Tíminn - 26.01.1968, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.01.1968, Blaðsíða 1
) PASTCI6NASALAN HÚS&EIGNIR BANRASTRÆTI * Símar 16637 — 18828. Laugavegí 31 GÓLfTEPM WILTON TEPPADREGLAR TEPPALAGNIN EfTIR MÁLI - Simi 11822. v> ' fmvtm ® Jr- ~ J ^A’ ) Ymfyang •Hoalu b IncHonH \v J J,WonVu: '/Á • •» SOUTH Totion Fohong KOREfl Mynd þessi er af bandaríska njósnaskipinu Pueeblo, sem NorSur. Kort þetta sýnir hluta af Norður-Kóreu og Suður-Kóreu. Farið var Kóreumeenn hertóku út af strönd lands síns. með Pueblo til Wonsan sem merkt er á myndinni. USA dregur saman mik- ið lið nærri N-Kóreu NTB-Washingtxvn, fmuntudag. Eins og frá hefur verið skýrt í fréttum, hertóku Norður-Kór eumenn bandarískt njósnaskip Pueblo, út af strönd N-Kóreu, fyrjr tveim dögum. Bandaríska stjómin segir Pueblo hafa ver ið á alþjóðlegri siglingaleið, eða um 40 sjómílur undan ströndinni, en N-Kóreumenn halda þvi fram, að hann hafi verið í landhelgi, og varðbát- ar þeirra hafi verið í fulium rétti, er þeir umkringdu hann og hertóku. Njósnaskipið og á- höfn þess eru enn kyrrsettir í N-Kóreu. Bandaríkjastjóm sneri sér tU Sovétstjómarinn- ar í gær og bað hana að beita áhrifum sínum til að bátnum yrði skilað, en Sovétstjómin harðneitaði. Áttatíu og þriggja manna áhöfn er á Pueblo. Nú virðist, sem mál þetta ætli að draga dilk á eftir sér. Johnsom Bandarikjaforsetá hef ur nú boðið út allmiklu vara- liði flughers og sjóhers alls 372 herfhi'gvélar af ýmsu tagi, og 14.600 menn. En,n hefur engin ákvörðun verið tekin um útboð fleiri deilda varaliðs ins. Bandaríkjamenm hafa dreg ið mikið lið herskipa og ’flug- véla saman í grennd við N- Kóreu, þar á meðal er stærsta herskip heims, flugvélamóður- skipið Enterprise, sem er kjarnorkuknúið. Eins og menn rekur minini tdl, urðu mi'klar óeirðir í Sasebo í Jap- an. þegar skipið átti að koma þangað í kurteisisheimsókn. Japanskir stúdentar hugðust veita áhöfninni varmar mót- tökur er hún stigi þar á land, en úr því varð þó aldrei, þar eð skipið var sent til Norður- Kóreu vegna Pueblo-málsins. Ekki er það aðeins Enter- prise sem tilbúið er til ác-ásar á N-Kóreu, mikill floti er sömuleiðis reiðubúinn að hefja skothríð á ströndina og auk þess öflU'gt lið orustuþota, sprengjuíþota og ýmissa her- flugvéla annarra staðsett á herflugvöllum Bandaríkja- manina í Suðuc Kóreu. Bandaríkjamenn hafa á að gizka 4S þúsund hermenn á s-kórenskri grund, en auk þess hafa S-Kóreumenn sjálfiir 540 þúsu'pd manns undir vopnum. Á hinn bóginn telur herafli Norður Kóreumanna aðeins 340 þúsund manns. Talsmaður Johnsons lagði á- herzlu á það í dag, að reyint yrði að fá njósnaskipið afhent með friðsamlegum ráðum og diplomataviðræðum. Stjórn- málasérfræðinigar telja útboð varaliðsins beina aðvörun til N-Kóreuamnna, um að þeim sé hollast að leyfa skipinu að siigla sinrn sjó, amnars verði gripið til róttækra ráðstafana. Allt bendir til þess að Banda- rfska stjórnin undirbúi nú ein mitt slíkar „róttaakar ráðstaf- anix“. meðal annars hafa freginir borist af vígbún- aði þeiira í S-Kóreu en stjórnmilasérfræðingum þyk- ix Bandarikjastjóm vera full- bráð á sér þar. Johnson tók ákvörðunina um útboð varaliðsinis í morg- un, er hann sat að snæðingi með þeim Dean Rusk, McNa- mara og Arthur Goldberg. Enn hefur stjórnin ekki tek- ið ákvörðun um hvort rétt sé að leggja málið fyrix þing Sameinuðu Þjóðanna, og U Thamt kvað ekki hafa 1 hyggju að blanda sér í málið að sinni. Johnson býður varaliðinu út samkvæmt heimild sem banda- rikjaþing gaf honum nýlega. Segir í heimildinná, að varaliði þessu megi halda úti í allt að Framhald á bls. 14. Loftleiðir auka starfsemi sína í Mexikó: Hafa opnað nýja og stóra skrifstofu í Mexikóborg GÞE-Reykjavík, föstudag. Á síðasta ári opnuðu Loft- leiðir umboðs- og söluskrif- stofu í Mexíkó, og hún þjónar Mið- og Suður-Ameríkulöndun um auk Mexíkó. Hefur starf- semin gengið það vel, að Loft leiðir hafa aukið umsvif sín mjög, og opnað nýja og glæsi lega skrifstofu i Mexíkó City. Var flutt f nýju húsakynnin skömmu fyrir áramót og þyk- ir starfsemin lofa mjög góðu. Loftleiðir hafa aflað sér góðra sambanda í umræddum löndum og hefur félagið verið auglýst mjög upp. Þegar við tilkomu sölu skrifstofunnar í Mexiko, fengu Loftleiðir mikið af farþegum frá þessum löndum óg hefur faxþega talan aukizt jafnt og þétt. Tals- vert hefur verið um það, að Mexi- kanax og fólk frá Suður-Ameríku hafi haft viðdvöl hér á landi á leið til eða frá Evrópu, eins og Reykvíkingar munu hafa orðið vaxir við. Grundvöllur er greiini- lega talsverður fyrir starfsemi Loftleiða í þessum löndum, og að sjálfsögðu stórbatnar aðstaða fé- lagsins við tilkomu hinnar nýju skrifstofu samfara aukinni aug- lýsingastarfsemi. Nýja skrifstofan mun vera mjög vel staðsett og hin glœsi- legasta, em sú fyrn var lítil og næsta ófullikomin. Hefu.r blaðið fregnað að Loftleiðir hafa til um- ráða tvær hæðir i stórri og ný- tízkulegri byggingu. r................... - Sinntu ekki neyöarkalli OÓ-Reykjavík, fimmtudag. Slysavarnarfélag íslands var í dag beðið um aðstoð vegna togarans St. Romanus frá Hull. Togarinn hélt úr heimahöfn þann 7. jan. og síðast heyrðist til hans þann 10. Var togarinn þá á leið á veiðar, en skipstjórinn gaf ekki upp hvort hann ætlaði að halda á íslandsmið, eða væri á leið til fiskimiða við Noregsstrendur. Lýst var eftir togaranum í Rikisútvarpinu í kwöld, og skömmu síðar var Slysavarn ariélaginu í Reykjavik til kynnt að fiskibáturinn Vík- ingur III ÍS 280 hefði heyrt Framhald a bls. 14. Ennjarðskjálfti á Sikiley í gær NTB-Palenmo, fimmtudag. Enn nrfhi jarðhræringar á Sikjl ey f dag, á sömu slóðum og þar sem landskjálftarnir urðu hátt á sjötta hundrað manns að bana ný lega. Fimm manns, sem unnu að björgunarstörfum, týndu lífinu í jarðhræringunum í dag, og sextíu og níu særðust. Þorp þau, sem verst urðu úti á dögunum, eru nú að mestu hrunin til grunna og stendur sums staðar ekki steinn yfir steini. Fólk flýði heim sín skelfingu lostíð í dag, og Framhald á bls. 14. Úr tjaldbúðum flóttamanna. '

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.