Tíminn - 20.01.1968, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.01.1968, Blaðsíða 6
FÖSTUDAGUR 19. janúar 1968. 6 HÚSEIGENDUR: Hreinlætistæki eiga að prýða hús yðar um leið og þau þurfa að svara kröfum tímans. Gustavsberg hreiniætistæki sameina hvoru tveggja, þau eru falleg að lögun og lit og gæðin eru viðurkennd. SNJÓHJÓLBARÐAR MEÐ NÖGLUM *»• sem settir eru í, með okkar íull- komnu sjálívirku neglingarvél. veita íyllsta öryggi í snjó og hálku. Nú er allra veðra von. — Bíðið ekki eítir óhöppum, en setjið CONTINENTAL hjólbarðá, með eða án nagla, undir bílinn nú þegar. Vinnustofa vor er opin alla daga írá kl. 7,30 til kl. 22. Kappkostum að veita góða þjón- ustu með fullkomnustu vélum sem völ er á. GÚMMÍVBNNUSTOFAN h.f. Skipholti 35 — Sími 3-10-55. ísSadéftir fyrrum húsfreyja Þórustöðum í Bitru F. 8. okt. 1872. — D. 8. jan. 1968. í Reykhólasveitinni sáu þrjú af meiri skáldum þjúðarinnar á 19. öld fyrst dagsins Ijós og skynj uðu þann stóra heim efnis og anda, sem þeir með aldri og þroska. námu öðrum fremur og kynntu oss. sem skemur sjáum. Á þessum slóðum fæddist Ingunn og ólst upp. Á fyrstu bernsku- árunum var hún tekin til fósturs af hjónunum Ingunni Bjarnadótt- ur og Páli Ingimundarsyni í Mýrar tungu. Ingunn var heitin í höfuð ið á fóstru sinni. Hjá henni naut hún ástríkis sem hjá góðri móður. Minntist hún nöfnu sinnar og verannar þar á bernsku- og aesku árunum og sagði það 'kn bezta skóla fyrir lífsstarf siw Þau hjónin, Ingunn, sem var seinni kona Páls, voru vel greind og menntuð. Heimili þeirra traust, efni pæg og höfðingsbragur á ýmsum heimilisiháttum. Gestur skáld, sonur Páls af fyrra hjóna- bandi dvaldist oft þar heimg o<g bar hann ávallt eitthvað nýtt með oT o 'i-ö » va. & S4i ’M ■ « a * *« €* & •- .»'i %/r Jt. a !<#«» jn HREIIMLÆTISTÆKI sér inn á heimilið, í hvert sinn sem hann kom þar. Þegar fósturforeldrar hennar hættu búskap, fór hún í vinnu- mennsku að Gauksdal í Geiradal. Rúmlega tvítug flytur hún norður að Snartartungu í Bitru til hjón- anna Sigríðar Einarsdóttur og In-gi mundar Magnússonar. er síðar bjuggu í Bæ í Króksfirði. Á dvalarárum sínum í Snartar- tungu kynntist hún bóndasynin- um á Þórustöðum. Einari Ólafs- syni, myndar- og drengskapar- manni. Foreldrar hans voru fcjón in þar Ólafur Magnússon og Elísa- bet Einarsdóttir í Snartartungu. Þau Ingunn og Einar giftust 1898. Fyrstu samveruárin voru þau í húsmennsku, en árið 1904 taka þau við hálfri jörðinni og búsforráðum af foreldrum hans, en síðar. er þau hættu búskap. er hann í sambýli við Guðjón bróður sinn, er var kvæntur Margréti systur Ingunnar. 1929 hætta þau búskap, er Ólaf- ur sonur þeirra tók við jörðinni. Á heimili hans og konu hans. Friðmeyjar Guðmundsdóttur naut Ingunn umhyggju en á þessum árijm var hún sjúklingur. Voru ættarbönd Þórustaðaheimilisins ævinlega traust og gagnkvæm. Hjónaband þeirra Einars og Ingunnar var hamingjusamt og veg ferðin löng. Hann lézt 1963 og höfðu þau þá verið gift í 65 ár. Börn þeirra eru: Ólafur bóndi á Þórustöðum, kvæntur Friðmevju Guðmundsdóttur frá Þrándarkoti í Laxárdal. Kristjana Gíslína, gift Geir Finni Siigurðssyni, fyrrver- andi lögregluiþjóni, og eru þau bú- sett Reykjavík. Guðrún Þórey, gift Ágúst Benediktssyni, bónda á Hvalsá í Tungusveit. Margrét Pálina, gift Eyþóri Árnasyni frá Pétursey. búsett í Reykjavík. Foreldrar Ingunnar voru hjón- in Kristjana Jónsdóttir, ættuð úr Geiradalnum og Gísli Gunniaugs- son Guðbrandssonar bónda á" Vals hamri Hjálmarssonar prests i Tröllatungu. Kona Gunnlaugs var Helga Gísladóttir hreppstjóra í Þorpum í Tungusveit. Þau hjónin dvöldu lengst ævi sinnar í Geira- dalnum, vinsæl og vel látin. Gísli var greindur og skemmtilegur í viðræðum. Eints og að framan greinir bjuggu þau Einar og Ingunn í tví býli, eins og þá var víða í sveit- um. Ingunn var gædd ríkum skiln ingi á gildi sámhuga og tillitssemi í sam-starfi innan fjölskyldunnar og gagnvart vandalausum, er dvöldu á heimili þeirra. Naut hún því trausts og ástríkis eiginmanns og barna. Oft dvöldu á heimili þeirra ung lingar og gamalmenni, því að þar mætti þeim umhyggja, velvild og skilninguf gagnvart einstæðing- um. Ég minnist þess að nokkur gam almenni fengu að dveljast sín síð- ustu æviár í nærfærnum örmum Ingunnar. Ingunn var skemmtileg í samræðum, greind og minnug. Þótt verkahringurinn væri þröng- ur og þar ekki hátt til lofts eða vítt til veggja, var andinn fleyg- ur. leitaði til sinna heima og við þá lindina dvaldi hann og fékk þann þrótt. er sigraði og veitti henni að lokum friðsælt og fagurt ævikvöld. Nú, er vegir skilja, er Ingunnar minnzt af mörgum, skyldum og vandalausum, er senda hlýjar kveðjur til barna hennar og syst- kina. Vinnudagur hennar var orðinn langur. Þar höfðu skipzt á skin og skuggar. Var því þessarar stundar beðið og fagnað og kvöldversið lesið: „Nú legg ég augun aftur, ó. guð þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ. virzt mér að þér taka, mér yfir lát þú vaka þinn engill, svo ég sofi rótt. f guðs friði, góða sál. G.B. Skattaframtöl í Reykjavík og nágrenni, annast skattframtal fyrir einstaklinga og ársuppgjör og skattframtal fyrir smærri fyrirtæki Upplýsingasími 20396 dag lega kl. 18—19. DOMUR ATHUGIÐ SAUMA, SNÍÐ, ÞRÆÐI OG MÁTA KJÓLA. Upplýsingar i síma 81967.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.