Alþýðublaðið - 29.09.1989, Síða 1
Mikil aukning í slátrun á matfiski:
4000 tonnum slátrað í ár
Verö á laxamörkuöum gefur ekki tilefni til bjartsýni um góöa
afkomu. Líkleg tvöföldun á matfiski á nœsta ári.
vf
Of eða van
I Sjálfstæðisflokknum er allt
ýmist of eða van. Annaðhvort
hefur flokkurinn enga skoðun
eða hann hefur svo margar að
enginn veit hver skoðun flokks-
ins er í raun og veru. Um þetta
fjallar Guðmundur Einarsson í
föstudagsspjalli sínu i dag.
Líklegt er talid að
slátrað verði um 4.000
tonnum af matfiski í ár
hjá íslenskum fiskeldis-
stöðvum, þar af senni-
iegast um 400 tonnum af
silungi. Vigfús Jóhanns-
son hjá Veiðimálastofn-
un segir þó að þessi tala
geti breyst þar sem
margar stöðvar muni
væntanlega draga ein-
hverja slátrun fram yfir
áramótin. Hann telur að
u.þ.b. heimingi slátrunar
sé þegar lokið. í fyrra
var slátrað 1233 tonnum
þannig að aukningin er
margföld.
Að sögn Vigfúsar reikna
menn með því að á næsta
ári geti enn orðið gríðarleg
aukning, allt að 100%,
þannig að þá verði slátrað
um og yfir 8.000 tonnum.
Framleiðslugeta íslenskra
fiskeldisstöðva var talin á
bilinu 7—8.000 tonn um
síðustu áramót en verður
líklegast orðin 11—12.000
tonn um þessi áramót. Fisk-
eldisstöðvarnar eru því að
færast nær og nær því
marki að framleiða sam-
kvæmt getu en nokkuð hef-
ur vantað upp á það hingað
til.
Söluhorfur þykja nokkuð
sæmilegar á framleiðsl-
unni, en eins og einn við-
mælandi blaðsins orðaði
það. „Það er hægt að selja
allt, spurningin er um verð-
ið.“
Samkvæmt heimildum
Alþýðublaðsins er ekki útlit
fyrir að verð á mörkuðum
verði eldisstöðvunum sér-
lega hagstætt. Allt þetta ár
hefur verð á laxamörkuð-
um farið mjög lækkandi en
menn vilja engu að síður
meina að það hafi náð
botninum. Guðmundur Ey-
dal, hjá Sjávarafurðadeild
Sambandsins, sagði að á
Japansmarkaði væri skila-
verð nú milli 250—360 kr.
fyrir kílóið. Verð á Japans-
markaði lækkaði í sumar
en hefur aðeins rétt sig við
aftur. Verð á Frakklands-
markaði, sem var hagstætt
í fyrra, hefur lækkað mjög í
ár vegna offramboðs.
Verð á Japansmarkaði
hefur almennt verið hærra
en á öðrum mörkuðum, en
dæmi eru þó um að menn
hafi fengið hærra verð á
öðrum mörkuðum ef tak-
markað magn hefur verið
boðið til sölu.
Sjá bls. 5
Jón Baldvin um áfengiskaupamálid:
Hætt að
kaupa á
kostnað-
arverði
Forsetar Alþingis sam-
þykktu á fundi sínum í gær-
morgun að Alþingi muni
framvegis ekki neyta þess
réttar sem það hefur til að
kaupa áfengi á kostnaðar-
verði til nota við opinberar
gestamóttökur og veislur á
þess vegum. Þetta segir í
fréttatilkynningu frá Alþingi,
sem Guðrún Helgadóttir for-
seti sameinaðs þings undirrit-
ekki reglur
Borgarstjórnarkosningar:
Gerði mistök en braut
Jón Baldvin Hannibais-
son utanríkisráðherra
sagði á blaðamannafundi
sem hann efndi til í gær að
það hefðu verið mistök hjá
honum að halda Ingólfi
Margeirssyni, ritstjóra Al-
þýðublaðsins, veislu þeg-
ar sá síðarnefndi varð fer-
tugur. „Þetta voru mistök
og ég biðst velvirðingar á
þeim,“ sagði ráðherrann.
Á fundinum lagði hann
fram bréf til ÁTVR þar sem
segir að hann hafi nú
greitt allt það áfengi sem
hann veitti í afmæli Ingólfs
fullu verði á verðlagi dags-
ins í dag. Jón Baldvin
sagðist aðspurður hafa
velt því fyrir sér að segja
af sér en afráðið að gera
það ekki.
Jón Baldvin sagði að hann
teldi sig ekki hafa brotið nein-
ar þær reglur sem í gildi voru
varðandi risnu ráðuneyta
þegar hann hélt Ingólfi veisl-
una. Reglurnar væru hins-
vegar ekki aðalatriðið í því
máli, þess vegna viðurkenndi
hann mistök sín. M.a. vegna
þess að hann hefði með þess-
um hætti gefið slæmt for-
dæmi. Hann benti á að nú-
verandi fjármálaráðherra
Birting opnar
fyrir Borgara
Alþýðubandalagsfélagið
Birting er til í að ræða
þátttöku Borgaraflokks-
ins í breiðfylkingu jafnað-
armanna f yrir næstu borg-
arstjórnarkosningar.
Þetta segir Bjarni P. Magn-
ússon borgarfulltrúi Al-
þýðuflokksins, en borgar-
málaráð flokksins og full-
trúar Birtingar áttu við-
ræður sl. miðvikudag.
Margrét S. Björnsdóttir
stjórnarmaður í Birtingu,
sem sat fundinn, segir að
stjórn Birtingar hafi að
svo stöddu einungis ráð-
gert að tala við þá fjóra
flokka sem nú séu í minni-
hluta í borgarstjórn.
Ákvörðun hafi ekki verið
tekin um annað. „Það er
minn skilningur,“ sagði
Margrét við Alþýðublaðið
í gær.
Bjarni P. segir að þetta sé
nýr flötur á málinu, því hing-
að til hafi einungis verið rætt
um þátttöku flokkanna fjög-
urra, Alþýðuflokks, Alþýðu-
bandalags, Framsóknar-
flokks og Kvennalista, með
jafnri skiptingu. Nú séu Birt-
ingarmenn hins vegar búnir
að taka undir sjónarmið Al-
þýðflokksins.
„Núna eru þeir farnir að
hlusta á hugmyndir mínar og
borgaramálaráðs Alþýðu-
flokksins. Við vorum búin að
segja hug okkar í þessu máli.
Við vorum búin að hafna
flokkahugmyndinni, um tvo
frá hverjum flokki. Sjálíur hef
ég alltaf lagt áherslu á að
þetta yrði að vera breiðfylk-
ing og kalla þyrfti til mun
fleiri en þá sem bara eru í
þessum flokkum. Þær hug-
myndir er Birting nú til í að
ræða og gerir tillögur um, —
þ.e.a.s. hugmyndir um breið-
fylkingu jafnaðarmanna,"
sagði Bjarni P. Magnússon,
borgarfulltrúi.
í gærkvöldi voru viðræður
Birtingar og borgarmálaráðs
Framsóknarflokksins og eitt-
hvern næstu daga er ráðgert
að Birtingarfélgar ræði við
Kvennalistann.
Jón Baldvin á blaðamannafundinum í gær. Sagðist ekki hafa brotið reglur en viðurkenndi mistök.
Hefur endurgreitt allt áfengið á fullu verði.
hefði haldið Lúðvík Jóseps-
syni veislu til að minnast út-
færslu landhelginnar. Jón
Baldvin telur það sambæri-
legt, að því leyti að þar hafi
ráðherra haldið veislu fyrir
einstakling sem er pólitískur
samstarfsmaður. Þar af leiðir
að embættisgjörð hans sé
ekki einsdæmi.
Jón Baldvin lét að þvi liggja
á fundinum að hann vissi til
fordæma af svipuðu tagi og
veisla Ingólfs. Hann sagðist
hinsvegar ekkert hafa í hönd-
unum til að sanna slíkt. Jón
sagði að Ríkisendurskoðun
og yfirskoðunarmenn ríkis-
reiknings ættu að vita um
slíkt og af því tilefni hefði
hann í bréfi farið fram á að
veittar yrðu upplýsingar um
hvernig einstök ráðuneyti
hefðu farið með sína risnu í
gegnum árin. Hann leggur
fyrir Ríkisendurskoðun fjölda
spurninga í ýtarlegu bréfi til
hennar, m.a. um hvernig hún
hafi sinnt sínu aðhaldshlut-
verki og síðan spyr Jón Ríkis-
endurskoðun í 11 liðum um
túlkun hennar á reglum varð-
andi notkun á risnufé sem
hann hefur; þ.e. hverjum hún
telji ráðherra heimilt að
bjóða hvað og nefnir Jón þar
til ýmsa aðila við ýmis tæki-
færi.
Á fundinum lagði Jón Baid-
vin Hannibalsson fram
skýrslu yfir risnukostnað ut-
anríkisráðuneytisins sem
haldinn hefur verið í tíð hans
þar í kjölfar umræðna sem
upp komu á sl. ári um áfengis-
kaup æðstu yfirmanna. Hann
fer einnig fram á samstarf við
Ríkisendurskoðun um mótun
skýrra reglna um áfengis-
kaup og risnu ráðherra og
ráðuneyta í framtíðinni en
bendir á að slíkar reglur sé
aðeins hægt að móta þegar
fullljóst verði hvernig hefðir
og venjur hafi verið á undan-
gengnum árum. Hvernig þær
hafi myndast og hvernig Rík-
isendurskoðun hafi sinnt að-
haldshlutverki sínu miðað
við þær venjur sem skapast
hafa.
Jón Baldvin skýrði einnig
frá því að hann hefði rætt það
á ríkisstjórnarfundi t gær-
morgun, að allir ráðherrar
gerðu hreint fyrir dyrum síns
ráðuneytis hvað varðaði
risnukostnað.