Alþýðublaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 4
4
Föstudagur 29. sept. 1989
VIÐTALIÐ
Haukur Helgason formaöur félagsmálaráds í Hafnarfiröi:
Mikilvægt að allir
eigi öruggt skjól
Sú uppbygging sem átt hefur
sér stað í Hafnarfirði á síðustu
ánun hefur vakið mikla at-
hygli. Eins og gjarnan vill
verða ber mest á byggingum
eða mannvirkjum en minna á
þeirri starfsemi sem miðar að
aukinni velferð og aðhlynn-
ingu þess fólk sem á einhvern
hátt stendur höllum fæti í lífs-
baráttunni. Alþýðublaðið leit-
aði til Hauks Helgasonar skóla-
stjóra í Hafnarfirði sem er for-
maður félagsmálaráðs Hafnar-
fjarðar og spurðum hann út í
störf ráðsins og Félagsmála-
stofnunar. „Það hefur orðið
gífurleg breyting á störfum Félags-
málastofnunar Hafnarfjarðar á
síðustu árum. Þegar núverandi
meirihluti Alþýðuflokks og Al-
þýðubandalags tók við voru
stöðugildi á Félagsmálastofnun-
inni rúmlega fjögur en í dag eru
þau orðin tíu talsins. Sumir kunna
að spyrja, hvort þetta sé ekki bara
það venjulega, reksturinn bólgni
út samfara auknum kostnaði. Þeg-
ar málið er skoðað kemur hins
vegar í ljós að loksins hefur skap-
ast möguleiki til þess að vinna að
fyrirbyggjandi aðgerðum og ieysa
mál. Það vill stundum brenna við
að fólk heldur að störf
Félagsmálastofnunar snúist bara
um að deila út peningum til skjól-
stæðinga stofnunarinnar og þess
háttar. En starfið er fyrst og fremst
fólgið í því að leita leiða til þess að
hjálpa fólki sem oftast, ég vil leyfa
mér að segja 90% tilfella, lendir i
tímabundnum erfiðleikum. Það
verður að gefa því tækifæri til að
komast út úr sinum erfiðleikum og
hjálpa því til að leysa sín mál sjálft.
Orsökin er oft veikindi eða upp-
brot á fjölskyldum sem gera það
að verkum, að margar fjölskyldur
eiga tímabundið í erfiðleikum
með sjá sér farborða. Þegar við
svo skoðum þá peninga sem farið
hafa til framfærslu síðustu árin
kemur í Ijós að þeir hafa alls ekki
vaxið, heídur eru þeir hlutfallslega
minni en í upphafi þessa kjörtíma-
bils. Þetta vil ég fyrst og fremst
þakka auknu starfsliði og góðu,
því það hefur unnið að margskon-
ar fyrirbyggjandi aðgerðum, leið-
beint og hjálpað fólki út úr vand-
anum eins og hlutverk þessarar
stofnunar er. Ég efa það ekki að
hér áður hafi starfsfólkið verið allt
af vilja gert til að sinna þessum
málum en það var bara gersam-
lega útilokað með þeim litla
mannskap sem þarna var til stað-
ar. Það hefur orðið gífurleg breyt-
ing á þessum málaflokki í tíð nú-
verandi bæjarstjórnar.''
— Nú opnuduó þiö Hafnfirdingar
nýtt dagheimili í sídustu viku.
Hvaö líöur dagvistunarmálum
ykkar?
„í dagvistunarmálum hafa gerst
stórir og miklir hlutir á þessu kjör-
timabili, alveg ótrúlega miklir. Á
mjög stuttum tíma hafa þrjú dag-
vistarheimili verið tekin í notkun.
Það er Hvammur, þriggja deilda
dagheimili, það er Hraunkot, for-
eldrarekið dagheimili en þar lagði
bærinn mikla peninga til, húsnæði
og fleira, og þá eru það Garðavell-
ir, fjögurra deilda dagheimili, sem
voru opnaðir í síðustu viku. Nú er
í fullum undirbúningi dagvistar-
heimili sem á að rísa í Setbergs-
hverfi. Þarna hefur grundvallar-
breyting átt sér stað og sýnir vel
hver hugur núverandi bæjarfull-
trúa er í þessum málum. Það væri
fráleitt að halda því fram að fjár-
magn hafi almennt aukist frá bæj-
arfélaginu, heldur hefur bærinn
breytt um áherslur til hvers pen-
ingunum er varið. Áhersluatriðin
eru önnur."
— Eru langir biölistar eftir
plássi á dagheimilum bœjarins?
„Aðstaðan hefur gjörbreyst og
það eru ekki margir á biðlistum í
dag. Nú er svo komið að öll börn
sem verða þriggja ára á þessu ári
komast á leikskóla. Meiri óvissa er
um biðlista eftir heilsdagsvistun
en það mun skýrast mjög fljótlega.
Nú mun gefast færi á að huga bet-
ur að þeim hluta dagvistunar sem
er utan hins hefðbundna leik-
skólaaldurs. Uppbyggingu þessara
mála verður haldið áfram með
það fyrir augum að hægt verði að
sinna öllum þeim sem óska eftir
dagvistun, að minnsta kosti hluta
úr degi.“
— Oldrunarþjónustan, hvernig
Dagskrá
Kl. 10.00 Þingsetning Gísli Einarsson, bæjarfulltrúi, formaður kjördæmisréðs
kl. 10.10 Staða sveitarfélaganna og sveitarstjórnarkosningarnar
Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, Eyjólfur Torfi Geirsson, forseti
bæjarstjórnar, Gísli Einarsson, bæjarfulltrúi, Sveinn Þór Elínbergsson, forseti
bæjarstjórnar, Gunnar Már Kristófersson, sveitarstjóri, Eiður Guðnason, al-
þingismaður.
Umræður.
Kl. 12.30 Matarhlé
Kl. 14.00 Samgöngur um Hvalfjörð
Kynningarerindi. Helgi Hallgrímsson,
aðstoðarvegamálastjóri.
Fyrirspurnir og umræður.
Kl. 15.00 Stjórnmálaviðhorfið.
Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, formaður Alþýðuflokksins.
Umræður.
Samþykkt stjórnmálaályktunar.
Kl. 18.00 Þinglok
Kl. 20.00 Kvöldverður. Kvöldvaka.
Kjördæmisþing Alþýðuflokksins í
Vesturlandskjördæmi
haldið í Röst á Akranesi 30. september 1989
Haukur Helgason: Meginstefnan í þessum málum er að gera fólki kleift að
vera sem lengst í eigin húsnæði.
er henni háttaö?
„Þar hefur verið tekin upp
margskonar ný þjónusta. Má þar
nefna heimsendingu matar til
aldraðra sem var tekin upp á þessu
kjörtímabili. Tvo daga vikunnar
býður bærinn öldruðum upp á op-
ið hús þar sem framreiddur er
heitur matur gegn vægu gjaldi.
Auk þess er boðið upp á ýmiss
konar félagslíf og þá hefur öldruð-
um verið gefinn kostur á líkams-
rækt. Aðsóknin hefur verið mjög
mikil. Auk þess hefur verið mikil
aukning á þjónustu heimilishjálp-
arinnar. Þá hefur bærinn tekið
þátt í að byggja íbúðablokk fyrir
aldraða og er flutt inn í hluta henn-
ar sem er sérstaklega hönnuð með
þarfir aldraðra í huga. Þetta eru
hlutir sem mikil áhersla hefur ver-
ið lögð á en það er engu að síður
ennþá margt ógert í þessum efn-
um. Meginstefnan í þessum mál-
um er að gera fólki kleift að vera
sem lengst í eigin húsnæði. Það er
mikilvægt að bjóða upp á þjónustu
sem gerir gömlu fólki kleift að búa
í eigin húsnæði kjósi það svo.“
— Talaö er um kreppu í þjóöfé-
laginu. Veröiö þiö vör viö aö róö-
urinn þyngist hjá almenningi?
„Já, það er ekki fram hjá því að
líta, þó verð ég að játa, að það hef-
ur borið minna á því en ég hefði
ætlað og má það vera að fólk leiti
ekki til okkar fyrr en í allra síðustu
lög. Það sem mér finnst vera
stærsti þátturinn í þessu er hús-
næðisþátturinn. Það að koma sér
upp húsnæði, að eignast eigið hús-
næði á þann hátt sem verið hefur
er ekki raunhæft lengur. Það er
vonlaust að fólk með meðaltekjur
sem er að byrja að búa í dag geti
lagt svo og svo mikið til hliðar til
að kaupa sér húsnæði. Það hlýtur
að koma að því, eins og reyndar
við alþýðuflokksmenn höfum lagt
áherslu á, að kaupleiguíbúðir taki
við í ríkari mæli og/eða verka-
mannabústaðir. Sjálfseignarstefn-
an á íbúðarhúsnæði sem við höf-
um verið fylgjandi stenst ekki
lengur. Eins og staðan er í dag hjá
fólki, stærstum hluta almennings,
er það gjörsamlega vonlaust mál
að koma sér upp húsnæði, miðað
við þau laun sem fólk hefur og
með hliðsjón af þeim kostnaði
sem fylgir beinum heimiliskostn-
aði. Þarna verður þjóðfélagið að
koma á móti. Þarna verður að
skapa ásættanlegt form og mér líst
mjög vel á kaupleigukerfið. Það er
sú leið sem sé til að gefa einstak-
lingum kost á að ráða yfir eigin
húsnæði þó það eignist það ekki
nema þá á mjög löngum tíma.
Mikilvægast er að allir hafi öruggt
skjól en álagið við það að reyna að
eignast íbúðarhúsnæði brýtur oft
á tíðum niður fjölskylduna og
skapar mikla óhamingju."
— Hver er staöa félagslegra
íbúöa í eigu bœjarins?
„Hún hefur mikið batnað á
þessu kjörtímabili. Fjöldi íbúða í
eigu bæjarins hefur meira en tvö-
faldast og því erum við miklu bet-
ur í stakk búin að sinna því fólki
sem á í húsnæðisnauð.
Ég vil lýsa ánægju minni með
hversu ríkan skilning þessi mál
hafa átt hjá núverandi bæjarstjórn
og hversu ötullega hefur verið
staðið að uppbyggingu þessara
mála. Og ég vænti þess að svo
verði áfrarn.”