. Bres- son setur stílinn ofar öllu og við munum ekki verða fyrir vonbj’igðum með þessa mynd. Hafi sjónvarpið þökk fyrir að sýna hana. P.L. Fundur um áíeng- ismul / Guttó Nýlega hafði stúkan Framtíðin opinn fund í Góðtemplarahúsinu. Æðsti templar sagði í stuttu á- varpi, að tilefni þessa fundar væri að fá fram sem flest sjónarmið þeirar er vildu stefna að sama marki, þ- e. leita úrbóta á ástand inu, því að ekiki væri lengur um það deilt, að vínneyzla væri orðin þjóðarböl okkar fslendinga svo sem margra annarra þjóða. Ýmis félagssamtök og einstakl- ingar sem hefðu brennandi áhúga til þeessa mannbótastarfs, þekktu ekki sem skyldi til stefnumiða né starfsaðferða annarra á sama vettvangi. hvað þá að þeir ynnu saman. Góðtemplarareglan leitast við með störfum sínum, að forða því, að unglingar lendi nokkurn tímann út á hættubrautina og þar til væri barnastúkustarfsemin. Full orðnu stúlkurnar reyndu svo að hjálpa þeim sem veikir væru, með því m. a. að veita þeim þátttöku í bróðurlegum félagsskap, forða þeim frá einmanakenndinni og svo sem i barnastúkunum, að láta þá sjálfa reyna það, að á margan hátt er unnt að skemmta sér vel án þeirar svika hjálparmeðala, sem áfengið væri. Stór liður í slíku og það sem almenningi mundi kunnast af slíku, væri sumarmótin um Verzlunarmannahelgina, áður að Húsafelli, en nú síðast að Galta læk, sem væri hreinn undra staður og mætti kalla „framtíðar Vonar- land“ reglunnar. Bæði væri svo barnaheimilið að Skálatúni og starfið að Jaðri, auk allra skemmtana þar í Gúttó. Þá taldi hann sína mestu gleði þeessa fundar, heimsókn ung- templarafélagsins Hrönn. Þeir tóku og fyrstir til máls og skýrðu frá starfi sínu, hér í borg og frá stofnun deilda út um land m. a. voru nokkrir félagar þeirra ó- komnir heim frá stofnun deildar í Vestmannaeyjuim. Nýlega hafði og verið stofnnð deild á Akranesi og Siglufirði og uipplýstirt meðal arm ars að þar hefðu bætzt við 50 nýir félagar á síðastú fundi. Sjö ungmenni stóðu upp og greindu frá sinni starfsgreininni hvert, íþróttum, skemmtuinum, fundarhöldum, útbreiðslustarfinu o- fl. o. fl. og öll var þessi félags- gleði alveg laus við hinn mikla vágest: vínið. Gleði starfsins hrein og gleði heimilanna á bakvið. Það leyndi sér ekki í ræðum þessara ungman.na, gleði þeirra og lifandi áhugi á starfinu, enda ræðum þeirra tekið með mjög fagnandi lófataki. Við spurningar kom fram að þeir hafa þann fyrir vara á inngöngu í félagsskapinn að þeir leyfa hinum væntanlegu félögum þátttöku um nokkurt skeið og verður þeim þá ekki að- eins fullkunnugt af orðum heldur af reyndinni, að algjart bindindi er ekki nafnið eitt, heldur það sem engum dettur í hng að brjóta og tóhaksneyzla nauimleiga teljandi þó að engin heit séu þar um. En Framhald á bis. 12.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.