Tíminn - 20.01.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.01.1968, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 20. janúar 1968. TIMINN Brezkur togari laskaðist við Snæfellsnes OÓ-Reykjavík, föstudag. Togarinn Ssafa frá Fleet. wood laskaðist talsvert er hann fékk á sig sjó út af Malarrifi s.l. nótt. Togarinn, sem var á heinileið frá veiðum, kom til Reykjavíkur í dag til við- gerðar. Skipið fékk sjóinn á sig kl. 3 um nóttina. Var það þá á sigl- ingu út af Snæfellsnesi. Veður var sæmilegt og togarinn sigldi á fullri ferð. Skemmdir urðu aðallega á brúarvængnum stjórnborðsmegin, í brúnni og á bátadekjki. Björgunarbát tog- g arans tók út og einnig reif I sjórinn annan af tveimur E gúmmíbjörgunarbátum með | sér. Brúarvængurinn lagðist | inn og rúður í brúnni brotn- 1 uðu. Radar skipsins og fleiri siglingatæki skemmdust tals- ,, vert og var unnið að viðgerð I á þeim í dag. Hurð brúarinn- g ar brotnaði í spón og skekktist * Framhald á bls. 15. J Sovézku yfirvöldin komu í veg fyrír bluíumunnufund MltB-Moskva, föstudag. Sovézk yfirvöld reyna nú, hvað mest þau mega, að berja niður óánægjuöldumar, sem risu í kjöl- far rithöfundaréttarhaldanna fyrir skemmstu. Frú Ginsburg, móðir Þrítugur maður frá Ytri-Njarð- vík, Svanur Sigurðsson að nafni, lézt í gærmorgun sennilega af völdum meiðsla, sem hann hafði hlotið kvöldinu áður. Hafði hann leitað læknis vegna þeirra, em ekki var talið að meiðslin væru alvarlegs eðlis, og fór hann heim við svo búið. Næsta dag var hann látinn. Máiið er í rannsókn og hefur líkið verið krufið. Rannsókn arlögreglan í Hafnarfirði hefur tekið mál þetta til meðferðar, en Ginsburgs þcSs, sem dæmdur var til fimm ára þrælkunarvinnu, hafði boðað blaðamannafund að heimili sínu í dag. Ekki varð þó sú raun á að hann yrði haldinn. Þegar blaðamenn komu á vett- ekki kunni hún neitt frekar frá Iþví að segja, er Tíminn hafði sam band við hana í kvöld. Svanu.r heitimn var skipverji á bátnum Bergvík. Báturinn var að leggja upp að hafmarbakkanum í Keflavík á miðvikudagskvöldið, og varð slysið með þeim hætti, að Svanur ætlaði að stökkva yfir á bryggjuna en skrikaði fótur, datt og fékk slæmt höfuðhögg. Enn er ekki hægt að fullyrða, hvort höf- uðhöggið hefur verið banameiin Svans, en þó er það talið líklegt. vang, stóðu öryggislögreglumenn í borgaraklæðum vörð við hús- dyrnar og vörnuðu þeim inngöngu. Þetta kom þó ekki alls kostar á óvart, því að áður höfðu fregn- ritarar alþjóðlegu fréttastofanna og ýmsir erlendir blaðamenn feng ið opinbera aðvörun við því að skipta sér af þessum málum. Sagði í aðvöruninmi, að það yrði lálitið lögbrot, ef þeir mættu til fundarins. Það virtist fullljóst, að frú Gins burg myndi ræða um réttarhöldin yfir rithöfundunum fjórum, og sennilega væri hún hvergi smeyk við að segja það, sem henni byggi í brjósti. í réttarhöldunum kom hún fram sem vitni og varði son sinn. Hún hafði boðið fjölmörg- um vestrænum blaðamönnuim til fundarins, sem átti að hefjast klukkain ellefu, að staðartíma. Seint á fimmtudagskvöld hringdi sovézka utanríkisráðuneytið 1 mik Frambaifi « !•> Dó af völdum byltu? GtÞE-Reykjavík, föstudiag. Álufoss efnir til prjónasumkeppni GI-Reykjavík, föistudag. Spunaverksmiðjan að Álafossi hefur nú efnt til almennrar sam- keppni um prjónamynztur á peys- um. í þessari keppni gefst íslenzk- um konum kostur á að sýna hæfni sína í frumsmíði mynztra og peysu sniða, og ekki spillir það fyrir, að verðlaun verða veitt fyrir tíu fallegustu peysurnar. Fyr&tu verð- laun eru 10.000 krónur, önnur 5.000 og þriðju verðlaun eru sjö talsins, hver að upphæð 1.000 kr. Á síðast'liðnu ári var framleiðsla hafim að Álafossi á nýrri gerð ilopa, svonefndum hespulopa. Þótt stutt sé liðið síðan hann kom á markaðinn, hefur hann hlotið ágætar viðtökur hér heima fyrir, og einnig erlendis, þó að sáralitl- ar tilrauinir hafi verið gerðar til að kynna hann neytendum þar. 'Hann er sendur á erlendan mark- að í smekklegum pökkum og fylgja hverjum þeirra allmargar upp- skriftir af peysum, teppum og kjólum. Uppskriftirnar eru á fjór um til fimm tuingumálum, og góð- ar upplýsingar eru þar gefnar um meðferð og þvott. En eitt vandamál hefur skotið upp kollinum. Það er, að skortur er á sérstæðum, auðveldum mynztr um í þjóðlegum, íslenzkum stíl. Erlendis, einkum á Norðurlöndum þar sem aðalmarkaðurinn er, hef- ur ísleinzkum framleiðendum ver- ið legið á hálsi fyrir að mynztur þeirra séu með grænlenzkúm og norskum blæ. Frændur vorir krefj ast þess sem sé, að íslenzkar ullar- vörur séu með íslenzku handbragði og stíl, og það er raunar ekki ósanngjörn krafa. Það er úr þessu, sem Álafoss- verksmiðjunnar vilja bæta, með því að efna til verðlaunasam- keppni milli íslenzkra kvenna, og vart þarf að taka fram, að mynztr in ættu helzt að vera með sér íslenzku sniði. Gegnum aldirnar hafa ísleinzk ullarefnamynztur að vísu blandazt og orðið fyrir mikl um áhrifum erlendis frá, svo að illt er að greina um hvaðan hvert snið er runnið. En þó orkar það ekki tvímælis, að þjóðleg íslenzk mynztur eru til og jafnvel væri það ráðlegt fyrir þær konur, sem taka þátt í keppninni, að svipast um á Þjóðminjasafninu eftir slíku, þar má vaíalaust finna það, ekki aðeins í prjónlesi, heldur og í tréútskurði, sem gjarnan hefur varðveitzt mjög vel. Ekki ber þó að túlka þetta sem svo, að aðeins þjóðleg mynztur komi til greina við verðlauinaúthlutun. Allar smekklega unnar ulla-rvörur, gerð ar með listrænu hand'bragði, koma þar til álita, og væri það vel, ef sem flestar íslenzkar kon- ur sendu hannyrðir sínar til keppnininar. Það þarf ekki að draga í efa, að ef þátttaka verð- ur almenn, hleypir það auknu fjöri í íslenzkan ullariðnað og verður honum til góðs. Framhald á bls. 15. Um skattafrá- drátt að námi loknu f lögum nr. 90/1965 um tekju- skatt og eignarskatt segir í 13. gr. E lið, að námskostnað, sem stofn- að er til eftir tuttugu ára aldur megi draga frá tekjum næstu 5 árin, eftir að námi er lokið, enda sé fullnægjandi grein gerð fyrir kostnaðinum. í reglugerð nr. 245/1963 um tekjuskatt og eignarskatt segir í 'B lið 35. g,r., að nemanda beri árlega að gera grein fyrir náms- kostnaði sínum eftir 20 ára aldur, ef hann vill njóta námsfrádráttar fyrstu 5 árin að námi loknu. Einmig skal skattþegn, er njóta vill frádráttarins, leggja fram með fyrsta framtali sínu að námi loknu sundurliðað heildaryfirlit yfir námskostnað auk annarra nauðsynlegra upplýsiinga. Ríkisskattstjóri hefur látið gera sérstök eyðublöð, þar sem námskostnaður er skráður og síð- an ber að senda með skattfram- tali. Eyðublöð þessi fást í Háskóla íslands 2. hæð, suðurálmu. Þar má einnig fá yfirlit yfir náms- kostnað í ýmsum deildum Háskóla íslands og upolýsiingar um dvalar kostnað á Görðunum, sem stúd- entaráð hefur látið taka saman. Stúdentaráð rekur nú eins og s. 1. ár sérstaka upplýsingaskrif- stofu. þar sem aðstoð verður veitt til þess að fylla út námskostnað- areyðublöðin gegin hóflegu gjaldi. Skrifstofan tekur til starfa mánu- daginn 22. janúar í kjallara Nýja Garðs og verður opin daglega frá kl. 2—5 e- h. fram á föstudaginn 26. janúar. Ragnar Þór Magnús- soin, stud. oecon., veitir skrifstof- unni forstöðu. Þeir, sem leita til skrifstofunn ar, eru beðnir að hafa skattfram- tal sitt og námskostnaðareyðu- blöðin með sér. Stúdentaráð Háskóla fslands. FRETTIRISIUTTIIMAL BorgarfjörSur tengdur Grímsárvirkjun JK-Egilsstöðum. þriðjudag. Unnið er nú að undirbúningi þess' að tengja Borgarfjörð eystri við Grímsárvirkjunar- svæðið. f síðustu viku voru starfsmenn rafveitunnar á Borg arfirði við undirbúning verks- ims, og var þá flutt til Egils- staða stærsta díselvélin, sem séð hefur Borgfirðingum fyrir rafmagni, en ætlunin er að hún verði flutt til Hornafjarðar. Staðið hefur á efni erlendis frá til þess að hægt væri að ljúka tengingunni, en > vonir standa til, að verkinu verði Lokið síðari hluta þessarar viku. Evrópusamþykkt um ræðismenn f desember s.l. undirritaði Péturs Eggerz ambassador fyrir Íslands hönd, Evrópusamþykkt um störf ræðismanna. í sam- þykktinni, sem hefur verið lengi í smíðum, er fjallað um útsenda ræðismenn. réttar- vernd þeirra og starfsaðstöðu. Er gert ráð fyrir, að þeir vinni að verkefnum á sviði efnahags félags-. ferða- og menningar- mála. í samþykktinni eru einn ig ákvæði um vald ræðismanna í fasteigna- og sjódómsmálum. Loks fylgja bókanir um mál- efni flóttamanna og flugmál. MHHWAOmMN Menntun hjúkrunarfólks Evrópuráðið hefur gengið frá alþjóðlegri samþykkt um menntun hjúkrunarfólks. Til- gangur hennar er að samræma kröfur til menntunar þessarar starfsstéttar og auðvelda hjúkr unarstörf. Fjallað er um það í samþykktinni, hvað teljist vera hjúkrunarstörf, svo og um kröf ur til þeirra, sem hefja hjúkr- unarnám og taka hjúkrunar- próf. Um þetta, segir m.a. að námið skuli vera 2.600 stundir hið skemmsta og a.m.k. helm- ingur þess verklegur. Af 19 aðildarríkjum Evrópuráðsins hafa 4 undirritað samþykktina. Stofnað félag frímerkjasafnara Hinn 18. nóv. s.l. var stofnað á Selfossi félagsskapur fyrir frímerkjasafnara. Hlaut hann nafnið Félag frímerkjasafnara. Selfossi. Það voru 12 áihuga- menn um frímerkjasöfnun sem stóðu að stofnun þessa félags og voru þessir kosnir i fyrstu stjórn: Guðmundur G. Ólafsson formaður. Henry S. Jacobsen. varaformaður; Ernst Sigurðs- son, ritari og gjaldkeri. Félagsiskapur þessi hyggst vinna í nánu samstarfi við Klubb Standinaviu safnara, Reykjavík, og gerist auk þess meðstofnandi að Landssam- bandi íslenzkra frímerkjasafn- ara. Markmið félagsins er að glæða áhuga manna á frímerkja söfnun og efia gagnkvæm skipti Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.