Tíminn - 28.01.1968, Qupperneq 8
Mynd fcessi birtist síðastl. þriðjudag í sænska blaðinu Dagens Nyheter. Hringurinn á myndinni sýnir leið þá,
sem blaðið telur að Bandaríkjamenn láti flugvélar með kjarnorkuvopn fljúga að staðaldri.
M$nn og málefni
8
r
Ognaratburður á
Grænlandi
Tíminn vakti athygli á því í
forustugrein síðastl. miðviku-
dag, að þau táðindi hlytu að
vekja mikinn áhugnað, að
amerísk sprengjuþota með
kjamorkuvopn hefur farizt á
Grænlandi. Að vísu er því yfir-
lýst, að þessum vopnum fylgi
ekki sprengju- og geislunar-
hætta. Vonandi reyndist þetta
rétt, en aldrei er að vita, hvort
sá öryggisbúnaður, sem hér um
ræðir, reynist nógu traustur.
En þessi atburður er óhugn
anlegur af öðrum ástæðum.
Danska stjórnin hefur marg-
sinnis tekið fram, að hún leyfi
ekki, að flogið sé með kjarn-
orkuvopn yfir danskt yfirráða-
svæði. Þetta vita Bandaríkja-
menn vel. Samt gerist atburð-
ur eins og þessi.
í framhaldi af þessu varp-
aði Timinn fram þeirri spum-
ingu, hvernig væri ástatt með
ísland í þessum efnum. Þar
er þannig ástatt, að ríkisstjóm-
n hefur lýst yfir því, að hún
leyfi ekki staðsetningu kjarn-
orkuvopna hér á landi. En ekki
er kunnugt um, að hún hafi
líkt og Danir bannað flugvélum
með kjarnorkuvopnum að
fljúga yfir landið og að lenda
á því. Það er hins vegar alveg
óhjákvæmilegt eftir það, sem
nú hef ur gerzt.
Hættuleg
nauðlending
í umræðum, sem urðu á Al-
þingi í tilefni af fyrirspurn
frá Magnúsi Kjartanssyni, gaf
utanríkisráðherra yfirlýsingu,
sem skilja mátti á þá leið, að
ríkisstjórnin myndi árétta það
við viðkomandi ríki, að flug-
vélum með kjarnorkuvopn
væri ekki leyfilegt að fljúga
yfir landið og lenda á því. Mbl.
hefur síðan tekið fast í þann
streng. Það segir í forustugrein
á föstudaginn:
„Sá atburður að bandarísk
sprengjuþota með kjarnorku-
sprengjur innanborðs hrapaði
í nauðlendingu á Grænlandi
hefur vakið óhug meðal manna
hér á landi og á hinum Norð-
urlöndunum. Það hefur lengi
verið vitað, að slíkar þotur
með þessi ógnarvopn eru stöð-
ugt á flugi allan sólarhringinn
allan ársins hring og einstaka
sinnum hafa slíkar þotur hrap
að, þótt enn hafi ekki orðið
kjarnorkusprenging af þeim
sökum. Gagnvart okkur íslend-
ingum liggja fyrir skýrar yfir-
lýsingar Bandaríkjamanna um,
að engin kjarnorkuvopn séu
höfð um hönd hér á landi og
er í sjálfu sér engin ástæða til
að draga í efa að svo sé. Hins
vegar vekur atburðirtúnn á Græn
landi óhug manna hér og leið-
ir hugann að því, hvað gerast
mundi ef slík sprengjuþota
nauðlenti hér á landi. Til slíks
má ekki koma og við þurfum
að fá tryggingu fyrir því, að
slík hernaðartæki komi ekki
nálægt okkar ströndum“.
Þannig virðist alger sam-
staða allra flokka og blaða um
þetta mál og er það vel.
Kátir ráðherrar
Eins og menn muna, taldi
ríkisstjórnin í haust, þegar
þing kom saman og lagði til-
lögur í efnahagsmálum fyrir
þingið, að alls óvíst væri, hvort
nauðsynlegt væri að gera eitt-
hvað fyrir atvinnuvegina. Það
væri verið að skoða þessi mál.
Svo þegar Wilson lækkaði pund
ið, var beðið i heila viku, með-
an verið var að skoða málefni
útflutningsatvinnuveganna enn
betur. Síðan kom gengisfelling-
in. Krónan var lækkuð um
25%, þar af 5% vegna falls
pundsins og 20% vegna útflutn-
ingsatvinnuveganna.
Af framhaldsráðstöfunum rík
isstjórnarinnar eftir gengisfell-
inguna var ekki annað að sjá
en að hún teldi gengislækkun-
ina ríflega fyrir útflutningsat-
vinnuvegina og tryggja þeim
hagstæðan rekstur. Gengishagn
aðurinn var tekinn af útgerðar
mönnum og sjómönnum og lagð
ur i opinbera sjóði (Fiskveiða-
sjóð o. fl.). Allar útflutnings-
uppbætur til útgerðarinnar,
sem voru fyrir í fjárlögunum,
voru felldar niður. Til viðbót-
ar var mönnum heitið 250—
300 millj. kr. tollalækkun, mið-
að við óbreytta tollstiga, svo
að gengislækkunin yrði neyt-
endum ekki eins þungbær og
ella.
Áður en Wilson felldi purnþ
ið, voru ráðherramir heldur
niðurlútir. Þeir voru hins veg-
ar hinir kátustu, þegar þingið
fékk jólafríið. Það var búið að
margreikna út, að nú væri allt
í lagi. Eftir áramótin myndi
útgerðin hefjast af nýjum
þrótti.
„Fullkomnasta
®ensíislækkunin“
Það mátti skilja á þessu og
fleiru, að ríkisstjórnin taldi sig
hafa undirbúið gengislækkun-
ina mjög vel. Hún hefði verið
ákveðin eftir vandlega yfirveg
un og skoðun á aðstöðu útflutn
ingsatvinnuveganna. Það heyrð
ist haft eftir reiknimeisturum
ríkisstjórnarinnar, að þessi
gengisfelling væri hin „full-
komnasta“, sem gerð hafi ver-
ið á íslandi. Áður hefðu menn
svó að segja fellt gengið á kné
sér með fá og ófullkomin gögn
í höndum um ástand atvinnu-
veganna, en nú hefðu verið
fyrir hendi vönduð könnun og
skýrslur um alla þá þætti máls-
ins, sem máli skiptu.
Það var þvi ekki nema von,
að menn þættust þess vissir,
að gengislækkunin myndi
fryggja áframhaldandl snurðu-
lausan rekstur útflutningsat-
vinnuveganna og vertíð myndi
byrja af fullum k'rafti strax um
áramótin, hvað sem öðrum
áhrifum gengislækkunar liði.
Þessi mikla fórn myndi þó
allténd tryggja, að ekki yrðu
tafir á mikilvægasta þættinum
í öflun þjóðar- og gjaldeyris-
tekna. Það hlyti þó að niega
treysta því, að ríkisstjórnin
hefði vitað gerla um áhrif geng
islækkunarinnar á atvinnuveg-
ina eftir hina miklu skoðun á
afkomu þeirra og þeirrar tafar,
sem varð á ákvörðun gengis-
lækkunarprósentunnar.
Uppbætur í kjölfar
gengislækkunar
Þegar þingið kom saman eft-
ir áramótin, var gleðisvipurinn
horfinn af ráðherrunum. Þeir
voru ekki sömu kátu menn-
irnir og þegar Wilson felldi
pundið. Allir hinir „vönduðu“
útreikningar höfðu brugðizt.
Það kostaði lengri og meiri
þrautir en nokkru sinni fyrr
að ákveða fiskverðið til útgerð
arinnar og voru bátarnir bundn
ir á meðan. Loksins var það
ákveðið af einum manni, en
útgerðin féllst ekki á það,
nema hún fengi miklar uppbæt
ur til viðbótar. Þá var eftir að
ákveða fiskverðið til frystihús-
anna og því er ekki lokið enn,
þegar þetta er ritað. Frystihús-
in eru stöðvuð á meðan og hef
ur þannig sama og engin út-
gerð átt sér stað allan janúar,
fyrst vegna stöðvunar bátanna
og síðan vegna stöðvunar frysti
húsanna. Hvernig sem samn-
ingum frystihúsánna og ríkis-
stjórnarinnar lyktar, er það
vitað, að meginútkoman verð-
ur, að þau munu fá stórfelldar
nýjar uppbætur.
Þannig er sýnilegt, að stór-
fellt uppbótakerfi mun fylgja
strax í kjölfar gengisfellingar-
innar til aðstoðar útgerð og
fiskiðnaði. Það hefur aldrei
skeð fyrr, að uppbótakerfi sé
eins konar fylgifrumvarp geng
islækkunar, því að gengislækk-
anir eru gerðar til að gera upp-
bætur og styrki til útflutnings-
atvinnuveganna óþarfa. Jafn-
framt þessu virðist allt benda
til þess, að loforðið um 250
milljón króna tollalækkunina,
til að draga úr kjaraskerðingu
almennings vegna áhrifa geng-
islækkunarinnar, verði svikið
að verulegu eða öllu leyti.
Úti á þekju
Af aðgerðum og yfirlýsingum
lúkisstjórnarinnar frá því þing
kom saman í haust að dæma
er ekki unnt að draga aðra
ályktun, þegar á málið er litið
i heild, en að ráðherramir hafi
ekki haft hugmynd um megin-
þætti efnahags- og atvinnulífs
þjóðarinnar eftir að hafa hald-
ið stjórnartaumum i sínum
höndum i samfleytt átta ár!
Enn ömurlegri verður myndin,
ef við er bætt yfirlýsingum og
úttekt ráðherranna á þjóðarbú-
inu fyrir kosningarnar, þar
sem þeir sogðu, að atvinnuveg-
irnir stæðu á traustum viðreisn
argrundvelli og unnt væri að
tryggja blómlegan rekstur
þeirra og óskert kjör launþega,
þrátt fyrir það þótt nokkuð
blési á inóti varðandi útflutn-
ingsverðlag.
Ríkisstjórnin rúin
h'austi
Ríkisstjórn, sem verður upp-
vis að slíkum býsnum i blindni
og ráðleysisfálmi, hefur rúið
SUNNUDAGUR 28. janúar 1968.
sig öllu trausti. Slík ríkisstjórn
getur hvorki haft traust þorra
atvinnurekenda eða launþega.
Og ríkisstjórn, sem ekki hefur
traust, getur aldrei leyst þau
vandamál, sem við er að glíma,
viðhiitandi. Úr þessu verður
spurningin aðeins þessi: Hve-
nær kemur fjórða gengisfell-
ing þessarar ríkisstjórnar?
Eðlilegra væri að vísu að
spyrja: Hvenær segir þessi ráð-
leysisstjóm af sér? En menn
eru hættir að spyrja svo, því
að ekkert er ljósara en það, að
ráðherrar þessarar stjórnar
hafa það sem númer eitt að
sitja í ráðherrastólunum, hvaS
sem tautar. Að leysa vandamál
þjóðarinnar viðhlítandi kemur
númer tvö hjá þeim herrum og
skiptir ekki svo miklu máli, ef
atriði númer eitt er fulltryggt.
„Nærverkefna-
lausar“
Stjórnarblöðin keppast við
að lýsa því, hve vel sé búið að
skipasmíðastöðvunum. Málm-
og skipasmiðir hafa aðra sögu
að segja. í ályktun, sem Málm-
og skipasmíðasamband íslands
sendi blöðunum fyrir fáum
dögum, segir svo:
„Á undanförnum árum hef-
ur meginhluti þeirra fiskiskipa
sem bætzt hafa í skipastól lands
ins, verið smíðuð erlendis.
Nú eru sjö stálskipasmíða-
stöðvar starfandi viðs vegar um
landið. Árleg afkastageta stöðv
anna mun vera 2300—2500 rúm
lesta skipastóll. Um 500 manns
gætu haft fulia atvinnu hýá
þessum stálskipasmíðastöðvum.
Stálskipasmíðastöðvar þessar
hafa verið nær verkefnalausar
miánuðum saman, og eru sum-
ar þeirra þegar að stöðvast
vegna verkefnaskorts. Jafn-
framt skortir tréskipasmíða-
stöðvar tilfinnanlega verkefni".
Áreiðanlega eru skipasmiðim
ir dómbærari og vita meira um
þétta mál en ritstjórar stjórn-
arblaðanna.
Mörg hundruð
atvinnuleysingjar
Skráning atvinnulausra
manna hefur farið fram víða
um land undanfarna daga.
Fullnaðartölur liggja enn ekki
fyrir, en þó er vist, að mörg
hundruð manna hafa verið
skráðir atvinnulausir. Atvinnu-
leysi er nú almennara en það
hefur verið um langt skeið. Og
því miður bendir flest til þess,
að það sé ekki tímabundið,
heldur muni halda áfram að
aukast, nema alveg sérstakar
ráðstafanir verði gerðar til að
efla atvinnuvegina og auka at-
vinnulífið.
Svo ömurlega er hér ástatt
eftir mesta og lengsta góðæri,
sem þjóðin hefur notið.
Sú stjórn, sem þannig hefur
haldið á málum, veldur ber-
sýnilega ekki vandanum. Svona
er komið vegna þess, að hún
hefur ýmist haft enga stefnu
eða ranga stefnu. Það er vax-
andi krafa í öllum stéttum og
um allt land, að þessi stjórn
segi af sér og reynt verðj að
bjarga því sem bjargað verður.