Tíminn - 26.01.1968, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 36. janúar 1968.
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriðl
G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug-
lýsingastjóri: SteingrímuT Gislason Ritstj-skrifstofur I Eddu-
búsinu, símar 18300—18305 Skrifsofur: Bankastræti 7 Af-
greiBsiusimi: 12323 Auglýsingasimi: 19523 ABrar skrifstofur.
sími 18300. Áskriftargjald kr 120.00 á mán. Innanlands — í
lausasölu kr 7.00 eint. — PrentsmiBjan EDDA h. f.
Seðiabankinn og
atvinnuvegirnir
Það er kunnara en segja þurfi, að atvinnuleysi fer
nú vaxandi víða um land, og er bersýnilegt, að það
verður ekki stundarfyrirbrigði, ef ekki verða skjótlega
gerðar ráðstafanir til úrbóta. Vafalaust eru það ýmsar
ástæður, sem valda þessu, en ein hin allra veigamesta
er sú, að atvinnufyrirtækin hafa um langt skeið átt við
mikinn lánsfjárskort að búa, jafnt skort á rekstrarfé og
stofnfé. Þau hafa því orðið að draga saman reksturinn
og sum orðið að gefast alveg upp.
Hinn mikli lánsfjárskortur, sem atvinnuvegirnir hafa
búið við seinustu árin, stafar að miklu leyti af því, að
Seðlabankinn hefur ekki verið látinn fylgja þeirri stefnu,
sem lög hans þó ætla honum. Um hlutverk bankans segir
svo í lögum um hann frá 24. marz 1961:
„Hlutverk Seðlabanka íslands er:
1. að annast seðlaútgáfu og vinna að því, að peninga-
magn í umferð og framboð lánsfjár sé hæfilegt miðað
við það, að verðlag haldist stöðugt og framleiðslugeta
atvinn^vegáiina sé hagnýtt á sem fyllstan og hagkvæm-
astan hátt“.
Þrátt fyrir þessi skýlausu ákvæði seðlabankalaganna
um þjónustu bankans við atvinnuvegina hefur hann
dregið úr henni stórlega hin síðari ár, þrátt fyrir sívax-
andi lánsfjárskort þeirra. Bankinn endurkeypti áður 67%
af framleiðsluvíxlum sjávarútvegsins, en kaupir nú að-
eins 55%. Kaup hans af framleiðsluvíxlum landbúnaðar
hafa einnig hlutfallslega stórminnkað. Á sama tíma hefur
hann svo þrengt að viðskiptabönkum og sparisjóðum með
því að heimta af þeim ákveðinn hluta innlagðs sparifjár
og frysta það. Samkvæmt síðustu Hagtíðindum nam þetta
bundna sparifé í nóvemberlok s.l. hvorki meira né minna
en 1872,2 millj. kr. Þetta h-efur þrengt stórkostlega að
viðskiptabönkunum og gert þeim með öllu ókleift að
veita atvinnufyrirtækjunum fullnægjandi þjónustu hvað
snertir rekstrarfé. Afleiðingarnar hafa orðið þær, að
fyrirtækin hafa lent í vaxandi vanskilum, enda munu
vanskil í viðskiptum óvíða eða hvergi vera meiri en hér
á landi um þessar mundir. Ekkert fyrirtæki getur hins
vegar til lengdar byggt rekstur sinn á vanskilum, og
þrautalendingin hefur orðið sú að draga úr rekstrinum
eða hætta honum alveg. Stefna Seðlabankans, sem hann
að sjálfsögðu hefur fylgt að fyrirlagi ríkisstjórnarinnar,
hefur þannig sett stimpil vanskila og samdráttar á íslenzkt
atvinnulíf og viðskiptahætti.
Vegna þess, hvernig Seðlabankinn hefur hér brugðizt
hlutverki sínu, hafa þrír þingmenn Framsóknarflokksins
lagt fram í sameinuðu þingi tillögu þess efnis, að ríkis-
stjórnin hlutist til um, að Seðlabankinn „kappkosti að
fullnægja því hlutverki, sem honum er ætlað í lögum
frá 24. marz 1961, að vinna að því, að framboð lánsfjár
sé hæfilegt, miðað við það, að „framleiðslugeta atvinnu-
veganna sé hagnýtt á sem fyllstan og hagkvæmastan
hátt“. y
Verði Seðlabankinn látinn áfram bregðast þessu
meginhlutverki sínu, verður auknum vanskilum, óreglu,
atvinnuleysi og skorti boðið heim.
TÍMINN
ERLENT YFIRLIT
Flokkurinn, sem stjormrnar
í Moskvu og Bonn óttast
Nýnazistar eru að verða þriðji stærsti þingflokkurinn í V-Þýzkalandi.
FYRIR nokkruim dögum var
skýrt frá því í Bonn, að
Sósiatdemókratar hefðu hafnað
þeirri tillögu Kiesingers kanzl
ara, að breyta kosningalögun-
um fyrir næstu þingkosningar,
sem eiga að fara fram haustið
1969, á þann veg, að þingmenn
yrðu allir kjörnir í einmenn-
ingskjördæmum. en nú er
helmingur þeirra kosinn í ein-
mienningsikjördiæmum, en hinn
helmingurinn skiptist milli
flokkanna samkvæmt atkvæða
tölu þeirra. Til að fá hlutdeild
í upþbótarsætum, þarf flokkur
að fá minnst 5% greiddra atkv.
Talið er hins vegar að sam-
komulag sé um það milli stjórn
arflokkanna að breyta kosninga
lögunum fyrir kosningamar ‘73
á þann veg, að eingöngu verði
þá kosið í einmenningskjör-
dæmum.
Sósíaldemókratar munu hafa
bafnað þeirri tillögu Kiesingers
að breytingin næði til þing-
kosninganna, sem fara eiga
fram á næsta ári, sökum þess,
að þeir hafi óttast að Kristi-
legir demókratar fengju þá
hreinan meirihluta og tækju
þá stjórnina einir í sínar hend
Ur en eins og kunnugt er. fer
samsteypustjórn þessara
tveggja flokka nú með völd
í Vestur-Þýzkalandi.
RÖK Kiesingers kanzlara fyr
ir því að gera umrædda breyt-
ingu strax, eru sögð hafa verið
þau. að hún myndi útiloka nýja
nazistaflokkinn, sem kallar sig
Þjóðlega lýðræðisflokkinn, frá
því að fá þingsæti. Hins vegar
þykja flestar líkur benda til
þess, að hann muni fá milli
40—50 þinigsæti i niæstu kosn-
ingum, ef kosið verður sam-
kvæmt núgildandi fyrirkomu-
lagi, og jafnvel verða steerrl
en Frjáls’vndi flokkuirinn, sem
nú er þriðji stærsti þingflokk
urinn. Aðeins þrír flokkar eiga
nú fulltrúa á þinginu í Bonn.
Sagt er, að Kiesinger hafi
einnig hreyft þeirri tillögu, að
kosningalögunum yrði breytt
þannig, að flokkur bnrfi að fá
10% greiddra atkvæða til þess
að fá uppbótarsæti. Sósíal-
demókratar munu þessu einnig
1 mótfallnir. þar sem afleiðingin
yrði sennilega sú, að hvorki
Frjálslyndi flokburinn eða naz
istar fengju þingsæti, og vafa-
lítið fengi Kristilegi flokkur-
inn þá meirihluta þingmanna.
Sósíaldemókratar viðurkenna
þó fullkomlega þá nauðsyn, að
reynt sé að útiloka nazista-
flokkinn. (
ÞAÐ MÁ óhætt segja. að
nazistaflokurinn veldur bæði
stjórnunum í Bonn og Moskvu
miklum áhyggjum. Stjórnin í
Moskvu hefur sent Bonnstjórn-
inni fleiri orðsendingar vegna
hans og krafizt aðserð'a segn
honum. Þær orðsendingar
Moskvu-stjórnarinnar eru áreið
anlega ekki nein pólitísk her-
brögð heldur sprottnar af raun
Von Tadden, foringi nýnazista.
verulegum ótta. Rússar öðluð
ust þá dýrkeyptu reynslu í síð-
ari heimsstyrjöldinni, að þeir
óttast ekkert meira en endur-
vakta þýzka þjóðernisstefnu.
Að vísu vita þeir, að eins og
er stafar ekki hætta af flokki
nýnazista, en þetta gefcur
breytzt, ef hann heldur áfram
að vaxa. Flokkur Hitlers var
ekki stór í fyrstu.
Stjórnin í Bonn er einnig
mjög illa við nýnazista, þótt
hún óttist ekki. að þeir brjót-
ist' til valda, a.m.k. ekki að
sinni. Þeir- spilla hins vegar
áliti Vestur-Þýzkalands út á
við og gera öirðugri allar tilraun
ir til að ná bættri sambúð við
AuiStUir-Evrópu. Þeir munu
telja alla samninga við rfkiin
í Austur-Eivrópu merki um
undamhald og nota þá til að
'blláisa að glæðum ^þjóðerniis-
stefnunnar.
HINN nýi nazistaflokkur,
sem þannig skelfir stjórnir-nar
í Bonn og Moskvu, er ekki
nema fárra missera gamall.
Samt á hann orðið 48 þingmenn
á sex af ellefu fylkisþingum
í Vestur-Þýzkalandi eða m.ö.o.
að í kosningum til umræddra
sex fylkisþinga hefur hann
fengið meira en 5% greiddra
Hitler.
atkvæða. Sú niðurstaða bendir
til þess, að hann muni auðveld
lega fá þingmenn kjörna á sam
bandsþingið í Bonn í þingkosn
injgunum haustið 1969.
Flokkurinn neitar því að
sjálfsögðu, að bann sé nazista-
flokkur, en flest stefnuskrár-
atriði hans beinast i þá áttina.
Hann krefst þess, að Vestur-
Þýzkaland fari úr NATO og
efli sinn eigin her. Hann krefst
þess. að Þjóðverjar endur-
heimti þá hluta Þýzkalands,
er séu austan Oder-Neisse-lín
unnar, en þeir lúta nú ýmist
Póliverjum, Tékkum eða Rúss-
um. Hann vill breyta skólakerf
inu í þá átt, að það endurreisi
þjóðlegan anda. Þannig mætti
lengi telja.
ÞÓTT nýi nazistaflokkurinn
hafi þegar náð verulegu fylgi
í Vestur-Þýzkalandi, má ekkl
gleyma því, að yfiranæfandi
meirihluti Vestur-Þjóðiverja er
andvígur honum, a.m.k. eins og
sakir standa. Skoðanakannanir
benda einnig til þess, að meiri
h.luti almenninig vill ganga
miklu lengra en Bonn-stjórnin
í þá átt að bæta sambúðina við
Austur-Evrópu. I byrjun des-
ember var birt skoðanakönn-
un, sem var talin mjög sam-
vizkusamlega gerð. er benti til
þess. að 53% kjósenda vildu
láta viðurkenna Oder-Neisse-
landamærin, en 33% voru á
móti. Um 90% þeirra, sem
spurðir voru, vildu láta hefja
skipti við stjórnina í Austur-
Þýzkalandi í einni eða annarri
mynd. Rúm 50% gerðu sér
vonir um, að þýzku ríkin yrðu
sameinuð innan 30 ára, en 36%
töldu, að þau yrðu ekki sam-
einuð í fyrirsjáanlegri framtíð.
Hættan af nýnazistum er
ekki sízt sú, að hún gerir Bonn
stjórnina ragari í viðleitni sinni
til að bæta sambúðina við Aust
ur-Evrópu. Það er að vísu styrk
ur fyrir stjórnina. að skoðana
kannanir sýna, að 53% kjós-
enda vilji viðurkenna Oder-
Neisse-línuna, en viðurkenning
hennar er lykillinn að
bættri sambúð Vestur-Þjóð-
verja og Pólverja. En umrædd
skoðanakönnun sýndi einnig, að
33% voru á móti og það er
meðal þess stóra minnihluta,,
sem nazistar geta gert sér von
um að ná fylgi.
Þ. Þ.
¥
\
/