Tíminn - 22.02.1968, Síða 6
6
/
SKRIF
BORÐ
FYRJR HEJMILI OG SKRIFSTOFUR
DE
LUXE
■ FRÁBÆR gæði ■
■ FRllyT STANDANDI ■
■ STÆRÐ: 90x160 SM ■
■ VIÐUR: TEAK. ■
■ FOLÍOSRÚFFA ■
■ . ÚTDRAGSPLATA MEÐ ■
GLERI A
■ SKÚFFUR ÚR EIK ■
HÚSGAGNAVERZLUN
REYKJAVÍKUR
BRAUTARHOLTI 2 - SÍMI 11940
V O G I R
— og varahlutir í vogir,
ávallt fyrirliggjandi.
Rit- og reiknivélar,
Qími
Sjónvarpstækin skila
afburða hljóm og mynd
FESTIVAL SEKSJON
Þetta nýja Radionette-sjón-
varpstæki fæst einnig með
FM-útvarpsbylgju. — Ákaf-
lega næmt. — Með öryggis-
læsingu.
ÁRS ÁBYRGÐ
Radionette-verzlunin
Aðalstræti 18, sími 16995.
eykur gagn og gleði
TRÚLOFUNARHRINGAR
Fljót afgreiðsla
Sendum gegn póstkröfu.
GUÐM. ÞORSTEINSSON
gullsmiður
Bankastræti 12.
■ ■
Látið stilla i tíma.
Hjólastillingar
Mótorstillingar
Ljósastillingar
Fljót og örugg bj'nusta.
BÍLASKOÐUN
& STILLING
Skúlagötu 32
Simi 13-100
JOHNS-MANVILLE
Glerullareinangrun
Fleiri og fleiri nota Johns-
Manville glerullareinangrun-
ina með álpappírnum.
Enda eitt bezta einangrunar-
efnið og iafnframt það
langódýrasta.
Þér greiðið álíka fyrir 4”
J-M glerull og 2Va ” frauð-
plasteinangrun og fáið auk
þess álpappír með!
Sendum um land allt —
Jafnvel flugfragt borgar sig.
Jnn Loftssnn hf.
ílringbraut 121 — Sími 10600
Akureyri' Glerárgötu 26.
Sími 21344.
Auglýsið i Tímanum
Trúin flytur fjö»i — Við flvtjum alH annað
SENDIBÍLASTOÐIN HF.
BlLSTJÖRARNIR AOSTOÐA
TÍMINN
FIMMTUDAGUR 22. febrúar 1968.
MINNIN6
Ólafur Kristmundsson
Við sem erum svo lánsöm í líf-
inu að búa við fulla starfsorku og
mátt til að taka þátt í hinum ó-
tæmandi fjölbreytileik mannlegra
viðbragða í þeim merkileg.a tíma,
er við erum þátttakendur í, eftir
því sem hugur okkar og hæfileik
ar helzt óska sér, eigum áreið
anlega oft erfitt með að setja
okkur í spor þeirra, sem hlotið
hafa það hlutskipti að undirokast
af helsi þungra sjékdóma, og
eigi sízt þeirra, er í æsku voru
þrungnir af björtum hugsjónum
og gæddir yfirburða gáfum til
að geta tileinkað sér ávexti margs
þess er þróun mannsandans hef
ur beztu skilað fram í átt til æðra
lífs.
Nei, við erum þess ekki um
komin. — Því undrumst við, þeg
ar þeir, sem lifa langtímum sam
an í hrörlegum lífcamsmusterum,
tvíeflast í andanum'svo frá þeim
streymir sítær lind hjartahlýju,
lífsvizka og hleypidómalaust mat
á hinu síkvika og oft hverfula
mannlífshafi er brýzt og bylt-
ist áfram, oft án sýnilegs tilgangs
eða háleitra hugsjóna.
Þessar hugieiðingar flugu mér
í hug, er mér barst andlátsfregn
Ólafs Kristmundssonr, fyrrv.
sýslumannsfulltrúa á Selfossi, en
hann andaðist árla dags á Sjúkra
þúsinu hér 13. þ. rn.
Þó kynni okkar Ólafs væru ekki
löng, þá urðu þau allnáin, því
síðastliðin þrjú og hálft ár sátum
við andspænis hvor öðrum í sama
herbergi á skrifstofu Kaupfélags
Ámesingá. Mér var fljótt ljóst að
Laugavegi 38,
Skólavörðustíg 13
★
Útsalan er f
fullum gangi.
•k
Eins og jafnan
áður er stórkost-
verSlækkun á
ýmis konar fatnaði.
★
Notið tækifærið og
hér var ég að kynnast óvenjuleg
um manni. Hika ég ekki við að
segja að hann var svo miklum
og góðum andlegum kostum bú-
inn, að ég hef ekki átt þess völ
um dagana að komast í snertingu
við aðra betri að öllum öðrum
ólöstuðum. Stálmynni hans, greind
og fjölvfsi, var alveg óvenjulegt,
samfara mikilli göfugmennsku og
hjartahlýju, sem hver maður varð
snortinn af, er átti kost á að
njóta þess að marki.
Ólafur var fæddur að Kolbeins-
á í Hrútafirði 1. júní 1912. For-
eldrar hams voru; Sigríður Þór-
unn Ólafsdóttir, bónda að Kol-
beinsá Bjarnasonar, og Kristmund
ur Jónsson, fjrst bóndi, síðar kaup
félagsstjóri á Borðeyri, síðast
stjórnarráðsfulltrúi í Rvík. Að
þeim hjónum stóðu sterkir ætt-
stofnar þar vestra, er ekki verður
rakið hér. Þeim varð alls sjö
barna auðið. Elst þeirra er Björn
Gísli, gjaldkeri í Rvík, þá Ólafur,
Marta Guðrún, Stefán Baldur,
trésm. Rvík, Sigrún Anna, dó í
bernsku, Þorvaldur, arkitekt,
Rvíik og Jón Gísli, bifr.stj. Rvík.
í þessum rann ólst Ólafur upp.
Meðan hann var komungur fluttu
foreldrar hans að Borðeyri er
faðir hans- varð kaupfélagsstjóri
þar. — Þar var jafnan mikil önn
og vandist Ólafur fljótt á að taka
þátt í margháttuðum störfum, en
þó mest við afgreiðslu og skrif-
stofustörf. Hann var bráðþroska
og mjög hneigður til náms. Las
hann í æsku allt sem hann komst
yfir og fékk- snemma mikinn á-
huga á þeim þjóðmálahreyfing
um er þá fóru um landið. Sagði
hann mér að hrifnastur hefði hann
orðið af Tryggva Þórhallssyni, er
þá stóð í blóma lífsins, enda var
hann milkill heimilisvinur fjöl-
skyldunnar á Borðeyrj Þegar Ól-
afur hafði aldur til hóf hann nám
við menntaskólann á Akureyri og
útskrifaðist þaðan sem stúdent ár
ið 1934 með mjög góðri einkunn
— -Skemmtilegt var að heyra Ól-
af segja frá þessum náms árum
sínum, hversu glögg skil hann
kunni á mörgum þeim er með hon
um voru í skóla, en margir þeirra
eru nú í forustuliði þjóðarinnar
Að stúdentsprófi loknu innritaðist
hann í lagadeild Háskólans.
Fram til þessa hafði brautin
verið bein og glæst fyrirheit um
bjarta framtíð virtust framundan,
hjá þesíum flu^gáfaða efnis
manni. — En nú dró ský fyrir
sólu.
Ólafur veiktist hastarlega Hinn
hvíti dauðj fór hamförum og lagði
sinn ógnþrungna hramm á brjósi
ofmikils fjölda af æskublóma þjóð
arinnar og Ólafur var einn af
þeim er lostinn var. Eftir mikla
! þraut og kröm komst hann þó
til nokkurrar heilsu, en reittur
þeim fjöðrum er nægt gætu til
frekari sóknar, til þess er áður
var að stemmt — Hér var sköp
um skipt. Nú varð að heyja bar
áthtf með veikum burðum til að
sjá sér farborða.
Árið 1938 réðist Ólafur sem
skrifari hjá Fáli Hallgrímssyni.
sýslumanni á Selfossi. Reyndi þar
fljótt á starfshæfni hans í eril
sömu og umsvifamiklu embætti,
þar sem liðskostur var við nögl
skorinn. Er það allra dómur er
til þekktu, að þau störf er Ól-
afur innti af hendi, hafi verið unn-
in af stakri kostgæfni og trú-
mennsku, enda fljótt falin hin
vandasömustu störf. Náði hann ó-
trúlegum vinnuhraða meðan bezt
lét með heilsuna. En hin lam-
aða líkamsorka lét smásaman und
an síga. Varð hann enn að hlýta
sjúkrahúsvist og stórgerðum lækn
isdómum. Eftir þetta var heilsa
Ólafs veikari og orka til vinnu tak
mörkuð. Hin síðustu árin vann
hann hjá Kaupfélagi Árnesinga og
þá aðeins hluta úr degi unz yfir
lauk.
Fyrstu árin hér á Selfóssi tók
Ólafur allmikinn þátt í félagslífi.
Hann var einn af beztu skákmönn
um landsins og vann margan fræk
in sigur hér á staðnum og víðar
í þeirri íþrótt. Einnig var hann
einn af stofnendum Bridgefélags
Selfoss og traustur félagi þess
meðan þrek entist. Félagar hans
í þessum samtökum þakka honum
og minnast hans nú _ með virð
ingu og þökk. Þá var Ólafur frétta
ritari Útvarpsins um mörg ár.
Prófdómari við skólana hér var
hann lengi og rækti þau störf af
mikilli alúð. Hann var mi'kill vin
ur barna og unglinga og naut
trausts þeirra og virðingar.
Ólafur lét ekki mikið yfir sér
á strætum og gatnamótum. En í
góðvinahópi og í einkasamræðum
hreif hann hvers manns hug. Allt
hans fas var mótað af háttvisi og
prúðmennsku. Fágað skopskyn og
lifandi frásagnargleði átti hann
i ríkum mæli og miðlaði óspart
þeim, er hann átti samleið með,
af ríkdómi þekkingar og stál-
minnis, og mátti segja að sama
væri hvar tekið var á. Hann hafði
yndi af fagurri tónlist og kunni
þar góð skil á. Yfirbragð hans var
virðulegt og göfugmannlegt. Hann
átti trausta vini er hann mat mik
ils, er voru honum mikils virði,
einkum í veikindum hans. Ber
þar sérstaklega að nefna Bjarna
héraðslækni er Ólafur mat flestum
framar.
Heimili Ólafs hér á Selfossi var
lengst af á Eyrarvegi 1. Þar bjó
hann með hinni mætu konu Guð
rúnu Guðlaugsdóttur. gestgjafa í
Tryggvaskála. Var sambúð þeirra
hin ágætasta, enda samofin því
hugljúfa hugarþeli, er framar
öllu skapar fagurt mannlíf, er
hvarvetna vekur góðíleik og kveik
ir ylríkt bros, jafnvel á harmi
lostna brá Guðrún á því mikils að
•'ikna svo fíngerð og veikbyggð,
sem hún er, þá hin styrka andlega
stoð kveður. Þér færi ég Guð-
rún mín, hugheilar samúðar kveðj
ur, svo og öllum ættmennum Ól-
afs og vinum.
í dag er Ólafur Kristmundsson
til moldar borinn í Selfosskirkju
garði Við öll, samstarfsfólk. fyrr
og síðar. svo og öll Selfossbyggð
þakkar þér samfylgdina og kveð
ur nú hið andlega göfugmenni
með djúpri virðingu og þökk.
Óskar Jónsson.